Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987
'
Friður er inn-
anseilingar
eftír Sigurð Inga
Asgeirsson
Nú er nýliðið alþjóðlegt ár friðar-
ins, sem Sameinuðu þjóðirnar stóðu
að. Allsherjarhús réttvísinnar,
æðsta stjórnstofnun Bahá'í-trúar-
innar, sem hefur aðsetur sitt á
Karmel-fjalli í Haifa, ísrael, samdi
og gaf út ávarp til þjóða heimsins
í tilefni af friðarárinu, er ber titilinn
„Fyrirheit um heimsfrið". Þetta
ávarp var fyrst afhent aðalritara
Sameinuðu þjóðanna Javier Perez
de Cuellar í október 1985 og sfðan
hafa meira en 70 þjóðhöfðingjar
fengið það afhent, annaðhvort beint
eða í gegnum fulltrúa þeirra. Hér
á landi hefur ávarpið verið afhent
forsetanum, frú Vigdísi Finnboga-
dóttur, biskupi íslands, herra Pétri
Sigurgeirssyni, ríkisstjórn, alþingis-
mönnum, bæjarstjórum og ýmsum
öðrum embættismönnum. Nú í sum-
ar verður gert sérstakt átak til að
kynna ávarpið allri íslensku þjóð-
inni, því landskennslunefnd Bahá'ía
gengst fyrir kynningarvikum um
allt land í samvinnu ^ við andleg
svæðisráð Bahá'ía á íslandi, sem
eru nú orðin 12 talsins.
Megininntakið í ávarpinu „Fyrir-
heit um heimsfrið" er það að
þjóðhöfðingjar heimsins eru hvattir
til að koma saman á heimsfund til
að leggja grunninn að varanlegum
friði. Það er vonast til að Samein-
uðu þjóðirnar hrindi þessu í
framkvæmd, en allt fólk jarðarinn-
ar, menn, konur, unglingar og börn,
er beðið um að Ijá þessu máli lið.
í ávarpinu er bent á, að það er
ekki nægjanlegt að banna notkun
kjarnavopna eða annarra vigvéla.
Mennirnir geta ávallt fundið upp
nýja tegund vopna til að seilast
eftir völdum. Það sem vantar er
ósvikinn alþjóðlegur rammi. Hugar-
farsbreyting þarf að eiga sér stað
meðal þorra manna til að friðurinn
verði tryggður. Kynþáttafordómar,
þjóðernishroki, trúarofstæki, mis-
rétti kynjanna, gífurleg misskipting
jarðargasða og menntunarskortur
eru allt atriði sem standa í vegi
fyrir friði. Heimsborgaraþegnrétt
ætti að kenna í öllum skólum, sem
útilokar á engan hátt heilbrigða
ættjarðarást og nauðsyn ber til að
taka upp alþjóðlegt hjálpartungu-
mál, auk móðurmálsins.
Þegar Bahá'far ræða um einingu
mannkynsins eiga þeir ekki við að
steypa skuli alla f sama mót, eða
að útrýma eigi menningu og sérein-
kennum þjóðanna. Þvert á móti.
Bent er á að forðast verði hættur
öfgafullrar miðstýringar og virða
verður sjálfsforræði þjóðanna, sögu
þeirra, tungu og þjóðareinkenni.
Kjörorðið verður að vera: Eining í
fjölbreytileika.
Bahá'u'lláh, höfundur Bahá'í-
trúarinnar, benti á það í ritum
sfnum fyrir rúmri öld að nauðsyn
beri til að koma á fót alheimsstjórn
til að tryggja sameiginlegt öryggi
allra jarðarbúa. Hann hvatti kon-
unga og ráðamenn jarðarinnar á
þeim tíma til að koma saman til
fundar til að leysa deilumál sín og
koma á friði. Þeir létu orð hans sem
vind um eyru þjóta, en í dag sjá
menn orðið brýna nauðsyn þess að
koma á slfkum fundi, þó enn virðist
vanta nægilegan pólitískan vilja til
að ná bindandi samkomulagi.
Við, sem höfum tekið þátt í því
að afhenda ráðamönnum friðar-
ávarpið, höfum orðið þess vðr að
margir efast um að friður sé mögu-
legur, því „það hafa alltaf verið
stríð og það munu alltaf verða
stríð", eins og einn viðmælanda
okkar sagði. Þetta viðhorf hefur
mjög lamandi áhrif á alla friðarvið-
leitni og felur í sér þversögn, því
annars vegar þrá allir frið, en hins
vegar er því haldið fram að friður
sé óhugsandi, því maðurinn sé í
eðli áinu árásargjarn. í ávarpi alls-
herjarhússins er því hins vegar
haldið fram að þetta sé aðeins
skrumskæling á sönnu eðli manns-
ins. Þar með er ekki verið að afneita
fortíð mannkynsins, sem hefur oft-
ast nær verið blóði drifin allt fram
á okkar daga, heldur er leitast við
að skilja þá þróun sem átt hefur
sér stað í gegnum aldirnar. Lífi
mannkynsins á jörðunni er líkt við
stigbundna þróun í lífi hvers ein-
staklings: „Stig bernskunnar er að
baki og við erum nú stödd í miðjum
þeim umbyltingum og umróti, sem
einkenna unglingsárin. Framundan
er aftur á móti manndóms- og
þroskatími mannkynsins."
Bahá'íar eru því bjartsýnir, þrátt
fyrir að dökkt sé framundan, á
endanlegan sigur hins góða og göf-
uga í manninum og að heimsfriði
verði komið á. Allherjarhús réttvís-
a^ew'
mmt'
Setur allsherjarhúss réttvísinnar á Karmel-fjalli.
„ Allherjarhús réttvís-
innar bendir á marga
heillavænlega f orboða
friðar og einingar með-
al manna, eins og- t.d.
aukna alþjóðleg-a sam-
vinnu á ýmsum svið-
um."
innar bendir á marga heillavænlega
forboða friðar og einingar meðal
manna, eins og t.d. aukna alþjóð-
lega samvinnu á ýmsum sviðum,
stofnun Sameinuðu þjóðanna, al-
þjóðlegar mannúðar- og friðar-
hreyfingar og geysilegar vísinda-
legar framfarir sem gera einingu
mannkynsins mögulega.
Ef grannt er skoðað má sjá að
meginþráður mannkynssögunnar
stefnir í átt til sameiningar allrar
jarðarkringlunnar. Fyrir óralöngu
urðu fyrstu fjölskyldurnar til, síðar
sameinuðust þær í ættblka, borgríki
og loks þjóðir. Heimseining og frið-
ur hlýtur því að vera næsta skrefið
í þróunarferlinu. Reyndar á mann-
kynið ekki nema um tvo kosti að
velja, eins og bent er á í ávarpinu:
„Að þessi friður verði fyrst að veru-
leika eftir óumræðilegar skelfingar,
sem þrákelknisleg fastheldni mann-
kynsins við gamalt hegðunarmynst-
ur hrindir af stað, eða honum verði
komið á núna á grundvelli vilja til
samráðs."
Eins og titill ávarpsins „Fyrirheit
um heimsfrið" gefur til kynna trúa
Bahá'íar því statt og stöðugt að
„friður sé ekki aðeins mögulegur,
heldur óhjákvæmilegur" og ekki
nóg með það heldur lýsir allsherjar-
hús réttvísinnar því yfir að friðurinn
mikli sé nú innan seilingar þjóð-
anna. Unga fólkið í dag, og ef til
vill einhver okkar hinna sem eldri
erum, er sú kynslóð sem mun verða
vitni að því er pólitískur friður
kemst á og styrjaldarátökum linnir
á þessari hrjáðu jörð. Vafalítið
munu risaveldin ekki geta komið
sér saman um gagnkvæma friðar-
samninga að svo stöddu. Það verður
ekki fyrr er óttinn við gerðeyðingu
er orðinn svo yfirþyrmandi, að þjóð-
arleiðtogarnir sjá sig tilneydda að
brjóta odd af oflæti sínu og koma
á pólitfskum friði. Kjarnorkuslysið
í Tjernobil í Sovétríkjunum opnaði
augu margra háttsettra ráðamanna
fyrir nauðsyn alþjóðlegrar sam-
vinnu og sátta, en það þarf eflaust
meira til, því miður.
I síðasta kafla ávarpsins víkur
allsherjarhúsið nokkrum orðum að
Bahá'í-alheimssamfélaginu og þeim
þjáningum, sem trúsystkini okkar
líða enn í Iran, en þar hafa Bahá'í-
ar verið sviptir öllum réttindum,
verið fangelsaðir án dóms og laga,
pyntaðir og líflátnir. Eins og komið
hefur fram í fréttum beitir Amnesty
International sér nú fyrir því, að
vekja athygli umheimsins á þeim
hörmungum, sem eiga sér stað í
íran, og í því sambandi hafa Bahá'í-
ar sérstaklega verið nefndir á nafn.
í friðarávarpinu er Bahá'í í sam-
félaginu lýst sem samfélagi „3-4
milljóna manna frá mörgum þjóð-
um, menningarsvæðum, stéttum og
trúarbrögðum, sem tekur þátt í efn-
islegum þörfum fólks í mörgum
löndum. Það er ein, félagsleg lífræn
heild, fulltrúi fyrir fjölbreytileika
hinnar mannlegu fjölskyldu og
stjórnar málefnum sínum með kerfi
meginreglna er lúta að samráði og
eru viðteknar af öllum og það nýtur
í jöfnum mæli allra hinna miklu
úthellinga guðlegrar leiðsagnar í
sögu mannsins. Tilvera þess er enn
einn vitnisburðurinn um það, hve
raunhæf sýn stofhanda þess var í
sameinuðum heimi; enn ein sönnun
þess, að mannkynið getur lifað sam-
an, sem eitt hnattrænt samfélag,
er geti staðist allar þær þolraunir
sem ferill þess á þroskabraut kann
að færa því." Það sakar ekki að
geta þess að hér á landi er einnig
starfandi þróttmikið Bahá'í-sam-
félag, sem samanstendur af fóki
af ýmsu þjóðerni, þó íslendingar séu
þar að sjálfsögðu í miklum meiri-
hluta.
Ég vil ljúka þessari umfjöllun
minni um ávarp allsherjarhúss
réttvísinnar með því ótvíræða fyrir-
heiti sem Bahá'u'lláh gaf og vitnað
er til í niðurlagi þess: „Þessar til-
gangslausu deilur, þessi eyðileggj-
andi stríð, munu líða undir lok og
friðurinn mesti komast á."
Höf undur er Bahá'í-trúar og
er kennari í grunnskóla.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
UTIVISTARFERÐIR
Símar: 14606 og 23732
Helgarferðir 17.-19. júlí.
1. Þórsmörk — Goðaland. Gist
i skálum Útivistar i Básum, ein-
um friðsælasta stað Þórsmerk-
ur. Gistiaðstaða eins og best
gerist i óbyggðum. Skipulagðar
gönguferöir.
2. Landmannalaugar — Eldgjá,
nýtt. Skemmtileg og fjölbreytt
hringferö um Fjallabaksleið
nyrðri. Gengið um Eldgjá,
(Ófærufoss), og Landmanna-
laugasvæðið. Fararstjóri: Ingi-
björg S. Asgeirsdóttir. Brottför
föstud. kl. 20.00.
3. Skógar — Fimmvörðuháls —
Básar. Brottför laugard. kl. 8.00.
Uppl. og farm. á skrifst., Gróf-
inni 1, símar: 14606 og 23732.
Sjáumst.
Útivist.
UTIVISTARFERÐIR
Sumarleyf isf erð á '.
Hornstrandir
17.-24. júlí, 8 dagar
Ekið á föstud. um Strandir i
Noröurfjörð og siglt í Reykjafjörð
á Hornströndum. Dvalið þar til
fimmtudags og siglt fyrir Horn
til fsafjarðar. Frábærar göngu-
leiðir til allra átta frá tjaldstað.
Tilvalin fjölskylduferð. Góð farar-
stjórn. Sundlaug. Uppl. og farm.
á skrífst. Grófinni 1, símar:
14606 og 23732. Sjáumst.
Útivist, ferðafélag.
UTIVISTARFERÐIR
Miðvikudagur 15. júlí
Kl. 20.00 Engey. Brottför frá
kornhlööunni Sundahöfn. Verð
kr. 400.- frítt fyrir börn m. full-
orðnum. Ef veður aftrar landtöku
veður farið i Viðey. Gengið verð-
ur um eyjuna.
Upplýsingar og farm., skrifst.,
Grófínni 1.
Sjáumst.
Útivist.
1927 60 ára 1987
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Helgarferð17.-19.júlí:
1) Kjölur — gönguferð f Korling-
arfjöllum
Ekið til Hveravalla og gist þar í
sæluhúsi Ferðafólagsins. A
laugardegi er farið i Kerlingar-
fjöll og gengið þar.
2) Landmannalaugar — Eldgjá
Ekið til Landmannalauga og gist
þar í sæluhúsi Ferðafélagsins.
Farið í Eldgjá ef fært verður,
annars farnar gönguferðir á
Laugasvæðinu.
3) Þórsmörk — gist f Skag-
fjörðsskála/Langadal
Gönguferðir um Mðrkina. Missið
ekki af sumrinu i Þórsmörk.
Notfærið ykkur frábæra aöstööu
Ferðafélagsins i Langadal og
dveljið lengri tima.
Brottför i allar ferðirnar er frá
Umferðamiðstöðinni, austan-
megin, kl. 20.00 föstudag.
Upplýsingar og farmiðasala á
skrifstofu Ferðafélagsins, öldu-
götu 3.
Ferðafélag islands.
1927 60 ára 1987
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Miö vikudagur 15. júlí —
kvöldferð.
kl. 20. Bláfjöll - farlð upp moð
stólalyftunni.
Farið með stólalyftunni frá þjón-
ustumiðstöðinni upp á Bláfjalla-
hrygginn og gengið síöan niður
að sama stað. Verð kr. 500.00.
Brottför frá Umferöamlðstöö-
inni, austanmegin. Farmiðar við
bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorð-
inna.
Ferðafélag fslands.
1927 60 ára 1987
FERDAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Sumarleyfisferðir
Ferðafélagsins
17-24. júlf (8 dogar): Lónsöræfi.
Flug eða rúta til Hafnar I Horna-
firði. Jeppar flytja farþega inn á
lllakamb. Gist í tjöldum. Farar-
stjóri: Egill Benediktsson.
17.-22. júlí (6 dagar): Land-
mannalaugar — Þórsmörk.
Gongið milli gönguhúsa frá
Landmannalaugum til Þórs-
merkur. Fararstjóri: Arnar
Jónsson.
22.-26. júlf (5 dagar): Land-
mannalaugar — Þórsmörk.
23.-26. júlf (4 dagar): Strandir,
fsafjarðardjúp.
Gist tvær nætur á Laugarhóli í
Bjarnarfirði og eina nótt á
Reykjanesi. Ekið norður i Trókyll-
isvík, farið yfir í Djúp um
Steingrímsfjarðarheiði og suður
til Reykjavikur um Þorskafjarðar-
heiði. Fararstjóri: Sigurður
Kristinsson.
Farmiðasala og upplýsingar á
skrifstofu F.I., Oldugötu 3.
Ferðafélag íslands.
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Almennur biblíulestur kl. 20.30.
Hörgshlíð12
Samkoma í kvöld, miðvikudags-
kvöld, kl. 20.00.
Kallkorfi 2Ja, 3ja, 4ra stöðva.
RAFBORG SF.
Rauðarárstig 1. simí 11141.
Dyrasímaþjónusta
Gestur rafvirkjam. — S. 19637.
Gistiheimilið
Mjóuhlíö 2. S. 24030.