Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 24
-24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987
Persaflói:
Loftárásir á bæki-
stöðvar hraðbáta
Bahrain, Reuter.
ÍRASKAR flugvélar réðust
í gær öðru sinni á íranska
flotastöð, bækistöð lítilla en
hraðskreiðra báta, sem ír-
anir hafa notað við árásir
á skip í Persaflóa. Vakti
það augljóslega fyrir þeim
að eyðileggja hana áður en
Bandaríkjamenn taka til
við að verja siglingar um
flóann.
Haft er eftir heimildum, að
mestu árásirnar hafí verið gerð-
ar á eldsneytisgeyma og ratsjár-
stöðvar á Al-Farisayad-eyju en
þar er helsta bækistöð hrað-
skreiðra, sænskra vélbáta, sem
íranir hafa notað til árása á
skip á siglingu á Persaflóa. Tals-
maður íraska hersins skýrði frá
árásinni og annarri árás, sem
gerð var á Rakash-olíusvæðið
við sunnanverðan flóann en talið
er, að þar sé að finna aðra bæki-
stöð fyrir írönsku bátana.
Varahlutaskortur veldur því,
að Iranir eiga erfitt með að ráð-
ast á skip úr lofti en fréttir eru
um, að íransstjórn ætli að verja
500 milljónum dollara til að end-
urnýja flugflotann og ratsjár-
kerfi fyrir eldflaugar.
Caspar Weinberger, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna,
sagði í fyrradag, að beindu íran-
ir kínverskum flugskeytum að
bandarískum skipum, yrði ekki
hikað við að ráðast gegn flug-
skeytastöðvunum. Les Aspin,
formaður hermálanefndar full-
trúadeildar Bandaríkjaþings,
sagði í gær að fyrstu olíuskipin
frá Kuwait myndu sigla út á
Persaflóa undir bandarískum
fána 22. júlí næstkomandi.
205
200
19-5
19-0
Verð á tunnu í Bandarikjadolum
185
Hráolía
Petroleum Argus Príces
18-q*
1111111
Júní
1987 JÚH
Morgunblaðið/AM
Verð á
Skyndimarkaði
Vaxandi spenna veld-
ur hækkandi olíuverði
ÞAÐ kann að leiða til hækkandi olíuverðs í heiminum, er fyrstu
olíuskipin frá Kuwait byrja siglingar um Persaflóa undir banda-
rískum fána í næstu viku. Uggur út af vaxandi spennu á þessu
svæði varð til þess í síðustu viku, að oliuverð hækkaði um 60
cent hver tunna og komst þannig hærra en nokkru sinni frá þvi
í janúar sl.
Á föstudaginn var komst Tex-
asolía (West Texas Intermediate)
upp í 21.31 dollara tunnan. Þá
var sá uggur farinn að grípa um
sig.að sérhver tilraun írana til að
ráðast á olíuskip frá Kuwait yrði
til að hækka olíutunnuna enn
frekar um marga dollara.
„Það er mikil h ætta á átökum
með beinni þátttöku Bandaríkja-
manna og írana og það gæti haft
verulega áhrif á olíuverðið," var
haft eftir Mehdi Varzi, kunnum
olíusérfræðingi, nú fyrr í vikunni.
Enn aðrir létu þó í ljós þá skoð-
un, að viðbrögðin á olíumarkaðin-
um við meintu hættuástandi á
Persaflóa væru ýkjukennd. Það
væri óraunhæft, að olíuverð hefði
af þeirri ástæðu hækkað sums
staðar um allt að einn dollara
umfram það verð, sem ætti að
vera ríkjandi nú miðað við fram-
boð og eftirspurn.
Viðhorfið er þó ekki það sama
í New York og í London. Þannig
hefur verð á Texasolíu hækkað
einum dollara meira á tunnu á
síðustu tveimur vikum en verð á
enskri olíu frá Brentsvæðinu.
Enn aðrar ástæður eru þó tald-
ar til, sem kunna að hafa í för
með sér hátt olíuverð á næstunni.
Þannig hafa olúfélög bæði í
Bandaríkjunm og í Vestur-Evrópu
verið að endurnýja olíubirgðir
sínar að undanförnu, en talsvert
hafði gengið á þær fyrr á þessu
ári. Þetta hefur þýtt aukna eftir-
spurn. Þá er talið, að sú samstaða,
sem náðist á OPEC-fundinum í
Vín fyrir skömmu, eigi eftir að
hafa áhrif til hækkunar á olíu-
verðinu.
Albanía:
Reagan og
Gorbachev
gagnrýndir
Vínarborg. Reuter.
RAMIZ Alia, leiðtogi kommún-
istaflokks Albaníu, sakar Mikhail
Gorbachev, aðalritara sovéska
kommúnistaflokksins og Ronald
Reagan, Bandaríkjaforseta, um
að notfæra sér í áróðursskyni,
samninga um samdrátt í heraf la.
Kom þetta fram í fréttum hinnar
opinberu ffettastofu Albaníu ATA í
fyrradag, af fundi miðstjórnar al-
banska kommúnistaflokksins. Alia
sagði þar að Gorbachev og Reagan,
reyndu að styrkja stöðu sína heima
fyrir með því að ná samningum um
fækkun kjarnavopna og einnig hefð-
bundinna vopna. Sagði Albaníuleið-
toginn að Reagan ætti í erfíðleikum
vegna íran-Contra-málsins og
Gorbachev þyrfti á persónulegri vel-
gengni að halda til að koma í gegn
hugmyndum um umbætur.
Leiðtogar Albaníu hafa um ára-
tugaskeið viljað stjórna landi sínu í
anda Sovétleiðtogans fyrrverandi,
Stalíns og hafa því einangrast frá
öðrum kommúnistalöndum í Austur-
Evrópu. Alia hefur að undanförnu
reynt að bæta samstarf við nágrann-
aríkin og lagði á miðstjórnarfundin-
um sérstaka áherslu á gott samstarf
er tekist hefði við Grikki og ítali.
Afvopnunarviðræðurnar:
Bretar saka Spvét-
menn um tafirnar
Genf, Reuter.
BRETAR sökuðu í gær Sovét-
menn um að tefja fyrir afvopn-
unarviðræðum stórveldanna og
skoruðu jafnframt á þá að ryðja
úr vegi síðustu hindrununum fyr-
ir raunverulegum samningum.
David Mellor, aðstoðarutanríkis-
ráðherra, sagði, að nú væri enginn
timi til að vera með látalæti en
samt sem áður hefðu Sovétmenn
gerst sig seka um það. „Þeir virð-
ast ekki vilja koma á þeim fundum,
Sovétríkin:
Vilja ekki sendi-
nefnd frá fsrael
Ræddu þó við ísraelska embættismenn
Moskvu, Reuter.
SOVÉTSTJÓRNIN hyggst ekki leyfa ísraelskri sendinefnd að hcim-
sækja Sovétríkin sem mótvægi við ferð sovéskrar sendinefndar til
ísraels. „Við sjáum enga ástæðu fyrir gagnkvæmri heimsókn ísra-
ela," sagði Boris Pyadyshev, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytis-
ins. „Það búa engir ísraelar í Sovétríkjunum og þeir eiga engar
eignir hér. Það er ekki nokkur fótur fyrir hverskonar yfirlýsingum
ísraelskra stjóinvalda um réttindi á sovésku landsvæði og í raun
felst ögrun i þessháttar orðum." Hins vegar ræddi nefndin í 40
minútur við ísraelska embættismenn, en ekki er vitað hvað þeim fór
á milli.
Pyrir þremur dögum kom átta
manna sovésk sendinefnd undir for-
sæti Yevgeni Antipov til ísraels og
er það fyrsta heimsókn slíkrar
nefndar í 20 ár. Hlutverk nefndar-
innar er að kanna mál sovéskra
vegabréfshafa í ísrael og að huga
að eignum Sovétríkjanna í ísrael.
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan á
nokkrar eignir í ísrael.
ísraelska stjórnin vonaðist til
þess að þessi heimsókn gæti orðið
upphafið af endurnýjun á stjórn-
málasambandi ríkjanna, en það var
rofið í Sex daga stríðinu árið 1967.
Sovétmenn hafa vísað þessu alfarið
á bug og segja þetta óra ísraels-
stjórnar eina. Formaður nefndar-
innar hefur ennfremur ítrekað að
hlutverk hennar sé einungis að
sinna minniháttar erindum, annarra
sé að huga að frambúðarsamskipt-
um ríkjanna.
Þrátt fyrir ofangreint er talið að
Sovétmenn vilji þíðu í samskipturn
ríkjanna, enda kappkosta þeir mjög
að vera þátttakendur í hugsanleg-
um friðarumleitunum fyrir botni
Miðjarðarhafs.
sem nauðsynlegir eru til að árangur
verði af viðræðunum," sagði Mell-
or, sem einnig lagði til, að komið
yrði á fót 60 manna stofnun til að
fylgjast með alheimsbanni við efna-
vopnum en um það er nú rætt á
ráðstefnu 40 ríkja.
Mellor kvaðst hafa það á tilfinn-
ingunni, að sovésku samninga-
mennirnir biðu með hendur í skauti
eftir fyrirmælum, sem ekkert bólaði
á. Gagnrýndi hann Sovétstjórnina
fyrir að hafa ekki ákveðið fund með
utanríkisráðherrunum, þeim Edu-
ard Shevardnadze og George
Shultz, en hann er talinn nauðsyn-
legur til að unnt sé að koma
væntanlegum samningum áleiðis.
Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt
Sovétmenn fyrir þessar sömu sakir
en Boris Pyadyshev, talsmaður sov-
éska utanríkisráðuneytisins, hefur
vísað því á bug, að Sovétmönnum
sé um að kenna hægagangurinn í
viðræðunum.
» » >
Róstusamt
á N-írlandi
Portadown, N-írlandi, Reuter.
MÓTMÆLENDUR víðs vegar á
Norður-írlandi efndu f fyrradag
til árlegra hátíðahalda til þess
að minnast sigur Vilhjálms kon-
ungs af Óraniu yfir Jakobi II,
síðasta kaþólska koiiunginum í
Bretlandi.
Miklar varúðarráðstafanir voru
viðhafðar af hálfu lögreglunnar.
Þannig tðku ekki færri en 600 lög-
reglumenn sér stöðu í bænum
Portadown, en þar hafa einkum og
sér í lagi orðið miklar óeirðir á þess-
um degi undanfarin tvö ár.
Reuter
Listflugá Bastilludegi
Þjóðhátíðardagur Frakka, Bastilludagurinn, var í gær, 14.
júli, og eins og jaf nan var þá mikið um að vera við Sigur-
bogann. Fremst á myndinni er láðs- og lagartæki frá
landhernum en uppi yfir sýndu f lugmennirnir listir sínar.