Morgunblaðið - 15.07.1987, Síða 51

Morgunblaðið - 15.07.1987, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987 51 Þessir hringdu . . Leðurjakki tap- aðist Rósa íris hringdi. Hún tapaði leðutjakka á balli í Heimalandi í Vestur—Eyjafjöllum föstudaginn 3. júlí. Leðuijakkinn er svartur og síður og var nýkominn úr við- gerð þegar hann týndist. Finnandi er beðinn að hringja í Rósu í síma 99-8855 Ljóðið er eftir Guðmund Guð- mundsson Fjóla Jóhannesdóttir hringdi. Hún sagði að ljóðið sem birt var í Velvakanda sunnudagana 5. og 12. júlí væri örugglega eftir Guð- mund Guðmundsson. Það héti Ástimar mínar og væri að finna í síðara bindi ljóðasafns hans sem Steingerður Guðmundsdóttir tók saman. Vantar eitt er- indi M.H. hringdi. Hún sagðist oft hafa sungið ljóðið sem birtist í Velvakanda 5. og 12. júlí í æsku og hefði lært það. Sagði hún að enn vantaði eitt erindi. Það væri á þessa leið: Eg elska blómin blíð sem brosa í hlíð, og blessuð skæru himinljósin fríð, eg elska vor með allt þess lff og fjör, eg elska kærleiksbros á ftíðri vör. Kettlingur týnd- ur Stálpaður kettlingur, Skotta, er týndur frá Fífuhvammi 19 í Kópavogi. Rautt merki við hálsól vísar á eigendur. Þeir sem þykjast hafa séð þann litla eru beðnir að hringja í sima 40860. Köttur týndur Sigrún hringdi. Hún hafði týnt litlum ketti. Kötturinn er grár með hvíta sokka og snoppu. Hann hvarf sl. sunnudagsmorgun og telur Sigrún að hann hljóti að hafa lokast inni eða slasast því að hann rati vel heim til sín. Sá sem rekst á köttinn er beðinn að hringja í síma 17639. Haugakjötið verði gæludýra- fóður Kona hringdi: „Ég hef yerið að lesa eins og aðrir um allt þetta kindakjöt sem verið er að fleygja á haugana. Langar mig að varpa fram hugd- ettu sem ég fékk þegar ég var beðin að gæta hunds fyrir eiganda hans. Svo virðist sem fjöldi fólks kaupi rándýrt innflutt fóður handa gæludýrunum sínum. Mér finnst það alveg ófyrirgefanlegt þegar verið er að henda íslensku kjöti á sama tíma. Væri ekki ráð að reyna að nýta þetta kjöt sem nú er hent til að spara gjaldeyrinn sem fer í að flytja inn erlent gæludýrafóður?" Gróf framkoma dyravarðar K.H.J. hringdi: „Ég og ein vinkona mín fórum út að skemmta okkur saman í skemmtistaðnum Glæsibæ fyrir nokkru og vorum reyndar nokkuð við skál. Þama inni urðum við fyrir því að tveir menn nánast réðust á okkur. Nokkrir dyraverð- ir komu þá aðvífandi og skökkuðu leikinn en mennimir sem höfðu ráðist á okkur voru með einhver læti við þá. Eftir þetta hefur okkur vinkon- unum verið meinað um inngöngu á skemmtistaðinn þótt við höfum í raun ekkert gert af okkur og meira að segja alltaf verið kurteis- ar við dyraverðina. Við höfum líka oft séð fólk vera að rífast og slást þama inni og fengið að fara inn aftur. Þegar við höfum reynt að fá leiðréttingu okkar mála hefur einn dyravörðurinn verið ákaflega dónalegur við okkur og þvemeitað okkur um að fá að fara inn. Þetta getum við ómögulega sætt okkur við.“ Illa búið að öldr- uðum H.S.J. hringdi: „Nýleg grein í Velvakanda hef- ur verið í huga mér síðan ég las hana. Þar erum við minnt á það að gamla fólkið á elliheimilunum hefur 4000 krónur í ráðstöfunarfé á mánuði. Þessi forsmán er hreint og beint ótrúleg. Á meðan þjóðfélagið virð- ist vaða í peningum ættum við að skammast okkar fyrir slíkt mannúðarleysi. Þetta fólk sem aldrei hefur gert kröfur en þrælað alla sína ævi á nú ekki til pening til að kaupa afmælisgjöf handa bama- bami eða láta upp í það brjóstsyk- ursmola. Sama dag og þessi grein kom í Velvakanda var skýrt frá því í útvarpi að þingmenn Suðurlands hefðu komið saman og ákveðið að drífa í því að ljúka við nýju Ölfusárbrúna. Sömuleiðis var skýrt frá undarlegum tiltektum við Þjóðarbókhlöðuna og ætti fólk að fylgjast með því hvað þar er að gerast. Að mínum dómi er þjóðarbók- hlaðan eitt ljótasta hús í bænum, næstum eins og oliuborpall og nú á að henda tugum eða hundruðum milljóna í að búa til síki með gler- þaki í kringum hana og grjótgarð þar utan á. Svona er menningin orðin mikil. Það er ekki von að það séu til peningar fyrir smælingja. Þing- mennimir okkar opna aldrei munninn nema til að heimta meiri eyðslu í þetta eða hitt enda sjáum við glögg dæmi þess ef við lítum í kring um okkur. Alls staðar em framkvæmdir á vegum hins opin- bera. Og svo er kvartað um þenslu. Allir vilja reisa sér minnisvarða og allt verður að gera strax. Eins og þeir búist við að við verðum síðasta vinnufæra kynslóðin á ís- landi. Gerviþarfímar ganga fyrir öllu og menningarslagorðin glymja á hátíðar— og tyllidögum en gamla fólkið er látið sitja eftir með sárt ennið og 4000 krónur á mánuði." Hafíð ávallt viðurkenndan öryggisbúnað tiltækan. Sinnið viðhaldi á bátnum hvenær sem tími gefst. Hafið um borð varaárar og ræði, tóg, iegufæri og austurtrog. Einnig ljós flautu og blys til merkja- gjafa. Áfengi má aldrei hafa um hönd í bátsferðum. Bakkus er óheill hverri áhöfn og má aldrei sitja undir stýri. Góð þjónusta í félagi garð- yrkjumanna Mig langar til að koma á fram- færi þökkum til starfsmanna Sölufélags garðyrkjumanna. Svo er mál með vexti að við hjónin ætluðum að gróðursetja í nágrenni sumarbústaðar okkar um síðustu helgi en vantaði flest sem til þess þarf. Er skemmst frá því að segja að við brugðum okkur í verslun Sölufélagsins við Öskjuhlíð og tóku þar á móti okkur sérlega vinalegir sölumenn sem kepptust um að verða okkur til hjálpar og veittu mörg góð ráð. Gengum við út margs vísari og búin öllu því sem til þurfti enda gekk gróðursetningin framar von- um. Þess væri óskandi að aðrir sölu- menn tækju sér þessa þjónustu til fyrirmyndar. Anægður viðskiptavinur húsgagna4iöllin TEG: RAPID hornsófi. VERÐ: 127.620.- Fæst einnig sem 3+2+1 og 3+1+1. Greiðslukjör við allra hæfi. 6 og 12 mán. REVKJAVÍK 0TRUIEGT! Hvar annars staðar færðu yfir 130 tegimdir af sófasettum í öllum hugsanlegum útgáfum? Við eigum lítil sett og stór, venjuleg og óvenjuleg, dýr og ódýr sem öll eiga þó eitt sameiginlegt og það eru GÆÐI TEG: SORRENT 3+2+1. VERÐ: 151.120.- Fæst einnig sem 3+1+1. TEG: GENUA 3+2+1. VERÐ: 192.790.- RAPID

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.