Morgunblaðið - 15.07.1987, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 15.07.1987, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987 Mjólkursamlag KEA: Fimmtán búnir með fullvirðisréttinn Stefnir í 1,5 milljón lítra umframframleiðsu "' . ,0: ' -- ' ^ ~ \ v. . ,....-^i msmm 1 m m ÍiB 8mk 1H 2&$g0 Morgunblaðið/Kristinn Jens Uppgreftri hefur miðad vel áfram þar sem viðbyggingin á að rísa. Hótel KEA byggir við Rúmlega 20 herbergi tekin í notkun næsta vor Byggingaframkvæmdir eru hafnar við Hótel KEA en fyrir- hugað er að reisa þar 5 hæða viðbyggingu með yfir tuttugu herbergjum. í ráði er að taka hana í notkun næsta vor. Viðbyggingin liggur í suðvest- ur, í átt að kirkjunni og sveigir síðan í átt meðfram kirkjustöllun- um. Gunnar Karlsson, fram- kvæmdastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að uppgreftri hefði miðað vel áfram, og ef nægilegt fjármagn fengist mætti búast við að þessi nýju herbergi yrðu tilbú- in næsta vor. Ljóskastarar keyptir fyrir Samkomuhúsið FIMMTÁN bændur eru nú búnir að framleiða upp i fullvirðisrétt- inn og að sögn Þórarins Sveins- sonar, mjólkursamlagsstjóra hjá KEA, eru að minnsta kosti jafn- margir komnir fast að honum, nú þegar 7 vikur eru eftir af verðlagsárinu. „Það má giska á að allt að helm- ingur bænda framleiði meira en upp í fullvirðisréttinn, en það er svo annað mál hvemig þeir láta hann ganga kaupum og sölum sín á milli," sagði Þórarinn. Hann sagði að ef mjólkurfram- leiðsla yrði hlutfallslega sú sama á næstu vikum og á sama tíma í fyrra þá færu bændur tvær milljónir lítra fram yfir fullvirðisréttinn. „Mér sýnist samt sem það stefni ekki í svo mikla umframframleiðslu, tel að hún verði ekki nema um ein og Kartöfluverksmiðjan á Sval- barðseyri hefur auglýst eftir nýjum f ramkvæmdastjóra, en eins og komið hefur fram í frétt- um lagði verksmiðjan niður starfsemi um miðjan síðasta mánuð. Þórður Stefánsson, fráfarandi framkvæmdastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að kartöfluverk- smiðjan yrði opnuð aftur um leið og ný uppskera kæmi. „Það eru þó ekki öll kurl komin til grafar í þessu hálf milljón lítrar, þannig að heild- arframleiðslan á verðlagsárinu verði rúmlega 22 milljónir lítra, en leyfílegt er að framleiða 20,7 millj- ónir lítra af mjólk,“ sagði Þórarinn. Mjólkursamlagið er hins vegar skyldugt til að taka við allri um- framframleiðslu, og sagði Þórarinn JÓN Kristinsson kom til Hvammstanga um hádegisbilið í máli eins og gefur að skilja, því uppboð á eigum kaupfélagsins hér á Svalbarðseyri á eftir að fara fram og því óvíst hvort Kjörland, sem rekið hefur verksmiðjuna frá því fyrir áramót, hreppir hana, en Kjör- land stefnir að því að eignast verksmiðjuna," sagði Þórður. Umsóknarfrestur um stöðu fram- kvæmdastjóra verksmiðjunnar rennur út 25. júlí, en það er um svipað leyti og fyrsta uppboðið fer fram. að hún yrði öll notuð til ostagerðar. „Meðalverð fyrir osta á útflutn- ingsmörkuðum eru samt ekki nema um 10-15% af verði hér og ef farið verður út í að senda ost til útlanda án útflutningsbóta þá dugir það verð sem fæst varla fyrir útflutn- ingskostnaði og tryggingum, þannig að bændur bera ekkert úr býtum fyrir þá framleiðslu," sagði Þórarinn að lokum. gær og var þá búinn að hjóla um 60 km leið um morguninn frá Blönduósi. Hann ráðgerði svo að halda áfram sðdegis og hjóla að Stað í Hrútafirði. „Ferðin hefur gengið alveg ljóm- andi vel, móttökur hafa allstaðar verið eins og best verður á kosið, þannig að ég er hinn brattasti," sagði Jón þegar Morgunblaðið hafði samband við hann á Hvammstanga í gær. „Nú fer leiðin öll að verða auðveldari yfírferðar, einungis ein heiði eftir, en ég hlæ bara að Holta- vörðuheiði," sagði Jón, og sagðist búast við að verða kominn til Reykjavíkur um klukkan 15.00 á föstudag. Söfnunin fyrir Sel II hefur geng- ið nokkuð vel. Jón var ekki fyrr lagður af stað frá Blönduósi í gær- morgun en hann fékk upphringingu þaðan í bílinn og var maður í síman- um sem hét á hann 20 krónum á hvern km sem hann legði að baki hjólandi til Reykjavíkur. Þá hafa auglýsingar á bílinn einnig skilað dijúgt inn, en allar bankastofnanir hér á Akureyri hafa auglýst þar fyrir samtals 350 þúsund krónur, en auk þeirra eru einnig aðrir aug- lýsendur, þannig að samtals hefur safnast um hálf milljón króna í auglýsingar. BÆJARRÁð hefur heimilað kaup á ljóskösturum fyrir fyrir- hugaðar leiksýningar í tilefni 125 ára afmælis bæjarins. Samþykkti bæjarráð að veita aukafjárveitingu að upphæð 260 þúsund krónur til þessara kaupa, en gert er ráð fyrir að ljóskastaram- ir verði síðan fluttir í Samkomuhús- ið til nota þar á vegum Leikfélags Akureyrar. VIÐSKIPTAVINIR ATHUGIÐ! Við erum fluttir í nýtt húsnæði v/Laufásgötu Dalvík: Yíkurbakarí í nýtt húsnæði Kartöfluverksmiðjan á Svalbarðseyri: Kjörland vill verksmiðjuna Jón Kristinsson hjólreiðakappi: „Eg hlæ bara að Holtavörðuheiði“ VIÐ EIGUM Á LAGER: Handfærabúnað • línubúnað • togveiðibúnað • rækjuveiðibúnað • og margt fleira HÖFUM UMBOÐ FYRIR: Hampiðjuna, Vélsmiðjuna Odda, Plastein- angrun, J. Hinriksson, Fram (keðjur), Moririn (net), Engel (flotvörpur og net). SANDFELL HF v/Laufásgötu, Akureyri, sími 96-26120. Strandvegi 77, Vestmannaeyjum, sími 99-2975. Suðurtanga, ísafirði, sími 94-3500 Dalvik. VÍKURBAKARÍ á Dalvík Hutti í nýtt húsnæði að Hafnarbraut 8 fyrir skömmu. Hafist var handa við bygginguna í júni á síðasta ári en fram til þess hefur baka- ríið verið í leiguhúsnæði. Smíði hússins annaðist Híbýli hf. á Akureyri og skiluðu þeir húsinu tilbúnu undir tréverk en lokafrá- gang önnuðust tveir smiðir á Dalvík. Teikningar eru eftir Hauk Haraldsson á Akureyri. Húsið er 450 fm að stærð á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni er bakaríið, en á efri hæðinni er brauðbúð ásamt lítilli kaffistofu með fögru útsýni yfir höfnina. Þá er þar hárgreiðslustofa sem Hall- fríður Þorsteinsdóttir rekur. Var stofan opnuð sama dag og brauð- búðin. í vestasta hluta hússins er ráðgert að starfrækja sportvöru- verslun en sá hluti hússins er ekki fullfrágenginn. Víkurbakarí var stofnað árið 1973 en þá hóf Ríkharður Björns- son bakarameistari að baka brauð Úr brauðbúðinni. á Dalvík. Starfsemi bakarísins hef- ur vaxið með árunum en á fyrstu árum þess fór brauðgerðin fram í litlu og þröngu húsnæði og hafði fyrirtækið þá ekki rekstur brauð- búðar með höndum. Síðar fékkst viðbótarhúsnæði á leigu og var þá jafnframt opnuð brauðbúð. Auk þess að baka brauð fyrir Dalvíkinga hefur Víkurbakarí selt brauð til Ólafsfjarðar. Með nýju og auknu húsnæði er stefrt að því að auka úrvalið af hvers konar matar- og kaffibrauði. Alls starfa 12 manns hjá fyrirtækinu. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.