Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987 25 Ítalía: Lögreg’lu- þjónn drepinn af félög- um sínum Ravennu, Reuter. Italskur lögregluþjónn var í fyrradag skotinn til bana af tveimur félögum sínum. Atvik- ið átti ser stað þegar hann stóð þá að því að kúga fé af viðskiptajöfri einum. Lögregluþjónninn, Sebast- iano Vetrano, var skotinn þegar hann kom starfsbræð- rum sínum á óvart þegar þeir voru að ná í hið illa fengna fé, 150 milljón lírur, en það samsvarar um 4.400.000 íslenskra króna. Bandaríkin: Reykingar í stuttu f lugi bannaðar? Washington, Reuter. í gær samþykkti fulltrúa- deild Bandaríkjaþings frum- varp, sem kveður á um að reykingar í flugi, sem tekur tvær klukkustundir eða skem- ur, skuli bannaðar. Kveðið var á um bannið í breytingartillögu við lög um öryggi í samgöngum, en hún var samþykkt með 198 at- kvæðum gegn 193. Til þess að bannið taki gildi þarf öld- ungadeildin ennfremur að veita samþykki sitt og svo þarf Bandaríkjaforseti að und- irrita lögin. Vestur-Þýskaland: Varað við sólböðum Vestur-Berlín, Reuter. Heilbrigðisyfírvöld í Vest- ur-Þýskalandi vöruðu þegna landsins við því í gær að stunda ekki sólböð um of nú þegar sólin sleikir Evrópubúa hvað ákafast. Annars kunna þeir að eiga húðkrabba á hættu. í tilkynningu frá Heilbrigð- isstofnun Sambandslýðveldis- ins sagði að 70.000 Vestur- Þjóðverjar þjáðust nú af húðkrabbameini — tvöfalt meira en fyrir tíu árum. Astæðuna sagði stofnunin vera of mikið af útfjólubláum geislum, sem líkaminn nemur í sólböðum, hvort heldur um böð undir lömpum eða berum himni er að ræða. Thailand: Hneykslan vegna Buddha í Penthouse Bangkok, Reuter. Í gær gagnrýndi Thailenska ríkisstjórnin klámritið Pentho- use ákaflega fyrir að hafa birt mynd af Búdda, sem hún seg- ir klámfengna og guðlast. Blaðafulltrúi ríkisstjórnar- innar, Mechei Viravaithaya, sagði á blaðamannafundi að stjórnina hefði hryllt við mynd í tímaritinu þar sem Búdda var sýndur í óviðurkvæmilegri stellingu einn síns liðs. í tilefni þessa var Thailenska sendiráð- inu í Bandaríkjunum falið að koma mótmælabréfi á fram- færi við ritstjóm blaðsins. „Jafnvel erótísk list á sér sín takmörk," sagði meðal annars í bréfí stjómarinnar. „Við vonum að í framtíðinni muni blaðið sneiða hjá svo svívirðilegu guðlasti." Einkaumboð á Islandi. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armúla 16 • Reykjavík • sími 38640 Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Svíþjóð: Laumaði 174 mönn- uminn í Kanada Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunbladsins. SÆNSKUR skipstjóri frá Malmö hefur verið tekinn fastur í Kanada fyrir að flytja 174 síkha, m.a. frá Indlandi, með leynd til hafnarborgarinnar Charlesville á austurstrqnd Kanada. Sænska aðalræðismannsskrif- stofan í Montreal hefur staðfest þessa frétt. Fraktskipið, Amelie, sem skráð er í Chile, en siglir und- ir fána Costa Rica, er í eigu sænska skipstjórans. Kanadískt strand- gæsluskip stöðvaði Amelie um 125 sjómílur suðaustur af Halifax. Skipstjórinn á yfír höfði sér að verða dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa flutt fólkið með leynd inn í landið. Amelie fór frá Rotterdam fyrir þremur vikum og var þá enginn farmur í skipinu. Síkharnir 174 munu þá þegar hafa verið komnir um borð. Við komuna til Charles- ville tók einn af heimamönnum eftir, að „laumufarþegar" voru með skipinu og lét lögregluna vita. Tyrkland: Nýjai’ aðgerðir gegn Kúrdum Kork-o-Plast GÓLFFLÍSAR kork o plast er með slitsterka vinylhúð og notað á gólf sem mikið mæðir á, svo sem á flugstöðvar og sjúkrahús. kork o plast er auðvelt að þrífa og þægilegt að ganga á. Sérlega hentugtiyrirvinnustaði, banka og opinberarskrifstofur. kork o plast byggir ekki upp spennu og er mikið notað ítölvuherbergjum. kork o plast fæst í 14 mismunandi korkmynstrum. Reuter Lík annars lögreglumannanna, sem létust í sprengingunni, liggur undir ábreiðu rétt við bílflakið. Það, sem af er þessu ári, hafa bask- neskir hryðjuverkamenn myrt 32 menn á Spáni. Spánn: Tveir lögreglumenn látast í sprengingu Onate, Reuter. Baskneskir hryðjuverkamenn drápu í gær tvo spánska lög- reglumenn og særðu aðra tvo. Höfðu þeir komið fyrir sprengju við vegarkant og sprengdu hana þegar lögreglubifreið átti leið þjá. Spengjunni var komið fýrir í út- jaðri bæjarins Onate í baskahérað- inu Guipuzcoa og var sprengd með fjarstýringu. Lögreglumennimir, sem voru í bílnum, voru í þeirri deild lögreglunnar, sem berst gegn hryðjuverkamönnum. Talið er, að baskenskir hryðjuverkamenn reyni nú að beina spjótum sínum að sérs- taklega völdum skotmörkum, einkum lögreglunni og hemum, en forðist að valda óbreyttum borg- umm miklu tjóni. Veldur mestu um sprengingin í stórverslun í Barcel- ona í síðasta mánuði, sem kostaði 19 manns lífíð, en síðan hefur þess verið krafíst af æ meiri þunga, að gengið verði á milli bols og höfuðs á ETA, samtökum hryðjuverka- mannanna. Ankara, Reuter. SKIPAÐUR verður sérstakur yfirmaður öryggismála í átta héruðum í suð-austurhluta Tyrklands til að fást við hermdarverkamenn Kúrd- neska verkamannaflokksins sem drepið hafa um 60 manns undanfarnar vikur. Gefin verður út reglugerð sem veitir yfírmanninum vald yfír öll- um öryggisvörðum á svæðinu og jafnframt vald til að flytja á brott íbúa úr heilum þorpum eða sam- eina byggðakjama, annaðhvort tímabundið eða til frambúðar. Það eru einkum öryggisverðir í þorpunum, helstu embættismenn og fjölskyldur þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á hermdar- verkamönnunum. Er ljóst að ætlun þeirra er að tjúfa tengslin milli stjórnvalda í höfuðborginni, Ankara, og þeirra landsvæða, sem Kúrdar byggja. Tyrknesk yfírvöld neita að við- urkenna að átta milljónir Kúrda í landinu séu sérstök þjóð með eigin réttindi. Stjómarandstaðan í landinu ákvað í gær að krefjast þess að þing landsins kæmi saman til aukafundar næstkomandi föstudag til að ræða dráp á óbreyttum borguram í suðaustur- hluta landsins. Sovétríkin: Hækka lest- arfargjöld? Moskvu, Reuter. YFIRMAÐUR kerfis neðanjarð- aijárnbrauta í Sovétrikjunum, Viktor Pakhomov, sagðist í gær styðja hugmyndir þess efnis að hækka fargjöld með lestunum en það hefur ekki verið gert í 40 ár. í viðtali við sovéska dagblaðið Sovetskaya Rossia sagði Pakhomov að tap hefði verið á rekstri braut- anna síðan 1981. Aðalástæðan væri aukinn kostnaður við endur- byggingu og raforku. Hann taldi sömuleiðis rétt að fargjöld yrðu mismunandi há í samræmi við vega- lengd. Neðanjarðarlestir í Sovétríkjun- um hafa lengi verið taldar með þeim bestu í heimi en hefur hrakað síðustu árin að sögn Pakhomovs. Þetta merki ásamt ábyrgðarskírteini, tryggir 10 ára slit- ábyrgð á KORK-O-PLASTgólfflísum. Við erum þeir einu sem flytjum þessa gæðavöru til landsins. Kork'O'Plast SLITABYRGÐ &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.