Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987 35 tróð linsu vélarinnar út. Himinn var alheiður og skyggni frábært. Sama í hvaða átt litið var: Alls staðar blasti við stórbrotið landslag: í norðri skartaði Esjan sínu fegursta í skini kvöldsólarinnar, í vestri blasti höfuðborgin við og í bakgrunni gnæfði Snæfellsjökull yfir umhverfið. Bláfjöll teygðu sig til suðurs og greina mátti útlínur Reykjanesskagans. í fjarska sást Suðurlandsundirlendi. Grænir geimálfar Eg byijaði að taka myndir. Við flugum svo nálægt Vífilfelli að ekki voru nema 20 metrar að fjallshlíðinni. Þetta var einstök tilfinning, að þjóta um loftin blá alveg hljóðlaust. Nota uppstreymið eins og fuglamir. Sniðugra að nota vindorkuna á þennan hátt en greiða kollegum J.R háar upphæðir fyrir eldsneyti. Ekki var laust við að ég brosti við tilhugsunina. Skammt undan flugu Þórður Eydal Magnússon og Steinþór Skúlason á svifflugum sínum. Þeir voru báðir í meiri hæð, enda voru þeir dregnir á loft af flugvélinni Unni Gunnu. Þegar við höfðum flogið í um 20 mínútur fórum við að lækka flugið. Við höfðum farið nokkram sinnum með hlíð Vífilfells og yfir nálæga tinda. Lendingin var mjúk og heppnaðist vel. Svifflugan staðnæmdist og við losuðum öryggisbeltin. „Hvað er að sjá þig maður, þú ert grænn í framan," vora fyrstu hughreystingarorðin er viðstaddir sögðu við blaðamann Morgunblaðsins, nýstiginn úr svifflugunni. „Mér er fúlasta alvara. -Ég hef aldrei séð grænt andlit áður nema í teiknimyndum." Ég tók þessu með jafnaðargeði og sagði að þeir gætu sjálfir verið grænir geimálfar. Þorgeirs þáttur Skömmu síðar hófst þáttur formannsins, Þorgeirs Amasonar formanns félagsins. TF-TUG dró svifflugu hans á loft og þegar dráttartauginni hafði verið sleppt byijaði ballið. Þar var ekki að sjá að uppi færi vélarvana sviffluga, því sjá mátti flestar þær kúnstir sem vélflugmenn geta látið sig dreyma um. „Það er hægt að fljúga svifflugum á hvolfi. Þó era slíkar kúnstir ekki mjög algengar meðal svifflugmanna. Einnig er hægt að fara lykkjur og spinna líkt og á venjulegum flugvélum,“ sagði Steinþór. „Það er einnig nokkuð vinsælt hjá þeim sem lengra era komnir að fljúga lágflug á miklum hraða. Þá kemur svifflugan niður að jörðinni á allt að 250 km hraða, fer upp aftur, snýr við og lendir," bætti Höskuldur við. Tveir hressir strákar vora á vappi kringum svifflugumar og fyldust með flugi Þorgeirs. Þeir sögðust heita Egill Amar Rossen og Pétur Magnússon og vera 16 ára. Aðspurðir kváðust þeir félagar vera nýgræðingar í íþróttinni. „Þetta er í annað skipti sem við fljúgum í svifflugu en við eram ákveðnir í að halda áfram," sagði Egill. Pétur félagi hans sagði að þeir hefðu komið fyrst á Sandskeiðið fyrir nokkram dögum og ákveðið að prófa, aðallega fyrir forvitni sakir, en einnig hefði afí hans verið félagi í Svifflugfélaginu. Piltamir sögðu að ekki hefði gengið neitt sérstaklega vel í fyrsta skiptið. „Dráttartaugin slitnaði þegar verið var að draga Pétur upp og hann var því fremur stutt uppi í sinni fyrstu ferð en í kvöld heppnuðust ferðimar miklu betur." Degi var tekið að halla og fyrir löngu kominn háttatími fyrir árrisula blaðamenn. Við kvöddum og héldum til borgarinnar. Strákamir með. „Ferlegt að vera ekki með bílpróf." Grein og myndir: MAGNÚS GOTTFREÐSSON DAS afhendir aukavinning Happdrætti DAS afhenti nýlega aukavinning í júlí. Myndin var tekin þegar eigandi miðans, Björgvin Hallgrímsson, Reykjavík tók við lyklunum að Subaru stationbifreið úr hendi framkvæmdastjóra happdrætt- isins, Baldvins Jónssonar. Á milli þeirra stendur eiginkona Björgvins, Guðrún Elíasdóttir. VUNPtA ÞAR SEM UMHVERFIÐ ER ÆVINTÝRl LÍRAST! í Hagkaup Kringlunni ætlum við að bæta við 150-200 manns til starfa. í KRINGLUNNIERU NOKKRAR LAUSAR STÖÐUR í BOÐI. GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ MEÐAN ÞAÐ GEFST! í ágúst opnum við hinar nýju og glæsilegu verslanir okkar í Kringlunni. Þið sem sitjið ennþá heima eða ætlið að skitpa um vinnustað - hvað emð þið að hugsa! Komið og sláist í skemmtilegan hóp, því að við erum búnir að ráða sæg af hressu fólki. NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞÉR: Okkur vantar ennþá starfsfólk á kassa í heilsdags og hálfsdags störf. Einnig ýmis störf í matvörudeild. Svo er það rúsínan í pylsuendanum! Sælkeraborðið bíður eftir sniUdarkokkinum eða matseljunni. Þið þurfið ekki að eiga skrautritað prófskírteini. Við viljum að verkin tali sínu máli. Við bjóðum einnig helgarvinnu — það gefur aukatekjurnar. ALLT UNDIR SAMA ÞAKI Við bjóðum ykkur að starfa á mest spennandi vinnustað á landinu í dag. í Kringlunni hitta allir alla og þar mun alitaf gerast eitt- hvað nýtt. Þú munt njóta þín í skemmtilegu umhverfi viðskipta, þjónustu og athafna. Þegar tími og tækifæri gefast til, getur þú sinnt þínum erindum. Skroppið í bankann, farið með fötin í hreinsun, pantað farseðilinn í sumarfríið og margt fleira. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af veðri. Þú finnur ekki notalegri vinnustað. VID HLÖKKUN TIL AÐ HEYAR í ÞÉR Komduog spjallaðu við okkur milli kl. 13 og 18 alla virka daga. Ef sá tími hentar ekki - þá hringdu og við ákveðum sameiginlega annan tíma. Vlð erum i síma 68-65-66 í Skeifunni 15. BJ&kM? Kristján Sturluson Valdimar Hermannsson Karl West starfsmannastjóri verslunarstjóri . verslunarstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.