Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JULI 1987 óó Sr. Kjartan Jónsson skrifar frá Kenyu: Margt er öðru- vísi í Afríku Ég var niðri í miðbæ Nairóbí, er ég heyrði skyndilega mikla háreysti og trumbuslátt. Er ég svipaðist um, sá ég stóran hóp af fólki, sem hljóp við fót eftir einni götunni. Mér kom fyrst í hug, að þetta væri mótmæla- ganga einhverra verkamanna. Er ég spurðist fyrir um hvað hér væri á seyði, var mér tjáð, að þetta væri fólk, sem hefði unnið mál fyr- ir rétti og væri að fagna sigrinum. Deilur út af jarðarför Þetta var mál varðandi jarðarför þekkts lögfræðings í Nairóbí. Hann var af lúó-þjóðflokknum, næst stærsta þjóðflokki landsins. Konan hans var hins vegar af þeim stærsta, kikuyu. Þegar hann dó um miðjan desember, hugðist hún, og uppkomnir synir þeirra, jarða hann eins og lög gera ráð fyrir. En ekk- ert varð af jarðarförinni, því að bróðir mannsins kom með fjölda ættmenna og hugðist flytja líkið heim á land ættarinnar, um 400 km frá Nairóbí, og jarða hann þar samkvæmt sið þjóðflokksins. Upp- hófst nú mikið reiptog á milli ekkjunnar og ættar mannsins, sem endaði í réttarsalnum. Eftir marga daga réttarhöld fyrir jólin fór bróð- irinn með sigur af hólmi. En ekkjan gaf sig ekki og áfrýjaði dómnum til hærri dómstiga, en bróðirinn fór ávallt með sigur af hólmi. Niður- stöður voru jafnan birtar í fjölmiðl- um. Öll þjóðin beið spennt eftir úrslitunum, þegar málið fór fyrir hæstarétt. Bróðirinn varð þar enn hlutskarpari, enda lagði hann allt í sölurnar til að vinna málið. Honum var afar mikið niðri fyrir þegar hann sagði, að hann yrði að flytja lík bróður síns heim og grafleggja það þar, vegna þess að það væri skylda sín sem bróður. Gerði hann það ekki, myndi andi hins dauða snúa til ættarinnar og hefna sín, vegna þess að það væri vansæmd gagnvart hinum dauða að láta hann liggja utan lands þjóðflokksins, þar sem hann tilheyrði þeim. Þess má geta, að til eru fyrirtæki, sem gera ekkert annað en að flytja lík frá ýmsum hlutum landsins til heima- héraðs lúó-manna. Miklar eignir í húfi Án efa skipa miklar eignir lög- fræðingsins miklu máli í þessu reiptogi. Menn álykta sem svo, að þeir sem hafí yfirráðarétt yfir jarð- neskum leifum lögfræðingsins eigi einnig tilkall til eigna hans. Ekkjan varð að vonum fyrir mikl- um vonbrigðum með niðurstöðu hæstaréttar, enda hafði hún fengið til liðs við sig einn færasta lögfræð- ing landsins, sem gat ekki verið viðstaddur dómsuppkvaðninguna vegna þess að hann var staddur í Bandaríkjunum til að taka á móti heiðursdoktorsnafnbót í lögfræði. Nú er búið að jarða eiginmanninn á landi ættar hans að ekkjunni fjar- staddri. En hún hefur ekki sagt sitt síðasta orð að eigin sögn. Nú hefur hún lýst yfir stofnun nýrrar ættar, kennda við mann hennar, augljóslega í von um að geta haldið eignum hans. Hún kvað þetta vera ósk hins látna. Árekstur þjóðf lokkahefða og nútíma löggjafar Allt þetta mál kemur fólki frá íslandi mjög spánskt fyrir sjónir og er dæmi um vandamál, sem við ís- lendingar erum lausir við, vegna þess að við erum bara einn þjóð- flokkur. Hér á sér stað harkalegur árekstur á milli nútímalöggjafar mótaðri af breskri/vestrænni laga- hefð, og hefða þjóðflokkanna, sem eiga sér margar mjög djúpar og sterkar rætur. Hjá lúó-mönnum, eins og flestum, ef ekki öllum, þjóð- flokkanna, giftist konan inn í ætt eiginmanns síns og gengst undir siði og venjur, sem þar viðgangast Sé hún af öðrum þjóðflokki, gerist hún í rauninni lúó-kona. Deyi mað- urinn ber bróður hans, sem er næstur honum í aldursröð, að taka hana að sér og sjá fyrir henni og börnum hennar, því að þau eru á vissan hátt eign ættarinnar. Geti hann börn með henni er litið á þau sem börn hins látna. Ekkjan og maður hennar bjuggu allt sitt hjúskaparlíf í Nairóbí og lifðu „nútímalífi", þ.e. „sekúlaríser- uðu" borgarlífi að vestrænum hætti og létu því lítið stjórnast af gömlum hefðum þjóðflokka sinna. Löggjöf Kenýa samanstendur af rituðum (nútíma-)lögum og hefðum þjóðflokkanna. Þegar ósamræmi verður þar á milli, kveður stjórnar- skráin á um, að rituðu lögin vegi þyngra. Vandamál ekkjunnar er það, að engin rituð lög fjalla af nákvæmni um greftrun innfæddra manna, sem þýðir, að hver þjóð- Afbrotamenn fá pólitískt hæli á Norður löndum Undanfarnar vikur hafa mál tveggja Kenýamanna, sem fengið hafa hæli á Norðurlöndum sem pólitískir flóttamenn, verið áberandi í fjölmiðlum. Þeir hafa ásakað ríkis- stjórn heimalandsins um ofsóknir og talað hátt um að mannréttinda- brot séu þar mikil. Þetta hefur komið af stað miklum umræðum í fjölmiðlum á Norðurlöndum og blaðamenn hafa setið um kený- anska ráðamenn til að spyrja þá út úr um þessi mál. Mikið hefur verið hneykslast yfír stjórnvöldum Kenýa, sem sögð eru fela mennrétt- indabrot sín undir fögru yfirborði. Kærleikur yfirvalda hér gagnvart Norðurlandaþjóðum hefur kólnað til muna vegna þessara mála. En hvernig lítur málið út frá sjón- arhóli yfirvalda Kenýa, og hvaða menn er hér um að ræða? Yfirvóld Kenýa krefjast þess, að þessir menn verði framseldir sem glæpamenn, enda hafi þeir gerst Hrörlegur moldarkofinn með stráþakinu frá útkjálka i Pókothéraði stingur mjög í stúf við háhýsin í Nairóbi. Ljósm./Valdís Magnúsdóttir Frá Viktoríuvatni. Land Lúómanna liggur að því. Þeir hafa stundað akuryrkju frá ómunatíð. Á seinni ármn hefur vatnið verið nytjað í siauknum mæli. Ljósm./Kjartan Jónsson Andstæður eru viða miklar í Kenýu, enda búa landið margir þjóðflokkar. Það er því ekki undarlegt þótt stundum verði árekstrar á milli ólíkra menningararfleifða. — Hér sjást glæsibyggingar frá mið- borg Nairóbí. flokkur hefur getað haldið sínum greftrunarsiðum. Þetta er því í fyrsta sinn frá því landið fékk sjálf- stæði fyrir 24 árum, sem kona rís upp gegn hefð þjóðflokks eigin- mannsins á jafnafgerandi og áberandi hátt. Þetta er án efa tákn um vestræn áhrif og aukið sjálf- stæði kvenna. Niðurstaða hæstaréttar í þessu máli verður án efa notað sem for- dæmi fyrir hliðstæð mál, sem kunna að koma upp í framtíðinni. brotlegir við kenýönsk lög. Annar mannanna, Andrew Ngumbu, var aðstoðarráðherra og áhrifamaður í innlendri bankakeðju. Hann er sak- aður um að hafa lánað sjálfum sér og skyldmennum sínum tæplega 400 milljónir króna, áður en hann stakk af úr landi. Þessi fjárdráttur olli svo miklum vandræðum, að við lá að bankakeðjan yrði gjaldþrota og fjöldi einstaklinga, sem höfðu falið fjármuni í hennar vörslu. Það var ekki fyrr en ríkisstjórnin hljóp Ljósm./Kjartan Jónsson Gleði: Frá kristnu brúðkaupi. Hér er nýtt og gamalt sameinað, nútimaföt og skraut frá fyrri tíð. Það er ótrúlegt hve þessi samein- ing gengur oft átakalítið í Kenýu nútímans. lýðrasðið á sér langa sögu. Þegar t.d. forseti deyr, er það alltaf stóra spurningin, hvort stjórnarskráin verði virt (og stjórnarskiptin gangi friðsamlega fyrir sig) eða borgara- styrjöld brjótist út frá neinu sem sjálfsögðum hlut í þessum efnum. Þegar þetta er haft í huga og sú staðreynd, að það er ekki neinn" barnaleikur að halda 42 þjóðum (þjóðflokkum) saman sem einni þjóð, þá er það kannski skiljanlegt, að yfirvöld Kenýa telji sig eiga ýmislegt vantalað við manninn og fari fram á að fá hann framseldan sem afbrotamann. Sænsk yfirvöld hafa lýst því yfir að það komi ekki til greina. Hinn maðurinn heitir Wamwere og hefur fengið pólitískt hæli í Noregi. Hann kemur mjög vel fyrir í fjölmiðlum og hefur unnið hug og hjörtu Norðmanna. Yfirvöld Kenýu saka hann um að hafa stjórnað eið- tökum þeirra, sem gengið hafa inn í hina bönnuðu neðanjarðarhreyf-, ingu. Hann hefur neitað öllum ásökunum. Við eiðtöku inn í leynisamtökin ákalla mann æðri máttarvöld til vitnis um að þeir vilji berjast fyrir málstað hreyfingarinnar. Þau eru beðin um að valda ógæfu og jafn- vel dauða ef eiðurinn er rofinn, en það kemur varla fyrir. Ef ásakanir yfirvalda hér eru á rökum reistar, þá er það kannski ekki svo undarlegt, að þau líti á manninn sem ógnun við frið og jafn- vægi landsins. Önnur iögmál í Afríku en á Vesturlöndum Lesandi góður. Ætlun mín með þessum dæmum er að reyna að sýna fram á, að þau lögmál og for- sendur, sem gengið er út frá í stjórnmálum og annars í þjóðfélag- inu á íslandi og hinum vestræna heimi, gilda ekki alltaf óbreyttar í Afríku. Mörgum, sem ekki þekkja til, yfirsést þetta og skilja t.d. ekki, að forsendurnar fyrir íslensku eða norrænu lýðræði eru ekki fyrir hendi þar. Því verða skrif vest- rænna blaðamanna oft ósanngjörn og dæmandi, vegna þess að þeir ganga út frá röngum forsendum. undir bagga með bönkunum að þeir réttu úr kútnum. Eftir að Ngumba fékk hæli í Svíþjóð, hefur hann lýst því yfir, að hann sé reiðu- búinn til að gerast leiðtogi fyrir bönnuð leynisamtök, sem hafa það að markmiði að steypa stjórn Kenýu með öllum tiltækum ráðum, vopna- valdi ef annað dugar ekki. í þessu sambandi verður að hafa það í huga, að stjórnarskipti ganga ekki eins átakalaust fyrir sig í þessum heimshluta og í löndum, þar sem Höfundur er krístniboði í Kenýu og hefur um lengri tima sent Morgunblaðinu pistla um land og þjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.