Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLI 1987 43 innan Boeing „fjölskyldunnar" eins og kostur er á, þannig að flugfélög- unuin gefist kostur á að velja úr sem fjölbreyttustu úrvali og stærðum flugvéla, en samt flugvélar sem eru líkar að mörgu leyti. Hjá Boeing er nú unnið að hönnun og smíði á átta nýjum gerðum af þeim þotum úr Boeing „fjölskyldunni" sem þegar eru til og er það einmitt einn liður- inn í því að auka úrvalið. Aðaltromp Boeing í samkeppninni á 150—180 sæta markaðnum eftir nokkur ár verður glæný og bylting- arkennd flugvél sem fengið hefur einkennið B7J7 og hefur Boeing þegar varið umtalsverðum fjár- hæðum til að hanna þessa framtíð- arfjugvél. í ljósi hinna miklu umsvifa sem nú eru í hönnunar- og smíðadeildum Boeing, er hinn frábæri árangur söludeildarinnar að undanförnu al- gjör forsenda þess að hægt sér að vinna þau störf og sömuleiðis að hægt sé að treysta samkeppnisað- stöðu Boeing þegar til lengri tíma er litið. Um þetta atriði voru allir starfsmenn Boeing, sem Morgun- blaðið ræddi við, sammála. Síðan fyrsta Boeing 707 þotan hóf sig til flugs fyrir tæpum þrjátíu árum hefur Boeing selt 5928 þotur af hinum ýmsu gerðum. Og Boeing telur að í heiminum sé bjart fram- undan í sölu farþegaflugvéla. Spá fyrirtækisins fram að aldamótum gerir ráð fyrir að þær muni seljast fyrir 230-240 milljarða dollara (9200-9300 milljarða ísl. kr.) og að Boeing muni halda markaðshlut- deild sinni sem samkvæmt spánni er þessi: Skrúfuþotur 9%, smærri innanlandsflugvélar (150 sæta) 29%, stærri innanlandsflugvélar 200+ sæti) 20%, meðalstórar langdrægar breiðþotur 15% og langdrægar risa- þotur 27%. Stór flugvélakaup í Evrópu á næstunni? Fjölmargir aðilar í flugheiminum bíða spenntir eftir því að Boeing gefi út formlega yfirlýsingu um að hefja smíði B7J7 en sjálft vonast fyrirtækið til þess að geta gefið hana út í lok þessa árs, ef ekkert óvænt kemur upp á. Á þessu stigi málsins búast flestir við því að eitt- hvert stórt evrópskt áætlunarflugfé- lag ríði á vaðið með kaup á B7J7. í því sambandi beinast augun eink- um að SAS og British Airway og er jafnvel búist við 50—100 véla pöntun. Þegar Morgunblaðið bar þetta undir Boeskov, vildi hann hvorki játa þessu né neita og sagði að viðræður stæðu yfir við fjölmörg flugfélög um að vera fyrsti kaup- andi B7J7 vélarinnar. Tíminn yrði að leiða það í ljós hvaða flugfélag það yrði sem riði á vaðið, að hans sögn. I lok september má búast við til- kynningu SAS flugfélagsins um kaup á langdrægum meðalstórum farþegaþotum og stendur val SAS nú á milli MDll frá McDonnell Douglas, B767 frá Boeing og A340 frá Airbus Industrie. A þessari stundu er ómögulegt að segja hvort S AS gefi jafnframt út einhverja yfír- lýsingu um B7J7 kaup í september. Þá er síðari hluta ársins einnig að vænta yfirlýsingar sænska innan- landsflugfélagsins Linjefly um kaup á nokkrum tugum þotna í 110 sæta stærðarflokknum og stendur valið nú fyrst og fremst á milli Fokker 100 þotunnar og Boeing 737-500. Samkvæmt þessu er margt að ger- ast á flugvélasölumarkaðnum á Norðurlöndum um þessar mundir. Þá má heldur ekki gleyma nýlegum kaupum Flugleiða á tveimur B737-400 og kauprétti félagsins á tveimur til viðbótar og kaupum norska flugfélagsins Braathen á rúmlega 30 737 þotum, langflestum af gerð -500. Borge Boeskov, framkvæmda- stjóri Evrópusölusviðs Boeing, sem er íslenskur í móðurættina og dansk- ur í föðurættina, getur því unað vel við hlut Boeing á Norðurlöndunum og kannski verður sá hlutur enn stærri þegar líða tekur á árið. Þá má Boeing mjög vel við una mark- aðshlutdeild sína í Evrópu, á heimamarkaði Airbus Industrie, að- alkeppinautarins. Gunnar Þorsteinsson Ný stef na hja Þjóðkirkjunni eftír Gunnar Þorsteinsson í Morgunblaðinu þann 26. júní sl. mátti lesa eftirfarandi frétt: „Prestastefna 1987 samþykkti samhljóða í Borgarnesi í gær að skora á alla kristna menn, gagn- kynhneigða sem samkynhneigða, að sýna ábyrgð í kynlífi sínu, að fordæma engan og sýna fórn- arlömbum eyðni og aðstandendum þeirra sannan náungakærleika." Það er undarleg og ótrúlegt til þess að hugsa að hér sé ályktun Kristinnar kirkju á ferðinni. Hér kveður við tón sem ekki hefur heyrst áður frá þjóðkirkjunni og er hér væntanlega um nýja stefnu að ræða hjá þeirri merku stofnun. Stefnubreyting þessi er ekki af hinu góða og ber að harma að hugsunarháttur sem þessi sé bor- inn á borð fyrir fólk í nafni kristninnar. Ef þetta er árangur þess að geistlegrar stéttar menn á landi voru leggjast undir feld er illa komið fyrir okkur. Það sem hér er fyrst og fremst undarlegt og ótrúleg er að þessi ályktun á ekkert skilið við kristin- dóm í þeirri mynd sem hann birtist á spjöldum ritningarinnar. Hér er verið að tala um kristna kynvill- inga. Það fyrirbrigði er ekki til, enda er kynvilla eins langt frá kristindómnum og austrið er frá vestrinu. Sá einstaklingur sem gefur sig að kynvillu hefur þar með sagt skilið við allt sem heitir kristni. Það er ekki þar með sagt að kærleiki Guðs nái ekki til þess fólks. Guð elskar þetta fólk, hvern einasta einn, en hann hatar með eilífu hatri þá synd sem þetta fólk er bundið af. í Kristi er unnið það verk sem nauðsynlegt er til að hreinsa af þessum saurindum og í því birtist hinn sanni kærleikur Guðs til þeirra sem bundnir eru af syndinni. Kærleikur Guðs birt- ist í fórnandi elsku, sem leysir manninn undan glötuninni. Ég hef lent í þeirri nöturlegu reynslu oftar en einu sinni, að sálusorga fólk sem hefur verið fórnardýr kynvillinga og ég get ekki með nokkru móti tekið undir að þetta athæfi sé hægt að kristna með einum eða öðrum hætti. Þeir sem slíka óhæfu fremja eru að drýgja voðaverk. Þeir eru öfug- uggar og taka sjálfir út á líkömum sínum makleg málagjöld skammar sinnar. Sú sjúkdómaóáran, sem herjar á heiminn og bregður skugga yfir líf svo margra og teygir áhrif sín inn í líf flestra, er bein afleiðing þess að náttúr- unni er sagt stríð á hendur. Það er heilagt hlutverk krist- innar kirkju að blása í lúðurinn og vara við þessari óhæfu. Hér er hætta á ferðinni og hér er unn- ið mikið tjón. Ungir drengir og ungar stúlkur hafa skaðast af ásælni þessa fólks og það er ekki hlutverk kristninnar að halda þeim blekkingum á lofti að þetta geti með nokkrum hætti átt skilið við kristni. í samþykktinni er talað um að sýna þessu fólki náungakærleika og sú tillaga er góðra gjalda verð, en við sýnum þessu fólki ekki náungakærleika með því að segja því ósatt um ástand þess. Náunga- kærleikur okkar er ekki fólgin í því að segja heill, þar sem ekki er heill. Kærleikurinn opinberast í því að við köllum hlutina sínum réttu nöfnum og bendum fólki á að kynvilla er voðalag synd, en það er til lausn og fyrirgefning. Kynvilla hefur átt stóran þátt í Karlmannaföt kr. 5.500 og 7.500. Stakir jakkar kr. 4.500. Terylenebuxur kr. 1.395, 1.595 og 1.895. Sumarblússur kr. 1.700. Regngallar kr. 1.265. Skyrtur, nærföt, sokkar ö.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22A, sími 18250. „Kristinn cinstaklingiir er sá sem hefur gef ist Guði og reynir af fremsta megni að ganga veg hans." að leiða yfir þjóðirnar það böl sem eyðnin er. Kynvilla er ónáttúra sem aðeins veldur tjóni og skömm. Kristindómurinn ber með sér hið góða, fagra og fullkomna. Við sýnum mestan kærleika til náung- ans með því að halda þeim sannleika á lofti. Það hefði verið miklu nær fyrir prestastefnuna að álykta á þann veg að kynvillingum, sem og öðru kynlífsvandræðafólki, væri ráð- lagt að hverfa frá villu sinni og gerast kristið. Kristinn einstakl- ingur er sá sem hefur gefist Guði og reynir af fremsta megi að ganga veg hans. Einstaklingur sem hefur tekið á móti fyrirgefn- ingu syndanna í blóði lambsins og hefur þá stefnu í lífinu að þókn- ast Guði. Við kynvillinga vil ég segja: látið ekki blekkjast þó að notuð séu falleg orð um athæfi ykkar og jafnvel þótt Þjóðkirkjan láti í veðri vaka að hér sé eitthvað sem sé gjaldgengt meðal kristinna manna. Það er ekki rétt. Þið eruð fjötruð af syndinni og hafið orðið blekkingum að bráð. Leitið lausn- ar. Þeim mun fyrr þeim mun betra. Guð elskar ykkur og þið eigið fyrirgefningu syndanna fyrir trú á Jesú nafn, en þið eigið meir, þið eigið lausn frá þessari villu í krafti trúarinnar. Ég skora á ykk- ur að stíga fram í ljósið og höndla lifandi trú. Ég hef séð fólk úr ykkar hópi losna og ég minni á að Guð er hinn sami í gær og í dag og um alla eilífð. Kristnir menn eiga sæluvon. Okkar sæluvon er fólgin í því að við treystum því, að sá dagur muni koma að réttlæti ríki á þess- ari jörðu. Við treystum því að þau öfl og þeir straumar sem eru of sterkir og of áberandi í dag muni líða undir lok. Ábyrgð kristninnar er fólgin í því að benda á það sem aflaga fer og benda á leiðir til úrbóta. Við þráum að sjá fleiri og fleiri fylla raðir sannkristinna manna. Að því markmiði vinnum við með því að halda sannleikanum á lofti. Höfundur er forstöðumaður Krossins í Kópa vogi. Skeljungsbúðin Síðumúla33 símar681722og 38125. Landsmót A.A. samtakanna í Galtalækjarskógi 17. — 19. júlí 1987 Danshljómsveit Grétars Örvarssonar leikur fyrir dansi, bæði föstudags- og faugardagskvöld. Fjölskylduleikir sem allir taka þátt í... Varðeldur og söngur. A.A. Ala-tín og Ala-non fundir. Sameiginlegt grill og morgunmatur. Skemmtilegar uppákomur fyrir yngstu kynslóðina og margt fleira. Barnagæsla. Miðaverð kr 1.000 fyrir 15 ára og eldri. Ferðir verða á mótið föstudaginn 17. júlí kl. 19.00 og laugardag- inn 18. júlí kl. 08.00. Farið verður frá Tjarnargötu 3-5 (rauða og græna húsinu) og Hópferðamiðstöðinni, Ártúnshöfða, á samatíma. Mætiðtímanlega. Ferðirfrá Galtalækjarskógi á sunnudag eftir mótslit kl. 16.00. Fargjöld: Frítt fyrir börri 6 ára og yngri 6-12árakr.400.- 12áraogeldrikr. 700.- 25% afsláttur af áætlunarf lugi Flugleiða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.