Alþýðublaðið - 02.05.1932, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.05.1932, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Bafnarlög Reykja- viknr. Frumvarp Héðins Valdimars- sonar um hafnarstjórn Reykjavík- ur befir nú verið tekið upp í frumvarpið, sem ákveður stærð hafnarsvæðÍEÍns og að skipalæg- ið fyrir Skildiinganesi tilheyri Reykjavíkurhöfn. Voru frumvörp- in samieinuð á föstudaginn var í neðri deild aljringis, samkvæmt tillögu frá Sveinbirni og Héðni, par eð ekki bólaði á nefndaráMfi um framvarpið uirt stjórn hafnarinnar, en á þenina hátt var greitt fyrir afgreiðslu þess, og var'hið sameinaða frum- varp siðan afgreitt til efri deáildar. Með lögunum um kosningar í málefntvm sveita og kaupstaða, sem sett vorii áriö 1929, var af- tekin sú aukageta meiri hlutans x bæjarstjórn, að borgarstjóri væri sjálfkjörinn í bæjarstjórnarnefnd- ir. Pá var lögtekin refjalaus hlut- fallskosning x nefndirnar. Þó varð hafnarnefnd Reykjavíkur eftíir af lagabótónni, og er borgansitjóri enn sjáifkjörÉnn formaður henn- ar. Fleiri undantekningar eru óg frá fullkominni hlutfallskosningu í hafnaristjórnina. Þessar fornleif- ar eru afnumdi i.jmvarþi Héðins, sem nú hefir verið sam- einað fruanvarpinu um hafnar- svæðið. Þá er og samkvæmt því ’fyrir það girt, að borgarstjóiii geti notað hafnaxsjóð eins og vara-bæjarsjóö og gripið til fjár hans til útgjalda, sem höfniinni koma eklri við, Er þar svo á- kveðið, að eigUm hafnarsjóðs megd að eins verja í þiarfir hafn- arimnar, og að samþyktir um fjár- hag hennar öðlist eigi gildi^nema saanþykki hafnarstjórnar komi til. Frá 5rnm Dublin, 29. apri’. U. P. FB. Miklar deiiur urðu á frírikisþilnig- 4nu í dag, er De Valeria bar fram tillögu um, að umræðum yrði haldið áfram frarn á nótt, ef þörf krefði', til þess að ræða afnáim hoIJustueiðsins. Þingfundum lýk- ur vanalega kl. 3 á föstudögum, til þess að þingmenn, sem heima éíga utan borgarinnar, geti kom- ist heim að kveldi. Tillaga De Valera viar samþykt með 78 gegn 72 atkvæðum. Umiræður halda því áfram, og er búist við, að þeira verði'ekki lokið fyn' en einhvern tíraa í nótt. Dublin, 30. april. U. P. FB. I ræðu, sera De Valera hélt undir ' umræðunum um afnám hollustu- eiðsins lýsti De Valera þvi yfiir, að flokkur hans raundi að eins siemja vió brezku stjórnina á þeiim grundvelld, að viðurkent væri að engir aðrir en frar sjálf- ir hefðd íhlutunarrétt um innan- landismál þeirra. Vér höfunx saxn- einað írland fyrir augum og til- gangur vor er lieiðarlegur, sagði De Valera. Brezka stjórnin getur ekki bonið við neinum samnings- ákvæðum, ef frar vilja afnema hollustueiðinn, þá eru þeir sjálf- ráðir um það. Síðar: Fríríkisþingið hefir sam- þykt frumvarpið um afnám holl- ustueiðsins með 77 atkvæðum gegn 71 að aflokinni anniari um- ræðu málsins. Lan barnakennara. Snemma á alþirtgi því, sem nú stendur yfir, fluttu þingmenn Al- þýðuflokksins í ne..r: deild frv. um launabætur til handa barna- kiennumm, til þess að atvinna kiennarannia skuli verða lífvæn- leg og þeir geti helgaö börn'un- um starf sitt, en þurfi ekki að að vera sér úti um ýmis konar aukastörf eða svelta að öðrum kosti. Nú ætti ölium aö geta Sikilist, að það hlýtur að koma niður á bömunum og draga Tir góðura árangri af skólavist þeirra, að svo illa er að kennurumnn búið, að þeir geta ekki einbeitt kröftum sínum til kensilustarfs- inis. Og ekki ætti sú síaöreynd að vera torskildari þingmiönnum en öðru fölki. Samt eru nú liðn- ir tveir mánuðir síðan frumvarpi þessu var vísað til mentamála- nefndar neðri deildar, og hefir hún ekki skilað því aftur til d'eildarinnar. Loks hefjr hún nú flutt frum-varp um þær einar breytingar á launaiögum kénnara, að ef bæjar- eða sveitiar-félag greiðir starfsmönnum sinum hærri dýrtíðaruppbót en ríkið gr.eiöir sinum starfsmönn,um, þá skuli það bæjar- eða sveitar-fé- lag einnig greiða kennurum á þeim stað uppbójiarmismunmn. Nú er bæði, að hér kæmi að eins lítill hluti kennaranna til greina að fá‘ nokkra uppbót frá því, ,sem nú er, enda væri þetta haldlaust ákvæði, sem auðgert "er fyrir bæjarstjórnir að komast fram hjá, ef þær vilja, eins og á var bent í þinginu þegar frum- varp þetta yar til 1. umræðu, — á laugardaginn var. Haraldur Guðmundsson flytur breytingartillögu við frumvarp þetta, þess -efnis, að þiað ver i umisteypt þannig, að í stað þess, sem þar segir, skuli lögákveöið, að kennarar við fasta skóla, aðrir en þdr skólastjórar, sem hafa ó- keypis húsnæði, skuli, fá húsa- lieigufé, 50% af leigu eftir mieðal- íbúð, nánar tiltekið þrjú herbergi og eldhús, á þeixn stað, sem þeir kenna. Verði ekki samkomuiag urn húsaleiguféð, skuli Jeigan metin af þremur mönnum. Skipi bæjarstjórn eða hreppsnefnd einn þeirra, kennarinn eða kennararnir annan og stjórn Sambands ís- lenzltra barniakennara hinn þriðja. — Uppbót, sem þannig er á- kveðin, er raunveruleg staðarupp- bót, sem ekk.i er hægt að gera að engu. Spurningar til úívarps otenda. Útvarpsráðxð biður alla út- varpsinotend'ur- að svara eftirfar- andi spurningum og senda svörin tit útvarpsráðsins. 1. Hversu langan útvarpstíma viljið þér hafa daglega fyrir al- roent efm (erindi, fréttir, tón- leika) ? 2. Hverja tvo klukkutíma dags- ins. teljið þér heppilegasta fyrir útvarp ? 3. Hvenær viljið þér hafa: a) almiennar fréttir? kl. . . b). er- indi? kl. . . c) þingfréttir? kl. . . d) hvenær þingfréttir, ef þær eru um miðjan dag? kl. . . 4. Ef skemtiútvarp er um miðj- an dag, hvenær viljið þér hafa það? k). >y 5. Viljið þér hafa búnaðarfyrir- lestra ? Hvaðia daga? Hvenær dagsins? kl. . . 6. Hversu oft viljið þér hafa erindi: a) á vetrum? b) á sumr- um? 7. Ilversu löng viljið þér hafa útvarpserindi (í mínútum)? 8. Hversu oft viljið þér hafa upplestur? 9. Hvaða upplestrarefni viljið þér helzt: a) Kvæði? b) Fornsög- ur? c) Nútíðar bóikmientir? d) Annað sérstakt efni? 10. Viljið þér hafa leikrit: a) Einn þátt? b) Iieilt leikrit ? 11. Teljið þér rétt að hafa sér- staka barnatíma? a) Hversu oft? b) Hvenær dagsins? kl. . . 12. óskið þér eftir tungumála- kenslu? a) I hvaða málum? b) Hvenær dagsins? kl. . . (þó ekki 20—22). 13. Hversu margar messur telj- ið þér rétt að hafa hvern helgi- dag? 14. Viljið þér hafa föstumíessur ? 15. Hvenær dagsins viljið þér m-esisu, ef ein er? kl. . . 16. Hafið þér nokkrar sérstak- ar óskir um messugerðir að öðru leyti? 17. Hver tegund tónleika Iíkar yður bezt: Óperur? Symphoniur? Kammermúsík? Karlakór? Bland- aður kór? Einsöngur karla? Ein- söngur kvenina? 18. Hvaða hljóðfæri fellur yðxir bezt ? 19. Viljið þér hafa danzlög? Hversu oft? 20. Viljið þér hafa kvæðalög? Hversu oft? 21. Hvaða efnis saknið þér rnest í útvarpinu? 22. Hvaða efni þykir yður lielzt u m of? 23. Hverjar aðrar athugasemdir viljið þér gexa um útvarpsefni? 24. Hversu margir fulltíða mienn hlusta á útvarpstæki yðar: a) Venjulega? b) Þegar sérstaikt útvarpsefni er, t. d. útvarp frá alþingi, stjórnmálaumxæðxir, o. s. fryv? 25. Hversu margir fulltíða hlustendur standa bak við þau svör, sem þér sendið? Eins og sést á 25. spurningú, er eklri ætlast til, að hver og einn hlustandi svari sér í lagi, heldur t. d. hvert heimili fyrir si g. AÖ lokum óskast getið um heimilisfang þess, sem svarar. eða hérað, t. d. kaupstað, hrepp, kauptún o. s. frv. Sérstaklega er þess óskað, að „svörin beri með sér, hvort þau eru úr sveit eðá úr kaupstað. Svörin óskast send sem allra fljrst. Alþiugi, Á föstudagmn. Þingsályktunartillaga Vilmund- ar Jónssonar um fœkkim prests- embœtta var rædd um skeið i neðri deild. en umræðunni lauk ekki. Með fækkun prests- embætta töluðu Vilmundur, Bjarni Asgeirsson og Jónais Þorbergs- sion, en á móti tillögunni Svein- björn, Tryggvi og Guðbrandur ís- berg. Bergur var beggja blands. Kvaðst Vilnxundur álita þetta mál trúmálum óviðkomandi, enda hafi prestsemhættum smám sam- an verið fæklíað úr 240 i 105 og prestakallasamsteypurnar m. a. verið gerðar samkvæmt tillögum Hallgríms biskups Sveinssonar og núverandi biskups. — 1 efri deild var viðbótar-tekju- og eigna-skatts-framvarpi Ingvars og Páls vísað tl 2. umræðu og fjárhagsnefndar. Þá var og Sáttmálasjóður í- halds og „Framisóknar“, sem þeir hafa skreytt Jöfnuniarsjóðsnafni, sendur til neðri deildar. ( Sauðfjármarkafrumvarpið vai? afgreitt til 3. umr. í n. d., að fieldri dagskráTtillögu frá minni hluta landbúnaðarnefndar, um að aígreiða það ekki á þesisu þingiii, heldur yrði það sent héraðsstjórn- uim til umsagnar. Samkvæmt til- lögu meiri hluta -nefndarinnar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.