Morgunblaðið - 15.07.1987, Síða 27

Morgunblaðið - 15.07.1987, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987 27 Grishin sviptur síðasta embættinu Moskva, Reuter VIKTOR Grishin, sem var náinn aðstoðarmaður Leonids Brez- hnevs, fyrrum flokksleiðtoga í Sovetríkjunum, hefur nú verið sviptur síðasta virðingarstarfi sínu og á ekki lengur sæti á þing- Misrétti __ kynjaí Kína gagnrýnt Peking, Reuter VELmenntaðar kínverskar konur i atvinnuleit sæta veru- legu misrétti, þegar þær fara út á atvinnumarkaðinn að lo- knu háskólaprófi. í fyrsta lagi vilja atvinnurekendur heldur karlmenn til flestra starfa og í öðru lagi eru þeim greidd lægri laun fyrir sams konar starf. Frá þessu segir í hinu opin- bera málgagni Dagblaði Kína á þriðjudag. Var þessu harð- lega mótmæit og atvinnurek- endur hvattir til að bæta ráð sitt snarlega. í fréttinni sagði, að splúnkunýtt dæmi um mis- munun væri frá rannsóknar- stofnun, sem hefði neitað að taka í vinnu hámenntaða konu, sem sótti þar um starf. Kynok- uðu talsmenn fyrirtækisins sér ekki við að lýsa yfir, að þeir kysu ekki bara karlmann; þeir vildu alls ekki kvenmann í stöðuna, hvað sem allri mennt- un liði. Blaðið sagði, að misréttið hefði vaxið vegna þess að menntunarmöguleikar beggja kynja hefðu stórbreytzt til hins betra. Áður og fyrrum hefðu konur með háskólapróf verið sjaldséðar. Nú kæmu þær út á vinnumarkaðinn í hrönnum og greinilegt væri að vinnuveitendur hefðu ekki lagað sig að breyttum aðstæð- um. Leo Tindemans Káre Willoch Chernenkos, en Gorbasjev varð honum hlutskarpari. Gorbasjev hefur ekki farið dult með andúð sína á Grishin og hefiir sagt hann ábyrgan fyrir margs konar spillingu varðandi húsnæði og ráðstöfun þess í ýmsum hverfum í Moskvu. Við bættist síðar hneyksli, sem varð meðal fram- kvæmdastjóra er skipulögðu matvörudreifíngu í borginni. Þágu margir þeirra ávaxta- og kjötmútur frá kaupmönnum og létu þá fá óeðlilega stóran hluta til sölu í verzl- unum sínum. Haft var fyrir satt, að Grishin hefði lagt blessun sína yfir þetta. Því hefur alllanga hríð legið fyrir, að hann væri ekki í náðinni lengur. Flogið á hugarorkunni „Onnur alþjóðlega jógaflugkeppnin" var haldin í London um síðustu helgi. Til keppninnar mættu tuttugu þátttakendur, sem eru frá ýmsum löndum en eiga það allir sameiginlegt að vera lærisveinar Hans heilagleika Maharishi Mahesh Jóga. Keppt var i fjórum greinum; hindrunarstökki, langstökki, hástökki og fimmtíu metra flugi. Á myndinni sjást þrír keppendur reyna með sér. Jóginn segir að til þess að geta flogið á þennan hátt þurfi að vera i alveg sérstöku, afslöppuðu hugarástandi. Þá taki likaminn til við að hoppa, svífa eða jafnvel fljúga á nokkrum hraða. Viktor Grishin inu. Tass greindi frá þessu í fréttum á þriðjudagsmorgun. Þar sagði, að Grishin léti af starfinu, að eigin ósk. Hins vegar var Grishin ekki flutt þökk fyrir vel unnin störf, eins og einatt er venjan, þegar menn eru látnir víkja gegn vilja sínum úr embætt- um i Sovétríkjunum. Grishin er 72ja ára að aldri. Hann var áður leiðtogi Moskvu- deildarkommúnistaflokksins, sat í Æðstaráðinu frá 1971 og þar til í febrúar í fyrra. Hann komst til áhrifa á árunum upp úr 1970 og var um langt skeið í hinum ýmsum valdastöðum. Sagt var, að hann hefði komið til álita sem eftirmaður Saiiikomiilag' Túnis og Líbýu að batna? Túnisborg:, Reuter TÚNIS og Libýa hafa ákveðið að leyfa á ný flugsamgöngur milli landanna. Látið er í það skína, að þetta sé upphaf að meiri tengslum á ýmsum sviðum. Engin samskipti hafa verið milli þeirra frá því Túnis sleit stjórn- málasambandi við Líbýu fyrir tveimur árum. Landamæri þess- ara granna hafa verið lokuð og læst og Túnisar hafa ekki hikað við að gagnrýna Gaddafi Libýu- leiðtoga. Það var félagsmálaráðherra Tún- is, sem sagði frá þessu í dag og þykir tilkynningin tíðindum sæta. Ástæðan fyrir því, að Túnisar slitu stjómmálasambandi var meðal ann- ars, að Líbýustjóm ákvað að reka fyrirvaralaust úr landi þúsundir túniskra verkamanna í Líbýu. Þeg- ar Bandaríkjamenn gerðu loftárás á Líbýu í fyrra, neituðu Túnisar að fordæma aðgerð Bandaríkjamanna. Stjómmálaskýrendur segja, að Líbýa hafi haft fmmkvæði að því að reyna að bæta samskiptin við Túnis, og önnur nágrannaríki eins og komið hefur fram í fréttum. Tunis Air fór svo sína fyrstu ferð í tvö ár, til Tripoli í dag og var áhöfn vélarinnar vel tekið við kom- una. Meiriháttar úrval af sófasettum, sófaborðum, glerhillum, gler og marmaravögnum o.fl. BÚSTÓFtL Smiðjuvegi 6, Kópavogi símar 45670 - 44544.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.