Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987 31 „Fljúgandi virki" á Reykjavíkurflugvelli FLJUGANDI virki, Boeing B-17G, kom til landsins í gær frá Prestvík í Skotlandi. Að sögn Jeffrey L. Ethell blaðafulltrúa í f ör vélarinnar er hún ein af örf á- um sem . eftir eru af þessari tegund í heiminum af um 12.700 sem framleiddar voru á árum síðari heimsstyrjaldar. Héðan flýgur vélin til Bandaríkjanna með millilendingu í Grænlandi og Kanada. Er henni ætlaður staður í Lone Star flugsafninu í Houston í Texas. Samkvæmt upplýsingum blaða- fulltrúans var flugvél þessi gerð upp að fyrirmynd annarrar slíkrar sem fræg er meðal áhugamanna og köll- uð var Thunder Bird. Sú hafí farið 127 árásarferðir frá Englandi í seinni heimsstyrjöld og alltaf skilað áhöfninni heilli heim þrátt fyrir að hún yrði margsinnis fyrir skoti. Blaðafulltrúinn sagði flugvél þá sem hingað kom hafa verið mikið á flugsýningum í Evrópu undanfar- in ár, en þar áður hafi hún verið lengi í þjónustu frönsku landmæl- inganna. I för með vélinni er Gene nokkur Girman sem var loftskeytamaður á fyrirmyndinni Thunder Bird. Segist hann hafa flogið með henni síðustu ferðirnar áður en vélinni var lagt vegna slits og skemmda. Áhöfnin hafi fengið nýja vél, en í þriðju sprengjuferð hennar hafí hún verið skotin niður yfir Merseberg í Þýska- landi í ágúst 1944. Loftvarnarskot hafi hæft fullt sprengjuhólf vélar- innar og hafi hún sprungið í tvo hluta. Klefi loftskeytamanns hafi verið næst aftan við sprengjuhólfíð og segist Girman hafa þeyst út úr vélinni við sprenginguna og missti meðvitund. Hann hafi samt raknað tímanlega úr rotinu og tekist að opna fallhlíf sína og svífa til jarð- ar. Hafi hann verið tekinn til fanga og eytt því sem eftir lifði af stríðinu fangabúðum Þjóðverja, en aðeins einn annar af áhöfninni hafi lifað af. Vélin lagði af stað áleiðis til Grænlands um hádegisbilið í gær. „fljúgandi virki," Boeing B-17G, hefur sig til flugs á Reykjavíkurflugvelli í gær Morgunblaðið/Árni Sæberg Horft inn í flugstjórnarklefa virkisins. Eins og sjá má er hann eilítið öðruvisi en flugstjórnarklefar í Boeing-flugvélum nútimans. Eyrarbakki 13 oddvitar á 90 árum Selfossi. ÞRETTÁN menn hafa gegnt starfi oddvita í Eyrarbakka- hreppi í 90 ára sögu hans. Sá sem lengst hefur gegnt þessu starfi í þágu sveitarf élagsins er Vigfús Jónsson, sem var oddviti 1946 til 1970, í 24 ár. í fréttagrein um 90 ára afmæli hreppsins féll nið- ur nafn Vigfúsar í upptalningu á oddvitum Eyrarbakkahrepps og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á því. Sá sem fyrstur gegndi starfi odd- vita eftir stofnun hreppsins var Jón Pálsson, 1897-1898. Þá tók við Pétur Guðmundsson, 1898-1903, Guðmundur ísleifsson var oddviti 1903-1906, Guðmundur Jónsson tók við og var oddviti í 16 ár, 1906-1922, Bjarni Eggertsson, 1922-1925, Jón Einarsson, 1925-1928, þá Magnús Oddsson, 1928-1931, því næst Sigurður Kristjánsson í 11 ár, 1931-1942, og Olafur Helgason, 1942-1946. Vigfús Jónsson tekur við 1946 og er oddviti í 24 ár til ársins 1970, þegar Óskar Magnússon tekur við, 1970-1978, þar á eftir Kjartan Guðjónsson, 1978-1982, og núver- andi oddviti, Magnús Karel Hannesson, hefur sinnt því starfi frá 1982. — Sig. Jóns. _ Áhöfn vélarinnar í þessari ferð yfir Atlantshafið. Hjartans þakkir til ykkar allra, sem munduö eftir mér á sextugsafmœli minu 15. júni síöast-liöinn. Drottinn blessi ykkur. ¦ SigriÖur Skarphéöinsdóttir frá Eyri. Hugheilar hjartans þakkir til allra þeirra, er glöddu mig á nírœðisafmæli, mínu meÖ heim- sóknum, gjöfum, kveðjum og símskeytum og geröu mér daginn ögleymanlegan. GuÖ blessi ykkur öll og varðveiti. Guðlaug Ólafsdóttir, Hjarðarholti 8, Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.