Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 44
44 T3Gr IJITl .31 ÍWnA(Hn?TV<3IM .aiGAJaMUíWOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987 t Ástkær móðir okkar, MAGNA ÓLAFSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 12. júlí. Jarðarförin auglýst síöar. Anna Bjamadóttlr Hrabec, Bjarni Valgeir Bjarnason, Baldur Þorstoinn Bjarnason, Bragi Guðmundur Bjarnason, Bára Helga Bjarnadóttir, Alda Björg Bjarnadóttlr. t Eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, ÞÓRUNN L. STURLAUGSDÓTTIR, Brekkutanga 16, Mosfellssveit, lést í Landspítalanum þann 14. júlí. Fyrir hönd barna okkar, foreldra og annarra aðstandenda, Bragl Benediktsson. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, GÍSLI ÞORSTEINSSON frá Laufási, Vestmannaeyjum, lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 10. júlí sl. Gfsll Már Gfslason, Sigrún Valbergsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, KOLBEINN BJÖRNSSON, Melabraut 5, Seltjarnarnesi, lést þann 13. júlí á Landspítalanum. Guðmunda Halldórsdóttir. t Kveðjuathöfn um ÞÓRÐJÓNSSON frá Lótrum verður haldin í Fossvogskapellu miðvikudaginn 15. júlí kl. 10.30. Jarðarförin fer fram frá Breiðavíkurkirkju laugardaginn 18. júlí kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hins látna láti Siysavarnafélag is- lands njóta þess. Haukur Þórðarson, Hrafnkell Þórðarson, Ragna Þórðardóttir, Sigrún Huld Jónsdóttir, Helga Stefánsdóttir, Kristján Þorkelsson og barnabörnln. t Fósturbróðir og bróðir okkar, SVEINBJÖRN MAGNÚSSON frá Skuld, Hringbraut 73, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni ( Hafnarfirði fimmtudaginn 16. júlí kl. 15.00. Stefanía Elfsdóttir, Sigríður Ketiisdóttir, Jón Magnússon. t Útför eiginkonu minnar, dr. SELMU JÓNSDÓTTUR, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 17. júlí kl. 13.30. SigurAur Pétursson. t Sonur minn og bróðir okkar, KRISTJÁN ERLENDUR KRISTJÁNSSON, Stlgahlíö4, Bolungarvfk, verður jarðsettur frá Hóiskirkju, Bolungarvík, fimmtudaginn 16. júlf kl. 14.00. Kristján G. Jensson, Bjarney Kristjánsdóttir, Halldóra Krlstjánsdóttir, Erling Kristjánsson, Flosl Kristjánsson. Gunnlaugur Péturs- son - Kveðjuorð Fæddur 2. februar 1913 Dáinn 29. júní 1987 Nú er fallinn í valinn sá mæti maður, Gunnlaugur Pétursson, er var fyrirmannlegur þegar á unga aldri, vel vaxinn og fríður sýnum. Háttvís í framgöngu, góður í við- móti, en festulegur á svipinn. Hann var þó frekar hlédrægur, en hygg- inn og góður námsmaður. Gunnlaugur Pétursson var fædd- ur á Hellissandi á Snæfellshesi 2. febrúar 1913. Faðir hans var Pétur Gunnlaugsson, barnakennari Guð- mundsson frá Álfatröðum í Hörðu- dal ( Dalasýslu. Hann var gagnfræðingur frá Flensborg í Hafnarfirði og kennari í Snæfells- nessýslu og Dalasýslu samhliða búskap á Alfatröðum. Hann var gáfumaður og víðlesinn, talinn góð- ur kennari og fór starfið honum vel úr hendi. Þá var hann skáldmæltur og birtust ljóð hans á prenti. Kona Péturs, móðir Gunnlaugs, var Guðný Lovfsa Ólafsdóttir frá Auð- kúlu í Arnarfirði, Ólafssonar og konu hans, Þuríðar Pálsdóttur frá Stapadal. Var þetta fólk í nánum skyldleika við fólkið á Dynjanda. Þaðan eru komnir miklir og góðir sjómenn. Foreldrar Gunnlaugs Pétursson- ar áttu annan dreng, Ólaf, er dó 5 ára árið 1920. Gunnlaugur ólst upp með foreldr- um sínum meðan þeirra naut við, með ástúð og umhyggju móður sinnar, Guðnýjar, er andaðist 1918, er Gunnlaugur var 5 ára. Þá féll faðir hans frá 1926 er Gunnlaugur var um fermingu. Það má ætla að Pétur hafi ætlað að styðja þennan efhilega og skýra drengtil mennta. Nánasta skyldmenni Gunnlaugs var föðursystir hans, Katrín Gunn- laugsdóttir, er styrkti hann til náms. En sjálf var hún vel að sér til munns og handa og hafði mennt- ast innanlands og utan. Var hún um árabil ráðskona á heimili Hauks Thors og þykir hlýða að birta hér umsögn hans úr eftirmælum. — „Katrín var mjög greind kona, víðlesin á góðar bókmenntir, en hafði mest yndi af lestri íslenskra fræðirita og sagna gamalla og nýrra. Hún var stálminnug á allt sem hún las og heyrði, og svo ættvís að ég minnist ekki þess, hafi ókunnugs manns verið getið við hana, að hún kynni ekki strax skil á ætt hans." Þessari konu hlaut að vera áhugamál að láta Gunnlaug frænda sinn læra. Katrín var í miklu vin- fengi við seinni konu Ögmundar skólastjóra í Flensborg, Guðbjörgu Kristjánsdóttur frá Snæringsstöð- Hótel Saga Síml 1 2013 Blóm og skreytingar viÖ öll tœkifœri um f Húnavatnssýslu. Kom hún nú Gunnlaugu i þennan skóla, er var i góðu áliti. Mátti segja að frænd- kona hans, Katrín Gunnlaugsdóttir, héldi í hönd með honum alla hans skólatíð. Gunnlaugur tók utanskólapróf upp í 4. bekk Menntaskólans 1930, hann bjó þá í heimavist skólans og var stðar með þeim fyrstu er bjó á Garði við háskólanám. Hann var á skólaárum sínum í fæði hjá Hauki Thors og konu hans, Soffíu Haf- stein. Naut hann þar Katrínar föðursystur sinnar. Gunnlaugur fór snemma að vinna fyrir sér að þeirra tíma hætti í vega- vinnu heima í átthögunum. Á skólaárunum var hann hjá Kveld- úlfi í sílarverksmiðjunni á Hesteyri. Einnig var hann til sjós á togaran- um Skallagrími. Var hann allstaðar vel liðinn og liðtækur. Gunnlaugur var reglusamur og hélt vel á sínu. Hann var félagslyndur þegar í skóla, hafði yndi af hljóðfæraslætti og góður söngmaður. Hann var í kór menntaskólans er söng á sam- komum skólans, þá var hann einn þeirra er söng í kór á 50 ára stúd- entsafmæli okkar undir stjórn Hallgríms Helgasonar, bekkjar- bróður okkar. Gunnlaugur starfaði í stúdentaráði háskólans og var einn af stofnendum stúdentafélagsins Vöku. Hann lauk lagaprófi í vordög- um 1938 með góðri 1. einkunn. Nú mátti segja að hann væri staddur á vegamótum mannlifsins. Hann festi ráð sitt og kvæntist 20. desember 1938 Kristínu Vilhelms- dóttur Bernhöft, tannlæknis, og konu hans, Kristínar Þorláksdóttur Johnson, hinni mætustu konu er reyndist honum góður lífsförunaut- ur. Þau eignuðust þessi börn: Sverri Hauk, lögfræðing, nú sendiherra í Genf í Sviss, kvæntur Guðnýju Aðalsteinsdóttur; Kristínu Katrínu, húsmóðir, gift Erlendi Guðmunds- syni, flugstjóra; Pétur lögfræðing; Olaf, sölumann. Á þessum árum vöknuðu hugir manna að eigi væri langt að bíða þess að ísland gengi úr Danaveldi. Það var því að vonum að ungir Iög- fræðingar teldu það framavon að starfa í utanríkisþjónustu Dana sér til lærdóms og þekkingar. Gunn- laugur, sem var nýútskrifaður, brá á það ráð að flytja til Hafnar með konu sinni. Hann var ritari í ut- anríkisráðuneyti Dana 1939—45. Gunnlaugur kynnti sig vel sem öt- ull starfsmaður og vandvirkur með sjálfstæða hugsun. Hann og fjöl- skylda hans voru öll stríðsárin í Höfn og vegnaði vel á þessum erf- iðu tímum er varð að hafa mikla gát á málunum. Hann ððlaðist þar mikla þjálfun í starfinu og var góð- ur málamaður. Þar kynntist hann hinni eldri kynslóð Hafnarstúdenta er hann hafði haft spurnir af. Hann varð þeim nú málkunnugur og sótti fundi þeirra og mat mikils Sigfús Blöndal bókavörð og Jón Krabbe sendifulltrúa. 1945 flutti Gunnlaugur til Stokk- hólms ásamt fjölskyldu sinni og starfaði þar mikinn hluta ársins við sendiráðið undir stjórn Vilhjálms Finsens, síðan hélt hann til íslanda, Er hann kom heim var hann gerður að deildarstjóra í utanríkisráðu- neytinu. Þá kom í ljós hve fær hann var í þessu starfi. Var hann síðan t Utför konu minnar, móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, HULDU EINARSDÓTTUR, Digranesvegi 123, veröur gerö föstudaginn 17. júlí kl. 13.30. Jarðsett veröur frá Fossvogskapellu. Björgvin Björnsson, Einar Magni Sigmundsson, Vilborg Valdimarsdóttir, Björn Birgir Björgvinsson, Agnes Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Gunnlaugur Pétursson sendiráðunautur f London og París, en 1954 fékk hann lausn frá störf- um f sendiráðinu eftir eigin ósk 1954. í Ameríku starfði hann f. 2 ár og kom heim 1956. Hann var þá á lausum kili, en borgarritara- embætti Reykjavíkurborgar laust, en það er mikil ábyrgðar- og virð- ingarstaða næst borgarstjóraemb- ættinu. Sýnir það að Gunnlaugur hefur getið sér góðan orðstír sem ágætur embættismaður að honum var boðin staðan eftir langa útivist erlendis. Sat hann í þessu embætt í 26 ár í embættistíð 5 borgarstjóra og farnaðist vel. Urðu margir þeirra góðir vinir þeirra hjóna. Gunnlaugur var í eðli sínu skapríkur en stilltur vel, en allt bendir til að hann hafi verið ráð- liollur ef í vanda dróst og vildi gera vel. Ber þess vott hve margir heim- sóttu hann á sjötugsafmæli hans, háir sem lágir af starfsmönnum borgarinnar, svo allt var heimili þeirra hjóna fullt af fólki. Slíkur maður á góð ítök í fólkinu, þó hon- um sé ei auðið að gera öllum til hæfis. Þetta segir okkur að verk Gunnlaugs hafi notast vel og hann oft verið djúpvitur. Má þess geta að hann var árum saman í stjórn Vistheimilisins ¦ Víðiness og var stuðningsmaður þess og kom þar mörgu góðu til leiðar. Einu sinni er ég var á ferð í Reykjavík og við Gunnlaugur geng- um saman. Spurði ég hann hvort honum væri ekki starfið mikil byrði svo áhyggjur sæktu á hann í vöku eða svefni. Hann svaraði: „Ég skil þessi mál eftir á skrifborðinu, svo ég megi njóta næðis heima." Gunn- laugur dáði konu sína er hann taldi stoð sína og styttu, en sjálfur var hann heimakær með fjölskyldu sinni. Kona hans, Kristín, var hon- um tryggur lífsfðrunautur, heima og erlendis. Bjó honum og börnum þeirra gott heimili er honum var til hvíldar og ánægju. Gunnlaugur var mjög barngóður og mikill afi, þar var ekkert kynslóðabil. Ár eða aldur skildu þau ekki að, því hann var barnslega glaður. Þannig var góður andi yfir heimili þeirra hjóna Kristínar og Gunnlaugs. Gunnlaugur var bókelskur og las mikið er tími vannst til, þjóðleg fræði og annan fróðleik. Þá var hann ættfróður og hafði gaman af ættfræði eins og frændfólk hans. Gunnlaugur var trúmaður og átti sína barhatrú óskerta og var bæn- arinnar maður. Er sjúkleiki sótti hann heim um árabil varð það hon- um án efa mikill andlegur styrkur, jafnhliða góðleik konu hans og barna, er hann var sjúkur heima og á sjúkrahúsum. Þau hjón, Kristín og Gunnlaug- ur, gátu litið yfir hartnær 50 ára hjúskap, góð og blessunarrík, enda höfðu þau haldist í hendur í lffsbar- áttunni alla tfð. Ég vil kveðja minn gamla skóla- bróður með þessum orðum er ég hefi lesið og met mikils: „Sá sem aðhyllist Drottin verður jafnan gæfusamur, því Drottinn er með honum og meiri hamingju getur ekki." Ég flyt hér kveðju frá bekkjar- bræðrum Gunnlaugs Péturssonar er alltaf var í okkar augum góð- gjarn og vænn maður. Pétur Þ. Ingjaldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.