Morgunblaðið - 15.07.1987, Page 18

Morgunblaðið - 15.07.1987, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JIILÍ 1987 Hér á landi fel- þeim sífellt fjölg- andi sem áhuga hafa á því að læra þáttagerð fyrir sjónvarp, þar sem vinna við auglýsingar, kynningar- myndir og fræðsluþætti verður æ umfangsmeiri. Áður fyrr var mest allt efni unnið á filmu sem er nokk- uð þyngri í vöfum og kostnaðarsam- ara heldur en myndbandið sem er að mestu ráðandi í dag. Margt af þessu fólki sem vinnur við þennan iðnað hefur hafið störf í fyrirtækjum og stofnunum óundir- búið með áhugann einan í faitesk- inu. Ekki er hægt að læra kvikmyndagerð hér á landi, en einn angi hennar, auglýsingagerð, er kennd á stuttu námskeiði í Mynd- lista- og handíðaskólanum. Um árabil hafa verið haldin nám- skeið í kvikmyndagerð og mynd- bandavinnslu fyrir áhugamenn. I skólum landsins er farið að nota myndbandið á skapandi hátt, þar sem boðið er upp á námskeið og valgreinar. Sjónvarpsstöðvar og fyrirtæki þjálfa upp sitt fólk og halda námskeið. Segja má að tölu- verð starfsþjálfun eigi sér stað hér á landi hvað varðar kvikmyndagerð, en hinum fræðilega þætti er minna sinnt. Þó er í bígerð fjölmiðlabraut í sumum framhaldsskólum og í Háskóla íslands er fari að hyggja að þessum málum. Þar sem myndmálið í nútíma þjóðfélagi er að verða æ ríkari þátt- ur í okkar daglega lífi, er ekki úr vegi að forvitnast um hvernig fræðslu er háttað hvað varðar notk- un hinnar lifandi myndar hér á landi og hvort ekki þurfi að koma heildar- skipulag á þessi mál ef við Islend- ingar viljum halda í við erlent myndefni eða hafa jafnvel betur í þeirri baráttu í framtíðinni. Dag’skrárg’erð í Tómstundaskólanum Tómstundaskólinn hefur boðið í vetur upp á stórt og mikið nám- skeið sem er um 120 tímar þar sem fjallað er um fjölmiðla og starfsað- ferðir þeirra. Eftir að námskeiðið var auglýst fylltist það á svip- stundu. A þessu námskeiði eru 24 nemendur sem taka ákveðinn kjama um fjölmiðlun. Nemendur Haldin Iiafa verið lámskeið f myndbandagerð liér á landi fyrir kenn- ara og fólk í félagsstarfi. Anna G. Magnúsdóttir aðstoðar Arnór Barkarson, nemanda á Álfta- mýrarskóla, við innlestur á myndband með sænskum texta. Kennarar sjá nú í auknum mæli möguleika myndbandsins i kennslustarfinu. Þar sem til er takmarkað íslenskt efni fyrir skólakerfið hafa kennarar lært á námskeiðum að útbúa eigið efni. geta valið um þijá starfshópa sem eru blaðamennska, þáttagerð í út- varpi og þáttagerð á myndbandi. Er tíðindamaður brá sér í Tóm- stundaskólann á dögunum voru nemendur í myndbandahópnum með verkefni sín á lokastigi. Vinnu- aðstaða og tækjakostur er hjá Islenskri myndritun í JVC-húsinu. Þar eru upptökutæki og úrvinnsla fyrir klippingu VHS-myndbanda og U-maticmyndband, en þá gerð myndbanda er hægt að sýna í sjón- varpi. I þessum hópi eru 8 nemend- ur. Ekki er það markmiðið að kenna kvikmyndatöku og kvikmyndagerð, heldur eiga nemendur að geta stjórnað þáttagerð, orðið dagskrár- gerðarmenn. Magnús Bjarnfreðs- son spjallaði um undirbúning og viðtalstækni í sjónvarpi, en Ka'i Marteinn Sigurgeirsson Jeppesen hefur stjórnað vinnuþætt- inum. Aðspurður um námskeiðið segir Karl: „Hér eru tvær ungar konui' að ganga frá mynd, en þær eru í sjónvarpshópnum. Hópurinn hefur staðið sig mjög vel og áhuginn mik- ill. Þetta er meiri vinna en gert er ráð fyrir í upphafi, enda er nám- skeið af þessari stærð fiumraun." Treystir þú þeim út í atvinnulífið? „Já, þau eru betur undirbúin til að starfa sem dagskrárgerðarfólk heldur en margt af því fólki sem byijað hefur hjá sjónvaípinu og í ýmsum fyrirtækjum. Því miður eru allir fagskólar á þessu sviði erlend- is en fagmenn hljóta alltaf að vera besti kosturinn að öllu jöfnu.“ Erla S. Ragnarsdóttir. sem starf- ar sem auglýsingastjóri Viðskipta- og tölvublaðsins, og Elín S. Krist- mundsdóttir, sem er fulltrúi hjá Myndbandið — magnaður miðill sem nota má á skapandi hátt Gott tónlistarMs eflir biómlegt tónlistariíf — kemur Isiandi á menningariandakortið .. Viðtal við Martin Berkofsky píanó- leikara, sem heldur húsínu styrktar- tónleika í Osló í kvöld í kvöld kl. 19 að norskum tíma heldur Martin Berkofsky píanótón- leika í Wigeland safninu í Osló. Berkofsky hefur verið búsettur á Islandi undanfarin ár og oft haldið tónleika hér, eins og flestir vita. Síðastliðið ár lék hann í Osló og í kjölfar þess, var honum boðið að halda tónleika í safninu. En þetta eru ekki aðeins venjulegir tónleik- ar, heldur spilar Berkofsky þarna til styrktar byggingu tónlistarhúss- ins okkar, sem er á teikniborðinu þessa mánuðina og á að rísa í Laug- ardalnum. I kvöld spilar hann m.a. Hugleiðingar um fimm gamlar stemmur fyrir píanó eftir Jórunni Viðar og í morgun var það verk líka tekið upp hjá norska útvarpinu ásamt öðrum. Og ekki eru þetta fyrstu styrktar- tónleikar Berkokfskys fyrir húsið, heldur þeir sjöundu. Meðal annars hélt hann tónleika í Bandaríkjunum. Og Berkofsky lætur vísast ekki deigan síga, þó hann yfirgefí okkur reyndar í september til að sinna uppbyggingu tónlistarskóla í Ishmir í Tyrklandi. En hann lítur á sig sem Islending og ætlar að tylla hér nið- ur fæti þegar hann getur. En Berkofsky hefur ekki aðeins haldið málefni dagsins tónleika, heldur líka gefið út plötu því til styrktar og langar reyndar að gera það aft- ur. Berkofsky er einn af þessum bráðbjartsýnu mönnum og trúir því statt og stöðugt, að bjartýni smiti og hrífí aðra með. Ekki veitir af, þegar önnur eins þjóðþrifafram- kvæmd og tónlistarhús er annars vegar. En af hveiju tekur hann sig til og heidur tónleika hér og þar, til styrktar tónlistarhúsinu? — Ég geri bara það, sem allir vilja gera, sem elska landið sitt. Og ég geri þetta ekki bara af gleði, heldur líka af stolti. Gott tónlistar- hús er eitt það bezta sem við getum gefið okkur sjálfum, svo við getum hlustað á góða tónlist í góðu húsi. Þetta er gott land, sem á skilið gott hús. Eg hef leikið fjórum sinn- um með sinfóníuhljómsveitinni og fylgst með henni, svo ég veit að hún er fyrsta flokks hljómsveit, sem á allt gott skilið. Það eru svo margir hér, sem vilja gott hús. Flestir á Iandinu eru í einhveijum tengslum við tónlist. Ef aðeins er litið á þann hóp, sem fæst við eða hefur fengist við tón- iistarnám einhvers konar, þá er það undrafjölmennur hópur. Ég hvet alla, sem vilja húsið að taka á, en ekki bara að treysta á að fámennur og ötull hópur sjái um allt. Þannig gerum við okkur sjálfum og landinu gott. Tónleikarnir í Bandaríkjunum komu þannig til, að á námskeiði, sem ég hélt á Akureyri var bandarísk stúlka. Hún fór með mér á kóræfingu út í sveit. Þegar við komum að samkomuhúsinu stóðu farartæki kórfélaganna fyrir utan, sumsé fullt af traktorum. Henni fannst alveg einstakt að búandliðið skyldi leggja á sig að mæta víða að og hreifst af því hve vel og inni- lega var sungið. Það var svo hún, sem tók að sér að skipuleggja styrktartónleika í Buffalo og Bos- ton. Eftir tónleikana í Buffalo kom til mín Bandaríkjamaður, sem hafði Líkan af Tonlistarhúsinu, sem rís í Laugardalnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.