Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987 33 Stjörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag ætla ég að fjalla áfram um útlit stjöraumerkjanna. Eins og í gær er hafður á sá fyrirvari að útlit mótast oft af þeim fjórum-fimm merlq'- um sem hver maður hefur einkenni frá, en ekki einungis sólarmerkinu, og að í vissum tilvikum geta sterkir erfða- þættir sett strik í reikninginn hvað varðar útlit manna. Það sem fer hér á eftir miðast við hið dæmigerða og algengasta fyrir merkin. Meyjan Meyjan er oftast nær fínleg í útliti og hefur reglulega og hreina andlitsdrætti. Margir karlmenn í Meyjarmerkinu eru t.d. smáfríðir. Einkenn- andi fyrir Meyjuna er einnig það að hún er oft „pen“ með sig. Konur í Meyjarmerkinu eru oft bráðlaglegar að upp- lagi og samviskusemi þeirra, það að þær hugsa vel um út- lit og mataræði, gerir að þær halda fegurðinni lengur en gengur og gerist. Litarháttur og hárlitur er dökkur og brún- leitur. Vogin Vogin er yfirleitt ljós yfirlitum og hefur yfir sér ljúft og bliðlegt yfirbragð. Það á reyndar frekar við um kon- umar en karlarair eru eins og gefur að skilja nokkuð öðruvísi. Það sem t.d. hefur komið mér á óvart er að þeir eru oft frekar sverir. Það sem kannski er aðalatriði f þessu máli er að líkamslínur Vogar- innar taka mið af Venusi, þ.e. eru mjúkar og ávalar, en ekki tálgaðar og skarpar. Augu hinnar dæmigerðu Vogar eru yfirleitt heiðblá. SporÖdrekinn Ég hef aðallega orðið var við tvær tegundir af Sporðdrek- anum. Annars vegar er dökkur Sporðdreki, með svart hár, ljósa húð og dökk þung augu. Karlmenn af þessari gerð eru oft með áberandi svarta skeggrót og konur nomalegar. Hins vegar er einnig áberandi að rekast á ljóshærða Sporðdreka sem hafa köld blá augu. Yfirbragð og fas beggja er síðan heldur fráhrindandi, augun stingandi og hvöss. Bogmaðurinn Hinn dæmigerði Bogmaður er oft á tfðum hávaxinn. Hann gengur reistur og er fattur í baki. Hann er því oft glæsileg- ur á velli. Andlitsfallið er heldur stórgert og er andlitið oft tangt og frekar mjóslegið. Bogmaðurinn er frekar ljós yfirlitum og yfirbragðið glað- legt og hressilegt. Svipurinn er oft hugsi og fjarrænn. Margir Bogmenn hafa sér- stakan hlátur, eða öllu heldur má segja að þeir hneggji eins og hestar f stað þess að hlæja. Áhrifpláneta Eins og segir að framan ræðst útlitið oft af erfðaþáttum og öðrum merkjum en sólar- merkinu. Ef segja á eins og er þá mótast útlitið af öllu kortinu, bæði merlgum og afstöðu. Þess vegna getur ein ákveðin og sterk afstaða sett töluvert strik í reikninginn. Ég hef t.d. tekið eftir þvf að Júpíter f spennuafstöðu við Tungl er algeng staða f kort- um þeirra sem eiga til að blása út eða þurfa að takast á við fituvandamál. Það er eðlilegt enda er Júpíter pláneta þenslu. Sterkur Satúmus aft- ur á móti, pláneta samdráttar, er algengur f kortum þeirra æm eru grannholda. Ef Sat- úraus er nqög sterkur eiga viðkomandi aðilar stundum í erfiðleikum vegna þess hversu grindhoraðir þeir eru. GARPUR AlOG KO/WÐ flrBRÖGÐUM þjhJUM, GAKPUR! NÚ FÆR EKKERT STÖ&VAtP; /ms / GRETTIR /efárrisulir fuglar MÁ r ORAIANA, þ'A ÆTTl !ARI2.ISUll KÖTTOP. NÁ í FUöLANA SVO ÉG GEMG BAÍ2A , ÓTOG NÆ MÉ.R \ ... (* AZ-QSÚLAtj ^ HUMO/j DÝRAGLENS ( FÆPEXJ EITTHVÁI? ÚT OR fVi’ AÐ gEVNA AE? \JERA Y y^ÖeRUVÍSI EM APRIR, HINRIK ? J-------------- UÓSKA 1 7 —7“ ÆTTDE>/ /BK NÆRKI KLARA? f »tANAPÍ5KD FERDINAND OT © 1987 Unlted Feature Syndtcate, Inc. 29I0 !!!n!!l!!!!.,!!!!!!!!!!!!l!!!!!!!!!!!!!!!!1.!!!i!!!!!!i!!i!!iiiiiti!!i!!!!!!?!H!Lni!!!!!!i!l!!!i‘!!!i! .....:::::::::::::::::::::::::::::: ::::::::::::::::::::::::::::::::::::: SMAFOLK UUHO'S ''SANTA SMUP6E"? KÆRI JÓLA Hver er „Kœri Jóla- klessa?“ BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vömin gat hnekkt §órum spöðum strax í upphafi með tígulstungu, en eftir laufútspil vesturs þurfti austur að vanda sig verulega. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ K4 ¥9762 ♦ D84 ♦ K1063 Vestur ♦ G8 ¥ G543 ♦ Á6 ♦G9752 Suður ♦ ÁD10973 ¥KD ♦ G93 ♦ Á8 Austur ♦ 652 ¥ Á108 ♦ K10752 ♦ D4 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 spaði Pass 1 grand Pass 3 spaðar Pass Pass 4 spaðar Pass Pass Spilið kom upp í sveitakeppni í Bandaríkjunum og í austur var kunnur spilari, Bill Pollack. Vestur valdi óheppilegt útskot, lítið lauf. Sagnhafi lét lftið úr blindum og Pollack staldraði við. Hann taldi ólíklegt að félagi' færi að spila út undan ás eftir þessar sagnir, svo það gat ekki verið neinn gróði í því að setja upp drottninguna. Svo hann lét smátt lauf og sagnhafi fékk ódýran slag á áttuna. En fyrir bragðið stíflaðist liturinn. Sagnhafi tók næst laufásinn og spilaði spaðaás og spaða inn á kóng. Reyndi svo laufkónginn, en Pollack ónýtti hann með tromphundinum. Suður yfir- trompaði, tók sfðasta trompið og sótti hjartaásinn. En fékk'’ hjarta til baka og þurfti því að hreyfa tígulinn sjálfur. Þar sem tígullinn var innkomulaus ákvað hann að svína strax áttu blinds og fór því einn niður. Spilið féll, því á hinu borðinu tók vömin tfgulstunguna. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Það gerist ekki oft að stór- meistari þurfi að gefast upp eftir aðeins þrettán leiki, en það henti þó ungverskan stórmeistara á opna mótinu í Kaupmannahöfn f júní: Hvítt: Lukacs (Ungverjalandi), Svart: Bartels (Hollandi), Chig- orin vöm, 1. d4 — d5, 2. c4 — Rc6, 3. Rc3 - Rf6, 4. Bg5 - Re4, 5. Bh4 - g5, 6. Bxg5!? - Rxg5, 7. cxd5 — e5!, 8. dxe5 — Rxe5, 9. h4 — Bc5, 10. hxg5 — Dxg5, 11. Da4+?! - Bd7, 12. Rh3?? Nú standa báðar drottning- amar í uppnámi og eftir 12. — Bxa4?, 13. Rxg5 mætti hvítur vel við una. Svartur á hins veg- ar mjög sterkan millileik: 12. - Bxf2+!, 13. Kxf2 - Rg4+ og hvítur gafst upp, þvf hann tapar drottningunni eftir 14. Kel - Dh4+.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.