Morgunblaðið - 15.07.1987, Page 15

Morgunblaðið - 15.07.1987, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987 15 MO/ l/ghNUTRASkVEET. I g wuwo sivtt rtNtx Sólfar(eign Reykjavíkurborgar) að hann hefur frá upphafi verið með báða fæturna á jörðinni þrátt fyrir alla hugmyndafræði, sem hann hefur sjaldnast látið blinda sig né leiða á villugötur. Tilfinningin fyrir handföstu og öguðu handverkinu var ávallt í góðri nálægð. Með framlagi sínu til íslenskrar listar hefur Jón Gunnar Ámason víkkað út skynsviðið og tengt það í enn ríkara mæli tíma, rými og nýlistum dagsins. Myndlist Bragi Ásgeirsson Það hefur lengi verið venja Nor- ræna hússins að efna til sumarsýn- inga í húsakynnum sínum og í ár kynnir það verk eins listamanns, Jóns Gunnars Árnasonar. Oftast hefur sá háttur verið hafð- ur á að sýna verk þriggja lista- manna saman til að fá nokkra breidd í framkvæmdina, en nú virð- ast uppi önnur viðhorf, því að það er t.d. stutt síðan Ásgrímur Jónsson var kynntur einn í kjallarasölunum. Það þótti nokkuð dularfull fram- kvæmd, því að starfrækt er Ásgrímssafn í borginni og mjög vet auglýst og rekið frá upphafi, auk þess sem hann er jafnan vel kynnt- ur í sölum Listasafns íslands ásamt því að verk hans höfðu áður verið sýnd á sumarsýningu Norræna hússins. En það eru vafalítið gild rök, að þessi ágæti listamaður sé aldrei of vel kynntur. En með allri virðingu fyrir okkar eldri og burt- gengnu listamönnum þykir mér og fleirum mun meiri ástæða til að kynna þá mörgu ágætu listamenn, sem enn eru í fullu fjöri og hafa unnið gott og mikilvægt starf til viðgangs íslenzkri list um dagana. Það er miklu erfíðara að nálgast verk margra þeirra og sumir eru lítt þekktir af þeims skara útlendra er leið sína leggja í Norræna húsið að sumarlagi, en sýningarnar munu að stórum hluta settar upp með til- liti til þeirra. Af þeim sökum er sýning Jóns Gunnars kærkomin, en hann mun jafn lítt kunnur hinum almenna ferðalangi og hann er vel þekktur meðal listfróðra á Norður- löndum. Jón Gunnar er óþarfi að kynna frekar en gert hefur verið á síðum blaðsins, frá því að hann kom fyrst fram, en gjarnan má minna á, að hann var einn af driffjöðrum Súm- félagsskaparins frá upphafi og til loka og hefur haldið uppi merki hópsins alla tíð eftir að hann logn- aðist út af — trúr stefnumörkun hans og hugsjónum . . . Það er sterk og hrifmikil sýning, sem blasir við er gegnið er inn í kjallarasalina, myndverkunum er vel fyrir komið og hvergi er um ofhleðslu að ræða. Þetta er eins og vera ber um slíkar sýningar að sum- arlagi, áhersla lögð á eftirminnilega sýningu og að þreyta ekki sýningar- gestina. Sýningin spannar verk sem Jón Gunnar hefur verið að gera frá árinu 1971 til þessa árs, en er þó engin eigin'eg yfirlitssýning. Meg- ináherslan hefur verið lögð á heil- lega, fágaða og samstæða sýningu, og hefur listsagnfræðingunum, Kvaran og Kvaran tekist það mjög vel. Þessi stefna hefur lengi verið ríkjandi við uppsetningar sýninga, en listin leitar víst alltaf í andstæðu sína og þannig herma nýjustu frétt- ir, að ósamstæðar upphengingar séu komnar í tízku ytra og undir því fína samheiti „dialogur“! Jón Gunnar Árnason er útlærður járnsmiður, svo sem mörgum mun kunnugt, og sem slíkur hagleiks- maður, enda eru verk hans borin uppi af traustu og óaðfinnanlegu handverki. Að því leyti hefur Jón Gunnar nokkra sérstöðu meðal myndhöggvara, sem sumir hverjir iáta aðra um útfærslu hugmynda sinna og eftir því í hvaða efni þeir vinna, hugmyndin er þeim allt, en fagkunnáttan nánast aukaatriði í sjálfu sér. I þá veru er Jón Gunnar í sporum grafíkersins, sem vinnur allt verkið sjálfur í stað þess að láta útlærða fagmenn þrykkja myndirnar. Viðkomandi geta þann- ig verið alveg öruggir um, býst ég við, að listamaðurinn hafi staðið einn að verki frá fyrstu hugmynd til lokaútfærslu og það þykir ýms- um mikill ávinningur. Jón Gunnar er afkvæmi hugmyndafræðilegu listarinnar og jafnt í áþreifanlegu formi sem óáþreifanlegu, sem er nú oinmitt aðal, meginás og undir- tónn listsköpunar hans. Óáþreifanlegar hugmyndir sínar klæðir hann í áþreifanlegan búning og kemur um leið róti á hugarflug skoðandans og tekst oft að gera það á mjög snjallan hátt. Áhorfand- inn er nauðugur viljugur, og jafnvel án þess að hann viti af, orðinn þátt- takandi í margræðum leik, er spannar jafnvel víddir heimingeims- ins og afstæði rýmis og tíma. Jón vill ekki aleinasta virkja hugarork- una, heldur einnig sólarorkuna og í þeim tilgangi staðsetur hann spegla úti í náttúrunni, er eiga að endurvarpa sólarljósinu og jafnvel hita upp heilu kaupstaðina ef vill, samkvæmt dularfullum, hávísinda- legum útreikningum listamannsins, þar sem annmarkar eru þó vísast ekki teknir með í reikninginn í formi skýja, er byrgja sólarsýn, og rysjótt- ar veðráttu. En það gerir nú minnst til og sólarorkuna er hægt að beisla á margan hátt, svo sem lengi hefur verið kunnugt. Hnífar Jóns Gunnars geta allt í senn verið tákn um árásargirni, miskunnarleysi nútímans, ofbeldi og hamslausar ástríður sem og styrk, reisn og vald, en jafnframt höfða þeir engu síður til fagurfræði- legs formskynsins. Þetta er svipað og með skipin og sólvagnana, sem hrífa fyrir list- ræna smíð og agaða formkennd, en höfða um leið til norrænnar goðafræði, langskipanna og hins tímalausa lýmis. Styrkur Jóns Gunnars liggur framar öðru í því, ÞaÓ ó/gar og hvissar Þaó er fútt i Sóldós/ sÓL Þverholtl 17-21, Reykjavlk Sól, hnífar, skip

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.