Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987
fNtogjtmliIafeife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Arvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið.
Matareitrun —
meðf erð matvæla
Hvarvetna um hinn mennt-
aða heim eru gerðar
vaxandi kröfur til allra aðila,
sem tengjast matvælum, frá
fyrstu til síðustu handar. Að
því er varðar kjötmeti ná þess-
ar kröfur til eldis, slátrunar,
geymslu hrámetis, matargerð-
ar og framreiðslu fæðunnar.
Þrátt fyrir síhert og batnandi
eftirlit, bæði hérlendis og er-
lendis, er víða pottur brotinn,
eins og dæmin sanna. Ljóst er
að enn má betur gera á flestum
framangreindum stigum fram-
leiðslu og meðferðar hráefna
og matvæla.
Frá því var skýrt í fjölmiðlum
í gær að nokkrir tugir manna
hafi veikzt af matareitrun á
ættarmóti á sumarhóteli í Dala-
sýslu. Fyrr á þessu ári — meðan
fermingar stóðu sem hæst —
bárust sams konar fréttir af
svipuðum slóðum af mjög
slæmri matareitrun. Sú eitrun
var rakin til salmonella í kjúkl-
ingum. Þó að ekkert hafi komið
fram, sem bendir til tengsla
milli þessara tveggja tilfella,
fer ekki hjá því, að það veki
eftirtekt, að þessi tvö tilvik
koma upp í sama héraði. Hætt
er við að fyrirtæki í Dalasýslu,
sem veita ferðamönnum þjón-
ustu verði fyrir nokkru áfalli
af þessum sökum.
Fyrri matareitrunin leiddi til
þess að þáverandi heilbrigðis-
ráðherra skipaði sérsaka nefnd
fag- og hagsmunaaðila, sem
fara á ofan í sauma á málum,
og skila tillögum um betrum-
bætur í septembermánuði
næstkomandi. Þáverandi land-
búnaðarráðherra skipaði og
nefnd þriggja dýralækna til að
endurskoða þann þátt mála, er
að hans ráðuneyti snýr. Þessi
viðbrögð viðkomandi ráðherra
sýna meðal annars, hversu al-
varlegum augum mál af þessu
tagi eru réttilega litin.
Fjölmargir aðilar koma með
einum eða öðrum hætti við eft-
irlit með matvælum og meðferð
þeirra. Fyrst skal nefna til sög-
unnar heilbrigðisfulltrúa, sem
starfa á vegum sveitarfélaga.
Heimilis- eða heilzugæslulækn-
ir, sem fær í starfi sínu vitn-
eskju um matareitrun eða
annað varhugavert, sem þessi
mál varða, snýr sér fyrst til
heilbrigðisfulltrúa og héraðs-
læknis. Þyki ástæða til frekari
aðgerða kemur landlæknir og
Hollustuvernd ríkisins að mál-
ínu, en á hennar vegum fara
m.a. fram rannsóknir á sýnum
í tilfellum sem þeim er salmon-
ella í kjúklingum olli matareitr-
un í Dalasýslu snemma í vor.
Vítin eru til þess að varast
þau og mistökin til þess að
læra af þeim. Þess vegna er
mjög mikilvægt að rannsaka
hvert tilfelli matareitrunar ofan
í kjölinn, leiða staðreyndirnar
fram í dagsljósið, undan-
bragðalaust, og þróa alla
starfsemi og þjónustu á sviði
matvæla til meira öryggis fyrir
allan almenning. Vonandi leiða
niðurstöður þeirra nefnda, sem
ráðherrar skipuðu, til enn betri
meðferðar matvæla og virkara
eftirlits með þeim.
Islenzk
hagsmuna-
gæzla
Ekki var laust við það að
fimbulfambar gerðu góð-
látlegt grín, fyrr á tíð og jafnvel
til skamms tíma, að framvörð-
um íslenzkra hafréttarmála, að
ekki sé minnst á þá baráttu-
menn, sem leyfðu sér að tala
um íslenzk hafsbotnsréttindi
utan 200 mílna landhelginnar.
Þingmenn, sem sérhæfðu sig í
þessum málum, eins og Eyjólf-
ur Konráð Jónsson, formaður
utanríkismálanefndar Alþingis,
mættu oft ótrúlegri skamm-
sýni.
Þetta er nú — sem betur fer
— gjörbreytt. Menn eru smám
saman að vakna til vitundar
um nauðsyn íslenzkrar hags-
munagæzlu á þessum vett-
vangi, fyrst og fremst í þágu
framtíðarinnar. Jan-Mayen-
samningurinn við Norðmenn
opnaði augu magra fyrir þýð-
ingu þessarar baráttu.
Þau ánægjulegu tíðindi hafa
nú gerzt að Bretar hafa horfið
frá fyrri afstöðu til rannsóknar-
leiðangurs íslendinga, Dana og
Færeyinga á Hatton-Rockall-
svæðinu í næsta mánuði. Allt
útlit er nú fyrir að tímaáætlun
leiðangursins standist.
Eyjólfur Konráð Jónsson
sagði í viðtali við Morgunblaðið
í gær, að „tilhliðrun á borð við
þessa", sem Bretar sýna nú,
„sé vísasti vegurinn til þess að
málið leysist farsællega, eftir
réttum lagaleiðum og í sam-
vinnu og fullri vinsemd. Sá
farvegur hafí nú myndast."
AF ERLENDUM VETTVANGI
Alþjóðlegvopnasala: &*»*&**»**
Kínverjar ryðjast
inn á markaðinn
Risaveldin tvö, Bandaríkin og
Sovétríkin, hafa lengi verið
langstærstu vopnasalar í heimin-
um, þótt Frakkar og- Bretar hafi
einnig látið verulega til sín taka.
Undanfarin ár hefur nýr þátttak-
andi gerst sífellt umsvifameiri á
þessum blóðuga markaðij
Kínverska alþýðulýðveldið. I
mörgum tilvikum semja Kínverj-
ar við fulltrúa kaupenda utan
Kína t.d. í Hong Kong og London
og nota norður-kóreanskar haf n-
ir til umskipunar. Þannig reyna
þeir að halda árunni hreinni jafnt
erlendis sem innanlands þar sem
margir tryggir maóistar hljóta
enn að minnast þeirrar stefnu
formannsins sáluga að afla ekki
gjaldeyristekna með vopnasölu
til útlanda. Umskiptin eru mikil.
Sem dæmi má nefna að erlendir
sérfræðingar fullyrða að
Kínverjar selji báðum aðilum í
Persaflóastríðinu vopn þótt þeir
hvetji ákaft til friðarsamninga í
opinberum yfirlýsingum, einnig
hafa borist fréttir af kínverskum
vopnum í höndum kontra-skæru-
liða í Nicaragua.
Enda þótt Peking-stjórnin neiti
staðfastlega að hafa selt nokkur
vopn til styijaldaraðilanna við Pers-
aflóa þá hafa kínverskir skriðdrek-
ar, flugvélar og handvopn streymt
til viðkomandi ríkja síðan 1981.
Nú er svo komið að íranir kaupa
eldflaugar aðallega frá Kína. Silk-
worm (Silkiormur)-flaugarnar, sem
nú er verið að setja upp við
Hormuz-sundið, voru keyptar af
Kínverjum eftir að Hashemi Rafs-
anjani heimsótti Peking fyrir tveim
árum en hann er talinn annar valda-
mesti maður írans.
Silkworm (silkiormur), sem öðru
nafni heitir HY-2, getur borið um
hálft tonn af sprengiefni allt að 75
kílómetra leið. Fyrirmynd hennar
er Styx-flaugin sem Sovétmenn
smíðuðu á sjötta áratugnum. Sam-
Rafsanjani, sem talinn er ganga næstur Khomeini að
völdum í íran
kvæmt áreiðanlegum heimildum í
Teheran undirritaði Rafsanjani
samning um kaup á 200 flaugum
árið 1985 og er andvirði flauganna
talið vera um 200 milljónir Banda-
ríkjadala.
Iranskur milligöngumaður sagði
fréttamönnum breska dagblaðsins
Observers frá öðrum milljónasamn-
ingi sem hljótt hefur verið_ um.
Samkvæmt honum keyptu íranir
af Kínverjum 120 svonefndar
HQ-2J eldflaugar sem hægt er að
nota gegn skipum en sama gildir
um „ Silkiorminn".
Þjálfun í Kína
Fyrrum foringi í íranska flotan-
um upplýsti að áður en samningur-
inn um „Silkiorminn" var undirrit-
aður hafí íran sent 40 sjóliðsfor-
ingja ásamt foringjum í flughernum
og svokölluðum „Byltingarvörðum"
til Kína til að fá þjálfun í meðferð
eldflauganna. Síðar bættust í hóp-
inn þrjátíu flugmenn úr sveitum
Byltingarvarðanna.
Heimildamaður í London sagði
svo frá: „Áður sendu íranar menn
sína til þjálfunar í Norður-Kóreu
en þeir urðu fyrir svo miklum kom-
múnistískum áhrifum að klerka-
stjórnin lét flytja þá til Kína."
Sést hefur til kínverskra eld-
flaugasérfræðinga í Iran að sögn
heimildarmanna þar sem mæltir eru
á kínverska tungu.
Skollaleikur
Peking-stjórnin vísar öllum frétt-
um af vopnabraskinu á bug og
gagnvart umheiminum leggur hún
áherslu á algjört hlutleysi sitt í
Persaflóastríðinu. Fyrir nokkrum
vikum var utanríkisráðherra Irans,
Ali Akbar Velayati, í opinberri
heimsókn í Peking og við það tæki-
færi hvatti Li Xiannang, Kínafor-
seti, báða styrjaldaraðila til að
semja um frið. Hann sagði bæði
Þessar myndir voru teknar í kínverskri flugvélaverksmiðju árið 1980 og birtust þá í tímariti kinverska
hersins. Til hægri sjást sprengjuþotur í framleiðslu, til vinstri orrustuþotur. Myndataka er yfirleitt
bönnuð á svo viðkvæmum stöðum.