Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JULI 1987 Myndbandið — magnaður míðill sem nota má á skapandi hátt Hér á landi fer þeim sífellt fjölg- andi sem áhuga hafa á því að læra þáttagerð fyrir sjónvarp, þar sem vinna við auglýsingar, kynningar- myndir og fræðsluþætti verður æ umfangsmeiri. Áður fyrr var mest allt efni unnið á filmu sem er nokk- uð þyngri í vöfum og kostnaðarsam- ara heldur en myndbandið sem er að mestu ráðandi í dag. Margt af þessu fólki sem vinnur við þennan iðnað hefur hafið stöif í fyrirtækjum og stofnunum óundir- búið með áhugann einan í faitesk- inu. Ekki er hægt að læra kvikmyndagerð hér á landi, en einn angi hennar, auglýsingagerð, er kennd á stuttu námskeiði í Mynd- lista- og handíðaskólanum. Um árabil hafa verið haldin nám- skeið í kvikmyndagerð og mynd: bandavinnslu fyrir áhugamenn. í skólum landsins er farið að nota myndbandið á skapandi hátt, þar sem boðið er upp á námskeið og valgreinar. Sjónvarpsstöðvar og fyrirtæki þjálfa upp sitt fólk og halda námskeið. Segja má að tölu- verð starfsþjálfun eigi sér stað hér á landi hvað varðar kvikmyndagerð, en hinum fræðilega þætti er minna sinnt. Þó er í bígerð fjölmiðlabraut í sumurn framhaldsskólum og í Háskóla íslands er fari að hyggja að þessum málum. Þar sem myndmálið í nútíma þjóðfélagi er að verða æ ríkari þátt- ur í okkar daglega lífi, er ekki úr vegi að forvitnast um hvernig fræðslu er háttað hvað varðar notk- un hinnar lifandi myndar hér á landi og hvort ekki þurfi að koma heildar- skipulag á þessi mál ef við íslend- ingar viljum halda í við erlent myndefni eða hafa jafnvel betur í þeirri baráttu í framtíðinni. Dagfskrárgerð í Tómstundaskólanum Tómstundaskólinn hefur boðið í vetur upp á stórt og mikið nám- skeið sem er um 120 tímar þar sem fjallað er um fjölmiðla og starfsað- ferðir þeirra. Eftir að námskeiðið var auglýst fylltist það á svip- stundu. A þessu námskeiðí eru 24 nemendur sem taka ákveðinn kjarna um fjölmiðlun. Nemendur Kennarar sjá nú í auknum mæli möguleika myndbandsins í kennslustarfinu. Þar sem til er takmarkað íslenskt efni fyrir skólakerfið hafa kennarar lært á námskeiðum að útbúa eigið efni. geta valið um þrjá starfshópa sem eru blaðamennska, þáttagerð í út- varpi og þáttagerð á myndbandi. Er tíðindamaður brá sér í Tóm- stundaskólann á dögunum voru nemendur í myndbandahópnum með verkefni sín á lokastigi. Vinnu- aðstaða og tækjakostur er hjá Islenskri myndritun í JVC-húsinu. Þar eru upptökutæki og úrvinnsla fyrir klippingu VHS-myndbanda og U-maticmyndband, en þá gerð myndbanda er hægt að sýna í sjón- varpi. I þessum hópi eru 8 nemend- ur. Ekki er það markmiðið að kenna kvikmyndatöku og kvikmyndagerð, heldur eiga nemendur að geta stjórnað þáttagerð, orðið dagskrár- gerðarmenn. Magnús Bjarnfreðs- son spjallaði um undirbúning og viðtalstækni í sjónvarpi, en Kavl Marteinn Sigurgeirsson Jeppesen hefur stjórnað vinnuþætt- inum. Aðspurður um námskeiðið segir Karl: „Hér eru tvær ungar konur að ganga frá mynd, en þær eru í sjónvarpshópnum. Hópurinn hefur staðið sig mjög vel og áhuginn mik- ill. Þetta er meiri vinna en gert er ráð fyrir í upphafi, enda er nám- skeið af þessari stærð frumraun." Treystir þú þeim út í atvinnulífið? „Já, þau eru betur undirbúin til að starfa sem dagskrárgerðarfólk heldur en margt af því fólki sem byrjað hefur hjá sjónvarpinu og í ýmsum fyrirtækjum. Því miður eru allir fagskólar á þessu sviði erlend- is en fagmenn hljóta alltaf að vera besti kosturinn að öllu jöfnu." Erla S. Ragnarsdóttir. sejn starf- ar sem auglýsingastjóri Viðskipta- og tölvublaðsins, og Elín S. Krist- mundsdóttir, sem er fulltrúi hjá Haldin hafa werið tiámskeið f myndbandagerð hér ú íandi fyrir kenn- ara og fólk i félagsstarfi. Anna G. Magnúsdóttir aðstoðar Arnór Barkarson, riemanda í Álfta- mýrarskóla, við innlestur á myndband tneð sænskum texta. Gott tónlistarhús eflir Mómlegt tónlistarlíf — kemur Islandi á menningarlandakortið .. % Viðtal við Martin Berkof sky píanó- leikara, sem heldur húsinu styrktar- tónleika í Osló í kvöld í kvöld kl. 19 að norskum tíma heldur Martin Berkofsky píanótón- leika í Wigeland safninu í Osló. Berkofsky hefur verið búsettur á íslandi undanfarin ár og oft haldið tónleika hér, eins og flestir vita. Síðastliðið ár lék hann í Osló og í kjölfar þess, var honum boðið að halda tónleika í safninu. En þetta eru ekki aðeins venjulegir tónleik- ar, heldur spilar Berkofsky þarna til styrktar byggingu tónlistarhúss- ins okkar, sem er á teikniborðinu þessa mánuðina og á að rísa í Laug- ardalnum. I kvöld spilar hann m.a. Hugleiðingar um fimm gamlar stemmur fyrir píanó eftir Jórunni Viðar og í morgun var það verk líka tekið upp hjá norska útvarpinu ásamt öðrum. Og ekki eru þetta fyrstu styrktar- tónleikar Berkokfskys fyrir húsið, heldur þeir sjöundu. Meðal annars hélt hann tóníeika í Bandaríkjunum. Og Berkofsky lætur vísast ekki deigan síga, þó hann yfirgefi okkur reyndar í september til að sinna uppbyggingu tónlistarskóla í Ishmir í Tyrklandi. En hann lítur á sig sem íslending og ætlar að tylla hér nið- ur fæti þegar hann getur. En Berkofsky hefur ekki aðeins haldið málefni dagsins tónleika, heldur lfka gefið út plötu því til styrktar og langar reyndar að gera það aft- ur. Berkofsky er einn af þessum bráðbjartsýnu mönnum og trúir því statt og stöðugt, að bjartýni smiti og hrífi aðra með. Ekki veitir af, þegar önnur eins þjóðþrifafram- kvæmd og tónlistarhús er annars vegar. En af hverju tekur hann sig til og heldur tónleika hér og þar, til styrktar tónlistarhúsinu? — Ég geri bara það, sem allir vilja gera, sem elska landið sitt. Og ég geri þetta ekki bara af gleði, heldur líka af stolti. Gott tónlistar- hús er eitt það bezta sem við getum gefið okkur .sjálfum, svo við getum hlustað á góða tónlist í góðu húsi. Þetta er gott land, sem á skilið gott hús. Eg hef leikið fjórum sinn- um með sinfóníuhljómsveitinni og fylgst með henni, svo ég veit að hún er fyrsta flokks hljómsveit, sem á allt gott skilið. Það eru svo margir hér, sem vilja gott hús. Flestir á landinu eru í einhverjum tengslum við tónlist. Ef aðeins er litið á þann hóp, sem fæst við eða hefur fengist við tón- listarnám einhvers konar, þá er það undrafjölmennur hópur. Ég hvet alla, sem vilja húsið að taka á, en ekki bara að treysta á að fámennur og ötull hópur sjái um allt. Þannig gerum við okkur sjálfum og landinu gott. Tónleikarnir í Bandaríkjunum komu þannig til, að á námskeiði, sem ég hélt á Akureyri var bandarísk stúlka. Hún fór með mér á kóræfingu út í sveit. Þegar við komum að samkomuhúsinu stóðu farartæki kórfélaganna fyrir utan, sumsé fullt af traktorum. Henni fannst alveg einstakt að búandliðið skyldi leggja á sig að mæta víða að og hreifst af því hve vel og inni- lega var sungið. Það var svo hún, sem tók að sér að skipuleggja styrktartónleika í Buffalo og Bos- ton. Eftir tónleikana í Buffalo kom til mín Bandaríkjamaður, sem hafði Líkan af Tonlistarhúsinu, sem rís í Laugardalnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.