Morgunblaðið - 12.07.1987, Side 52
OJrl
8ð
52
i Tíft. .st jíTjDAötUMWTjs
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987
HÆGRIHÖND
Amins
BOB ASTLES, brezkur trúnaðarvinur Idi Amins forseta í Uganda og aðstoðarmaður hans um nokkurra ára skeið,
afsalaði sér nýlega þegnrétti í Uganda og sneri aftur til Bretlands. Hann lýsti því yfir við komuna að hann ætlaði að
birta skjöl til að hreinsa sig af ásökunum um að hann hefði tekið þátt í blóðugum hermdarverkum í valdatíð Amins.
Astles hefur varið
málstað sinn í
viðtali við „The
Times". Hann
segir að hann
hafi staðið við
hlið. Amins á
dögum ógnar-
stjórnar hans, þar sem það hafi
verið einlæg skoðun sín að með því
gæti hann dregið úr óhæfuverkum
hans.
Þótt nokkurra mótsagna gæti í
viðtalinu varpar það nýju ljósi á
manninn, sem kom óorði á Afríku
þegar hann sat að völdum á síðasta
áratug þar til honum var steypt
af stóli með stuðningi innrásar-
hers Tanzaníumanna 1979.
Astles flýði til Kenýa, en var
framseldur Ugandamönnum og
hafður í haldi unz honum var
sleppt í desemberbyrjun með því
skilyrði að hann afsalaði sér ríkis-
borgararétti.
„FIFLALÆTI“
„Það var alltaf eitthvað gott og
slæmt, andlega heilbrigt og geð-
veikislegt við Idi Amin,“ sagði
Astles í viðtalinu. „Hann var bæði
trúður og miskunnarlaus morð-
ingi. Fíflalæti hans voru í fyrstu
slyng baráttuaðferð, en snerust
upp í eins konar andstæðu heil-
brigðrar skynsemi, sem varð stór-
hættuleg."
Hann sagði að Amin hefði farið
að hraka þegar hann fór að drekka
meira en góðu hófi gegndi.
„Hann drakk koníak — koníak
varð eftirlætisdrykkur hans. Brátt
fór hann að drekka koníak með
morgunmatnum.
Með árunum varð hann brjálað-
ur þegar hann var drukkinn.
Áfengið fór að éta sig inn í heila
hans. Þetta olli honum miklum
kvölum og hann gleypti feiknin öll
af asperíntöflum. Hann fór í með-
ferð til Kaíró, Moskvu og loks til
ísraels."
„Hin spillingaráhrifin voru
völd,“ sagði Astles. „í afrískum
stjórnmálum vilja allir ná æðstu
völdum. Þegar því marki er náð
vita menn að allir sitja um þá, svo
að þeir verða grimmari og grimm-
ari til að halda völdunum. Þannig
var þessu farið með Amin.“
„Eg var eini maðurinn, sem
hann gat treyst,“ sagði hann, „því
að ég bað hann aldrei um nokkurn
skapaðan hlut — engin falleg hús,
engin forréttindi, engan Mercedes
Benz. Ég var eini maðurinn —
kannski var það af því að ég var
hvítur - sem hann gat verið viss
um að sæktist ekki eftir starfi
hans og reyndi ekki að koma hon-
um fyrir kattarnef. Hafi Idi Amin
einhvern tíma átt sannan vin þá
var það Bob Astles."
„Eg var eini maðurinn, sem gat
ráðið við hann,“ hélt Bob áfram.
„Hinir ráðherrar hans hringdu í
mig og sögðu: „Geturðu komið
fljótt — það er ekki hægt að tjónka
við hann.“
Ég leyfði honum að hrópa á mig
og skamma mig og reyndi síðan
að róa hann. Ég var einn þeirra
fáu, sem hann treysti."
Alvarlegasta ásökunin, sem
Astles ætlar að hreinsa sig af, er
sú að hann hafi tekið þátt í morð-
unum á erkibiskup Uganda, Luwo-
gegndi ýmsum embættum og var
m.a. yfirmaður „gagnspillinga-
sveitarinnar", sérlegur ráðunautur
um brezk málefni og loks fram-
kvæmdastjóri Cape Villas Hotel.
„Þegar síminn hringdi vissi ég
aldrei hvort hann mundi segja:
„Hvernig hefurðu það, gamli vin-
ur?“ eða „Þú ert undirróðursmað-
ur, þú ert njósnari, sem situr á
svikráðum við Uganda". Hann
þóttist vera reiður, en þetta var
úthugsað og fíflalæti hans voru
það líka.“
ÚTLENDINGAR
AUÐMÝKTIR
Eitt sinn ákvað Amin að auð-
mýkja fulltrúa erlendra ríkja í
Kampala. Hann skipaði þeim öll-
um að koma með sér á útifund, sem
hann vildi halda í hinum afskekkta
norðurhluta landsins.
Hann skipaði síðan öllum flug-
félögum að sjá um að stjórnarer-
indrekarnir fengju engin sæti í
flugvélunum þennan dag. Þeir
urðu að aka í sex klukkutíma.
Kínverski fulltrúinn varð meira
að segja að ganga síðustu 15 kíló-
metrana, þar sem Mercedes-
bifreið hans bilaði.
„Rétt áður en stórmennið átti
að flytja ávarp sitt fékk ég boð
um að ganga á hans fund og hann
spurði hvernig mér fyndist ræð-
an,“ sagði Astles.
„Hún var fjórar setningar, skrif-
aðar á swahili. Þær voru svohljóð-
andi: „Afríkumenn kunna vel að
meta kjúklinga. Allir Afríkumenn
vilja sína eigin kjúklinga. Afríku-
menn vilja ekki leyfa Rússum að
koma hingað og stela kjúklingun-
um. Það verða Rússar að hafa
hugfast."
Þetta var allt og sumt. Hann
flutti ávarpið og fór, hlæjandi.
Stjórnarerindrekarnir urðu æfir,
einkum hinir rússnesku."
KROPIÐ FYRIR AMIN
„Það var mikið kvartað þegar
Amin lét 14 hvíta menn krjúpa á
kné fyrir sér og vinna sér hollustu-
eið. Én það sem þeim gramdist í
raun og veru var að hann lék á
þá,“ sagði Astles.
„í Uganda voru margir hvítir
menn atvinnulausir um þetta leyti
— um 1975 — vegna erfiðleika í
samskiptum þeirra og útlendinga-
eftirlitsins. Kerfið gerði ráð fyrir
því að þeir fengju ekki atvinnuleyfi
nema tvö afmörkuð tímabil. Flest-
ir þeirra höfðu verið í Uganda um
árabil og þriðja tímabil þeirra var
hafið. Eina leiðin til þess að þeir
gætu fengið að vinna var að þeir
gerðust úgandískir ríkisborgarar.
Fjórtán þeirra komu að máli við
mig. Ég sagði að ég mundi spyrja
Amin. Þegar ég gerði það sagði
hann: „Já, en ég verð að gera mér
mat úr því.“ Ég var ekki viss um
hvað hann átti við.“
Amin sagði Astles í hálfkæringi
að eina leiðin til að fá herráðið
(sem raunar óttaðist hann) til að
samþykkja að svo margir fengju
ríkisborgararétt væri að hvítu
mennirnir samþykktu að ganga í
varaher Uganda. Hann sagði að
þeim yrði launuð slík hollusta með
borgararétti.
„Allir mennirnir 14 samþykktu
þetta,“ sagði Astles. „Enginn
Brezkir kaupsýslumenn bera Amin í gullstól.
om, brezka kaupsýslumanninum
Robert Scanlon, fjórum evróp-
skum blaðamönnum og kaupsýslu-
manninum Bruce MacKenzie frá
Kenýa.
Hann er einnig sakaður um að
hafa gegnt áhrifamiklu hlutverki
í grimmustu dauðasveit Amins,
„Ríkisrannsóknaskrifstofunni"
(SRB). Astles telur að „skrifstof-
an“ hafi myrt 7.000 manns, en
mannréttindasamtök segja að tal-
an 200.000 sé nærri lagi.
„Ég hef svör við þessu öllu,“
sagði Astles. „Ég hef ekki verið
fundinn sekur um nokkurn hlut.
Ég mun leggja fram sönnunar-
gögn.“
GÖMUL KYNNI
Amin og Astles kynntust í
Kongó 1964 þegar Astles var beð-
inn að flytja hergögn fyrir leyni-
þjónustu Miltons Obote þáverandi
forseta. „Það var mikið í Amin
spunnið," sagði Astles. „Hann var
samvizkusamur hermaður, bind-
indismaður og hafði ágæta for-
ystuhæfileika. Hann var tillits-
samur liðsforingi og lét sér annt
um velferð hermanna og borgara."
Astles hafði gengið í nýlendu-
þjónustuna 1952 og var eftirlits-
maður opinberra framkvæmda í
11 ár. Þegar Uganda hlaut sjálf-
stæði 1962 keypti hann gamla flug-
vél og stofnaði „Uganda Aviation",
sem var fyrirrennari Flugfélags
Uganda. Hann hóf störf hjá sjón-
varpinu í Uganda 1963 og varð
framkvæmdstjóri þess. Því starfi
gegndi hann unz Amin hrifsaði
völdin af Obote 1971.
Þegar Astles neitaði að verða
við þeirri ósk Amins að hann héldi
áfram störfum hjá sjónvarpinu
var honum varpað í fangelsi. Tólf
vikum síðan var hann fluttur í
járnum til sjónvarpsstöðvarinnar
og yfirheyrður.
Þeim sem yfirheyrðu Astles
urðu á þau mistök að leyfa honum
að sjá spurningarnar, sem Amin
hafði sjálfur samið. Hann gat því
tafið tímann með þvl að svara
fyrstu spurningunum í löngu máli,
áður en röðin kom að erfiðustu
spurningunum.
Amin varð skemmt. Hann lét
flytja Englendinginn til búgarðar
síns á strönd Viktoriuvatns og þar
var hann til 1975, þegar Amin bað
hann að koma aftur fótunum undir
Flugfélag Uganda.
Næstu fjögur ár var hann ýmist
í náð eða ónáð hjá Amin. Hann
Amin ásamt 23 barna sinna.