Morgunblaðið - 15.07.1987, Side 2

Morgunblaðið - 15.07.1987, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987 Sláturhúsaskýrsla landbúnaðarráðuneytis: Þrjátíu húsum lokað á 5 árum „ÞAÐ Á eftir að ræða niðurstöð- ur skýrslunnar. Menn stefna að vissu marki að þvi að eftir henni verði farið, en ég býst við að í haust verði viðhöfð svipuð vinnu- brögð og áður. Það fer meðal annars eftir því hveiju dýra- læknar mæla með,“ sagði Svein- björn Dagfinnsson ráðuneytis- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu um skýrslu nefndar um hagræð- ingu í rekstri sláturhúsa. I skýrslu neftidarinnar kemur fram að hún leggur til að slátur- húsin í Borgamesi, Búðardal, Patreksfírði, Þingeyri, Norðurfírði, Hólmavík, Hvammstanga, Blöndu- ósi, Sauðárkróki, Húsavík, Kópa- Ríkisstjórnin: Nefnd um erlenda fjárfestingu RÍKISSTJÓRNIN ákvað á þriðjudag að skipa að nýju starfshóp til að semja regl- ur um erlenda fjárfestingu. Stjórn Steingríms Her- mannssonar skipaði slíka nefnd, en ætlunin er nú að veita stjórnarflokkunum þremur aðild að henni. Þorsteinn Pálsson forsæt- isráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að nefndinni væri ætlað að vinna að ein- földun á þeim flóknu reglum er giltu um fjárfestingu er- lendra aðila hér á landi. Hann sagði að stjómarflokkamir væru sammála um að eitt af markmiðum breytinga á regl- unum yrði að greiða götu erlends Qármagns innan ákveðinna marka. Þau mörk væru meðal annars að fast yrði haldið um auðlindir landsins. Hatton-Rockall: skeri, Fossvöllum, Egilsstöðum, Homafírði, Kirkjubæjarklaustri, Hvolsvelli, Selfossi og Þykkvabæ, haldi áfram rekstri. í skýrslunni er lagt til að önnur sláturhús verði lögð niður í áföng- um. Árið 1987 verði lögð niður slátrun í Sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands við Laxá, sláturhúsun- um í Stykkishólmi, Bíldudal, Flat- eyri, Þórshöfn, Djúpavogi, Vík, Minni-Borg, Grindavík og Isafírði. Árið 1988 verði lögð niður slátr- un í sláturhúsunum í Króksfjarðar- nesi, Borðeyri, sláturhúsi S. Pálmasonar, SS Vík og SS Laugar- ási._ Árið 1989: Sláturhúsunum í Skriðulandi, á Dalvík, Akureyri og Svalbarðseyri og Sláturhúsi Slátur- samlags Skagfírðinga. Árið 1990: Sláturhúsi á Óspaks- eyri, Vopnafirði, Verslunarfélags Austurlands, Reyðarfirði, Eskifírði, Norðfirði og Fáskrúðsfirði. Árið 1991: Sláturhúsi á Breið- dalsvík, Fagurhólsmýri og Höfn hf. Selfossi og árið 1997 verði lögð niður slátrun í Bolpngarvík. Bílvelta íLönguhlíð Morgunblaðið/Bjami TVÆR bifreiðir rákust harkalega saman á mótum Flókagötu og Lönguhlíðar um kl. 14 í gær, með þeim afleiðingum að önnur bifreiðin valt og stórskemmdist. Ekki urðu nein veruleg meiðsl á fólki. Slökkviliðið var kallað á staðinn til þess að hreinsa bensínið, sem lak úr bilnum, en við áreksturinn kom gat á tankinn. Skattur á erlend lán: Flugleiðir fara fram á undanþágu frá lögum Þyrftu að greiða 90 milljónir af nýju flugvélunum FLUGLEIÐIR hafa mótmælt formlega lögum um skatt á er- lendar lántökur sem sett voru síðastliðinn föstudag. í bréfi sem Sigurður Helgason stjómar- formaður sendi Þorsteini Páls- syni daginn sem ráðuneyti hans tók við völdum var þess farið á leit að skattur þessi nái ekki til lántöku vegna flugvélakaupa eða flugreksturs á íslandi. Legðist skatturinn á lán vegna endumýj- unar flugvélaflota félagsins næmi hann um 90 milljónum króna, segir í bréfinu. Forsætisráðherra sagði í samtali við blaðið í gær að hann hefði rætt efni bréfsins við Jón Baldvin Olíuleitarskip fengið til leiðangnrs í haust Hannibalsson ijármálaráðherra. Gerði Þorsteinn ráð fyrir því að flugvélakaupin yrðu skoðuð sér- staklega. „Um þetta giida nú lög sem fjármálaráðherra hefur sett og er það því á hans verksviði að taka afstöðu til bréfsins," sagði Þor- stéinn. „Það var hinsvegar aldrei ætlun okkar að lögin yrðu aftur- virk.“ Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að sér væri kunnugt um erindi Flugleiða en hann hefði það ekki til umíjöllun- ar. „Þessu erindi var beint til forsætisráðuneytisins. Engri form- legri beiðni heftir verið beint til mín eða fjármálaráðuneytisins um að taka afstöðu til þessa rnáls," sagði hann. Samningur um flugvélakaupin var undirritaður á afmælisfundi Flugleiða 6. júní síðastliðinn. Samn- ingurinn hljóðar upp á um þrjá milljarða króna og er að sögn fé- lagsins enn unnið að því að fjár- magna kaupin erlendis. í bréfí Flugleiða kemur fram að íslensk flugstarfsemi hafí frá upp- hafí reitt sig á erlendar lánastofn- anir þar sem fjárhæðir þær sem velt er í greininni hafí v'érið íslensk- um bönkum um megn. Stjómendur félagsins leggja jafnframt áherslu á að íslensk flugfélög búi við sömu skilyrði og keppinautar þeirra. Flugvélar og rekstrarvörur séu verðlagðar í erlendum gjaldmiðlum. Þorsteinn var spurður að því hvort ríkisstjómin myndi íhuga að leggja ekki skatt á erlend lán til flugrekstrar. „Þessi Íög vom ein- mitt sett til að hamla gegn erlend- um lántökum," var svar hans. Á NÆSTU dögum verður gengið til samninga við eitt þeirra sjö olíuleitarfyrirtækja sem gerðu tilboð í gagnasöfnun á Hatton- Rockall svæðinu sem íslending- ar, Danir og Færeyingar gangast fyrir. Á fundi stjómamefndar 90 aurar fyr- ir hvert kff af þorski HALLDÓR Ásgrimsson sjávarút- vegsráðherra undirrítaði í gær reglugerðarbreytingu, sem hef- ur í för með sér þá breytingu á greiðslum í Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðaríns, að í sjóðinn ber einnig að greiða af útfluttum gámafiski. Samkvæmt hinni nýju reglugerð ber þeim, sem flytja út ferskfisk í gámum, að greiða í sjóðinn ákveðna upphæð fyrir hvert kílógramm af físki. Fyrir hvert kg af þorski eru greiddir 90 aurar, 25 aurar fyrir aðrar tegundir, en ekkert fýrir karfa eða kola. verkefnisins I Kaupmannahöfn í gær var ákveðið að úrvinnsla gagnanna sem aflað verður með leiðangri á svæðið í september verði öll í höndum Orkustofnun- ar. „Þetta er viðurkenning fyrir Orkustofnun og veldur því að við öðlumst reynslu i vinnslu svo viðamikils verkefnis, sem hugs- anlega verður hægt að nýta og selja i framtíðinni,11 sagði Guð- mundur Pálmason jarðeðlisfræð- ingur og fulltrúi í sljórnamefnd- inni i samtali við blaðamann. Danir og íslendingar kosta rann- sóknina til helminga. Leiga skipsins verður líklega um 20 milljónir króna, sem er sama upphæð og varið er til verkefnisins á fjárlögum í ár. Hinum helmingi flárins verður síðan varið til úrvinnslunnar hér á landi. Rannsóknin á Hatton-Rockall svæðinu mun beinast að því að afla gagna um setlögin á hafsbotninum og bergrunninn undir þeim. Vísindamenn hafa komið sér niður á ákveðna siglingarleið olíuleitar- skipsins eftir fímm línum sem samtals eru 1800 km að lengd. Þrautreyndri bergmálsleitartækni er beitt til þess að gefa sem gleggsta mynd af eðli jarðskorp- unnar. Að sögn Guðmundar er hlutverk leiðangursins í raun tvíþætt. Ann- ars vegar fæst vitneskja um setlög- in sem nauðsynleg er til að ákvarða hvort þar kunni að leynast olía eða jarðgas. Hins vegar eru gögn um berggrunn nauðsynleg til stuðnings þeirri skoðun Hatton-Rockall svæð- ið sé jarðfræðilega náskylt íslandi og landgrunni þess. „Þau gögn sem við öflum um berggrunninn verða hrein viðbót við það sem við vitum fyrir," sagði Guðmundur. Olíuleitarskipið verður leigt með áhöfn sem annast alla vinnslu í hafí. Um borð verða eftirlitsmenn frá Danmörku og íslandi. Skipið kemur að landi með tölvugögn sem Orkustofnun á síðan að vinna úr. Er búist við að þeirri úrvinnslu ljúki vart fyrr en um mitt næsta ár. Ein- ar Kjartansson jarðfræðingur sem hefur sérþekkingu á olíuleitartækni hefur verið fenginn til að stjóma gagnavinnslunni, en honum til full- tingis verða tveir íslenskir jarðvís- indamenn. Akranes: Gísli Gíslason ráðinn bæjarsljóri GÍSLI Gislason lögfræðingur hefur veið ráðinn bæjarstjóri á Akranesi, en hann hefur um tæp- lega tveggja ára skeið gegnt starfi bæjarritara. Finun aðrir sóttu um stöðuna. Gisli tekur formlega við hinu nýja starfi 1. september, en þá hættir núver- andi bæjarstjóri Ingimundur Sigurpálsson, en hann tekur við starfi bæjarstjóra i Garðabæ. Gísli Gíslason er fæddur 9. júlí 1955. Hann útskrifaðist úr Laga- deild Háskóla íslands 1981, starfaði síðan sem lögmaður hjá Ragnari Aðalsteinssyni hrl. um skeið og rak síðan sjálfstæða lögfræðiskrifstofu á Akranesi uns hann tók við starfi bæjarritara árið 1985. Gísli er kvæntur Hallberu Jóhannesdóttur og eiga þau þijú böm. Gfsli er kunn- ur íþróttamaður og lék um skeið í Gisli Gíslason landsliði íslands í körfuknattleik og hefur verið í fremstu röð forystu- manna í íþróttamálum á Akranesi. J.G. ]

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.