Morgunblaðið - 15.07.1987, Síða 25

Morgunblaðið - 15.07.1987, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987 25 Ítalía: Lögreg’lu- þjónn drepinn af félög- um sínum Ravennu, Reuter. Italskur lögregluþjónn var í fyrradag skotinn til bana af tveimur félögum sínum. Atvik- ið átti ser stað þegar hann stóð þá að því að kúga fé af viðskiptajöfri einum. Lögregluþjónninn, Sebast- iano Vetrano, var skotinn þegar hann kom starfsbræð- rum sínum á óvart þegar þeir voru að ná í hið illa fengna fé, 150 milljón lírur, en það samsvarar um 4.400.000 íslenskra króna. Bandaríkin: Reykingar í stuttu f lugi bannaðar? Washington, Reuter. í gær samþykkti fulltrúa- deild Bandaríkjaþings frum- varp, sem kveður á um að reykingar í flugi, sem tekur tvær klukkustundir eða skem- ur, skuli bannaðar. Kveðið var á um bannið í breytingartillögu við lög um öryggi í samgöngum, en hún var samþykkt með 198 at- kvæðum gegn 193. Til þess að bannið taki gildi þarf öld- ungadeildin ennfremur að veita samþykki sitt og svo þarf Bandaríkjaforseti að und- irrita lögin. Vestur-Þýskaland: Varað við sólböðum Vestur-Berlín, Reuter. Heilbrigðisyfírvöld í Vest- ur-Þýskalandi vöruðu þegna landsins við því í gær að stunda ekki sólböð um of nú þegar sólin sleikir Evrópubúa hvað ákafast. Annars kunna þeir að eiga húðkrabba á hættu. í tilkynningu frá Heilbrigð- isstofnun Sambandslýðveldis- ins sagði að 70.000 Vestur- Þjóðverjar þjáðust nú af húðkrabbameini — tvöfalt meira en fyrir tíu árum. Astæðuna sagði stofnunin vera of mikið af útfjólubláum geislum, sem líkaminn nemur í sólböðum, hvort heldur um böð undir lömpum eða berum himni er að ræða. Thailand: Hneykslan vegna Buddha í Penthouse Bangkok, Reuter. Í gær gagnrýndi Thailenska ríkisstjórnin klámritið Pentho- use ákaflega fyrir að hafa birt mynd af Búdda, sem hún seg- ir klámfengna og guðlast. Blaðafulltrúi ríkisstjórnar- innar, Mechei Viravaithaya, sagði á blaðamannafundi að stjórnina hefði hryllt við mynd í tímaritinu þar sem Búdda var sýndur í óviðurkvæmilegri stellingu einn síns liðs. í tilefni þessa var Thailenska sendiráð- inu í Bandaríkjunum falið að koma mótmælabréfi á fram- færi við ritstjóm blaðsins. „Jafnvel erótísk list á sér sín takmörk," sagði meðal annars í bréfí stjómarinnar. „Við vonum að í framtíðinni muni blaðið sneiða hjá svo svívirðilegu guðlasti." Einkaumboð á Islandi. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armúla 16 • Reykjavík • sími 38640 Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Svíþjóð: Laumaði 174 mönn- uminn í Kanada Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunbladsins. SÆNSKUR skipstjóri frá Malmö hefur verið tekinn fastur í Kanada fyrir að flytja 174 síkha, m.a. frá Indlandi, með leynd til hafnarborgarinnar Charlesville á austurstrqnd Kanada. Sænska aðalræðismannsskrif- stofan í Montreal hefur staðfest þessa frétt. Fraktskipið, Amelie, sem skráð er í Chile, en siglir und- ir fána Costa Rica, er í eigu sænska skipstjórans. Kanadískt strand- gæsluskip stöðvaði Amelie um 125 sjómílur suðaustur af Halifax. Skipstjórinn á yfír höfði sér að verða dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa flutt fólkið með leynd inn í landið. Amelie fór frá Rotterdam fyrir þremur vikum og var þá enginn farmur í skipinu. Síkharnir 174 munu þá þegar hafa verið komnir um borð. Við komuna til Charles- ville tók einn af heimamönnum eftir, að „laumufarþegar" voru með skipinu og lét lögregluna vita. Tyrkland: Nýjai’ aðgerðir gegn Kúrdum Kork-o-Plast GÓLFFLÍSAR kork o plast er með slitsterka vinylhúð og notað á gólf sem mikið mæðir á, svo sem á flugstöðvar og sjúkrahús. kork o plast er auðvelt að þrífa og þægilegt að ganga á. Sérlega hentugtiyrirvinnustaði, banka og opinberarskrifstofur. kork o plast byggir ekki upp spennu og er mikið notað ítölvuherbergjum. kork o plast fæst í 14 mismunandi korkmynstrum. Reuter Lík annars lögreglumannanna, sem létust í sprengingunni, liggur undir ábreiðu rétt við bílflakið. Það, sem af er þessu ári, hafa bask- neskir hryðjuverkamenn myrt 32 menn á Spáni. Spánn: Tveir lögreglumenn látast í sprengingu Onate, Reuter. Baskneskir hryðjuverkamenn drápu í gær tvo spánska lög- reglumenn og særðu aðra tvo. Höfðu þeir komið fyrir sprengju við vegarkant og sprengdu hana þegar lögreglubifreið átti leið þjá. Spengjunni var komið fýrir í út- jaðri bæjarins Onate í baskahérað- inu Guipuzcoa og var sprengd með fjarstýringu. Lögreglumennimir, sem voru í bílnum, voru í þeirri deild lögreglunnar, sem berst gegn hryðjuverkamönnum. Talið er, að baskenskir hryðjuverkamenn reyni nú að beina spjótum sínum að sérs- taklega völdum skotmörkum, einkum lögreglunni og hemum, en forðist að valda óbreyttum borg- umm miklu tjóni. Veldur mestu um sprengingin í stórverslun í Barcel- ona í síðasta mánuði, sem kostaði 19 manns lífíð, en síðan hefur þess verið krafíst af æ meiri þunga, að gengið verði á milli bols og höfuðs á ETA, samtökum hryðjuverka- mannanna. Ankara, Reuter. SKIPAÐUR verður sérstakur yfirmaður öryggismála í átta héruðum í suð-austurhluta Tyrklands til að fást við hermdarverkamenn Kúrd- neska verkamannaflokksins sem drepið hafa um 60 manns undanfarnar vikur. Gefin verður út reglugerð sem veitir yfírmanninum vald yfír öll- um öryggisvörðum á svæðinu og jafnframt vald til að flytja á brott íbúa úr heilum þorpum eða sam- eina byggðakjama, annaðhvort tímabundið eða til frambúðar. Það eru einkum öryggisverðir í þorpunum, helstu embættismenn og fjölskyldur þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á hermdar- verkamönnunum. Er ljóst að ætlun þeirra er að tjúfa tengslin milli stjórnvalda í höfuðborginni, Ankara, og þeirra landsvæða, sem Kúrdar byggja. Tyrknesk yfírvöld neita að við- urkenna að átta milljónir Kúrda í landinu séu sérstök þjóð með eigin réttindi. Stjómarandstaðan í landinu ákvað í gær að krefjast þess að þing landsins kæmi saman til aukafundar næstkomandi föstudag til að ræða dráp á óbreyttum borguram í suðaustur- hluta landsins. Sovétríkin: Hækka lest- arfargjöld? Moskvu, Reuter. YFIRMAÐUR kerfis neðanjarð- aijárnbrauta í Sovétrikjunum, Viktor Pakhomov, sagðist í gær styðja hugmyndir þess efnis að hækka fargjöld með lestunum en það hefur ekki verið gert í 40 ár. í viðtali við sovéska dagblaðið Sovetskaya Rossia sagði Pakhomov að tap hefði verið á rekstri braut- anna síðan 1981. Aðalástæðan væri aukinn kostnaður við endur- byggingu og raforku. Hann taldi sömuleiðis rétt að fargjöld yrðu mismunandi há í samræmi við vega- lengd. Neðanjarðarlestir í Sovétríkjun- um hafa lengi verið taldar með þeim bestu í heimi en hefur hrakað síðustu árin að sögn Pakhomovs. Þetta merki ásamt ábyrgðarskírteini, tryggir 10 ára slit- ábyrgð á KORK-O-PLASTgólfflísum. Við erum þeir einu sem flytjum þessa gæðavöru til landsins. Kork'O'Plast SLITABYRGÐ &

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.