Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987 fclk í fréttum Þekkt andlit í Mónakó Mónakófursti og fjölskylda hans sjást hér í fylgd með Frank Sinatra ganga inn á Hotel de Paris í Mónakó, þar sem þau heiðruðu matreiðslumeistrann Alain Ducasse með Gullna sælkeralyklinum. Frá vinstri: Step- hano Cashigari og eiginkona hans, Karólína prinsessa, Albert prins, Frank Sinatra og frú og Rainer Monakófursti. Ættarmót Mary Dilworth MARY Dilworth, sem er Vestur-íslendingur, fædd og uppalin í Bandaríkjunum, hélt á uppstigningardag ættarmót með íslensku skyldfólki sínu í Vörðuskóla á Skólavörðuholtinu í Reykjavík. Mary og maður hennar, Don, hafa dvalið á íslandi undafarna 16 mánuði við trúboð fyrir mormóna- kirkjuna. En auk þess hefur Mary haft upp á rúmlega 100 ættingjum sínum hér á landi og komu þeir flestir á ættarmótið. Langafí og langamma Mary, þau Jón Ingimundarson og Þórdís Bjömsdóttir frá Miðey í Austur- Landeyjum, gerðust mormónar og fluttust vestur um haf árið 1866. Sonur þeirra og afí Mary, Ingi- mundur, kvæntist Hildi Ámadóttur frá Vestmannaeyjum, sem einnig hafði flust til Bandaríkjanna. Á ættarmótinu fluttu Mary og Don eiginmaður hennar ræður, en hann lék einnig á píanó og kór úr Mormónakirkjunni söng eitt lag. Mary sýndi á mótinu ættartré sitt og lagði einnig fram skýrslur um hveija fjölskyldu samkvæmt upp- lýsingum sínum og voru mótsgetir síðan beðnir að leiðrétta það, sem rangt kynni að reynast. Mary og Don Dilworth við ættartréð. Lionsmenn gróðursetja tré við Morgunblaðið/I.8t.A. Straumsvík Fjórir Lions- og Lionessu klúb- bar í Hafnarfirði fóm nú í síðustu viku og gróðursettu tré að beiðni garðyrkjuráðunauts Hafnar- fjarðarbæjar. Tijánum var plantað austan vegarins rétt áður en komið er að Straumsvík, þar sem nýtt iðn- aðarhverfi á að rísa samkvæmt skipulagi bæjarins. Það hefur verið sameiginlegt verkefni Lionsfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu að fegra umhverfið með tijárækt og hafa klúbbarnir í Hafnarfírði haldið árlegan gróður- setningardag í þeim tilgangi. Þetta verkefni var þó unnið sérstaklega fyrir Hafnarfjarðarbæ og sagði Baldvin Albertsson, formaður Lions í Hafnarfírði að það væri mikilvægt að huga að frágangi áður en bygg- ingarframkvæmdir hæfust til þess að tryggja snyrtilegt umhverfí. Vísitölufjölskyldan drekkur mótskaffið. Pálmi Bjarnason málara- meistari og kona hans Elísabet Hreiðarsdóttir ásamt syni. Systumar Þóra, Valrós og Snjólaug Sigurbjömsdætur ásamt eiginmanni Valrósar, þyggja kaffiveitingar í Freyjulundi. Hj alteyr ingar hittast Hjaltcyri. Núverandi og brottfluttir Hjalt- eyringar hittust og drukku kaffí saman í samkomuhúsinu Freyjulundi á Hjalteyri fyrstu helg- in í júlí. Samsætið tókst með miklum ágætum en kvenfélagið sá um allar veitingar. Á þriðja hundrað manns, Hjalteyringar, skyldmenni og fleira fólk úr sveitnni þáðu veit- ingar og tóku þátt söng og fóru í leiki og um kvöldið var síðan hald- inn dansleikur. Hjalteyringamótinu lauk svo með Guðsþjónustu hjá sr. Pétri Þórarinssyni á Möðruvöllum í Hörgárdal. Ákveðið hefur verið að halda Hjalteyringamót árlega. I.st.A. Elísabet Guðbjörnsdóttir ræðir við dætur sínar, í baksýn em Björa Andrésson og tengdapabbinn, Guðbjöra Axelsson vélstjóri. Morgunblaðið/KGA Lionsmenn og Lionessur í Hafnarfirði við gróðursetningu hjá Straumsvík þar sem byggt verður nýtt iðnaðarhverfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.