Morgunblaðið - 15.07.1987, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 15.07.1987, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JULI 1987 ""47 Ingibjörg Ellertsdóttir í hópi krakkanna í unglingavinnunni. Morgunbiaðið/Ámi Helgason STYKKISHÓLMUR: Langamma stjórnar unglingavinnunni Stykkishólmi. KYLDI nokkur bær nema Stykkishólmur geta státað af því að hafa sem verkstjóra í unglingavinnunni langömmu, sem stjórnar með prýði unglingaskara í hreinsun gatna og umhverfís í bænum og það af þeirri prýði að allir leggja sig fram um að gera sitt besta. Enda má sjá þegar ekið er um bæinn að þar er allt svo snyrtilegt. Og krakkarnir hafa gaman af að taka til hendinni. Stykkishólmsbær hefir eflst og fegrast á síðastliðnum árum og þeir sem koma af gömlum Hólm- urum í heimsókn 4. og 5. hvert ár eru stundarkorn að átta sig á breytingum. Ingibjörg Ellerts- dóttir, sem stjómar bæjarvinnu unglinga, er einnig með bömun- um á veturna þar sem hún hefir umsjón í skólanum svo hún kann á þeim lagið og hennar létta lund hjálpar til. — Árni Götusóparar á fullri ferð. Svavar Gests kosinn alþjóðastjórnandi Lions Svavar Gests, formaður Lions- hreyfingarinnar á íslandi, var kosinn alþjóðastjórnandi Lions á sjötugasta alþjóðaþingi hreyfingar- innar á Taiwan nú í bytjun júlí. Hann mun gegna embættinu í tvö ár en alþjóðastjóm Lions skipa 33 menn, fimm forsetar og 28 alþjóða- stjórnendur. Hver stjórnandi er fulltrúi ákveðins svæðis og er Sva- var fulltrúi Norðurlandanna í stjóminni. Svavar er landskunnur fyrir út- varpsþætti sína og hljómplötuútg- áfu auk þess sem hann var formaður FIH í tíu ár. Hann hefur verið meðlimur í Lions frá 1965 og gegnt þar ýmsum ábyrgðarstörfum m.a. sem kiúbbformaður, umdæ- misstjóri í Reykjavík og fjölumdæ- misstjóri fyrir allt landið. Hann er félagi í Lionsklúbbnum Ægi í Reykjavík. Lionshreyfingin er mjög fjöl- menn, með um 1.3 miljónir meðlima í 38 þúsund félögum í 162 löndum um heim allan. Lionsmenn vinna sem kunnugt er að líknar- og mann- úðarmálum, bæði með fjáröflun og beinu sjálfboðastarfi í félögunum og síðustu árum hafa íslenskir Li- onsmenn bætt við sig umhverfis- verndarmálum. Að sögn Svavars eru íslendingar virkastir í Lions- hreyfingunni miðað við höfðatölu þar sem í flestum þéttbýliskjörnum á landinu og víða í sveitum eru starfandi fjölmennir Lionsklúbbar. Og nú geta konur líka orðið félagar í Lions og kalla þær sig Lionessur. COSPER — Segðu mér góði, hvenær kemur næsti strætisvagn? KAUPFÉLÖGIN í LANDINU KROMHILLU- SAMSTÆÐURNAR KOIUINAR Einnig í hvítu og svörtu. Stakar hillur eöa samstæður meö hillum, skápum og skúffum. Smiðjuvegi 6, Kópavogi símar 45670___ 44544. Svavar Gests.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.