Morgunblaðið - 12.07.1987, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987
Þrátt fyrir ásakanir um spiilingu og hlutdeild
íeiturlyfjasöiu hefur Sir Lynden Pindling
forsætisráðherra unnið auðveldan sigur í
kosningum á Bahamaeyjum, sem hafa verið
nefndar „paradís eiturlyfjasmyglaranna", og
tryggt sér 31 þingsæti af 49. Þótt hann hafi
verið sakaður um kosningasvik fer ekki á
milli mála að hann nýtur mikillar hylli svartra
eyjaskeggja, sem hafa ekki gleymt því að
hann batt endi á þriggja alda stjórn hvítra
manna fyrir 20 árum og tryggði þeim betri
lífskjör en flestum öðrum íbúum við
Karíbahaf.
PINDLING OG KONA HANS:
„Kampavínsfrúin"
KONUNGUR
BAHAMAEYJA
Eyjaskeggjum hefur líka
fallið vel í geð að Pindl-
ing hefur staðið uppi í
hárinu á Bandaríkja-
mönnum, sem hafa
gagnrýnt hann árum saman fyrir
að gera sama og ekkert til að stöðva
eiturlyfjasmygl til Bandaríkjanna,
sem eru 70 km frá næstu eyju.
Nánast helmingur þess kókaíns,
sem neytt er í Bandaríkjunum, fer
um einhveija af 700 eyjum Baham-
a-eyjaklasans og líka mikið af því
maríúana, sem selt er þangað.
Kosningaúrslitin voru Bandaríkja-
mönnum því áfall og þymir í
augum.
Nefnd, sem stjóm Bahamaeyja
skipaði fyrir þremur ámm til að
kanna eiturlytjasöluna, kvað upp
úr með það að þrír nánustu sam-
starfsmenn Sir lydens, þar af tveir
ráðherrar, hefðu verið viðriðnir eit-
urlyúasmygl. Nefndin ásakaði
Pindling ekki beinlínis, en sagði að
á árunum 1977-1983 hefði hann
eytt átta sinnum meira fé en hann
hefði í laun. Dómsmálaráðherrann,
Paul L. Adderley, reyndi að draga
sjö kunna borgara fyrir lög og dóm,
en án árangurs.
Pindling neyddist til að víkja
sökudólgunum úr stjóminni, en þeir
náðu endurkjöri í kosningunum.
Annar þeirra, Kendal Nottage,
kann að fá aftur sæti í henni, þótt
Bandaríkjamenn segi að ef Pindling
„hreinsi ekki til geti það leitt til
árekstra." Þótt þeir viðurkenni að
hann hafí nokkuð reynt að draga
úr eiturlyfjasmyglinu segja þeir að
viðleitni hans hafi borið sáralítinn
árangur. Ifyrr í ár sagði bandaríska
utanríkisráðuneytið að „víðtæk eit-
urlyfjaspilling ríkti enn“ á Bahama-
eyjum. Loftus Roker öryggismála-
ráðherra, sem hefur stjómað
baráttunni gegn eiturlyfjasmyglur-
unum, sagði af sér, þar sem enginn
hefði raunverulega áhuga á að
stöðva smyglið.
Pindling, sem er stundum kallað-
ur „konungur Bahamaeyja", „King
Ping“ eða „Svarti Móses“, hefur
alltaf neitað því að hafa brotið af
sér og oft kennt „óseðjandi þörf
Bandaríkjamanna á eiturlyfum" um
eiturlyQavandann. Flokkur hans,
Fijálslyndi framfaraflokkurinn
(PLP), gerði eiturlyfjamálið að bar-
áttu gegn Bandaríkjamönnum í
kosningunum og sakaði þá um um
yfirgang og hræsni í tilraunum
þeirra til að stöðva eiturlyfjasmyg-
lið og tiyggja sér stuðning stjóm-
valda í Nassau.
Haukar í horni
Alvarlegustu ásakanimar á
hendur Pindling em mnnar frá
Gorman nokkmm Bannister, sem
er sonur náins vinar Pindlings,
kaupsýslumannsins Everette Bann-
isters í Nassau. Bannister eldri
hefur haft orð fyrir að geta leyst
hvers manns vanda með klækja-
brögðum. Að því er sonur hans
sagði í vitnaleiðslum í utanríkis-
nefnd öldungadeildar Bandaríkja-
þings í vor hefur hann þegið
greiðslur frá eiturlyfjasölum, kaup-
sýslumönnum sem em á flótta
undan réttvísinni og hafa leitað
hælis á Bahamaeyjum, glæpamönn-
um sem vilja reka þar spilavíti og
löglegum fyrirtælq'um sem þurfa á
fyrirgreiðslu að halda til að starfa
þar.
Að sögn Gormans hafa sam-
starfsmenn Pindlings, traustir
stuðningsmenn PLP og háttsettir
starfsmenn ráðuneyta, lögreglunn-
ar, tollþjónustunnar og útlendinga-
eftirlitsins fengið milljónir dollara
frá Bannister eldra að „gjöf“ eða
„láni.“ Langstærsti hluti fjárins
hefur þó mnnið til Pindlings og
Margrétar konu hans, sem er kölluð
„Kampavínsfrúin" vegna mikils dá-
lætis hennar á Dom Perignon.
Gorman Bannister gaf banda-
rísku eiturlyfj alögreglunni (DEA)
ítarlega skýrslu og mun bera vitni
gegn kólombíska eiturlyfjasmyglar-
anum Carlos Lehder Rivas í haust.
Lehder fékk í þijú ár að nota eyj-
una Norman’s Cave fyrir bækistöð,
en var handtekinn á búgarði sínum
í Kólombíu í vetur og framseldur
Bandaríkjamönnum.
Lehder lagði Norman’s Cay und-
ir sig snemma árs 1979, dró fána
Kólombíu að húni og ríkti þar sem
lénsherra. Everette Bannister neit-
ar því að hafa þekkt Lehder, eða
vitað um stórfellt smygl hans frá
eyjunni. Gorman segir að þeir feðg-
ar hafí hitt Lehder í Kólombíu
sumarið 1982 og gert við hann
samning, sem gerði honum kleift
að halda smyglinu áfram. Þegar
þeir komu við í Miami á heimleið-
inni greiddi kólombísk kona þeim
25,000 dollara. Á næstu tveimur
vikum fékk Everette fleiri greiðslur
frá lögfræðingi Lehders og hann
notaði sambönd sín til að vara Leh-
der við yfírvofandi árásum á
Norman’s Cay.
Auk „kókaínkóngsins" hjálpaði
Everette Bannister Anastasio
Somoza fv. forseta Nicaragua og
fjármálamanninum Robert Vesco,
vini Nixons. Að sögn Gormans var
faðir hans tengiliður Pindlings og
Vescos, sem kom fyrst til Baha-
meyja 1973. Vesco hafði þá verið
á flótta S eitt ár síðan hann hvarf
með 225 milljónir dala, sem hann
mun hafa haft af Investors Overse-
as Services, fyrirtæki sem hann tók
við af íjármálamanninum Bemie
Comfield.
Tveir aðstoðarmenn Somoza
komu til Nassau 1980 þegar Pindl-
ing og staðgengill hans voru
erlendis og báðu Everette Bannister
að sjá um að einræðisherrann fyrr-
verandi fengi að dveljast á
Bahamaeyjum. Daginn eftir kom
Somoza á snekkju sinni til eyjunnar
Exuma, skammt frá Nassau, og
hafði meðferðis sex ferðatöskur
fullar af peningum. Everette viður-
kenndi seinna við rannsókn að hafa
hitt Somoza, en neitaði því að hafa
þegið fé frá honum.
Gorman sonur hans segir að hann
hafi tekið við 320,000 dollurum frá
Somoza og greitt frú Pindling
40,000 dollara. Dvöl Somoza stóð
hins vegar stutt. Stjómmálamenn
á Bahamaeyjum óttuðust að Eve-
rette yrði of valdamikill, ef Somoza
yrði um kyrrt, og skipuðu einræðis-
herranum að hafa sig á brott.
Mikilvæg tekjulind
Utanríkisnefnd öldungadeildar
Bandaríkjaþings ákvað að yfirheyra
Gorman vegna staðhæfínga um að
bandaríska utanríkisráðuneytið
hefði torveldað baráttuna gegn eit-
urlyflabraski með því að styðja
Pindling þrátt fyrir ásakanir um
að hann hefði gert eyjamar að
griðastað „eiturlyfjabaróna." Gor-
man skýrði m.a. frá því að starfs-
maður utanríkisráðuneytisins hefði
verið kallaður heim frá Nassau þeg-
ar hann tilkynnti til Washington
að Everette Bannister væri tengilið-
ur eiturlyfjasalanna og stjómarinn-
ar á Bahamaeyjum.
Eiturlyfjasalan er einn helzti
homsteinn efnahagslífsins á Ba-
hamaeyjum. Sumir telja að hún sé
þriðja helzta tekjulind eyjaskeggja,
sem em 250,000 talsins, (næst á
eftir ferðaþjónustu og bankastarf-
semi) og gróðinn af henni nemi
einum tíunda af þjóðartekjum. Um
40% fullorðinna munu fjárhagslega
háðir eiturlyflasmygli. Tímabundin
vinna við að afferma eiturlyfjabáta
hefur stundum úrslitaáhrif á af-
komu fólks á afskekktum eyjum.
Þótt 60% atvinnuleysi sé t.d. á eynni
Bimini eiga margir íbúanna gullúr
og dýra bíla og lifa eins og blóm í
marz munaði litlu að öldunga-