Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVHÍUDAGUR 15. JÚLÍ 1987 Frumglæði rit- # starfa í Laxnesi eftírBjömS. Stefánsson Halldór Laxness gerir grein fyrir tilurð Sjálfstæðs fólks i minninga- bók sinni Úngur eg var (1976, Sagan af sögu kotúngsins, bls. 218-223). Þetta er spennandi frá- saga af miklu sálarstríði. Enn merkilegri verður frásagan í ljósi minninga Halldórs í bókinni í túninu heima, sem kom út árið áður. Ég hef iengi beðið eftir því, að bók- menntafræðingar sæju það sam- hengi, sem ég sá þar, og útskýrðu það, en ekki bólar á því, svo ég viti. Ég legg fyrir lesendur skilning minn á kveikjunni að sögunni af Bjarti í Sumarhúsum og ritstörfum Halldórs yfirleitt. Ég riQa fyrst upp greinargerð Halldórs í Úngur eg var. Hún hefst haustið 1919 íKaupmannahöfn, þeg- ar Halldór las skáldsögu Hamsuns, Gróður jarðar, nýbirta og ákvað að semja aðra sögu gegn boðskap Hamsuns. Umhugsunin um yrkisef- nið hélt áfram í Helsingjaborg um haustið „og lét mig friðlausan í allan vetur“, síðan um vorið á Suðursjá- landi og veturinn eftir í Homafírði, eins og þar segir „í öllu þessu vori og sólskini Dan- merkur var mér einna líkast innanum mig einsog ég væri staddur í myrkum afhelli... Ég sat rúma þijá mánuði í Austur-Skaftafellssýslu veturinn 1920-21, og var allan tímann að reyna að botna í þeirri hugmynd sem ég hafði gert mér að yrkisefni." Stríðið við yrkisefnið hélt áfram f Los Angeles áratug síðar (1930) og síðan á íslandi: „í Ameríku hætti ég í bókstafleg- um skilningi að vera skáld, hafi ég verið það áður nema í ímyndun sjálfs mín. En þriðja árið mitt í Los Angel- es brá þó svo við í miðjum kæfandi sumarhitum Kalifomíu, að ég veit ekki fyrr en ég er enn einu sinni búinn að negla mig niður við skrif- borð og byijaður á sögunni um þennan mann sem var bölvaður af guði og mönnum ... Ekki var ég fyr heim kominn en ég var enn rekinn undan einhvetjum innri forbænum í útkjálkabygðir landins, heiðardali og afskekt sjávarpláss, stundum um hávetur í öllum veðrum, að leita að þessum déskotans manni, kotúngn- um.“ Enn gerði hann misheppnaða til- raun í Berlín sumarið 1932, en svo kom lausnin: „Úr Berlín fór ég yfír Stokkhólm til Rússlands síðsumars og dvaldist þar eystra frammundir jól. Það var ekki fyren á gresjum Rússlands í frosti og hríð snemma vetrar, að augu mín sem áður voru haldin, lúk- ast upp fyrir bændaspursmálinu einsog Lenín setur það fram sem endurkast af stjómmálabyltingu daglaunamanna." Þó að kenningar Leníns hafi eytt heilabrotunum, sem Hamsun kom á stað, voru upptökin ekki þan „Én hér er tími til kominn að gera lokajátningu um reynslu, sem uppá- féll mig í bemsku og kynni að bera f sér frumglæði heilabrota minna um kotúnginn frá öndverðu. Það er sag- an um fyrstu líkneskjuna sem hreif mig á ævinni, þegar ég stóð líklega sjö ára gamali í fordyri Islandsbánka andspænis myndinni af útilegumann- inum eftir Einar Jónsson... þá er þessi mynd af manninum sem kemur ofanaf fjöllum með bam sitt í fáng- inu og konu sfna dauða á bakinu, stafínn sinn og hundinn, enn hin sama opinbemn — og áskomn — og þegar ég sá hana fyrst." (Bls. 223.) Heimur sjö ára bams nær ekki langt út fyrir reynsluheim þess. Hvað var það í reynslu þessa sjö ára drengs, sem varð til þess, að hann skynjaði svo sterkt útlagamyndina? Hver var þessi stælti útilegumaður, hver var dauða konan, hvert var bamið? Það þykir vonandi ekki ótilhlýði- legt að túlka hér það, sem Halldór hefur opinberað úr hugarfylgsnum sfnum f í túninu heima, minninga- bókinni, sem birtist árið á undan tilvitnaðri bók (Úngur eg var). Ætla verður, að hann hafí tjáð sig til að fá lesendur til að rökræða málið og álykta um það. Guðjón Helgason, faðir Halldórs, var vegaverkstjóri og átti heima í Reykjavík fyrstu hjuákaparár sín. Vegaverkstjómin var aðeins sumar- vinna og utan Reykjavíkur. Litla atvinnu var að hafa í Reykjavík að vetrinum og sízt fyrir þá, sem vom utanbæjar að sumrinu. Guðjón tók því það ráð að kaupa jörðina Laxnes í Mosfellssveit og búa þar, en halda áfram vegaverkstjóm. Þá var Hall- dór þriggja ára. Halldór lýsir því, hvemig Guðjón hvarf að heiman til vegaverkstjómar að vori í flarlæg hémð og kom ekki aftur fyrr en að hausti, og líkaði baminu útilega hans illa. Eftirmaður Guðjóns í starfí vegaverkstjóra, Jón- as Magnússon í Stardal, lýsir þessum nágranna sínum sem einstökum at- gervismanni um flest sem mann má prýða. (Hjónin í Laxnesi, Lesbók Morgunblaðsins 12. og 13. tbl. 1967.) Umhugsunarefni er, að Jónas gerir minna úr fjarvistum Guðjóns en Halldór og kveður hann oftast hafa komið heim í sláttubyijun, en farið stundum aftur í vegavinnu snemma hausts. Ekki fær Sigríður Halldórsdóttir, eiginkona Guðjóns, síðri eftirmæli hjá Jónasi: „Sigríður var góð móðir og um- hyggjusöm bömum sínum, vakti yfír velferð þeirra og að þau nytu sinna langana til þroska og menntunar, sem hún líka uppskar ríkulega og gat glaðzt yfir á efri árum ævi sinnar Sigríður var innilega bamgóð, þýð og skilningsgóð, þar sem krakkar og unglingar áttu í hlut. Hún hafði sjálf gleði af krökkum og æskufólki, sem hjá henni var... Vinir og sveit- ungar söknuðu Sigríðar og fólksins í Laxnesi. Þar komu margir og það- an var farið með hlýhug til þess heimilis." Halldór minnist móður sinnar í í Björn S. Stefánsson „Heimur sjö ára barns nær ekki langt út fyrir reynsluheim þess. Hvað var það í reynslu þessa sjö ára drengs, sem varð til þess, að hann skynjaði svo sterkt útlagamyndina? Hver var þessi stælti útilegumaður, hver var dauða konan, hvert var barnið?“ túninn heima á við og dreif. Ég dreg saman nokkur ummæli til skiln- ings á sálarstríði Halldórs við samningu Sjálfstæðs fólks, eins og nánar verður skýrt: „Ég held móðir mín Sigríður Hall- dórsdóttir hafi verið dul kona. Sumir sögðu að hún mundi líklega hafa verið þúnglynd að náttúmfari, en það hefur líklega veitt henni nokkra af- þreyíngu að eignast lítinn dreing að hafa hjá sér á sumrin, þó hún hefði oft áhyggjur af heilsu hans / hún var talin kona ekki mannblendin, en þó vingjamleg í ávarpi. Þegar ég hófst úr bemsku fanst mér þau ár sem ég bjó við hné þessari konu hefði ég notið sælu og umhyggju meiri en aðrir menn og var sannfærð- ur um að einginn maður hefði átt eins sæla bemsku. Nú ætla ég að skrifa um það bók. Einusinni var ég á ferð í Kaupmannahöfn og sat þar veislu hjá íslendíngum. Áður en borð vom upp tekin reis úng kona úr sæti og rétti mér tímarit þar sem Verzhinarráð íslands - heildarsamtök viðskiptalífsins eftír Sigmar Þormar Eitt aðalmarkmið Verzlunarráðs- ins’ er að beita sér fyrir aðgerðum er stuðla að öflugra atvinnulífi á ís- landi. Öflugt atvinnulíf er til hags- bótar fyrir alla. Það bætir lífskjör og heldur ógn atvinnuleysisins frá þjóðfélagi okkar. Verzlunarráð íslands á 70 ára af- mæli nú í haust. Þrátt fyrir langan starfstíma og þótt Verzlunarráðið hafí beitt sér fyrir margvíslegum framfömm hér á landi er mörgum starfsemi ráðsins óljós. Algengur misskilningur er t.d. að tengja starf- semi Verzlunarráðsins eingöngu við innflutnings- og smásöluverslun. Einnig halda sumir að hér sé um ríkisstofnun að ræða. í raun er starf- semin mun víðtækari og nær til viðskiptalífsins alls. En hvað er þá verslunarráð? Verslunarráð Verslunarráð starfa um allan heim. Verksvið þeirra er allvíðtækt. Þau beita sér fyrir framfömm á sviði efnahags- og atvinnumála, skipu- lagsmála, samgöngu- og fjarskipta- mála og menningar- og menntamála. Verslunarráðin em hagsmuna- samtök og málsvarar viðskiptalífsins út á við gagnvart sljómvöldum og almenningi, en inn á við beita þau sér fyrir að viðskipti séu með heiðar- legum og heilbrigðum hætti. Verslunarráð byggja á þeim gmnni að fijálst framtak einstakl- inga og frjáls viðskipti miili landa og innan þeirra nýti framleiðslugetur þjóðanna á sem hagkvæmastan hátt og tryggi þannig framfarir og bætt lífskjör. Enska heitið á verslunarráðum er Chamber of Commerce, en stundum em verslunarráðin nefnd Chamber of Commerce and Industry (Verzlun- ar- og iðnaðarráð) eða Chamber of Commerce, Industry and Agriculture (Verslunar-, iðnaðar- og landbúnað- arráð). Með þessum nafngiftum er reynt að sýna hvað verslunarráðin em í reynd: Heildarsamtök viðskipta- og atvinnulífs í viðkomandi landi, héraði eða bæjarfélagi. Hér á landi hefur hins vegar uppranalegu nafn- giftinni verið haldið enda era verslun og viðskipti óijúfanlegur þáttur í öll- um atvinnurekstri. Stofnun Verzlunarráðs Islands Verzlunarráð íslands var stofnað 17. september 1917. Stofnendur þess vom 156 kaupsýslumenn og fyrir- tæki. Á stofnfundinum var samþykkt einróma tillaga um stofnun „fulltrúa- nefndar fyrir verslun, iðnað og siglingar er nefndist Verzlunarráð íslands". Ýmislegt bar til að Verzlunarráðið var stofnað á þessum tíma. í fyrri heimsstyijöldinni lokuðust viðskipta- leiðir til Evrópu. Full þörf var á skipulegum samtökum kaupsýslu- manna svo allir gætu lagst á eitt til Sigmar Þormar „Eitt aðalmarkmið Verzlunarráðsins er að beita sér fyrir aðgerð- um er stuðla að öflugra atvinnulífi á Islandi. Öflugt atvinnulíf er til hagsbótar fyrir alla. Það bætir lífskjör og heldur ógn atvinnuleys- isins fráþjóðfélagi okkar.“ að forða því að vömþurrð yrði hér á landi. Menn höfðu einnig fyrirmyndir að samskonar félagsskap erlendis og síðast en ekki síst töluðu menn um að fá sambærilega fulltrúastofnun fyrir „hinar nýju atvinnugreinar" og Fiskifélag íslands var fyrir sjávarút- veginn og Búnaðarfélag íslands fyrir landbúnaðinn. Fiskifélagið og Búnaðarfélagið hafa hins vegar þróast yfir í opin- berar eða hálfopinberar stofnanir þar sem starfsemin er að vemlegu leyti kostuð af almannafé. Sem dæmi má nefna að í ijárlögum ársins 1987 er varið 48,5 milljónum króna til Búnað- arfélags íslands. Andstætt þessu hefur Verzlunarráðið hins vegar alla tíð verið ftjáls félagasamtök og er starfsemi þess kostuð af félögum þess. Verzlunarráðið þiggur enga opinbera styrki. Starfssvið: Heildarsam- tök efnahagslífsins Það er því ljóst að frá upphafí var Verzlunarráðinu ætlað að sinna fleiri málum en þeim er snertu verslun í þrengsta skilningi. Þegar litið er yfir farinn veg sést þó að ýmis sérmál- efni verslunar hafa verið Verzlunar- ráðinu ærin viðfangsefni, einkum á tímum innflutningshafta og vöm- skömmtunar. Á seinni ámm hefur Verzlunarráð- ið látið málefni viðskiptalífsins í heild til sín taka f ríkari mæli en áður hvort sem í hlut eiga iðnfyrirtæki, fyrirtæki í sjávarútvegi eða land- búnaði, heildsalar eða smásalar, tryggiugufélög eða lánastofnanir. Allir þessir aðilar stunda viðskipti af einhveiju tagi og þau eiga sér stað innan ákveðins ramma sem stjómvöld setja efnahags- og at- mynd af móður minni var prentuð á forsíðu, en hún var þá látin fyrir flór- um ámm. Frúin bað mig segja veislugestum eitthvað frá móður minni. Ég hafði reyndar laungu gleymt þessu atviki og veislunni sjálfri að mestUj en var mintur á það á dögun- um. Eg vitna til þess hér einsog frásagnar um altannan mann. Mér var sagt að fyrst hefði ég horft leingi þegjandi á myndina í sæti mínu og loks þegar ég stóð upp hafí ég ekki sagt annað en þetta: I rauninni þekti ég aldrei þessa konu. Hún var huldu- kona. En mér hefur þótt vænna um hana en aðrar konur. (Bls. 20-21.) Ég hef áður skrifað að dul þessar- ar konu hafí ég aldrei ráðið, það eitt get ég fullyrt að hún var bjargvætt- ur minn alla tíð á meðan hennar naut við / og er enn. (Bls. 98.) Hún var með öllu laus við til- fínníngasemi, Iíklega af því hvað hún var mikil tilfínníngamanneskja, og lét aldrei heyrast til sín vorkunnsemi né æðmr, en sagði stundum stutta setningu um mann eða atburð svo ekki virtist miklu þarvið að bæta. Viðkvæmnisvafníngar í tali manna held ég hafí verkað á hana einsog væri verið að rífa striga." (Bls 99.) Nú segir frá rithneigð bamsins og hvemig móðirin brást við henni. Fyrst bendir Halldór á, að hann hafi verið einbimi, þar til honum sjö ára bættist systir: „Mikill bóklestur í einvem heima vakti hjá mér laungun til þess að búa til bækur sjálfur, og sem fyr sagði mun ég hafa verið sjö vetra þegar ég fór að „skrifa sögur uppúr sjálfum mér“.“ (Bls. 198.) Strákurinn í Laxnesi situr 10 klukkutfma á dag og párar út stílabækur. Honum verður ekki hald- ið frá þessu. „Alt um það vildu skáldsögur hrúgast upp kríngum mig hvar sem ég var látinn, og móðir mín horfði með skelfíngu uppá bókmentaafrekin vaxa hjá baminu. Áður en átti að stekkja kom faðir minn heim með lið að smala til stekks og skilja lömbin frá. Nú var af sem áður að ég kendi í bijósti um lömb á stekk. Eg fékk í fyrsta sinn að fara með fullorðnum mönnum í slíka hofferð sem smala ríðandi utan heimalands. Við smöluðum Mosfells- heiði vestanverða, Fellsendaland Kjósarskarð Stardalshagana og loks okkar eigin haga, og vomm á þeysi- reið frá því snemma að momi og þángatil liðið var á nótt og rákum vinnumálum á hveijum tíma. Þannig em bæði innri málefni þeirra sem viðskipti stunda og efnahagsum- gjörðin viðfangsefni Verzlunarráðs- ins. Frá fyrstu tíð hafa stjómvöld við- urkennt í verki að Verzlunarráðið er fulltrúasamtök viðskiptalífsins enda hefur Verzlunarráðið átt fulltrúa í viðskiptaviðræðum íslands við aðrar þjóðir, í ráðgjafanefnd EFTA, í verð- lagsráði og lagafmmvörp sem snerta viðskiptalífið em send Verzlunarráð- inu til umsagnar. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt að mikil þörf er á heildarsamtök- um viðskiptalífsins sem sameina atvinnurekendur úr öllum atvinnu- greinum. Enda hefur félögum Verzlunarráðsins farið sifyölgandi. Þeir em nú um 500. Þetta em stór samtök fyrirtækja á íslenskan mæli- kvaiða. Til að gefa hugmynd um flölbreytni aðildarinnar má nefna að félagar Verzlunarráðsins koma úr 60 mismunandi atvinnugreinum sé tekið mið af atvinnugreinaflokkun Hagstofu íslands. Stjórn og stjórnarkosningar Eins og að framan greinir er Verzlunarráðið frjáls félagasamtök og eiga allir þeir sem stunda atvinnu- rekstur þess kost að gerast félagar. Innan ráðsins em bæði stór fyrirtæki og smá og flest rekstrarform fínnast meðal félaga. Stjóm Verzlunarráðsins er skipuð 19 mönnum og öðmm 19 til vara. Kjör stjómar er óhlutbundið. Kosn- ingin er skrifleg og fer hún fram fyrir aðalfund, sem haldinn er annað hvert ár. Úrslit em tilkynnt á aðal- fundinum en þar fer jaftiframt fram kjör formanns. Stjómin kýs síðan framkvæmda- stjóm en í henni eiga sæti 5 manns. Vegna hinnar flölbreyttu aðildar end- j •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.