Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987 Við hvað erum við hrædd? eftír Asmund R. Richardsson Á síðustu misserum höfum við íslendingar orðið fyrir mikilli öldu frelsis á öllum sviðum mannlífsins, þar með talið í viðskiptum. Sumir, sem stunda viðskipti hafa fleytt sér á öldunni og notið góðs af en aðrir hafa ekki séð hana koma og því farið á bólakaf. En í flestum tilfellum GEGN STEYPU SKEMMDUM STEINVARI 2000 hefur þá einstöku eiginleika aö vera þétt gegn vatni í fljótandi ástandi, en hleypa raka í loftkenndu ástandi auöveldlega í gegnum sig, tvöfalt betur en heföbundin plastmálning. Viljir þú verja hús þitt skemmdum skaltu mála með STEINVARA 2000. OSAftlA hefur neytandinn notið góðs af, því í öllu frelsinu hafa fyrirtækin orðið að berjast um neytandann, þennan ósýnilega náunga sem engu ræður en heldur þó þjóðfélaginu gangandi með buddu sinni. Til þess að halda neytandanum í viðskiptum hafa fyrirtækin orðið að passa betur en áður upp á verð og vörugæði, því neytandinn er farinn að taka eftir og bera saman verð og gæði vara milli verslana, sem var GASIDIBOTN! Pað er dagsatt að á bensín- stöðvum Esso er sumarlegt andrúmsloft. Þar fæst sænskt gas á hylkjum frá „Primus“ auk vandaðra gaslukta og gashellna. Einnig bjóðast þar ýmsar aðrar ferðavörur svo sem létt borð og stólar, vatnspokar, veiðisett, grillvörur og margt fleira. Gasluktir frá 621 kr. Gashellur -1428 kr. Gashylki (einnota) - 89 kr. Gashylki (áfyllanleg) - 800 kr. Veiðisett -1190 kr. Olíufélagið hf svo til óþekkt hér fyrir nokkrum árum. Þess vegna þurfa fyrirtækin að berjast meira innbyrðis en áður var. Því má segja að neytandinn, eins ósýnilegur og áhrifalaus og hann virðist, ráði talsvert miklu. Frelsi er hugtak sem er verndað í stjómarskrá okkar og við lítum flest á sem sjálfsagðan hlut, s.s. málfrelsi, tjáningarfrelsi, trúfrelsi og ritfrelsi. En hvernig skiljum við FRELSI? Til þess að geta rætt saman um þetta verðum við að skilja þetta hugtak á sama hátt, annars er öll umræða einskis virði. I mínum huga er FRELSI það að geta gert, sagt og skrifað það sem mig langar til án þess að skaða náungann eða þjóðfélagið og út frá þessari skilgreiningu geng ég hér. Eg er fijáls að því að kaupa sjón- varp á afborgunum, frá hvaða verslun sem mér sýnist, hvaða teg- und sem mér sýnist, með eða án fjarstýringar ef mér sýnist. Það að ég hef keypt hlut á afborgunum frá einhveijum þýðir ekki að ég sé ekki lengur fijáls. Heldur hef ég gert samning við einhvern af fúsum og fijálsum vilja um að greiða honum peninga í ákveðinn tíma og fá í stað- inn sjónvarp til afnota strax. Eg er ófijáls í þeim skilningi að ég get ekki gengið á bak orða minna án þess að skaða hinn aðilann. Hinsveg- ar hef ég með þessum viðskiptum látið þau boð út ganga að þessi ákveðna tegund af sjónvarpstæki í þessari tilteknu verslun sé góð vara á hagstæðu verði. Þessvegna hef ég sem neytandi, ákveðið vald í þjóð- félaginu, vald sem þeir sem vilja peningana mína verða að taka tillit til eða hætta rekstri ella. Það er mikið vandaverk að fara með frelsi í stað forsjár, því í frels- inu felst að sumir eru betur hæfir, eða betur til hlutanna fallnir en aðr- ir og því verða alltaf einhveijir undir í baráttunni. En ef frelsi ríkir er enginn til að segja okkur að þessi eða hinn eigi að gera hlutina, verkin eru látin tala og dæma menn hæfa eða óhæfa. Fyrirtæki standa eða falla með verkum stjómenda sinna og starfs- fólks. Ef þau standa, gengur vel, ekki bara hjá þeim og starfsfólki þeirra, heldur einnig hjá þjóðfélaginu í heild því neytendur/kaupendur 18.SEPTEMBER n.k. verður farin 3ja vikna ferð til Grikklands. Norðurhlutinn, sem verður skoðaður að þessu sinni, er frábrugðinn suðurlandinu að mörgu leyti og býður upp á annarskonar tækifæri til að kynnast Grikklandi. Undir traustri fararstjórn Kristjáns Árnasonar háskólakennara kynnumst við og skoðum m.a. Olympiu. Mykenu, Nafjlon, Spörtu, Korfu, Kastoriu. Þessaloniku, Meteoru, Kalamböku, Delfí. Aþenu. cc < Vesturgötu 5. Reykjavík. * 62 24 20 þeirra eru ánægðir og sýna það með því að versla þar. Hjá þeim sem falla hefur eitthvað verið að, eitthvað sem ekki gekk og hefur því ekki getað viðgengist því neytendur þeirra fyrirtækja hafa hafnað þeim. í sjálfu sér er óþarfi að fara nánar út í þessa sálma því flestir vita þetta nú þegar, þó er rétt að benda á að þeir, sem reka fýrirtæki sem ekki gengur ásamt þeim sem vinna hjá slíku fýrirtæki ættu, í beinu framhaldi af þessari hugsun, að fá vinnu hjá þeim fyrir- tækjum sem ganga vel. En hvað með þetta nýja frelsi sem skall á þjóðinni nú nýlega, þetta fijálsa fiskverð? Ég les í blöðunum á hveijum degi að menn frá öllum landshornum eru ýmist fylgjandi fijálsu fiskverði eða algjörlega á móti jiví. Fijálst fiskverð er eftir minni bestu vitund það, að þeim sem veið- ir fiskinn er fijálst að selja hveijum sem er eða engum þennan sama fisk á því verði sem um semst og þeir sem kaupa fisk er að sama skapi fijálst að kaupa fisk frá hveijum sem er eða engum. En er þetta svona einfalt? Fá ekki sjómennimir greidd laun að hluta miðað við það verðmæti sem fiskurinn sem þeir veiða aflar? Hefur þá útgerðarmaðurinn rétt á að selja aflann á hvaða verði sem er? Hver á fiskinn sem hefur verið veiddur? Er það útgerðarmaðurinn sem á skipið eða eru það sjómennimir sem notuðu skipið og eigið afl til að ná í fiskinn úr sjónum? Eða eiga þeir hann báðir, að jöfnu eða að misstór- um hluta? Þetta er að verða svolítið flókið mál. Ég hef ekki svör við þessum spurningum frekar en aðrir, eftir þv' sem skrifað er í blöðin, er þetta endalaust ágreiningsmál útgerðar- manna og sjómanna. Hitt held ég að flestir sjái sem vilja sjá, að með því að leyfa fijálsa samninga um fiskverð eins og aðrar vörur, fæst ákveðin stemmning í þessi viðskipti sem ætti að öllu jöfnu að stuðla að betri fiski að landi, og þar með betri afurð úr fiskvinnslu- húsunum sem aftur skapar meiri tekjur fyrir sjávarútveginn og þjóð- arbúið í heild. Á móti em hendur kaupenda óbundnar hvað varðar mat á gæðum og frágangi og að geta boðið greiðslu samkvæmt því. Eiganda fisksins er auðvitað fijálst að hafna eða taka hveiju þvi boði sem hann fær. Því mætti segja að fiskkaupandinn sé í sömu stöðu og neytandinn, hann fer á milli físk- seljenda og velur þann fisk sem hentar hans framleiðslu hvort sem það er frysting, saltfiskvinnsla eða eitthvað annað, eins og fískbúð. Mismunandi vinnslugreinar hafa mismunandi greiðslugetu og þurfa mismunandi gæði. íslenska þjóðarbúið er mikið undir sjávarútvegi komið og því ekki nema sjálfsögð krafa íslendinga allra að þessi mál séu í lagi. Eitt er það at- riði sem hingað til hefur ekki verið mjög ofarlega í umræðunni um þessi mál, en hefur þó fengið heldur meira vægi með tilkomu nýrra kaupenda, sem eru erlendir fískmarkaðir, en það eru gæði og meðhöndlun físks- ins um borð í skipunum og í físk- vinnsluhúsunum. Til skamms tíma voru sjómenn einangraðir við fískverkunarhúsin hér heima, sem aftur voru rígbundin í klafa verðlagsráðs að eigin ósk. Óskum um betri meðhöndlun afla um borð var mætt með óskum um betri laun fyrir meiri vinnu. Eftir að erlendu fískmarkaðirnir komu inn sem stórir kaupendur, kom greinilega í ljós að þeir sem sendu nýjan og vel með farinn fisk á mark- að áttu alltaf örugga sölu og oftar en ekki á betra verði en aðrir. Sjó- menn fundu að þeir fengu meira fyrir fískinn ef þeir fóru betur með hann og þar með fengu þeir betri laun fyrir meiri vinnu. Hér þurfti enga nefnd til að komast að þessari niðurstöðu eða tilskipun til að fá þessu framgengt. Kaupendur á fiskmörkuðunum erlendis hafa starfað í áraraðir við þær aðstæður sem hér eru nú rétt að skapast og kaupa físk í þeim gæða- og verðflokki sem hentar þeirra vinnslu. Eðlilega nýta þeir sér aðstæður sem skapast öðru hvoru Ásmundur R. Richardsson „Máltækið segir að betur sjá augn en auga, og því er spurt; hvers vegna halda menn svo fast í sölufyrirkomulag sem flestir eru sam- mála um að sé úr sér gengið í dag? Við hvað eru menn hræddir? þar sem framboð er meira en eftir- spurn. Þetta sjáum við hér heima á hveiju ári í verði á grænmeti og ávöxtum, sem er ódýrt yfir háupp- skerutímann en verður dýrara eftir því sem lengra líður frá honum. En á móti þurfa kaupendurnir að greiða hærra verð ef eftirspurn er meiri en framboðið. Svona aðstæður fást ein- göngu ef menn verða að keppa sín á milli um vöruna, aðeins þá fæst hæsta mögulegt verð fyrir vöruna. Með því að leyfa mönnum að semja um verð á fiski, verða sjó- menn að taka mið af kröfum kaupenda sinna til að fá sem hæst verð fyrir fískinn. Sumir kaupendur greiða hátt verð fyrir góðan físk, á meðan aðrir vilja kaupa lakari fisk fyrir lægra verð. Það þurfa ekki all- ir að fá 1. flokk. Frysting þarf betri físk en saltfiskverkunin og físksalinn þurfa betri físk en frystingin. Eiga allir þessir aðilar að greiða sama verðið fýrir fískinn? Hvaða gæði þarf skreiðarvinnsla eða vinnsla í reyk eða vinnsla í til- búna rétti? Er rétt að allir greiði sama verð fyrir hráefnið án tillits til gæða hráefnis eða til þess hve dýr vinnslan er eða á hvaða verði fullunnin afurðin er seld? Þessvegna er ekki út í hött að álykta að með fijálsum samningum um fiskverð skapist í fyrsta sinn á íslandi þær aðstæður að fískverk- endur geti keypt ákveðnar fiskteg- undir í þeim stærðum og í þeim gæðaflokkum sem henta þeirra vinnslu á sanngjömu verði, en ekki eins og var, að menn urðu að kaupa allan físk hvaða tegund sem kom úr bátnum, á 1. flokks verði og reyna síðan að koma aflanum í sem hæst verð sem fullunninni afurð. Nú geta fiskverkendur reiknað út hverskonar vinnsla gefur best af sér og einbeitt sér að því að skapa verðmæti í stað þess sem áður var að bjarga því sem bjargað varð. Fiskseljendur hinsveg- ar geta nú valið hvar, hveijum og á hvaða verði þeir vilja selja fiskinn sinn. Þeir munu komast að því að kaupendur þeirra gera nýjar kröfur um frágang á fískinum, og alla meðhöndlun um borð í veiðiskipi og við löndun. Bætt meðhöndlun ætti að skila betra verði fyrir aflann hveiju sinni og þar með betri launum fyrir sjó- menn og betri arði fyrir útgerðina. Ekki er ólíklegt að aðstæður skap- ist fyrir sérhæfð fyrirtæki í flutr.ing- um á fiski milli staða þar sem gæðum vörunnar er ekki hætta búin vegna flutninganna og er ég þá að hugsa um kælibíla og kæligáma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.