Morgunblaðið - 15.07.1987, Side 1

Morgunblaðið - 15.07.1987, Side 1
56 SIÐUR STOFNAÐ 1913 157. tbl. 75. árg. MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ólympíuleikarnir 1988: N-Kóreumenn selja fram nýjar kröfur Lausanne, Seoul. Reuter. ALÞJÓÐLEGA Ólympíunefndin lýkur í dag tveggja daga fundi sinum í Lausanne i Sviss, þar sem ræddar hafa verið kröfur Norður- Kóreumanna um að þriðjungur Sumarólympíuleikanna 1988 fari fram í Norður-Kóreu. Arið 1981 var ákveðið að leikarnir færu fram í Suður-Kóreu, en fjórum árum siðar kröfðust stjórnvöld í Norður- Kóreu þess, að hluti leikanna færi fram þar í landi og segja að kommúnistarikin muni eila ekki taka þátt i þeim. Chang Ung, formaður sendi- nefndar Norður-Kóreu, sagði við fréttamenn í Lausanne í gær að alþjóðlega Ólympíunefndin hefði boðið að blakkeppni kvenna og 100 km hjólreiðakeppni karla færi fram í landi hans. Aður hafði nefndin boðið að borðtennis- og bogfími- keppnin færi þar fram. Kvað Chang þétta tilboð ófullnægjandi. Einnig sagði hann óleystar deilur um hvar keppnin í knattspyrnu yrði haldin. Er Asíuleikarnir voru haldnir í Seoul í fyrra, neituðu sex kommún- istaríki að taka þátt í þeim. Sov- étríkin o.fl. kommúnistaríki hafa stutt kröfur Norður-Kóreumanna varðandi Ólympíleikana, en hafa ekki enn hótað því að sniðganga þá ef ekki verður gengið að ýtrustu kröfum N-Kóreumanna. Stjómvöld í Suður-Kóreu hafa eytt mörgum milljörðum dollara í undirbúning fyrir Ólympíuleikana og er talið að það hafi haft áhrif á ákvarðanir um að taka upp lýðræð- islegri stjómarhætti í landinu. Erfiðlega gengur þó að koma á kyrrð í landinu. I gær gagnrýndu fjölmargir stjómarandstæðingar uppstokkun þá á ríkisstjóm landsins sem gerð var í fyrradag og sögðu að hún tryggði ekki nógu vel að hlutlaus stjóm sæi um framkvæmd forseta- kosninga sem fyrirhugaðar eru. Um 100 fréttamenn við næststærstu sjónvarpsstöð landsins hótuðu í gær að fara í verkfall ef yfirmaður stöðvarinnar, sem er skipaður af ríkisstjórninni, yrði ekki látinn víkja úr starfi. Sögðu þeir stjómvöld skipta sér of mikið af fréttaflutn- ingi. Reuter Fjarri heimahögum Víða er nú heitt í Evrópu eftir votviðrasama sumarbyrjun. Þessi ísbjöm í dýragarðinum í Amsterdam brá sér í sólbað í gær á meðan félagar hans tveir leituðu skjóls í skugganum. Yfirheyrslunum yfir North lokið: Lygari og versti þrj ótur - segir Inouye, formaður þingnefndarinnar Washington. Keuter. YFIRHEYRSLUM nefndar beggja þingdeilda Bandaríkja- þings yfir Oliver North, ofursta, vegna íran-Contra-málsins, er staðið höfðu í sex daga, lauk í Tugirmanna farast Keuter Karachi, Reuter. Að minnsta kosti 70 manns fórust og meira en 250 særðust í tveim sprengingum sem urðu með hálfrar klukkustundar millibili á mesta umferðartím- anum í stærstu borg Pakistans, Karachi, í gær. Upplýsinga- málaráðherra landsins sagði að niðurrifsöfl hefðu staðið að baki tilræðunum og lofaði að hafðar yrðu hendur í hári til- ræðismannanna og þeim refs- að. Engin samtök hafa lýst ábyrgð á hendur sér en síðast- liðinn fimmtudag réðust óþekktir menn með eldflaugum og handsprengjum á aðsetur íranskra útlaga í borginni en þeir beijast gegn klerkasljórn- inni í Teheran. Einn maður lét þá lífið og 20 særðust. gær í Washington. Formaður nefndarinnar, demókratinn Daniel Inouye, og Lee Hamilton, er sæti átti í nefndinni, helltu báðir úr skálum reiði sinnar yfir North og kölluðu hann lygara og sökuðu hann um að beita öll- um ráðum, hversu slæm sem þau væru, til að ná fram markmiðum sínum. North, sem af mörgum hefur verið kallaður hetja eftir framburð sinn fyrir nefndinni, sat svipbrigða- laus undir þessum lestri. Lögmaður hans, Brendan Sullivan, brást hins vegar ókvæða við, greip fram í fyr- ir Inouye og sagði að hann hefði engan rétt til að ráðast persónulega á skjólstæðing sinn. Inouye svaraði því til að lögmaðurinn gæti þá bara hypjað sig út og hélt síðan áfram tölu sinni. North sagði í gær að tvívegis hefði verið reynt að múta sér til að tryggja sölu vopna til íran. Manucher Ghorbanifar, er annast hefði milligöngu við íranstjórn, hefði boðið sér eina milljón dollara er svo virtist sem Bandaríkjamenn myndu hætta vopnasölunni. Sagðist North hafa neitað boðinu. North kvað Ghorbanifar, sem bandaríska leyniþjónustan áleit vera á snærum ísraelsku stjórnar- innar, þá hafa stungið upp á því að verðið á vopnunum yrði hækkað og hluti ágóðans látinn renna til Contra-skæruliða í Nicaragua. Sagði North að sér hefði litist vel á þessa hugmynd og hefði hann haldið að yfirmaður sinn, John Poin- dexter, þáverandi öryggismálaráð- gjafi, hefði fengið samþykki Ronalds Reagan, forseta, fyrir þess- um aðgerðum. Ekki sagðist hann hafa neinar sannanir fyrir að svo hefði verið. Poindexter kemur fyrir þingnefndina í dag og er vitnis- burðar hans beðið með mikilli eftirvæntingu. Robert McFarlane, er var örygg- ismálaráðgjafi Bandaríkjaforseta frá 1983-1985, kom samkvæmt eigin ósk fyrir nefndina í gær. Hann hafði verið yfirheyrður í maímán- uði, en sagðist vilja leiðrétta nokkur atriði í framburði North. McFarlane sagði m.a. að hann hefði ekki fyrir- skipað North að breyta leyniskjölum Hvíta hússins varðandi stuðninginn við Contra-skæruliðana. North hefði sjálfur lagt til að svo yrði gert. Öryggismálaráðgjafinn fyrr- verandi sagði einnig að það væri rangt að hann hefði viljað falsa skjöl til þess að svo liti út sem Bandaríkjamenn hefðu ekki vitað um fyrstu sendingu vopna til íran seint á árinu 1985. James Radzinski, fyrrum skjala- vörður í Hvíta húsinu, átti að koma fyrir nefndina í gær eftir að Morg- unblaðið fór í prentun. Var búist við að hann yrði spurður hvort til hafi verið afrit skjala er North eyði- lagði, þar sem farið var fram á samþykki Reagan, forseta, við fjár- stuðning til handa Contra-skærulið- um. Reagan, forseti, sem alltaf hefur neitað því að hafa vitað um fjár- stuðninginn við Contra-skærulið- ana, sagði í gær við fréttamenn áður en hann átti fund með leið- togum Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, að hann vildi ekkert um yfírheyrslurn- ar segja. En þegar þeim væri lokið þá myndu fréttamenn ekki geta þaggað niður í sér. Er forsetinn var spurður hvernig hann myndi tjá sig um málið glotti hann og sagði: „Ég mun standa uppi á þaki og hrópa." Afdrif keisarafj ölsky Idunnar: Rússum loks sagt frá aftökunni LESENDUR sovéska dagblaðsins Sovetskaya Rossia fengu nýlega óvæntar upplýsingar um aftöku Nikulásar annars, síðasta keisara Rússaveldis, og fjölskyldu hans. Var sagt að aftakan hefði verið hörmulegur en jafnframt óhjá- kvæmilegur atburður. Frétta- maður breska blaðsins The Times í Moskvu segir að þetta sé í fyrsta skipti sem sovéskir les- endur fái nákvæmar upplýsingar um aftökuna. Dagblaðið birti grein um málið eftir sagnfræðinginn Genrikh Ioffe og sagðist með því koma til móts við lesendabréf frá fólki þar sem beðið væri um nánari upplýsingar um fall Romanov-ættarinnar. í ný- legu lesendabréfí var spurt hvort nauðsynlegt hefði verið að lífláta keisarann og alla fjölskyldu hans. Ioffe segir að byltingarmenn hafi ekki myrt keisaraflölskylduna i hefndarskyni eða af mannvonsku. Hann skellir skuldinni á and-bols- évíska öfgamenn í Ural-sovétinu er hafi tekið til sinna ráða þegar hvítliðar nálguðust aðsetur keisar- ans í Jekaterinburg í júlí 1918. Ætlun bolsévikka hafi hins vegar verið að stefna keisaranum fyrir rétt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.