Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987 Háskólanám í sjávarútvegs- fræðum, líka fyrir stelpur! Johan Ruud-rannsóknarskip háskólans. Háskólanám Sjávarútvegsháskólinn í Tromsö í norður-Noregi býður upp á 5 ára nám í sjávarútvegsfræðum. Tals- verður hluti stúdentanna kemur frá öðrum norðurlöndum en Noregi. Þar af eru íslendingar fjölmennast- ir. Hlutfallið af stelpum fer stækk- andi. í ár eru stelpur frá Noregi, Færeyjum, Danmörku og Grænl- andi við nám við sjávarútvegs- fræðadeildina. En hvar eru þær íslensku? Námið hentar íslendingum vel. Að námi loknu eru sjávarútvegs- fræðingamir öruggir með góða atvinnu. Námið gefur mjög fjöl- breytta möguleika með tilliti til atvinnu og launin eru góð. Enn sem komið er eru flestir stúdentanna karlkyns. Námið hentar þó jafn vel fyrir stelpur. Sjávarútvegsháskólinn Hinn norski Sjávarútvegsháskóli (Norges Fiskerihögskole) er dreifð- ur á fleiri staði. Hann hefur deildir í Þrándheimi, Björgvin og Tromsö. Námið í sjávarútvegsfræðum fer þó eingöngu fram við háskólann í Tromsö. Sjávarútvegsfræðadeildin (Sjáv- arútvegsháskólinn) er vel í stakk búinn til að taka að sér talsverðan hluta af því mikla átaki í menntun, rannsóknum og J>róun sem atvinnu- lífíð þarfnast. I fyrsta lagi gefur landfræðileg lega Tromsö góða að- stöðu fyrir skólann, með tilliti til menntunnar og fræðslu innan sjáv- arútvegs- og fískeldis. Strandir og fírðir norður-Noregs, Barentshafíð, Noregshaf og íshafið búa yfír mikl- um líffræðilegum auðlindum. Aflinn er einnig stór á heimsmælikvarða. í öðru lagi „blása hinir pólitísku vindar úr hagstæðri átt“. Sjávarút- vegsháskólinn og háskólinn í Tromsö hafa þegar fengið opinbera viðurkenningu sem þungamiðja fyr- ir menntun og rannsóknir innan sjávarútvegsins. Nýting hafsins er eitt af þeim atriðum sem norska Stórþingið leggur mikla áherslu á. Stór hluti þessarar velviidar sem nú beinist að þessari atvinnugrein mun því væntanlega koma Tromsö til góða. Sjávarútvegsháskólinn hefur þegar fengið um 400 milljóna króna fjárveitingu til byggingar á rannsóknarstöð fyrir fískeldi. Einn- ig er að hefjast um þessar mundir undirbúningur að byggingu nýrrar byggingar, framtíðarhúsnæði fyrir Sjávarútvegsháskólann á lóð há- skólans í Tromsö. Námið og möguleikar til sérhæfingar Lágmarkskröfumar fyrir inntöku í skólann eru 12 mánaða starfs- reynsla í sjávarútvegi (bát, físk- vinnslu eða fiskirækt), af þessum 12 mánuðum verða 9 að vera sam- hangandi. Að öðru leyti gilda venjulegar reglur um inntöku í há- skóla, menntaskóli, fjölbraut eða tilsvarandi (Dæmi eru um nema úr Fiskvinnsluskólanum). Námið er byggt upp á mörgum greinum. Grunnstig námsins 3V2-4 ár er samansett af grunnáföngum í stærðfræði, tölfræði, efnafræði og tölvunarfræði ásamt stærri áföng- um í: 1. Fiskalíffræði/fískifræði/físki- rækt 2. Næringaefnafræði 3. Stjórnun, skipulag og styring/ lögfræði 4. Skipa- og framleiðslutækni. 5. Hagfræði og markaðsfærsla. Síðasta 1 >/2árið er síðan sér- hæfíng í einu eða fleirum af þessum fögum þar sem skrifuð er lokarit- gerð. Kennslan fer fram í formi fyrir- lestra, rannsóknarferða (meðal annars með skólaskipinu Johan Ruud), fyrirtækjaheimsókna, bæði innan lands og utan (t.d. Skotland, Færeyjar, Japan), ásamt samvinnu með áfangaritgerðum sem skrifað- ar eru í hveiju aðalfagi. Boðið er upp á tvær námsleiðir í náminu, almenna-leið með meiri áherslu á líffræði og tæknifræði og hag- fræði/stjómunarleið með áherslu á hagfræði og stjómun. Arlega eru innritaðir 35 stúdent- ar og námið hefst að hausti. Samkvæmt reglum frá 1986 skulu minnst 40% af innrituðum stúdent- um vera kvenkyns. Þetta þýðir að þar sem þú ert stelpa og uppfyllir lágmarkskröfumar, þá er nærri öruggt að þú komist inn. Núna em yfír 30 stelpur við nám, en sem- sagt, engin frá íslandi Atvinnumöguleikar Samtals hafa um 110 sjávarút- vegsfræðingar lokið námi á ámnum 1977 til 1986. Vinnumarkaðurinn hefur tekið vel á móti mönnum að námi loknu, margir hafa gert samn- ing um góð störf áður en náminu var lokið. Þeir fyrstu sem luku námi í sjávarútvegsfræðum hófu flestir störf hjá hinu opinbera. Hin síðustu ár hafa rannsóknarstofnanir, físk- iðnaðurinn og samtök í sjávarútveg- inum dregið til sín æ fleiri af þeim. Það er kannski sérstaklega áhuga- vert hvað margir hafa farið í fískeldi. Dreifing sjávarútvegsfræð- inganna á starfsvettvang var vorið 1987: Iðnaður og einkarekstur 50% Opinber stjómsýsla 27% Rannsóknirogþróun 17% Samtök í sjávarútvegi 6% Alls em útskrifaðir 12 íslenskir sjávarútvegsfræðingar, flestir em við störf á íslandi en fáeinir em (ennþá?) í Noregi. Hin síðustu ár hafa að jafnaði verið fjórir til sex íslendingar í hvetjum árgangi. Alþjóðlegnr skóli Námið í sjávarútvegsfræðum er opið fyrir aðrar þjóðir en Norð- menn, margir stúdentanna koma frá öðmm löndum eins og Dan- mörku, Finnlandi, Nígeríu, Sri Lanka og Tyrklandi. Bærinn Tromsö Tromsö er „höfuðborg" norður- Noregs og eini háskólabær lands- hlutans. íbúafjöldinn er ca. 48.000. Bærinn er miðpunktur landshlutans og mikill skólabær, með sjómanna- skóla kennaraháskóla, hjúkmna- rskóla, tónlistarskóla og fleiri íjölbrautar- og menntaskólum. Há- skólinn er heldur minni en gengur og gerist, með ca. 2.400 stúdentum. Stúdentalífið í Tromsö býður upp á mikla möguleika. Nefna má „Stud- enthuset", veitingastað stúden- tanna, Stúdentafélagið með stjómmálafundum, Stúdentablaðið, Stúdentaútvarpið, íþróttafélag stúdenta (fótbolti, handbolti, blak, júdó, körfubolti, karate, sjálfsvöm fyrir kvenmenn, fallhlífarstökk, köfun, aikido.), Félag erlendra stúd- enta ofl... Ár hvert er haldin „stúdentavika" í bænum, með revíu, tónieikum, stjómmálafundum, feij- utúmm og annari útivem. Bærinn á sitt eigið íslendingafélag, „Hrafnaflóka" með um 70 meðlim- um. Haldnar em haust- og vorsam- komur ásamt hinu árlega þorra- blóti. Hrafnaflóki býður einnig aðstoð sína til þeirra sem koma nýir á haustin. Tromsö liggur landfræðilega vel með tilliti til útiveru hverskonar jafnt að sumri sem vetri. Skíðaað- staða er góð bæði fyrir göngu og' alpagreinar Aðrar upplýsingar Umsókn: Umsókn um skólann skal inni- halda prófskírteini frá skólum og vottorð um alla starfsreynslu (ekki bara frá sjávarútvegi!). Umsókna- reyðublaðinu fylgir sérstakt eyðu- blað fyrir starfsreynslu úr sjávarútvegi. Sérstaklega verður að gæta þess að 9 mánuðir af 12 séu samhangandi. Umsóknarfresturinn er til 1. apríl. Umsóknareyðublöð fást hjá: Institutt for Fiskerifag, Postboks 3083 Guleng, N-9000 Tromsö, Norge Stúdentagarðar og barnaheimili: í Tromsö em stúdentagarðar og bamaheimili fyrir háskólanema. Sökum mikillar eftirspumar er mik- ilvægt að sækja tímanlega um. Greinin er samin af Marit Larsen og Berit Anna Hanssen og þýdd af Gunnari Da viðssyni. Þau eru nemarísjávarútvegsfræðum við háskólann í Tromsö. Myndir tók Gunnar Daviðsson. Berit Hanssen (t.v.) og Marit Larsen (t.h.), höfund- Rannsóknarstöð háskólans I Blámannsvík, rétt hjá Tromsö. Húsið lengst tU vinstri á ar greinannnar. myndinni. Til stendur að stækka stöð þessa, einnig verður byggð ný stöð á öðrum stað. Bygging Sjávarútvegsfræðadeildarinnar við háskólann í Tromsö. Byggingarsvæði háskólans í Tromsö, hér mun hin nýja bygging Sjávarútvegsháskól- ans risa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.