Morgunblaðið - 15.07.1987, Side 23

Morgunblaðið - 15.07.1987, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987 oo 23 Víglundur Þorsteinsson formaður FÍI: Verið að ýta viðskiptum til útlanda Bækur eftir Magnús Guðbrandsson, Gamanyrði og í léttum dúr, eru til sölu í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. í seinni bókinni er sjón- varpsrevía sem lýsir í spéspegli ýmsu sem gerist í þjóðmálum eða getur gerst i þjóðmálum. Revían endar við inngang í Alþingishús. EYMUNDSSON Austurstræti 18, símar 18880 og 14255 og í Nýja bæ, Eiðistorgi 11, sími 611700 vinnslu," sagði Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda, i samtali við Morgunblaðið. „Það hefur verið mikill vöxtur í þessum greinum en þessi skattheimta mun höggva verulega í mögu- leika innlendra aðila á markaðn- um og beinlínis ýta viðskiptunum til útlanda.“ í rafeindaiðnaðinum mun sölu- skatturinn leggjast á framleiðslu eins og tölvur og gagnavinnslu- tæki, s.s. tölvuvogir, sem hafa verið mikið seldar í frystitogara. Þessir togarar hafa verið sendir út í breyt- ingar og vogimar settar í þegar heim er komið. Ef á að setja 25% söluskatt á þær er viss hætta á að útgerðarmenn fari að kaupa þessi tæki erlendis eða að íslensk fyrir- tæki verða að flytja þau út til þess að halda markaðnum. Hugbúnaðarframleiðslunni er einnig verið að ýta til útlanda ef innheimta á söluskatt af henni. Hugbúnaður er mjög fyrirferðarlít- ili og hægt er að fá hann á disklingi í pósti eða jafnvel beint í gegnum síma. Skattheimtan yrði því bara á íslenskan hugbúnaðariðnað þar sem alltaf verður auðvelt fyrir þann inn- flutta að sleppa fram hjá söluskatt- inum. Við eigum erfítt með að trúa því að stjórnmálamennimir hafí vitað hvað þeir vom að gera þegar þeir ákváðu þetta, að minnsta kosti ef litið er á kaflann í stjómarsáttmál- anum um eflingu og vöxt atvinn- ulífsins. Ég ætla að minnsta kosti að vona að þeir hafi ekki vitað það,“ sagði Víglundur að lokum. Skiptar skoðanir um ágæti blandaðra hverfa — seg'ir Björn Þorsteinsson, bæjarritari í Kópavogi VIÐRÆÐUR hafa staðið yfir að undanförnu á milli forsvars- manna Málningar hf. og bæjar- yfirvalda í Kópavogi um yfirtöku bæjarins á lóð og byggingum fyrirtækisins að Marbakkabraut 21, húsnæðinu sem brann í fyrra- dag, gegn því að bærinn úthlut- aði fyrirtækinu lóð í iðnaðar- hverfi við Reykjanesbraut í Fífuhvammslandi. Bæjarráð úthlutaði tveimur fyrir- tækjum, ístaki og Hlaðbæ, sitt- hvorri lóðinni á sínum tíma við Reykjanesbrautina, en ístak dró sig út úr samningum og fóru þá for- svarsmenn Málningar hf. að spyij- ast fyrir um lóðina og standa þær viðræður enn. Rætt hefur verið um 20.000 fermetra lóð undir alla starf- semi fyrirtækisins. Bæjaryfirvöld hugðust þá rífa hús Málningar við Marbakkabraut og úthluta landinu undir íbúðabyggingar. Björn Þorsteinsson, bæjarritari Kópavogs, sagði í samtali við Morg- unblaðið að fyrsta aðalskipulag Kópavogs sem hefði gert ráð fyrir iðnaðarhvei fí á þessu svæði, þ.e. frá birgðastöð Vita- og hafnarmála- stofnunar, sem brann fyrir mánuði síðan, að húsnæði Málningar hf., sem brann í fyrradag. „Fljótlega komu fram óskir frá íbúum við Kársnesbraut um að svæðið yrði gert að íbúðabyggð. Um var að ræða erfðafestulönd svo Kópavogs- bær gerði samninga við eigendurna um erfðafestuna og gert var deili- skipulag um íbúðabyggð á svæðinu árið 1972. Ekki þótti þó ástæða til að hrekja þau fyrirtæki í burtu sem þarna höfðu byggt upp starfsemi sína og sú er ástæðan fyrir því að Málning hf. og Vita- og hafnarmál voru með aðstöðu á þessu svæði enn þann dag í dag." Björn sagði að hópur íbúa hefði skrifað undir áskorun til bæjarins um endanlegan frágang á þessu svæði fyrir skömmu þar sem farið væri fram á að bærinn lyki við frá- gang Marbakkabrautar. Hinsvegar hefði ekki verið minnst á húsnæði Málningar hf. í bréfi íbúasamtak- anna né eldhættu frá húsinu, eins og gefið hefði verið í skyn í fjölmiðl- um. Eden: Helgi Hálfdanarson sýnir HELGI Hálfdanarson heldur málverkasýningu í Eden, Hveragerði, dagana 15,—26. júlí. Þetta er fyrsta málverka- sýning Helga. Á sýningunni eru 26 olíumál- verk, flest unnin á sl. 2 árum. Helgi hefur verið 3 vetur í Mynd- listaskóla Reykjavíkur. Flestar myndirnar eru landslagsmyndir og eru allar til sölu. Helgi Hálfdanarson er verk- fræðingur að mennt og vinnur nú sjálfstætt við forritagerð. fel * Björn sagði að blönduð hverfi, íbúða og iðnaðar, væru til víðar í Kópavogi og skiptar skoðanir væru um ágæti þeirra. Slík hverfi er til dæmis að fínna við Nýbýlaveg, Auðbrekku og Laufbrekku og einn- ig á Kársnestánni. Sett hafa verið ákveðin skilyrði um hvers konar iðnaður má vera í slíkum hverfum og er aðallega um að ræða lítil iðn- fyrirtæki og verslanir, að sögn Bjöms. Málning hf. ræðir við bæjaryfirvöld um lóð við Reykjanesbraut: Helgi Hálfdanarson við eitt verka sinna. Rústir Málningarhússins hreinsaðar í gær. „Við höfum verulegar áhyggj- ur af áhrifum þess að lagður verði söluskattur á tölvur, þjón- ustu og vélbúnað til gagna-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.