Morgunblaðið - 15.07.1987, Síða 22

Morgunblaðið - 15.07.1987, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JULI 1987 Morgunbladið/Emilía Hraunflóðavarnir við Kröflu Ýmsir möguleikar til að verja stöðvarhús Kröflustöðvar gegn hugsanlegu hraunflóði hafa verið kannaðir, en fram til þessa hefur lítið verið aðhafst vegna óvissu um uppkomu og framvindan hugsanlegs goss. Frá því um áramótin 1975-76 hefur alls orðið 21 umbrotahrina á Kröflusvæðinu, þar af 8 eldgos. Orkuverinu stafar mest hætta af hraunrennsli niður í Leirbotna norðan við stöðv- arhúsið og hefur Landsvirkjun nú ráðist í gerð hraunflóðavarna á því svæði. A myndinni sést hluti þess varnargarðs, en fyrirhugað er að byggja fleiri varnargarða ofan Kröflustöðvar. Norðurverk hf á Akureyri sér um framkvæmdirnar. Soffanías Cecilsson formaður Félags fiskvinnslustöðva: Frestun endurgreiðslu söluskatts í lagi ef vel er farið með féð „EF ÞEIR fara vel með þetta fé og skila því aftur mega þeir lialda því í smá tíma, ég tala nú ekki um ef þeir setja vexti á það,“ sagði Soffanías Cecils- son, formaður Félags fisk- vinnslustöðva þegar Morgun- blaðið spurði hann hvernig honum litist á þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta endurgreiðslu söluskatts til sjávarútvegsins um eitt ár. „Þetta hefur að vissu marki bætandi áhrif þar sem það hægir á fjárfestingu. Það er af því góða að draga úr á öllum sviðum til þess að minnka þenslu. Þetta eru ekki það stórar upphæðir, 1,8% af útflutningi hvers fyrirtækis, að það skipti stórmáli í rekstri fyrir- tækjanna en ætti að hafa jákvæð þjóðhagsleg áhrif. Það er allt of mikið sem hillir undir sprengingu í þjóðfélaginu. Besta dæmið um það er að fiskvinnslan fær ekki nægt og gott fólk til þess að gera fískinn að verðmætri vöru. Það er komin fram krafa um hækkuð laun frá fiskvinnslufólki og ég sé ekki annað en að við verðum að láta undan kröfunni, því launin eru skammarleg, og þá stefnir í gengisfellingu um ára- mótin.“ Konur fá inngöngu í Lions „Höfum beðið eftir þessu í mörg ár,“ segir Svavar Gests Dómkórinn í Reykjavík. Dómkórinn og Skólakór Kárs- ness á kóramót í Belgíu DÓMKÓRINN í Reykjavík og Skólakór Kársness úr Kópavogi munu taka þátt í kóramóti í Nam- ur í Belgíu dagana 18.—26. júlí nk. Þar verða saman komnir um 500 kórsöngvarar frá mörgum löndum og munu þeir æfa ný verk- efni undir leiðsögn úrvals stjóm- enda. Auk þess halda kóramir sjálfstæða tónleika. Stjómandi Dómkórsins er Marteinn H. Frið- riksson og stjómandi Skólakórs Kársness Þórann Bjömsdóttir, söngvarar kóranna era rúmlega 70 talsins. Áður en haldið verður af landi brott munu kóramir halda sameiginlega lokaæfíngu í Skál- holtskirkju miðvikudaginn 15. júlí kl. 21.00. Jurtaolía í samkeppni við lýsi; Óheyrilegar niðurgreiðsl- ur Evrópubandalagsins í NÝJASTA hefti fagritsins Oil World er birtur fyrirlestur rit- sljóra blaðsins, Tómasar Mielke, sem hann hélt á ráðstefnu um jurtaolíu- og lýsisiðnaðinn í lok júní. Oil World er gefið út í Vest- ur-Þýskalandi og fjallar um markað og vinnslu á jurtaolíu, lýsi og þessháttar vörum. I fyrir- lestri sínum bendir Mielke á gífurlegar niðurgreiðslur Evr- ópubandalagsins til framleið- enda jurtaolíu sem ýti undir aukna framleiðslu þeirra fyrir markað sem þegar sé of mikið framboð á og setji framleiðendur í öðrum löndum í klemmu. Sam- kvæmt upplýsingum Jóns Reynis Magnússonar framkvæmda- stjóra Sildarverksmiðja ríkisins fara meira en 90% af lýsisfram- leiðslu Islendinga til landa Skólakór Kársness. Evrópubandalagsins svo hrær- ingar á þessum markaði skipta íslendinga verulegu máli. Mielke tekur dæmi af repjuolíu (rapeseed oil) sem framleidd er í mörgum löndum Evrópubandalags- ins. Segir Mielke að rannsóknir háskóla og fleiri ábyggilegra aðila bendi til að tonnið af repjuolíu kosti um 750 dollara í framleiðslu. Oiían sé hins vegar seld fyrir 298 dollara tonnið sem sýni hversu óheyrilegra niðurgreiðslna framleiðendur innan bandalagsins njóti, en þær séu eina leiðin til að aðildarlönd Evrópu- bandalagsins séu samkeppnisfær á heimsmarkaðnum. Hafi niður- greiðslurnar aukist mjög mikið síðustu þijú ár og séu nú þrisvar sinnum meiri en almennt gerist á heimsmarkaðnum. Til að geta greitt enn frekar nið- ur landbúnaðarafurðir vora uppi áætlanir innan Evrópubandalagsins um að leggja háan skatt á alla jurta- olíu, fítu og lýsi að sögn Jóns Reynis Magnússonar. Þessi skattur hefði skilað sér til framleiðenda innan bandalagsins og gott betur með auknum niðurgreiðslum sagði hann. Jurtaolía væri samkeppnis- vara við lýsið okkar, en lýsið væri meðal annars eftir herðingu notað í smjörlíki og bökunarfeiti eins og jurtaolía. Þar sem yfir 90% af rúm- lega 100 þúsund tonna lýsisfram- leiðslu íslendinga á ári færa til landa Evrópubandalagsins væri hér um mikið hagsmunamál að ræða. Jón Reynir sagði það einkum hafa verið fyrir andstöðu Margrétar Thatcher forsætisráðherra Bret- lands sem fallið var frá því að leggja þennan skatt á. En á fundi leiðtoga Evrópubandalagsins í október gæti skattheimtan orðið ofan á. Þá gæti syrt í álinn fyrir íslenska lýsis- framleiðendur. Eins og stendur seldist tonnið af lýsi á 230 til 240 dollara cif. Mætti það ekki vera lægra til þess að það borgaði sig að vinna lýsið. Skatturinn sem ráð- gerður hafí verið hjá Evrópubanda- laginu hafi verið 330 evrópueining- ar á tonnið eða um 370 dollarar. Hefði sú upphæð bæst við söluverð íslenskra lýsisframleiðenda hefði verið útséð um þennan útflutning okkar Islendinga. Á ALÞJÓÐAÞINGI Lions-hreyf- ingarinnar í Tapei í Taiwan fyrir skömmu var samþykkt að veita framvegis konum jafnan rétt til þátttöku í starfi hennar og körl- um. Þessari breyting tók gildi 5. júlí síðastliðinn en mun ekki hafa teljandi áhrif á starfsemi hreyfingarinnar hér á landi fyrr en í september þegar vetrar- starfið hefst, að sögn Svavars Gests framkvæmdastjóra Lions- hreyfingarinnar á Islandi. Á þinginu var hann kosinn í al- þjóðastjórn Lions, fyrir hönd Norðurlandanna. „Við höfum beðið eftir þessari breytingu um margra ára skeið. Að veita konum jafnrétti innan Li- ons hefur lengi verið baráttumál Islendinga, enda gætum við ekki verið þekktir fyrir annað með konu sem forseta landsins. Sérstaklega mun þetta styrkja starfsemi klúbba í fámennnum byggðarlögum þar sem breyttir búsetuhættir gætu valdið því að þeir leggðust af ella,“ sagði Svavar. Lions-klúbbarnir starfa á þeim grandvelli að ekki er hægt að æskja inngöngu heldur verður hún að vera boðin. Karlar í þessum klúbbum verða því að hafa framkvæði að því að bjóða konum þátttöku svo breyt- ingin nái fram að ganga. Eiginkon- ur Lions-manna hafa myndað með sér 18 klúbba víðsvegar um land og nefna sig Lionessur. Svavar sagði að hugsanlegt væri að konur tækju sig saman og stofnuðu form- lega Lions-klúbba, en byðu síðan körlum inngöngu. Þannig mynduð- ust öragglega fljótlega blandaðir klúbbar. Lára V. Júlíusdóttir aðstoðar- maður félagsmálaráðherra LÁRA V. Júlíusdóttir, lögfræð- ingur, hefur verið ráðin aðstoð- armaður Jóhönnu Sigurðardótt- ur, félagsmálaráðherra, og mun hún hefja störf i félagsmálaráðu- neytinu þann 20. júli næstkom- andi. Lára, sem er fædd árið 1951, er stúdent frá Verslunarskóla íslands árið 1972 og lauk lögfræðiprófí frá Háskóla íslands ánð 1977. Hún starfaði sem kennari við Verslunar- skóla íslands 1977-82 og vann þá jafnframt á lögfræðistofu. Hún varð héraðsdómslögmaður árið 1980. Lára hefur starfað sem lögfræðing- ur Alþýðusambands íslands frá 1982 og var kjörin formaður Kven- réttindafélags íslands vorið 1986. Lára V. Júlíusdóttir Eiginmaður Láru er Þorsteinn Haraldsson, löggiltur endurskoð- andi. I iðnaðarráðuneytinu mun Jónas Elíasson halda áfram fyrst um sinn sem aðstoðarmaður ráðherra eða þar til Friðrik Sophusson, iðnaðar- ráðherra, sem nú er í viku fríi, hefur valið sér aðstoðarmann. Jónas hefur starfað sem aðstoðarmaður ráð- herra í iðnaðarráðherratíð þeirra Alberts Guðmundssonar og Þor- steins Pálssonar. Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði ekki enn valið sér aðstoðarmann en hefði ' hyggju að gera það. Hann bjóst við að taka ákvörðun í málinu um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.