Morgunblaðið - 15.07.1987, Page 37

Morgunblaðið - 15.07.1987, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987 37 Athugasemd við frásögn um Þormóðsslysið 1943 eftir Guðjón F. Teitsson Hinn 13. júní s.l. var birt í Morg- unblaðinu grein um hið hörmulega slys öðru hvoru megin við miðnætti 17. til 18. febrúar 1943, þegar línu- veiðarinn Þormóður frá Bíldudal fórst ásamt 7 skipverjum og 24 farþegum á sunnanverðum Faxa- flóa á leið til Reykjavíkur, en af þessu tilefni var veglegur minnis- varði reistur á Bíldudal hinn 14. júní sl. I nefndri grein sgir meðal annars: „Um Þormóðsslysið var mikið rætt og ritað. Mörgum sveið að áður en Þormóður var fenginn til hafnar á Bíldudal hafði árangurs- laust verið reynt að fá Esjuna til að koma við, en bænum Ágústs Sigurðssonar verzlunarstjóra á Bíldudal þar um var algerlega synj- að, að því er segir í minningabók um slysið á Bíldudal. Hann bað þá um að Þormóður yrði sendur inn til að taka farþega og var fallist á það, en þó með semingi“. En hvernig sem frásögn þessi er til komin, þá felur hún í sér veru- lega ómaklega ádeilu á útgerðar- sjórn Skipaútgerðarinnar, sem ég finn mig knúinn til að benda á og leiðrétta. Á heimsstyrjaldarárunum lögð- ust niður áætlunarferðir erlendra farþega- og vöruflutningaskipa hingað til lands, svo sem skipa „Sameinaða" í Danmörku, á síðari árum: Botníu, Islands og Dr. Alex- andrine, og frá Bergenska í Noregi, skipanna Lyru og Novu, sem höfðu veitt nokkra þjónustu umfram það að sigla aðeins til Reykjavíkur. Þá lögðust einnig niður að mestu sigl- ingar íslenzkra millilandaskipa nema til Reykjavíkur, en flest eigin skip Eimskipafélagsins höfðu þá nokkurt farþegarými, en mesta far- þegaskipið, Gullfoss, var innlyksa í Danmörku vegna styijaldarinnar. Aðalstrandferðaskip Skipaút- gerðar ríkisins á styrjaldarárunum, sameiginlega til fólks- og vöruflutn- inga, voru Esja og Súðin, sem höfðu samtals 212 farþegasvefnrúm fyrir farþega, auk salarkynna. En vegna áðurnefndrar breytingar á sigling- um millilandaskipa önnuðu hin 2 nefndu strandferðaskip ekki þeim flutningum, sem inna þurfti af hendi, og voru því önnur skip og tækifæri nýtt, eftir því sem hægt var, t.d. var varðskipið Þór, 226 rúmlesta, að mestu leyti í strand- ferðum 1943 og lengur, og varð- skipið Ægir flutti auk annars töluvert af olíu í tönkum til ýmissa hafna. Sama gerði einnig Esja. Eftir loftárás á Súðina á Skjálf- andaflóa hinn 16. júní 1943, þegar tveir skipveijar létu lífið og aðrir tveir stórslösuðust, en skipið varð fyrir miklu tjóni, var flutningaskip- ið Hrímfaxi, 641 rúml. leigt í 6 mánuði, og síðar aftur til allmargra ferða 1945 og 1946. En auk ofangreindra skipa, sem komu við sögu strandferðaþjón- ustunnar 1943 leigði Skipaútgerðin um ákveðinn tíma eða til einstakra ferða samtals 26 minni skip, mest svo nefnd línu veiðiskip, sem helzt voru fáanleg utan síldveiðitímans að sumrinu og var Þormóður eitt þessara skipa. Þess skal getið, að á styijaldarar- unum voru siglingar strandferða- skipanna, einkum aðalskipanna með farþegarými, óbeint að nokkru leyti undir herstjórn, og okkur ráð- lagt að auglýsa ekki ferðir með nákvæmum tímamörkum, og stund- um að lafa skip alls ekki sigla, eins og áætlað hafði verið, vegna hættu af árásum kafbáta, sem hemaðar- yfirvöld töldu sig hafa vitneskju um. Þá fór þegar á árinu 1941 að verða mikið um tundurdufl á reki, sem gerðu siglingar í dimmu mjög við- sjárverðar, og er skrá um 374 tundurdufl 1941 og 847, 1942, en samtals 1.761 frá 1940—1948. Var Guðjón F. Teitsson þó vitað að fleiri dufl sprungu við land eða voru ekki tilkynnt til skráningar. Skal þá aftur vikið að áður nefndri grein í Mbl. Mér finnst afar ólíklegt að það standi í einhverri minningabók á Bíldudal um Þormóðsslysið, að út- gerðarstjórn Skipaútgerðarinnar hafi áður en slysið varð neitað þrá- beiðni Ágústs Sigurðssonar af- greiðslumanns fyrir strandferða- skipin á Bíldudal um að Esjan kæmi inn á Bíldudal til að taka farþega í næstu ferð skipsins á suðurleið, enda kemur beinlínis fram síðar í umræddri grein, að nefnd ásökun er alröng. Sigurmundur Jörundsson nafn- greinir 4 menn, sem hættu við að fara suður með einhveijum stál- báti, sem lá við bryggju á Bíldudal, og segir í því sambandi: „Þeir höfðu þá frett að Esja ætti að koma hing- að inn og vildu frekar fara með henni suður en þessum bát, sem þeir voru komnir um borð í. Þeir fórust síðan allir með Þormóði". Þegar umræddir 4 menn tóku sér far með Þormóði, þótt þeir hefðu áður snúið frá áðurnefndum stál- báti til að bíða Esju, mun það hafa ráðið úrslitum, að Þormóður var skráður til heimilis á Bíldudal og skipstjóri og a.m.k. 2 aðrir skip- veijar voru einnig búsettir þar. Var því væntanlega um að ræða ferð með velviljuðum kunningjum. Síðar í umræddri grein er viðtal við Marinó Magnússon á Bíldudal, sem þurfti á nefndum tíma að fara til Reykjavíkur til lækninga, og er í því sambandi haft eftir honum: „Esjan kom venjulega við á ísafirði og Patreksfirði, en Ágúst Sigurðsson hafði þá lagt drög að því að fá hana inn á Bíldu- dal, og hugðist ég þá fara með henni. Faðir minn var búinn að láta vita af því að ég ætlaði til Reykjavíkur og hafði því beðið um að vera látinn vita þegar skipið kæmi svo ég kæmist með. Þegar skilaboðin um að Þormóður væri á leið inn til hafnar bárust til mín, var ég staddur inni á Borg, en hún er fyrir innan Hrafnseyri, og lítill tími til stefnu. Auk þess var skoll- Hvammstanga. HÁTÍÐAMESSA í tilefni þrjátíu ára vígsluafmælis Hvamms- tangakirkju verður í kirkjunni sunnudaginn 19. júli kl.14.00 en hún var vígðþann 21. júlí 1957. Sóknarpresturinn sr. Guðni Þór Ólafsson messar og munu fyrrver- andi sóknarprestar taka þátt í messunni. Ragnar Bjömsson fyrr- um dómorganisti leikur forspil og eftirspil og einnig verður flutt stól- vers eftir hann. Að lokinni athöfn verður kirkju- inn á kafaldsbylur og orðið koló- fært, svo faðir minn treysti sér ekki til að flytja mig yfir fjörðinn á trillu sinni. Þess vegna varð það nú, að ég fór ekki með Þormóði. Ég komst hins vegar fáum dögum seinna suður, og þá með Esjunni, og eftir þetta kom hún alltaf hérna við;“ sagði Marinó. I framhaldi af þessu skal svo benda á, að samkvæmt ferðayfirliti sem fylgir ársreikningum Skipaút- gerðarinnar fyrir 1943, var ferðum Esju háttað sem hér greinir frá 29. janúar til 23. febrúar 1943: 29.jan.-ll.feb. 1943, ferð austur um land til Siglufjarðar/Akureyrar og snúið þar við og siglt aftur aust- ur fyrir land til Reykjavíkur. 16.feb.-23.feb. 1943, svonefnd hraðferð vestur um land til Akur- eyrar og snúið þar við og siglt aftur vestur fyrir land til Reykjavíkur. Það er því alveg víst, að engri þrábeiðni um viðkomu Esju á Bíldudal var neitað á þeim tíma, sem um er að ræða. Þvert á móti hafði verið fallizt á það af hálfu Skipaútgerðarinnar, að skipið kæmi við á Bíldudal í næstu ferð á suður- leið, sem virðist hafa orðið hinn 22. febrúar eða 6 dögum eftir að Þor- móður fór suður frá Vestíjörðum. Var það einnig venja útgerðar- stjórnar Skipaútgerðarinnar, eins og henni bar raunar skylda til, að leitast við að bæta úr brýnum sam- gönguþörfum fólks í einstökum byggðum á hveijum tíma, eftir því sem sanngjarnt mátti telja og skipa- kostur leyfði. Ádeilusnið er á því, sem sagt er í áðurnefndri grein að standi í minn- ingabók á Bíldudal um Þormóðssly- sið, að útgerðarstjóm Skipaút- gerðarinnar hafi fallist á það með semingi, að skipið tæki far- þega suður i umræddri ferð. — Frásögn þessi er að efni til alveg rétt, en ætti ekki að vera með ádeilublæ í garð útgerðarstjórnar Skipaútgerðarinnar, sem vildi ógjarnan samþykkja nokkurn far- þegaflutning um langan veg með skipum mjög vanbúnum til slíkra flutninga, eins og við átti um línu- veiðarann Þormóð. Ágúst heitinn afgreiðslumaður sótti það mjög fast að fá far ásamt konu sinni suður með Þormóði í umrætt sinn og átti í því sambandi tvö símtöl við Pálma Loftsson for- stjóra Skipaútgerðarinnar og eitt símtal við mig sem skrifstofustjóra. — Veit ég það sannast í málinu, að Pálmi hafi beinlínis samþykkt það eitt, að Þormóður færi aðeins inn á Bakkabót utantil í Arnarfirð- inum að sunnan og tæki aðeins þau hjónin, Ágúst og konu hans, sem farþega. Að öðru leyti verður hver að hafa sína skoðun um tildrög að umræddu slysi, sem í huga mínum tengist mjög víðtækum hörmungum heimsstyijaldarinnar. Höfundur er fyrrverandi forstfóri Skipaútgerðar ríkisins. gestum boðið til kaffisamsætis í félagsheimilinu. Þar verður boðið upp á dagskrá þar sem m.a. koma fram sr. Gísli H. Kolbeins, Guð- mundur Þorbergsson, Guðjón Pálsson og kirkjukór Hvamms- tangakirkju. Sóknarnefnd og undirbúnings- nefnd hátíðamessunnar vona að héraðsbúar sjái sér fært að vera viðstaddir þessi hátíðahöld. Karl Hátíðamessa í Hvammstangakirkju JSAbu Garcia i Áfeiðivörur íyrir þig ; Panell — Panell Stigar úr furu eða beyki, sérhannaðir fyrir þínar aðstæður Parket Lofta- plötur hvrtar og spón- lagðar, 120x20 sm HUSTRE Ármúla 38, sími 681818 FESTINGAJÁRN FYRIR BURÐARVIRKI FLESTAR GERÐIR TIL Á LAGER. GETUM AFGREITT SÉRPANTANIR MEÐ STUTTUM FYRIRVARA. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO. Ármúla 16 Sími 38640

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.