Morgunblaðið - 15.07.1987, Síða 30

Morgunblaðið - 15.07.1987, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987 Grímseyingar byggja sundlaug: Framkvæmdir hefjast aftur eftir nokkurt hlé Morgunblaðið/ Þorkell Þorkelsson Hafliði Guðmundsson á bakka væntanlegrar sundlaugar í Grímsey. Grímseyingar þakka forsvarsmönnum íslenskrar Getspár og Gteeh með lófataki fyrir hundrað þúsunda króna gjöf í sundlaugarsjóð. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Forsvarsmenn íslenskrar Getspár og Gtech keyptu fyrstu miðana í nýja Lottókassanum sem er í útibúi KEA i Grímsey. A myndinni eru frá vinstri Guðrún Sigfúsdóttir, Þórður Þorkelsson, Guðbjörg Hann- esdóttir Timothy B. Nyman og Alex Burstein. Lottókassi á heimskautsbaug FRAMKVÆMDIR við sundlaug- arbyggingu í Grímsey eru nú að hefjast aftur en þær hafa legið niðri um tima sökum fjárskorts. Framkvæmdir hófust fyrir um það bil fjórum árum og vonast menn til þess að þeim verði lokið um eða eftir næstu áramót. Hafliði Guðmundsson sem á sæti í hreppsnefnd Grímseyjarhrepps sagði í samtali við Morgunblaðið að öll vinna við múrverk væri um það bil að hefjast og því ekki ólík- legt að sundlaugin yrði opnuð um næstu áramót. Hafliði sagði að sundlaugarsjóð- ur hefði verið stofnaður árið 1978 en ekki var hafíst handa fyrr en 1983. Framkvæmdir fyrstu tvö árin voru eingöngu fjármagnaðar af sundlaugarsjóðnum og hreppnum og er byggingin skuldlaus í dag. Fyrir skömmu stóð bamaútvarp- ið fyrir söfnun í sundlaugarsjóð og að sögn Hafliða söfnuðust um 800 þúsund í því átaki. Framlag ríkisins til sundlaugarinnar í Grímsey er á þessu ári ein milljón og 700 þúsund og er sú upphæð nú tilbúin til af- greiðslu. Auk þess hafa ýmsir aðilar og fyrirtæki gefið upphæðir í sund- laugarsjóð undanfama daga. Haf- liði sagði að þakka bæri umsjónar- mönnum bamaútvarpsins fyrir að hafa vakið athygli á þessu málefni sem er Grímseyingum mjög hug- leikið um þessar mundir. Fyrirtækið DNG á Akureyri gaf á síðasta föstudag 130 þúsund sem samsvarar andvirði einnar færa- vindu en þær hafa ófár selst til Grímseyjar. Reynir B. Eiríksson markaðs- stjóri DNG afhenti Grímseyingum gjöfína og sagði við það tilefni að þetta framtak Grímseyinga væri virðingarvert því það væri mikið þrekvirki fyrir lítið samfélag eins og Grímsey að byggja slíkt mann- virki. Daginn eftir að þessi höfðinglega gjöf barst frá Akureyri gáfu allir trillukarlamir á Grímsey afla sinn Garðabær; Sumarfundur hjá Kiwanis SETBERG, Kiwanisklúbburinn í Garðabæ, efnir til sumarfundar i kvöld. Ræðumaður kvöldsins er nýskipaður samgönguráðherra Matthías A. Mathiesen. Fundurinn verður haldinn í Kiw- anishúsinu við Brautarholt 7. Hefst hann kl. 20.00. í fréttatilkynningu Setbergs em félagar hvattir til að mæta. GENGIS- SKRANING Nr. 129 - 14 júlí 1987 Kr. Kr. Toll- Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi Dollari 39,080 39,200 39,100 St.pund 63,173 63,367 62,440 Kan.dollari 29,650 29,741 29,338 Dönskkr. 5,5904 5,6076 5,6505 Norsk kr. 5,7849 5,8027 5,8310 Sænskkr. 6,0806 6,0993 6,1228 Fi. mark 8,7408 8,7676 8,7806 Fr.franki 6,3731 6,3927 6,4167 Belg.franki 1,0222 1,0254 1,0319 Sv.franki 25,4427 25,5208 25,7746 Holl.gytlini 18,8451 18,9030 19,0157 V.-Þ.mark 21,2126 21,2778 21,4012 Ítlíra 0,02929 0,02938 0,02952 Austurr.sch. 3,0178 3,0270 3,0446 Port. escudo 0,2715 0,2723 0,2731 Sp. peseti 0,3083 0,3092 0,3094 Jap.yen 0,25945 0,26025 0,26749 írsktpund 56,861 57,036 57,299 SDRfSérst.) 49,6391 49,7913 50,0442 Ecu, Evr. 44,0412 44,1764 44,3316 Belg.fr. Fin 1,0182 1,0214 þann daginn til þess að flýta mætti framkvæmdum við sundlaugina. Jóhannes Magnússon sem gerir út frá Grímsey sagði í samtali við Morgunblaðið að enginn hefði feng- ið að landa í Grímsey þennan dag nema að hann gæfí andvirði aflans í sundlaugarsjóðinn. Loks gáfu fyrirtækin íslensk Getspá og Gtech hundrað þúsund krónur um leið og þau færðu Grímseyingum Lottókassa að gjöf. Sundlaugin í Grímsey verður innilaug, tólf og hálfur metri á lengd og fimm og hálfur á breidd. Kostnaður við hana nemur nú þeg- ar 6 milljónum króna en áætlað er að hún kosti 20 milljónir fullbúin. Forsvarsmenn Is- lenskrar getspár og Gtech gáfu hundrað þúsund í sundlaugarsjóð ÍSLENSK getspá og bandaríska tölvufyrirtækið Gtech afhentu Grímseyingum Lottókassa að gjöf mánudaginn 13. júlí s.l. Þórður Þorkelsson sljórnar- formaður íslenskrar getspár afhenti kassann og óskaði Grímseyingum til hamingju með það að geta nú loksins tekið þátt í Lottó 5/32 eins og aðrir lands- menn. Nú er rösklega ár liðið síðan ís- lensk getspá tók til starfa og hóf undirbúning að rekstri Lottós hér á landi. Fyrsti Lottóvinningurinn var dregin út 29. nóvember 1986 en síðan þá hafa yfir þijúhundruð þúsund manns hlotið vinning. Þórður Þorkelsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að dreifing Lottókerfísins um landið hefði gengið mjög vel og nú gætu næst- um allir íslendingar orðið sér úti um Lottómiða. Grímseyingar hafa fram að þessu verið undanskildir enda ekki gróðvænlegt, að sögn Þórðar, að setja upp dýran vélbúnað á eyjunni þar sem íbúar eru aðeins 120 talsins. Þórður sagði að þátttaka f Lottó 5/32 hefði verið mjög góð alveg frá upphafí og nema greiðslur til eign- araðila nú um 130 milljónum króna. íslensk getspá er í eigu þriggja almannasamtaka, íþróttasambands íslands sem á 47% í fyrirtækinu, Öryrkjabandalags íslands sem á 40% og Ungmennafélags íslands sem á 13%. Þorlákur Sigurðsson oddviti Grímseyjarhrepps veitti Lottókass- anum viðtöku fyrir hönd Grímsey- inga og þakkaði aðstandendum fslenskrar getspár og Gtechs fyrir það að gera eyjaskeggjum kleift að taka þátt í þessum vinsæla leik. Þorlákur vígði síðan kassann með því að kaupa fyrsta miðann og næstir í röðinni við kassann voru Timothy B. Nyman og Alex Bur- stein fíilltrúar Gtech sem komu hingað til lands af þessu tilefni. Að vígslunni lokinni bauð íslensk getspá Grímseyingum til veislu í félagsheimilinu á staðnum. Þar af- henti Timothy B. Nyman Helga Haraldssyrii kaupfélagsstjóra hundrað þúsund króna ávísun í sundlaugarsjóð Grímseyinga en þeim er mikið kappsmál að Ijúka sem fyrst við laugina sem hefur verið í smíðum undanfarin fjögur ár. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 13. júlí FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði . Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 38,80 29,20 30,91 75,1 2.322.351 Ýsa 77,00 66,00 71,07 1,8 127.932 Karfi 17,80 17,50 17,53 19,3 337.554 Koli 37,40 34,60 36,40 1,1 41.212 Ufsi 21,00 19,50 20,10 61,5 1.236.666 Annaö — — 31,93 2,4 78.038 Samtals 25,22 164,3 4.143.753 Aflinn í gær var að mestu úr Víöi. Einnig nokkur bátafiskur. í dag verður uppboð kl. 16 og verða þar seld 50 tonn úr Víði og eitthvað af bátafiski. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 33,50 25,00 26,80 99,0 2.322.351 Ýsa 82,50 82,50 82,50 0,6 49,549 Karfi 15,00 14,00 14,25 1,9 27.816 Koli 15,00 ' 15,00 15,00 0,4 6.478 Ufsi 20,00 15,00 18,15 42,5 772.952 Samtals 24,28 145,0 3.506.000 Aflinn í gær var úr Engey. Á morgun verða seld 35 tonn af ýsu og 10 tonn af ufsa úr Engey og 4 tonn af ýsu úr Asbirni RE. Smá- slatti verður af öðru. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 14. júlí FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 37,80 35,00 36,16 39,1 1.415.155 Ýsa 86,00 81,00 83,44 0,7 64.250 Karfi 21,40 20,60 20,75 0,5 10.072 Grálúða 23,80 20,60 22,80 4,6 41.212 Steinbítur 15,60 15,60 15,60 0,1 15.290 Samtals 35,40 45,0 1.595.872 Aflinn í gær var að mestu úr Víði. Einnig nokkur bátafiskur. I dag verður uppboð kl. 16 og verða þar seld 50 tonn úr Víði og eitthvað af bátafiski. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 32,50 29,00 30,73 33,8 1.194.042 Ýsa 84,00 80,00 82,54 4,6 379.414 Karfi 13,00 13,00 13,00 0,4 5.551 Koli 30,50 30,50 30,50 0,1 4.803 Ufsi 18,00 17,00 17,74 22,4 397.537 Hlýri 10,00 10,00 10,00 4,7 47.484 Grálúða 15,00 15,00 15,00 1,2 17.610 - 45,00 0,8 18.983 Annað Samtals 28,22 73,2 2.060.622 Annað: Lúða, langa og skarkoli. Aflinn í gær var úr Engey RE og Ásbirni RE. Til söiu verður í dag 15-20 tonn af þorski. 20 tonn af ufsa og 1 tonn af löngu úr Ottó N. Þorlákssyni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.