Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JULI 1987 19 starfsmannahaldi varnarliðsins, eru að leggja síðustu hönd á mynd um auglýsingagerð fyrir sjónvarp. Myndbandið snýst fram og aftur þar sem þær stöllur eru að leita að þeim stöðum sem talaður texti og tónlist eiga að vera. Þær vita greini- lega hvað þær vilja og spurningin er ekki um sekúndur heldur sek- úndubrot. Karl lætur ágætlega af stjórn en hlutverk væntanlegra dagskrár- gerðarmanna er fyrst og fremst stjórnunarþátturinn og yfirsýn yfir verkið ásamt því að þekkja all vel til allra verkþátt hvað varðar vinnslu. Sekúndubrotin þvælast eitthvað fyrir Karli og reynir hann að kenna tækjunum um sem eru þó hin vönduðustu. En um síðir eru þær ánægðar. Staðurinn á bandinu er fundinn og stimplaður er inn „innpunktur" í hljóðvinnslunni. Þær Erna og Elín gefa sér tíma til þess að líta upp og svara nokkrum spurn- ingum enda er það skömminni skárra en að hafa tíðindamann á bakinu. „Við erum mjög ánægðar með námskeiðið," segir Erna, „og Karl hefur verið okkur mjög hjálplegur. Þegar við þurftum að velja verk- efni," segir Elín, „þá ákváðum við að gera mynd um það hvernig sjón- varpsauglýsing verður til frá upphafi. Þessi auglýsing er um nýtt Sinalco sem var sett á markað- inn nýlega. Auglýsingastofan Ydda hannaði auglýsinguna og þangað fórum við með myndatökumann. Því næst sá Saga film um gerð myndarinnar og við þurfum að fylgjast með upptökum og vinnslu, sá verkþáttur var einnig myndaður. Úr þessu efni erum við að vinna núna. Myndin okkar verður um 8 mínútur og endar hún á sjálfri aug- lýsingunni eins og hún hefur birst sjónvarpsáhorfendum að undan- förnu." Hvað með atvinnuhorfur á þessu sviði? „Við höfum áhuga á að stafa að dagskrárgerð," segir Erna, en eins og er, er langur biðlisti hjá sjón- varpsstöðvum og auglýsingastof- um. En við eigum eftir að tölta af stað með spóluna okkar eins og ljós- myndafyrirsæturnar með ljós- myndamöppurnar." Hér er greinilega risin ný kynslóð úr grasi sem hefur kynnt sér áhrifamátt og starfsaðferðir myndmiðlanna, ákveðin í að verða einhverstaðar að gagni í ört stækkandi mynd- heimi. TFXTI' MARTEINN sigurðsson Elli- og örorku- líf eyrir hjóna Þörf er á nákvæmari upplýsingum eftir Margrétí Thoroddsen Að gefnu tilefni vil ég vekja athygli á því að upplýsingar þær, sem stjórnmálamenn og fjölmiðlar gefa almenningi um bótagreiðslur elli- og örorkulífeyrisþega eru oft og tíðum mjög villandi. Þá er yfir- leitt gefin upp sú fjárhæð, sem einstaklingur á rétt á (þ.e.a.s. sá sem býr einn), en ekki minnst á að hjón fá hvort um sig mikið Iægri upphæð, þó þar sé auðvítað um 2 einstaklinga að ræða. Þessvegna misskilja mörg hjón þetta og halda að þau eigi hvort um sig að fá þessa umræddu upp- hæð. Við í Tryggingastofnuninni förum ekki varhluta af að útskýra þessi mál, því margir hringja í okkur og vitna óspart í fjölmiðla og halda jafnvel að um sé að ræða mistök hjá okkur. Frá 1. júní s.l. hefur samanlagð- ur lífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót einstaklings getað numið kr. 25.222, en sambærileg- ar bætur hvors hjóna, sem bæði hafa lífeyri, kr. 17.953 (þar er ekki um heimilisuppbót að ræða). Hjón fá því til samans 14.538 kr. minna á mánuði en tveir einstakl- ingar, sem búa einir. Sömu reglur gilda um sambúðarfólk og hjón. Þessi mismunur hefur smáau- kist með árunum og finnst mér persónulega hann vera orðinn allt- of mikill. Vona ég að hin nýja ríkisstjórn taki þetta mál til gaum- gæfilegrar athugunar. I málefnasamningi hinnar nýju ríkisstórnar stendur: „Lágmarks- framfærslulífeyrir einstaklings verður tæpar 28 þús. kr. í stað 25 þús. kr. nú", en ekki er minnst á hvað hjón eigi að fá. Sennilegt er þó að það verði sambærilegt hlutfall og nú, en samt sem áður efast ég ekki um að við næstu utborgun eigi margt gift fólk eftir að hringja í okkur og spyrja hvers- vegna það fái ekki greiddar 56 þús. kr. á mánuði, þar sem það Berkofsky á tónieikunum í Júgóslavíu. verið á íslandi og heillast af landi og þjóð og vildi svo gjarnan hjálpa okkur að reisa veglegt tónlistarhús. Hvaða ávinningur er að góðu tónlistarhúsi í Reykjavík? — Auðvitað fyrst og fremst sá, að það verður stuðningur við blóm- legt tónlistarlíf hér. En það má líka líta á bygginguna út frá öðru sjón- armi^i. Sem stendur drögum við að ferðamenn, sem sækjast eftir að komast í tæri við íslenzka nátt- úru. En landið liggur vel við annars konar ferðamónnum. Gott tónlistar- hús gæti dregið að tónlistaráhuga- fólk, sem flygi hér yfir hvort sem væri og stoppaði þá til að bregða sér á tónleika og kynnast tónlist- arlífinu hér. Fæstir Bandaríkja- menn á leið til tónlistarhátíðarinnar í Salzburg slægju hendinni á móti fónleikaviðdvöl hér, svona í leiðinni. Sem stendur er ísland vel þekkt hvarvetna í heiminum og það er talað um Reykjavíkurandann. Nú er rétti tíminn til að fylgja þessari góðu kynningu eftir og koma Is- landi á menningarlandakortið. Gott tónlistarhús auðveldar okkur það ... hafi heyrt stjórnmálamenn okkar segja að lágmarkið nemi 28 þús. kr. fyrir einstakling. Af framansögðu finnst mér mjög áríðandi að upplýsíngar um þessi mál verði sem skýrastar, þannig að þær vekji ekki tálvonir Margrét Thoroddsen „Þessi mismunur hef ur smáau kist með árunum og f innst mér persónu- lega hann vera orðinn alltof mikill. Vona ég að hin nýja ríkisstjórn taki þetta mál til gaum- gæf ilegrar athugunar." hjá hjónum, sem hafa aðeins tryggingabætur sér til fram- færslu. Höfundur er deildarstjári i Fé- lagsmála- og uppýsingadeild Tryggingastofnunar ríkisins. NYTT! NYTT! Panasonic PHOTO rafhlöður í myndavélar. RAFBORG, Rauðarárstíg 1 s: 11141. YASHICA KYNNIR YASHICA Fyrsta myndavélin með þrenns konar sjálfvirkri fókusstillingu: Venjulegur sjálfvirkur fókus. Vélin „eltir" myndefnið og heldur því í fókus. Vélin er stillt þannig að þegar myndefnið kemur í fókus smellir vélin sjálfvirkt af. Yashica 230-AF myndavélin er nýjung frá Yashica, fyrsta myndavélin sem býr yfir þrenns konar sjálfvirkri fókusstillingu, auk hinnar handvirku. Þessir eiginleikar, meðal annarra, gera Yashica 230-AF að sérlega fjölhæfri myndavél. Nýlega dæmdi breska tímaritið Camera Weekly Yashica 230-AF bestu vél sinnar gerðar á markaðnum, úr hópi átta reflex-myndavéla með sjálfvirka fókusstillingu. Yashica 230-AF hefur nýja gerð af innbyggðu leifturljósi sem tekur aðeins 2,5 sekúndur að endurhlaða. Yashica 230-AF hleður sig sjálfvirkt, færir filmuna sjálfvirkt áfram og til baka og hefur innbyggt rafdrif. Betri kaup eru því vandfundin. Verð kr. 30.206 (miðað við 50 mm linsu). HfiNS PETERSEN HF Bankastræti, Austurveri og Glæsibæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.