Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 46
TH
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987
fclk f
fréttum
Þekkt andlit í M ónakó
Mónakófursti og fjölskylda hans sjást hér í fylgd með Frank Sinatra ganga inn á Hotel de Paris í Mónakó,
þar sem þau heiðruðu matreiðslumeistrann Alain Ducasse með Gullna sælkeralyklinum. Frá vinstri: Step-
hano Cashigari og eiginkona hans, Karólína prinsessa, Albert prins, Frank Sinatra og frú og Rainer Monakófursti.
Morgunblaðið/I.sLA.
Systurnar Þóra, Valrós og Snjólaug Sigurbjörnsdætur ásamt eiginmanni Valrósar, þyggja kaffiveitingar
í Freyjulundi.
Hjalteyringar hittast
Hjalteyri
Núverandi og brottfluttir Hjalt-
eyringar hittust og drukku
kaffi saman f samkomuhúsinu
Freyjuiundi á Hjalteyri fyrstu helg-
in í júlí. Samsætið tókst með
miklum ágætum en kvenfélagið sá
um allar veitingar. Á þriðja hundrað
manns, Hjalteyringar, skyldmenni
og fleira fólk úr sveitnni þáðu veit-
ingar og tóku þátt söng og fóru í
leiki og um kvöldið var síðan hald-
inn dansleikur. Hjaiteyringamótinu
lauk svo með Guðsþjónustu hjá sr.
Pétri Þórarinssyni á Möðruvöllum
í Hörgárdal. Ákveðið hefur verið
að halda Hjalteyringamót árlega.
I.st.A.
Ættarmót
Mary Dilworth
MARY Dilworth, sem er
Vestur-íslendingur, fædd
og uppalin í Bandaríkjunum, hélt
á uppstigningardag ættarmót
með íslensku skyldfólki sínu í
Vörðuskóla á Skólavörðuholtinu
í Reykjavík.
Mary og maður hennar, Don,
hafa dvalið á íslandi undafarna 16
mánuði við trúboð fyrir mormóna-
kirkjuna. En auk þess hefur Mary
haft upp á rúmlega 100 ættingjum
sínum hér á landi og komu þeir
flestir á ættarmótið.
Langafi og langamma Mary, þau
Jón Ingimundarson og Þórdís
Björnsdóttir frá Miðey í Austur-
Landeyjum, gerðust mormónar og
fluttust vestur um haf árið 1866.
Sonur þeirra og afi Mary, Ingi-
mundur, kvæntist Hildi Árnadóttur
frá Vestmannaeyjum, sem einnig
hafði flust til Bandaríkjanna.
Á ættarmótinu fluttu Mary og
Don eiginmaður hennar ræður, en
hann lék einnig á píanó og kór úr
Mormónakirkjunni söng eitt lag.
Mary sýndi á mótinu ættartré sitt
og lagði einnig fram skýrslur um
hverja fjölskyldu samkvæmt upp-
lýsingum sínum og voru mótsgetir
síðan beðnir að leiðrétta það, sem
rangt kynni að reynast.
Mary og Don Dil worth við ættartréð.
Lionsmenn
gróðursetja
tré við
Straumsvík
Fjórir Lions- og Lionessu klúb-
bar í Hafnarfirði fóru nú í
síðustu viku og gróðursettu tré að
beiðni garðyrkjuráðunauts Hafnar-
fjarðarbæjar. Trjánum var plantað
austan vegarins rétt áður en komið
er að Straumsvík, þar sem nýtt iðn-
aðarhverfi á að rísa samkvæmt
skipulagi bæjarins.
Það hefur verið sameiginlegt
verkefni Lionsfélaganna á höfuð-
borgarsvæðinu að fegra umhverfið
með trjárækt og hafa klúbbarnir í
Hafnarfirði haldið árlegan gróður-
setningardag í þeim tilgangi. Þetta
verkefni var þó unnið sérstaklega
fyrir Hafnarfjarðarbæ og sagði
Baldvin Albertsson, formaður Lions
í Hafnarfirði að það væri mikilvægt
að huga að frágangi áður en bygg-
ingarframkvæmdir hæfust til þess
að tryggja snyrtilegt umhverfi.
Visitölufjölskyldan drekkur mótskaffið. Pálmi Bjarnason málara-
meistari og kona hans Elisabet Hreiðarsdóttir ásamt syni.
Morgunblaðið/KGA
Elísabet Guðbjörnsdóttir ræðir við dætur sínar, í baksýn eru Björn Lionsmenn og Lionessur í Hafnarfirði við gróðursetningu hjá Straumsvík þar sem byggt verður nýtt
Andrésson og tengdapabbinn, Guðbjörn Axelsson vélstjóri. iðnaðarhverfi.