Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLf 1987
Á
4-
Evrópa langstærsta
markaðssvæði Boeing
Sala Boeing í fyrra jaf ngildir nítján-
f öldum fjárlögum íslenska ríkisins í ár
Flug
Gunnar Þorsteinsson
ÁKH) 1986 var söluhæsta ár í
sögii Boeing farþegaflugvéla-
verksmiðjanna í Seattle í Banda-
ríkjunum. FyrirUckið seldi
farþegaþotur fyrir 19 milljarða
dollara, eða 760 milljarða íslensk-
ar krónur. Sú upphæð er nítján-
föld fjárlög íslenska ríkisins í ár.
Allt útlit er þó fyrir að þetta met
verði bætt í ár. Boeing skiptir
heiminum í fimm markaðssvæði
og undanfarin tvö ár hefur Evr-
ópa verið stærst þeirra. I ljósi
þess að Evrópa er heimamarkað-
ur Airbus Industrie, sem er
aðalkeppinauturinn, er árangur
Boeing eftirtektarverður. Morg-
unblaðið heimsótti aðalstöðvar
Boeing á 37. alþjóðaflugsýning-
unni í Paris fyrir skömmu og
ræddi þar m.a. við Borge Boeskov
framkvæmdastjóra Evrópusölu-
sviðs Boeing, um hina niiklu sölu
fyrirtækisins að undanförnu og
fleira.
Eitt af því sem einkenndi alþjóða-
flugsýninguna í París, dagana
11,-21. júní sl. voru gagnkvæmar
ásakanir æðstu manna Boeing og
Airbus. Þeir sökuðu hvern annan
um óréttmæta viðskiptahætti, einok-
unaraðstöðu á breiðþotumarkaðnum
og fyrir að þiggja óhóflega ríkis-
styrki, svo það helsta sé talið upp
hér. Þrátt fyrir „skeytasendingar"
Airbus undu menn glaðir við sitt í
aðalstöðvum Boeing þarna á Le_-
Bourget flugvellinum í París. Á
flugsýningunni voru samankomnir
allir helstu áhrifamenn flugheimsins,
enda sýningin oft nefnd heimsmark-
aðstorg flugsins.Boeing kom sterkt
til leiks í París. I fyrsta lagi var sl.
ár það söluhæsta í sögu Boeing, í
öðru lagi náði Boeing að tilkynna
um sölu 31 þotu þarna á sýningunni
fyrir 1,3 milljarða dollara (52 millj-
arða ísl. kr.) og í þriðja lagi bætti
fyrirtækið eigið heimsmet á dögun-
um þegar B737 skaust upp fyrir
B727 sem mest framleidda far-
þegaflugvél í heiminum. Þegar smíði
B727 lauk fyrir nokkrum árum hafði
Boeing selt 1831 vél en nú hafa
selst 1842 vélar af gerðinni B737.
Enn eitt sölumetið í ár?
í fyrra seldi Boeing 341 farþega-
þotu fyrir samtals 19 milljarða
dollara (760 milljarða ísl. kr.) og
miðað við árið áður er það 20% aukn-
ing. Hagnaður Boeing á milli ára
jókst um 17% og nam í fyrra 665
milljónum dollara (26,6 milljarðar
ísl. kr.). Miðað við árið áður jukust
óafgreiddar pantanir í lok ársins um
7% og námu samtals 26,4% milljörð-
um dollara (1065 milljarðar ísl. kr.).
Á síðasta ári smíðaði Boeing 242
farþegaþotur sem var 39 vélum
fleira en 1985, og þýðir það að
nærri ein þota hafi að meðaltali ver-
ið smíðuð á hverjum vinnudegi
ársins.
í þessum sölutölum er ekki inni-
falin sala eins af fyrirtækjunum,
Boeing- samsteypunnar, deHavil-
land of Canada, sem smíðar skrúfu-
þotur. í fyrra seldi deHavilland 94
skrúfuþotur fyrir um 500 milljónir
dollara (20 milljarða ísl. kr.).
Á Parísarflugsýningunni tilkynnti
Boeing, að það sem af er þessu ári
hefði fyrirtækið selt 194 þotur fyrir
9,9 milljarða dollara (396 milljarða
ísl. kr.) borið saman við 149 þotur
fyrir 6,2 milljarða (248 milljarða ísl.
kr.) á sama tíma í fyrra. Það var
skoðun þeirra starfsmanna Boeing
sem Morgunblaðið ræddi við, að í
ár yrði sölumetið í fyrra bætt og vel
það.
Borge Boeskov, framkvæmda-
stjóri Evrópusviðs Boeing, sagði að
Evrópusölusviðið hefði aldrei selt
eins vel og á síðasta ári, eða fyrir 6
milljarða dollara (240 milljarða ísl.
kr.). Sagði hann að það hefði verið
80% markaðshlutdeild á Evrópu-
markaðnum, ef miðað væri við
andvirði seldra véla, en 60% ef mið-
að væri við fjölda þeirra. I fyrra nam
sala Evrópusölusviðsins rúmlega
30% af allri sölu Boeing í heiminum
og var Evrópusölusviðið langstærst
þeirra fimm svæða sem Boeing
skiptir heiminum niður í. Að sögn
Boeskov hefur sala fyrirtækisins í
Evrópu farið vaxandi síðan 1982 og
síðan 1985 hefur Evrópusölusviðið
verið stærst innan Boeing, á síðasta
ári t.d. helmingi stærra en þau sölu-
svið sem næst komu, þ.e. Austurlönd
fjær og svæði sem samanstendur
af hluta Bandaríkjanna og öllu
Kanada.
Evrópusölusviðið hefur höfuð-
stöðvar í Seattle í Bandaríkjunum
og jafnfram sex söluskrifstofur í
Evrópu: London, París, Róm,
Munchen, Amsterdam og Madrid og
á þessum skrifstofum starfa 30
manns að beinni sölu sem hafa
a.m.k. 300 nána samstarfsmenn hjá
Boeing í Seattle. Borge Boeskov
hefur verið framkvæmdastjóri Evr-
Boeing hefur nú selt 248 þotur af gerðinni B767 sem eru tveggja
hreyfla breiðþotur. Margir spá því að á riæstu misserum nái þessi
flugvélagerð góðri útbreiðslu í Evrópu fyrir alvöru. Mörg evrópsk
flugfélög hafa augastað á henni, segja þeir hjá Boeing.
Framtíðarflugvél í Boeing 150—180 sæta stærðarflokknum er B7J7 sem á að vera tilbúin árið 1992.
Sennilega gefur Boeing út formlega ákvörðun um að ráðast í smíði hennar í lok þessa árs og eins er
sennilegt að fyrsti kaupandinn verði stórt evrópskt flugfélag sem kaupi 50—100 slíkar vélar.
ópusölusviðsins undanfarin tvö ár.
Þegar hann var spurður að því hvort
mikil ferðalög fylgdu ekki starfinu,
sagði hann svo vera. Sagðist hann
hafa rúmlega rúmlega 20 ferðir frá
Seattle til Evrópu í fyrra, en það er
næstum ein ferð á viku að meðal-
tali og stystu viðdvölina sagði hann
hafa verið aðeins sex klukkustundir.
„Ætla að selja 100 B737
í Evrópu í ár"
Því er ekki að neita, að á sl. ári
náði Boeing mjög stórum flugvéla-
sölusamningum í Evrópu um
B747-400, nýjustu gerð risaþotunn-
ar góðkunnu. Þar ber hæst samning-
urinn við British Airways um kaup
á 16 B747-400 þotum og kauprétt
á 12 til viðbótar fyrir rúmlega 4
milljarða dollara (160 milljarða ísl.
kr.). Samningur þessi er stærsti
flugvélasölusamningur sem gerður
hefur verið í heiminum. Á síðasta
ári seldi Boeing einnig samskonar
þotur til Lufthansa félagsins i
Þýskalandi, 10 þotur og kauprétt á
10 og til hollenska félagsins KLM 6
og kauprétt á 6 öðrum.
En hverju er hinn góði árangur
Boeing í Evrópu að undanförnu að
þakka? „Aðalatriðið er að Boeing
getur boðið evrópskum flugfélögum
upp á flugvélar sem henta þeim öll-
um ákaflega vel því Boeing „fjöl-
skyldan" er allstór, allt frá 36 sæta
deHavilland Dash 8 skrúfuþotum til
risaþotna eins og B747-400 með 550
sæti og allt þar á milli," sagði Borge
Boeskov. „Undanfarið hefur Boeing
gengið mjög vel að selja B737 „fjöl-
skylduna" í Evrópu, en það eru
100—170 sæta þotur, mismunandi
stærð eftir gerðum, en að flestu
öðru leyti eins. Þannig býður B737
„fjölskyldan" upp á mikinn sveigjan-
leika hvað stærðina varðar en það
er einmitt mikilvægt atriði þegar nú
hillir undir frjálsari flugmálastefnu
innan landa Evrópubandalagsins og
jafnvel innan allrar Evrópu sem aft-
ur þýðir að samkeppni evrópskra
flugfélaga mun aukast gífurlega.
Þá verður sveigjanleiki hvað flug-
vélastærðir varðar eitt af lykilatrið-
unum í samkeppninni." Þá sagði
Boeskov, að lágt gengi dollarans
gagnvart Evrópugjaldmiðlum hefði
vissulega haft sitt að segja og auð-
veldað Boeing stöðuna á Evrópu-
markaðnum.
Borge Boeskov sagði, að það sem
af er þessu ári hefði Boeing selt
meira í Evrópu en á sama tímabili
í fyrra og sagðist hann ætla að selja
a.m.k. 100 B737 þotur í Evrópu í
ár, og brosti af sinni alkunnu hóg-
værð. Það sem af er þessu ári hefur
honum tekist að selja rúmlega 50
B737 þotur í Evrópu, svo hann er
kominn hálfa leið að markinu. Evr-
ópusala Boeing fyrstu sex mánuði
ársins eru 3,3 milljarðar dollara (132
milljarðar ísl. kr.) sem að sögn Bo-
eskov er helmingi meira en ráð var
fyrir gert.
Það kom fram í samtalinu við
Boeskov, að hann var mjög ánægður
með hve vel hefur tekist til með
rekstur B757 þotna hjá evrópskum
leiguflugfélögum en á sl. 5—6 árum
hefur Boeing selt 25 slíkar vélar til
6 leiguflugfélaga í Englandi og
Þýskalandi. Þessi leiguflugélög,
ásamt British Airways, eru stærstu
flugrekendur B757 þotna í Evrópu
og eru öll félögin sérstaklega ánægð
með þær að sögn Boeskov.
Boeskov stendur franuni
fyrir sívaxandi samkeppni
Boeing er óumdeilanlega risinn í
flugvélasmíði heimsins en á undan-
förnum árum hefur þessi risi mátt
mæta sívaxandi samkeppni frá Air-
bus Industrie, sem er samsteypa
evrópskra flugvélaframleiðenda og
smíðar samnefndar farþegaþotur.
Um þessar mundir berjast Boeing
og Airbus grimmt á markaðnum
fyrir 150 sæta þotur sem okkur ís-
lendingum ætti að vera ágætlega
kunnugt um, því bæði fyrirtækin
voru vonbiðlar vegna endurnýjunar
Evrópuflugflota Flugleiða fyrir fáum
vikum.
Nýlega færðist víglínan til.
Skömmu áður en Parísarflugsýning-
Lj ósmynd/Loftur Ásgeirsson
Borge Boeskov, framkvæmda-
stjóri Evrópusölusviðs Boeing,
er einn aðalmaðurinn á bak við
góða sölu Boeing flugvéla í Evr-
ópu að undanförnu. Hann hefur
aðsetur sitt í Seattle í Banda-
ríkjunum og þarf eðlilega, starfs
síns vegna, mikið að ferðast. Á
síðasta ári flaug hann rúmlega
20 ferðir frá Seattle til Evrópu.
Borge Boeskov er íslenskur í
móðurætt og ólst upp á íslandi
til níu ára aldurs og talar ennþá
íslenskuna með ágætum.
in hófst tilkynnti Airbus að hafin
yrði smíði á tveimur nýjum gerðum
Airbus þotna, tveggja hreyfla A330
og fjögurra hreyfla A340, sem koma
til með að verða skæðir keppinautar
Boeing þotna, einkum þó sú síðar-
nefnda. Fyrir á þessum markaði var
einnig McDonnell Douglas með
þriggja hreyfla MD 11 breiðþotu
sína.
Á einum af bl^ðamannafundum
Airbus Industrie á Parísarflugsýn-
ingunni, gagnrýndi hinn kunni þýski
stjórnamálamaður Fanz-Josef
Strauss Boeing harkalega fyrir að
selja B747 þoturnar 25-30% dýrari
en ella vegna þess að Boeing hefði
haft einokun á þessum markaði, eins
og hann orðaði það. Sagði Strauss,
sem bæði er stjórnarformaður Air-
bus Industrie og stjórnarmaður í
Lufthansa, að þannig hagnaðist
Boeing um 25 milljónir dollara (1
milljarð ísl. kr.) á hverri B747 sem
seldist og ásakaði hann Boeing um
að nota þann hagnað til að greiða
niður vélar á borð við B737 til að
standa betur að vígi þar sem ein-
hver samkeppni væri og t.d. B737
gegn A320 frá Airbus og MD80 frá
McDonnell Douglas. Boeing,
McDonnell Douglas og bandarísk
stjórnvöld hafa hins vegar sakað
Airbus um að hafa þegið beina ríkis-
styrki fyrir um 10 milljarða dollara
(400 milljarða ísl. kr.) á þeim átján
árum sem Airbus Industrie hefur
starfað. Aðstandendur Airbus hafa
á móti sakað bandaríska flugvéla-
framleiðendur um að hafa þegið allt
að 70% af tekjum sínum á undan-
förnum árum af bandarískum stjórn-
völdum í formi samninga um smíði
alls kyns hergagna og það segja
þeir að sé ekkert annað en beinn
ríkisstyrkur. Hvað varðar McDonn-
ell Douglas, þá hefur það fyrirtæki
sennilega meirihluta sinna tekna af
framleiðslu hergagna en hvað varðar
Boeing, þá nema tekjur af vopna-
smíði um einum flmmta af heildar-
tekjum fyrirtækisins á ári.
Framangreind lýsing er aðeins dæmi
um helstu ágreiningsatriði þessara
stærstu flugvélaverksmiðja heims
þessa mánuðina en annars eru þessi
deilumál ðll til meðferðar hjá GATT
tollasamtökunum.
Þrátt fyrir að Englendingar,
Frakkar og Þjóðverjar standi aðal-
lega að baki Airbus Industrie, hefur
Boeing tekist að selja ríkisflugfélög-
um þessra landa fj'öldann allan af
B747-400 risaþotum að undanförnu.
Hér að framan hefur verið sagt frá
kaupum Lufthansa og British Air-
ways á þessum þotum en því er við
að bæta, að Air France tilkynnti í
byrjun þessa árs að það hygðist
kaupa 16 B747-400 þotur af Boeing.
Samræming', sveigjanleiki
og B7J7 helstu vopn Boeing
Til að mæta hinni sívaxandi sam-
keppni á öllum sviðum hefur Boeing
lagt áherslu á að samræma þoturnar
-,-+¦