Morgunblaðið - 15.07.1987, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 15.07.1987, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JUU 1987 29 risaveldin notfæra sér stríðið sér í hag. Iranski utanríkisráðherrann neit- ar því að land hans hafi fengið nokkur vopn frá Kínverjum hvort sem er með beinum eða óbeinum hætti. En klerkastjórnin í Teheran nýtur þess að ergja Bandaríkja- menn sem hafa góð samskipti við Kína. Tíunda júní síðastliðinn sagði Rafsanjani að Teheran-stjórnin léti að því liggja að hún fengi eldflaug- ar frá'Kína en í rauninni væri um að ræða herfang, tekið af Irökum. Sama dag gaf kínverska utanrík- isráðuneytið út yfirlýsingu þar sem frásagnir bandarískra fréttamanna af meintri vopnasölu Kínveija voru sagðar „uppspuni". Aboi-Hassan Bani Sadr, fyrsti forseti írans eftir byltinguna en landflótta síðan 1981, hefur aðra sögu að segja. „ Þegar ég var forseti fékk ég skýslu frá sendiherra okkar í Pek- ing þar sem sagði að Kínveijar væru reiðubúnir að sjá okkur fyrir þungavopnum. Ég sagði sendiher- ranum að grennslast nánar fyrir um tilboð Kínveijanna en varð síðan að fara til Frakklands". Að sögn erlendra stjómarerind- reka í Kína hófst vopnasala til Irans (með viðkomu í Norður-Kóreu) árið 1982. Miklir fjármunir í húfi Á síðasta ári komst Rannsóknar- stöð hermála í London (ISS) að þeirri niðurstöðu að eldflaugasamn- ingurinn væri hluti rammasamn- ings um sölu á kínverskum hergögnum til írans fyrir u.þ.b. 1.6 miljjarð Bandaríkjadala. Hafí samn- ingurinn verið gerður í mars 1985. í samræmi við ákvæði hans hafí íranar fengið afhentar eldflaugar, svonefndar J-7-orrustuþotur, sem byggðar em éftir teikningum af sovésku MiG-21 þotunni, einnig skriðdreka, fallbyssur og varahluti. Breskur kaupsýslumaður sagði fréttamönnum: „Ég sá raðir af kínverskum flugvélum á Me- hrabad-alþjóðaflugvellinum í Teheran á síðasta ári“. Fyrrum for- ingi í leyniþjónustu ísraels hefur staðfest að fallbyssumar hafí verið sendar til Irans. Kínversku hergögnin eru oft nokkuð gamaldags enda í mörgum tilvikum hönnuð með áratuga göm- ul sovésk vopn að fyrirmynd. Skýrt hefur verið frá því að á þessu ári hafí ísraelskir tæknifræðingar farið með leynd til Kína til þess að endur- bæta kínversk-byggða T-59 og T-62 skriðdreka en þeir eiga sér sovéskar fyrirmyndir. Skriðdrekana átti að senda, ásamt þungum fall- byssum, til Irans. Kína viðurkennir ekki ísrael og stjómvöld beggja ríkjanna hafa vísað orðrómnum á bug en sjónarvottar hafa séð tækni- fræðingana í Kína. ISS segir einnig að Kínverjar hafí látið írökum í té vopn síðan 1981. Alls er talið að þeir hafí selt þeim 1500 skriðdreka af gerðunum T-59 og T-69. Samkvæmt heimild- um leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa írakar keypt vopn fyrir 12 milljarða dala síðustu árin og má áætla að Kínveijar fengið þriðjung- inn af þeirri upphæð. Árið 1984 nam vopnasalan um 7 % af heildar- útflutningstekjum Kínveija en Peking-stjómin hefur gífurlega þörf fyrir erlendan gjaldeyri. Sagt er að Kínveijar beiti óspart undirboðum í þessari verslun og bjóði stundum lánaviðskipti. Þar með skjóta þeir sumum keppinaut- um sínum ref fyrir rass; Sovétmenn heimta alltaf greiðslu út í hönd. Virðast Kínveijar ætla sér stóran hlut í Miðausturlöndum og heimild- ir í ísrael herma að sendinefnd frá Jórdaníu hafí nýlega verið í Peking til að leita hófanna um vopnakaup. Bandaríkjamenn telja „Silkiorm- inn“ ógna siglingum þeirra á Persaflóa og Shultz utanríkisráð- herra hefur hvatt Kínveija til að selja írönum ekki vopn. Talsmenn Hvíta hússins hafa einnig hótað Irönum öllu illu ef þeir setji eld- flaugamar upp. (Heimildir:The Observer, Newsweek) Kynntist íslandi fyrst við lestur á fornrmim Rætt við Nils Ihre fyrrum framkvæmdastj óra Cembureau Nils Ihre Morgunblaðið/Sverrir NILS Ihre, fyrrverandi framkvæmdastjóri Cemb- ureau, samtaka sements- framleiðenda í Vestur— Evrópu, var staddur hér á landi fyrir nokkru. Nils Ihre er afkomandi Jóhanns Ihre sem kom hingað til lands seint á 18. öld með Sir Jos- eph Banks. Jóhann kynnti sér íslensku vel og tók sam- an sænsk—latneska orðabók þar sem hann rakti uppruna orðanna og vísaði þá oft í íslensku. Hann keypti einnig margar bækur á ferðum sínum hér og voru nokkrar þeirra seldar á uppboði hjá Sotheby’s í London fyrir nokkrum árum, þar á meðal Guðbrandsbiblía. Morgun- blaðið ræddi við Nils um þennan forföður hans, kynni hans af íslandi, störf hans fyrir Cembureau og þýðingu samtakanna fyrir Islendinga. „Það má segja að fjölskyldan hafi lengi verið í tengslum við landið", segir Ihre þegar hann er spurður um ástæðuna fyrir tíðum ferðum hans til íslands. „Einn forfeðra minna, prófessor Jóhann Ihre kom hingað þegar á átjándu öld. Hann skrifaði reyndar líka bók, orðabók, þar sem hann kann- ar uppruna norrænu málanna og hefur mjög hliðsjón af íslensku. Mér til mikillar ánægju hef ég séð að enn eru til nokkur eintök af þessari bók hér á íslandi. Islend- ingar virðast alltaf hafa jafn- mikinn áhuga á tungumálum og tengslum þeirra við menninguna. Islenskar bækur Jóhann var ákaflega mikill málamaður og bókasafnari og einn af brautryðjendunum á sviði málvísinda á Norðurlöndum. Þeg- ar íjölskyldan seldi ættaróðal sitt í nágrenni Stokkhólms var ákveð- ið að reyna ekki lengur að halda saman bókasafni því sem Jóhann hafði komið sér upp, þar á meðal var talsvert af íslenskum bókum. Við vorum sex systkinin og ekkert okkar hafði tök á því að halda bókasafninu saman. Við buðum því nokkrum helstu bóka- söfnum Svíþjóðar að velja þær bækur sem þau vantaði helst. Þá töldum við okkur hafa gegnt skyldum okkar við sænskt menn- ingarlíf og fólum uppboðsfyrir- tækinu Sotheby’s í London að selja afganginn. Þar á meðal voru nokkrar íslen- skar bækur og ég las síðar að það hefði verið íslensk bók, biblía frá sextándu öld, sem seldist fyrir hæstu upphæðina og að það hefði verið Islendingur sem keypti hana. Fleiri bækur fóru líka til íslands en sumar fóru aftur til Svíþjóðar eða annarra landa. Sjálfur kynntist ég íslandi fyrst við lestur á íslenskum fornritum, Egils—sögu, Njálu, Gunnlaugs sögu Ormstungu og fleirum. Það var þó ekki fyrr en á sjöunda ára- tuginum sem ég fékk fyrst tækifæri til að koma til íslands og þá fyrir tilstilli Sementsverk- smiðju ríkisins. Alls hef ég komið hingað fjórum sinnum og mun örugglega koma oftar. Síðast kom ég til íslands árið 1969 þegar ársfundur Cembureau var haldin hér á landi. Það hefur komið mér á óvart hvað það hafa orðið miklar framfarir hér á þess- um síðustu 18 árum. íslendingar eru greinilega orðnir mun auðug- ari nú en þá, öll lífsskilyrði hafa batnað. Eftir að hafa unnið við sement- siðnaðinn í 18 ár tek ég auðvitað sérstaklega vel eftir því hvað steinsteypa gegnir stóru hlutverki í þessum framförum enda er hún helsta byggingarefnið hér á landi. Það að Islendingar eignuðust sína eigin sementsverksmiðju, Se- mentsverksmiðju ríkisins á Akranesi hefur greinilega orðið ykkur mjög til framdráttar. Cembureau var komið á lag- girnar rétt eftir síðari heimsstyij- öldina, árið 1947. Þá stóðu einungis sex lönd að samtökunum sem vildu samræma tilraunir sínar til að flytja út sement. Með árun- um hefur þetta þó breyst talsvert og þegar ég varð framkvæmda- stjóri Cembureau árið 1959 var farið að leggja meiri áherslu á samvinnu á tæknisviðinu. Nú eru öll löndin 19 í Vestur—Evrópu í Cembureau. Island gekk í samtök- in árið 1967. íslendingar hafa tekið mjög virkan þátt í starfi samtakanna allt frá upphafi þótt Island sé sá meðlimur samtak- anna sem framleiðir minnst af sementi. Alkalískemmdir — Það vlrðist ekki óeðlilegt að álykta að það skipti meiru fyrir jafnfámenna þjóð og ís- lendinga að taka þátt í sam- starfi sem þessu en hinar þjóðirnar vegna þess að annars gætum við ekki aflað þeirra upplýsinga sem þarf í svona flóknum iðnaði. Það er væntanlega rétt en ís- lendingar hafa samt sem áður verið framarlega í rannsóknum á þessu sviði. íslendingar hafa til dæmis verið brautryðjendur í rannsóknum á alkalískemmdum. Alkalívirkni hefur valdið mikl- um vandræðum hér á landi skilst mér vegna þess að Islendingar nota einir Evrópuþjóða skeljasand í sement af því að hér er engan kalkstein að finna. Yfírleitt er kalksteinn grunnefnið í sementi. Alkalískemmdir þekkjast þó einn- ig í öðrum löndum. Hér á landi hefur alkalívirkni verið rannsökuð mjög gaumgæfílega hjá Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðar- ins undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar í samvinnu við Se- mentsverksmiðjuna á Akranesi. Þessar rannsóknir leiddu til þess að lausn fannst á þessu vandamáli, það er að bæta ryki frá Kísilmálmverksmiðjunni á Grundartanga í sementið. Á þessu sviði hafa Islendingar því unnið mjög þarft starf. íslendingar hafa einnig notið góðs af þeim upplýsingum sem Cembureau hefur aflað. Til að mynda þegar skipt var um elds- neytisgjafa við brennslu á sementi, frá olíu og yfír í kol þeg- ar olíuverðið hækkaði. Það eitt hefur líklega sparað Sements- verksmiðjunni stórfé. íslendingar njóta þess reyndar við framleiðslu á sementi að hafa aðgang að ódýrri raforku sem er mikið notuð við framleiðsluna þótt hún geti ekki leyst kol og olíu af hólmi við brennsluna. Ég held að það hljóti að vera frei- standi fyrir íslendinga að reyna að flytja eitthvað af þessari orku úr landi til að mynda til Skotlands eins og rætt hefur verið um. Það hlýtur þó alltaf að vera vandamál að koma raforkunni á áfangastað. Mengnnarvarnir Cembureau hefur einnig látið talsvert til sín taka á sviði meng- unarvama. Þetta eru yfirleitt mjög dýrar ráðstafanir sem þarf að gera, setja upp margs konar síur og fleira. Það gleður mig að sjá að í verksmiðjunni á Akranesi hefur verið unnið vel að þessum málum og ætlunin að gera enn betur. Samvinna á milli landa er einmitt mjög mikilvæg á þessu sviði. — Nú hafa margar aðrar þjóðir, til að mynda í Austur— Evrópu, ekki lagt jafnmikla áherslu á vamir gegn mengun og geta því framleitt og selt sement ódýrar en meðlimir Cembureau. Hefur þetta ekki valdið ykkur vandræðum? Jú, vissulega. Þjóðir Austur— Evrópu hafa alls ekki tekið varnir gegn mengun jafnföstum tökum og þjóðir Vestur—Evrópu. Einnig kemur til að lögmál hagfræðinnar eru sjaldnast í heiðri höfð þegar þær vantar vestrænan gjaldeyri. Það virðist engu skipta þótt út- flutningsvörur séu seldar undir raunvirði. Ég hef reyndar ekki fylgst mjög grannt með umræð- unni um þetta síðustu árin en ég veit að menn hafa áhyggjur af þessu. Þetta eru jú undirboð. Það er til dæmis hægt að bera Saman það verð sem sementið er selt fyrir innan landanna sjálfra og það verð sem þeir setja upp fyrir kaupendur erlendis. Það get- ur reyndar oft verið erfítt vegna þess að ekki er augljóst hvaða gengi er rétt að nota en ef opin- bera gengið er notað sést að útflutningsverðið er stundum ekki nema þriðjungurinn af því sem sement kostar innanlands. Einu sinni reiknuðum við hjá Cembure- au út að þegar Pólveijar voru að flytja út sement frá Suður—Póll- andi þá nægði verðið sem þeir fengu fyrir það ekki einu sinni fyrir flutningskostnaðinum til hafnanna í Norður—Póllandi. Þetta veldur auðvitað mestum vandræðum fyrir sementsfram- leiðendur í þeim löndum sem eru næst austantjaldslöndunum eins og Vestur—Þýskaland og Norð- urlöndin. Magnið hefur kannski ekki ver- ið mjög mikið en hefur samt valdið talsverðum skaða. > . Utflutningnr á se- menti — Mér skilstað fyrstu afurð- ir stóriðju sem íslendingar fluttu út hafi einmitt verið se- ment með aðstoð Cembureau í lok sjöunda áratugarins þegar sementsnotkun á landinu var í lægð. Já, það er líklega rétt, ég man nú reyndar ekki hvaða ár þetta var. Þau tengsl sem myndast á milli manna í samtökum sem þess- um hafa án efa átt sinn þátt í því að þessi sala komst á. Það ríkir mjög vingjamlegt andrúmsloft á milli manna á þingum samtak- anna og persónuleg tengsl eru jú eitt það allra mikilvægasta í öllum viðskiptum. Ég veit að Ásgeir Pétursson þáverandi stjómar- formaður Sementsverksmiðju ríkisins naut þá þegar mikillar virðingar innan sementsiðnaðar- ins, hann var gestgjafínn þegar ársþing Cembureau var haldið á íslandi árið 1969. — Yngri kynslóðin í ættinni hefur víst heldur ekki látið Is- land afskiptalaust. Tveir af þremur sonum minum koma hingað oft, reyndar hitti ég annan þeirra hér á meðan á dvöl minni stóð. Ég held að þetta sé í þriðja sinn sem hann kemur til Islands. Hann vinnur fyrir fransk- an banka sem er helsti viðskipta- banki Landsbanka íslands í Frakklandi, í þeirri deild bankans sem hefur með mál Norðurland- anna að gera og kemur því reglulega til Islands á vegum bankans. Elsti sonur minn hefur líka komið hingað oft, einkum á meðan hann var markaðsstjóri sænska fyrirtækisins Tudor. Mértil mikill- ar ánægju hef ég séð að synir mínir eru ekki síður hrifnir af landinu en ég. Eftir fyrstu ferðir mínar til íslands gat ég ekki stillt mig um að lýsa hrifningu minni á landinu við öll tækifæri og á endanum voru synir mínir famir að biðja gesti að minnast ekki á ísland við mig fyrir alla muni því að ef ég byijaði að tala um það væri ég óstöðvandi. Nú eru þeir orðnir alveg eins. Gy.M.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.