Morgunblaðið - 15.07.1987, Side 21

Morgunblaðið - 15.07.1987, Side 21
vwr tjH'. A.r anoAomnvPTM .GHGAjaMuoíioM - 0.? MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987 21 Það má því segja að möguleiki hafi skapast til að stækka markað útgerðarmanna og sjómanna frá örf- áum fyrirtækjum, oft á tíðum ekki fleiru en einu, til alls landsins og allra fiskvinnslufyrirtækja, hvort sem um er að ræða stór eða smá, í útflutningi eða í sölu hér innanlands. Að sama skapi hefur skapast grundvöllur fyrir hin ýmsu fisk- vinnslufyrirtæki til að kaupa fisk nánast frá hvaða verstöð sem er á landinu, allt eftir því hvaða tegund er til sölu og á hvaða verði. Hingað til hafa fískvinnslufyrirtækin oft verið takmörkuð við fá skip og ekki haft möguleika, nema með mikilli frirhöfn, að fá fisk keyptan annars staðar frá, og þá hefur oft verið hálfgert happadrætti hvort gæðin hafi passað fyrir vinnslu viðkomandi kaupanda. Fiskmiðlun milli staða er þekkt fyrirbæri og sé ég ekki að það þurfi að breytast mikið þó fiskverð sé ftjálst, en kannski verður þörfin fyrir slíkri miðlun ekki eins mikil og áður. Einnig hefur allskonar fyrir- greiðsla viðgengist milli fískkaup- anda og seljanda sem kostar peninga en hefur hvergi verið reiknað inn í fiskverð. Slík viðskipti ættu með þessu nýja fyrirkomulagi að leggjast niður að mestu. Ef menn stoppuðu smá stund og hugsuðu þetta mál frá öllum hliðum, gæfu þessari nýjung tækifæri til að sanna sig á móti áratuga mömmu- leik sem sjávarútvegurinn hefur verið í, er ég þess fullviss að allir aðilar sæju að þeir kæmu betur út heldur en við fyrra fyrirkomulag þar sem nefnd manna ákvað lágmarks- verð sem eingöngu var notað sem grýla á sjómenn og mismunaði bæði sjómönnum og fiskverkendum eftir því hvar á landinu þeir voru. Sumir fiskverkendur þurftu að beijast fyrir fiski og oft á tíðum að greiða hærra verð til viðbótar alls- konar fyrirgreiðslu sem þeir þurftu að inna af hendi til útgerðanna, bara til að fá fiskinn og geta haldið rekstri áfram, á meðan aðrar fisk- vinnslustöðvar voru í aðstöðu að kaupa fisk af sínum bát á lögbundnu lágmarksverði. Á sama tíma gátu sum útgerðarfyrirtækin valið úr hópi kaupenda allt eftir því hvar á landinu þau voru staðsett. Menn verða að átta sig á að út- gerð og fiskvinnsla eru tvær aðskild- ar atvinnugreinar, og þó að slík fyrirtæki séu á einni hendi sem ekki er óalgengt hér á landi, er ekkert sem segir að fiskvinnslan þurfi að kaupa fisk af sinni eigin útgerð, eða að útgerðin þurfi að selja þessu ákveðna fiskvinnslufyrirtæki fiskinn sem veiddur er. Það hlýtur að vera eðli fisk- vinnslufyrirtækis, hvort sem það á hlut í skipi eða ekki, að kaupa sem ódýrastan fisk sem það frekast getur til að hafa meiri möguleika að skila arði og þar með að halda áfram starfsemi með vel launað og ánægt starfsfólk. Alveg eins hlýtur það að vera eðli útgerðar, hvort sem það á eða er hluti af fiskvinnslufyrirtæki, að selja þann fisk sem veiðist á hæsta verði sem mögulegt er, til að hafa meiri möguleika að skila arði og þar með að halda áfram starf- semi með vel launað og ánægt starfsfólk. Hagsmunir^ressara ólíku fyrirtækja fara ekki saman og því ættu menn ekki að standa í vegi fyrir því að þessi fyrirtæki fái að vaxa og dafna eftir bestu getu í samkeppni við önnur fyrirtæki sem eins er ástatt um. Eins og áður sagði er frelsi vand- meðfarið og oft stutt í ófrelsið eins og fiskframleiðendur vita manna best. Nú er þeim fijálst að kaupa ákveðnar tegundir af fiski af hveij- um sem er á því verði sem gengur hvetju sinni. Hinsvegar eru þeir ekki fijálsir að selja afurðir sínar hveijum sem er eða hvert sem er. Ef Bandaríkin eru tekin sem dæmi, eru þeir jú fijálsir að selja einhveijum af þeim þrem útflytjend- um sem hafa leyfi frá viðskiptaráðu- neytinu til að selja frystar afurðir til Bandaríkjanna. Það skal viður- kennt að miklir hagsmunir eru í húfi og mikil vinna hefur verið lögð í að markaðssetja fiskafurðir á þenn- an markað, en þó er það svo að þessir þrír aðilar hafa hvað eftir annað hafnað allri samvinnu um sölu frystra fiskafurða til Banda- ríkjanna, jafnvel þó að samvinnan væri fólgin í því að þessir aðilar hefðu allar upplýsingar um hveija sölu og gætu haft áhrif á verð eða tegund pakkningar sem verið er að selja. Sömu sögu er að segja um Evrópu, samvinna, svo ekki sé talað um að leyfa þeim framleiðendum sem bundnir eru félagslögum að selja í gegn um aðra, er ekki fyrir hendi. Á íslandi eru fjölmörg fyrirtæki sem stunda útflutning af öllum tagi og hafa gert í fjöldamörg ár, þrátt fyrir erfíðar aðstæður og vemd frá ríki til handa stóru sölusamtökunum. Er ekki hugsanlegt að einhver þessara fyrirtækja, sem mörg hver hafa sérhæft sig og hafa mjög hæft fólk í fullu starfi, geti fundið kau- pendur sem af einhveijum óskiljan- legum orsökum hafa ekki haft samband við sölusamtökin eða sölu- samtökin ekki fundið. Er ekki einnig hugsanlegt að einhver þessara fyrir- tækja fyndu kaupendur að nýrri framleiðslu, nýrri pökkun, nýrri vöru á þessum svokölluðu hefðbundu mörkuðum okkar sem af einhveijum óskiljanlegum orsökum hefði farið framhjá vökulu auga samtakanna. Það hefur sýnt sig að þessir svo- kölluðu sjálfstæðu útflytjendur hafa verið nokkuð duglegir við að finna nýja markaði, áður ónýtta af okkur íslendingum jafnt fyrir tegundir sem við höfum lítið sem ekkert nýtt svo og hefðbundnar fisktegundir. Máltækið segir að betur sjá augu en auga, og því er spurt; hvers vegna haida menn svo fast í sölufyrir- komulag sem flestir eru sammála um að sé úr sér gengið í dag? Við hvað eru menn hræddir? Eru menn hræddir um að með meiri samvinnu milli sölusamtakanna og sjálfstæðra útflytjenda komi óstjóm? Að tekjur minnki? Að það komi af stað at- vinnuleysi? Má ekki frekar ætla að með meiri samvinnu aukist verðmæti afurð- anna, mörkuðum fjölgi og fjölbreytni vinnslugreina og pakkninga aukist. Það verður að haJfa í huga í þessu sambandi að flestir hinna svokölluðu sjálfstæðu útflytjenda fá tekjur og þar með laun eftir því hve duglegir þeir eru að selja og því ætti það að fara mjög vel saman við hagsmuni framleiðenda að auka samvinnu út- flytjenda almennt og margfalda þar með þá sölustarfsemi sem fer fram í dag, öllum til hagsbóta. Aukin samvinna mundi einnig þýða að meiri tíma yrði hægt að eyða í markaðsleit og markaðssetn- ingu nýrra afurða sem mundi aftur þýða aukningu á viðskiptavinum og meira öryggi og meiri stöðugleika í allri útflutningsversluninni. Með þessu er ég ekki að segja að leggja ætti sölusamtökin niður í núverandi mynd, því þau þjóna jú mikilvægu hlutverki sem hagsmuna- samtök framleiðenda. ísland er hvorki stórt land né mannmargt og því aðstæður hér frábrugðnar því sem þekkist hjá milljónaþjóðum. Hinsvegar tel ég það mikilvægt að með eins mikilli upplýsingamiðlun og nú á sér stað, þar sem enginn þarf að vera óupplýstur né illa að sér, á tímum tölvualdar þar sem alls- konar uplýsingar og útreikningar liggja fyrir á augabragði, saman- burður á öllu mögulegu er eins auðveldur og að drekka vatn, að á slíkum tímum ætti að leita allra til- tækra ráða til að finna grundvöll til meira samstarfs milli hinna stóru sölusamtaka og hinna mörgu smáu sjálfstæðu útflytjenda, samstarfs sem væri öllum aðilum hagstætt. Ásmundur R. Richardsson starfar við útflutningsverslun. Tire$toneTtre$tonefire$tone HJÓIBARÐAR HL AIIRA NOEA A EDMUM STAÐ SENDIBILADEKK Firestone CV-2000 eru sér- staklega gerð fyrir sendiblla með mikla burðargetu. DRATTARVELADEKK Firestone F-151 með 23° mynsturhorni. Margverðlaun- uð fyrir vinnslugetu. TRAKTORSGRÖFUDEKK Sérstaklega styrkt fyrir mikið álag. Aukið akstursgrip, þýð- ari aksturog breiðari spyrnur. VINNUVELADEKK Fyrir allar stærri vinnuvélar. Tröllsterk dekk sem endast og endast. Firestone hjólbarðar eru löngu viöur- kenndir fyrir styrk, gott grip, mýkt og mikla endingu. Firestone hjólbarðar eru fáanlegir í ótrúlegu úrvali og við höfum jafnan fyrirliggjandi hjólbarða fyrir allar þarfir landsmanna. FOLKSBILADEKK Firestone Radial fólksbíla- dekkin eru mjúk, hljóðlát, endingargóð og henta auk þess sérstaklega vel til aksturs á malarvegum. JEPPADEKK Firestone Radial ATX heils- ársdekk og Radial ATX 23° torfærudekk. Gripmikil, sterk og endingargóð. LYFTARADEKK Fyrir allar stærðir lyftara, venjuleg og massíf. VORUBILADEKK Fjölbreytt úrval Firestone Radial 2000 fyrirallan akstur, á malbiki, möl og utan vega. LÉJ fcj JÖFUR HF NYBYLAVEGI2 KÓPAVOGI SÍMI 42600

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.