Morgunblaðið - 15.07.1987, Síða 7

Morgunblaðið - 15.07.1987, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987 7 MEÐAL EFNIS í KVÖLD Vestfirðingafélagið í Reykjavík: Styrkir úr „Menningarsjóði vestfirskrar æsku“ EINS og undanfarin ár verða í ágúst veittir styrkir úr „Menning- arsjóði vestfirskrar æsku“ til vestfirskra ungmenna til fram- haldsnáms, sem þau ekki geta stundað í heimabyggð sinni. Forgang um styrk úr sjóðnum að öðru jöfnu, hafa: I. Ungmenni, sem misst hafa fyrir- vinnu sína (föður eða móður) og einstæðar mæður. II. Konur, meðan ekki er fullt jafn- rétti launa. Ef ekki berast umsóknir frá Vest- fjörðum, koma eftir sömu reglum, umsóknir frá Vestfirðingum búsett- um annarsstaðar. Félagssvæði Vestfirðingafélagsins eru Vestfirðir allir (ísafjörður, ísa- fjarðarsýslur, Barðastranda- og Strandasýsla). Umsóknir þarf að senda fyrir lok júlí og þurfa meðmæli að fylgja umsókn frá skólastjóra eða öðrum sem þekkja umsækjenda, efni hans og ástæður. Umsóknir skal senda til „Menning- arsjóðs vestfirskrar æsku“, c/o Sigriður Valdemarsdóttir, Njálsgötu 20, jarðhæð, 101 Reykjavík. Á síðasta ári voru veittar 85 þús- und krónur til fjögurra ungmenna sem öll eru búsett á Vestfjörðum. í sjóðsstjóm eru: Sigríður Valdem- arsdóttir, Þorlákur Jónsson og Torfi Guðbrandsson. Ný umferðarljós sett upp í miðbænum Ný umferðarljós verða tekin í notkun á mótum Lækjargötu og Hafnarstrætis i dag klukkan 14.00. Ennfremur hafa verið sett upp ný ljós í stað þeirra gömlu á mótum Bankastrætis og Lækjar- götu. Ljósin á gatnamótunum tveimur eru samstillt. Á mótum Hverfisgötu og Lækjargötu hafa árekstrar verið tíðir, en umferðaröryggi þar ætti að verða meira í framtíðinni. Nú er einnig unnið að uppsetningu nýrra umferðarljósa á mót Kringlu- mýrarbrautar og Listabrautar, Listabrautar og Kringlunnar og mót Bústaðavegar og Suðurhlíðar. 22:05 Föstudagur GREIFAYNJAN OQ GYÐINGARNIR (Forbidden). Nina Von Halder er af aðalsfólki komin, en kýs að lifa fábrotnu lifi og gerist meðlimur i neðanjarðarhreyf- ingu á árum seinni heimstyrjald- arinnar, þrátt fyrirað fjölskylda hennarsé fylgjandi Hitler. L ffij^ A uglýsingasími Stöðvar 2 er 67 30 30 Lykilinn færð þúhjá Heimllistækjum <8> Heimilistæki h S:62 12 15 LÍKAMSDÝRKUN OG NÚTÍMA . KONAN Júlíblaðið er fullt af spennandi og fjörlegu efni Staða formanns Sjólfstœðisflokksins Lúxusveiðar og stórlaxar Konur í Arabaríkjum Lífið ó Grœniandi Frumkvöðull tísku 20. aldarinnar 8? " %M \ - Hvað ræður kvenimynd nútímans? Hvað er falleg kona?___________________ - Hver er staða kvenna í löndum Araba?___________ - Æsispennandi líf frétta- manna erlendis._________ - Er lífið á Grænlandi tómt fyllerí og sóðaskapur? - Hver er staða Þor- steins Pálssonar eftir kosn ingaósigur og klofning? I l l - Viðar Eggertsson: kemur frægð hans að utan? ' ’ • - Hverjar eru fimm efnilegustu söngkonur landsins? - Maðurinn sem hélt að konan sín væri hattur. - Coco Chanel og tískan, arkitektúr, matur, kvikmynd- ir, skák, bókmenntir, fólk og margt fleira. Ungfrú ísland 1987, Anna Margrét Jónsdöttir Ástrós Gunnarsdóttir dansari Fæst á næsta blaðsölustað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.