Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 52
52 4- MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987 Stefán Þorvarðarson, slgurvegari f mótl Slgga frœnda. KEILA Stefán vann mót Siggafrænda UM helgina var haldið monrad- mót á vegum Keilufélags Sigga frænda. Þetta er frekar sjaldgæft snið á móti í keilu, en monrad- kerfið er mikið notað í skákinni. Spilaðar voru 6 umferðir og sigraði Stefán Þorvarðar- ^son, hafði 5 og hálfan vinning. Næstur á eftir honum kom Bjarni Sveinbjörnsson í 2.-4. sæti með 5 vinninga, en hann spilaði á hæsta meðaltalinu, 176. Efst af konunum varð Björg Hafsteinsdóttir_ með 5 vinninga. Hún spilar með Islands- meisturunum, Keilubönum. Keilu- salurínn í Öskjuhlíð gefur verðlaun í hvert skipti sem spilað er í mót- inu, en Morgunblaðið gefur síðan dyggilega verðlaun í lok mótsins. Eftir 12. umferð í Sumarmóti Sigga frænda er íslandsmeistarinn AIois Raschhofer efstur á öllum list- um mótsins. Hann er með 184 í meðaltal eftir 21 leik og hefur náð 622 íseríu og (236) er hæsti leikur- inn. í fyrra var svipaða sögu að segja _ er Höskuldur Hös-kuldsson setti íslandsmet þegar hann náði 704 í seríu og einokaði efsta sætið á öllum listum mótsins. Höskuldur fór illa af stað í sumar og hefur ekki náð sér á strik. KVENNALANDSLIÐIÐ í knatt- spyrnu hefur æfingar nú í júlí undir stjórn Aðalsteins Örn- ólfssonar, fyrrum þjálfara kvennaliðs Breiðabliks. Nú verður ífyrsta skipti valið landslið 16 ára og yngri og hefur það einnig æfingar ffljót- lega. Tveir leikir eru fyrirhugaðir hjá A-landsliði kvenna í sumar; báðir gegn Vestur-Þjóðverjum ytra 4. og 6. september. Unglingalandsliðið er nýjung, sem fyrr segir, en fyrsta verkefni þess liðs verður Norðurlandamót í Nor- egi á næsta ári. Til að undirbúnin- KNATTSPYRNA bgar verði sem bestur verður hafist handa strax. Von er á færeysku liði seinna í sumar hingað til lands í æfingagerð — og verður þá vænt- anlega haldið fjögurra liða mót með þátttöku unglingalandsliðsins, fær- eyinganna og tveggja félagsliða. Aðalsteinn Örnólfsson þjálfar einnig yngra liðið. Hann fær aðstoð frá mönnum á landsbyggðinni við val liðsins og eru það Albert Ey- mundsson, þjálfari Sindra, sem mun sjá um Austurland, Þorvaldur Þor- valdsson þjálfári KA sér um Norðurland. Þá mun Karolína Jóns- dóttir, leikmaður með meistara- flokki KR, aðstoða Aðalstein við val á unglingaliðinu. Nfundu umferð lýkur í kvöld Stórieikur í 1. deild kvenna EINN leikur verður í 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld, ÍBK og Fram leika í Kef lavík kl. 20. 12. deild verða þrír leikir í kvöld. Þær viðureignir eru: Breiðablik- Einherji, Leiftur-Þróttur og Sel- foss-Víkingur. Stórleikur verður í 1. deild kvenna í kvöld á Akranesi. Efsta lið deildar- innar, IA, fær Islandsmeistara Vals í heimsókn. Allir þessir leikir hefj- ast kl. 20.00. WM X KNATTSPYRNA / LANDSLIÐ KVENNA Æf ingar að hefjast Þau leiðinlegu mistök urðu í blaðinu í gær að villa slæddist inn í síðasta hluta íþróttagetraunar okkar. I 6. spurningunni var spurt hver hefði sigrað í 400 metra hlaupi á landsmóti UMFÍ á Húsavík — en þar átti að spyrja um nafn sigurvegarans í 110 m grindahlaupi karla á landsmótinu. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum, en birtum hér síðasta hluta júlígetraunarinnar aftur, réttan! Þá er bara að drífa sig í að svara spurn- ingunum, skrifa niður lausnarorðið, og senda okkur allar þrjár lausnirnar. Og utanáskriftin er: _ ,--------------------------------------------------------^--------------------------- íþróttagetraun Morgunbfaðsins, Morgunblaðið, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. 1. Hvað heitir íþróttafélagið á Grenivík? Svar: LJ.................................................................................................. 2. Hver á Norðurlandamet í spjótkasti karla? Svar: LJ.................................................................................................. 3. Alnafnar leika með 1. deildarliðum Vals og ÍBK í knattspyrnu. Hvað heita þeir? Svar: LJ.................................................................................................. 4. Hverjir sigruðu á Júgóslavíumótinu í handknattleik á dögunum þar sem íslendingar urðu í þriðja sæti? Svar: Lj.................................................................................................. 5. Frá hvaða landi er hlaupakonan Jarmila Kratovchvilova? Svar: II.................................................................................................. 6. Hver sigraði í 110 m grindahlaupi karla á landsmóti UMFÍ á Húsavík? Svar: LJ.................................................................................................. 7. íslenskt dómarapar dæmdi á Júgóslavíumótinu í handknattleik fyrir skömmu. Annar dómarinn heit- ir Gunnar Kjartansson. Hvað heitir hinn? Svar: LJ.................................................................................................. 8. Hvað heitir ungmennafélagið í Mosfellssveit? Svar: L I............................................'...................................................... 9. Hverjir sigruðu í körfuknattleik á landsmóti UMFÍ á Húsavík? Svar: LJ.................................................................................................. 10. Egill Eiðsson, hlaupari úr UÍA, á bróður sem leikur með 1. deildarliði Vals í knattspyrnu. Hvað heitir hann? Svar: I__I.................................................................................................. Eins og áður hefur komið fram er getraunin ætluð unglingum og öðrum lesendum blaðsins 16 ára ogyngri, og verða þrír verðlaunaðir. Sá sem á fyrsta umslagið sem dregið verður út hlýtur ferð til Lundúna í verðlaun — fer þangað ásamt Sigurði Samúelssyni frá ísafirði og Hauk Harðarsyni úr Biskupstungum, sem voru svo heppnir í maí- og júnígetrauninni að eiga fyrsta umslagið sem dregið var. En þrenn verðlaun verða veitt; auk utanlandsferðarinnar eru í boði íþróttagallar og íþróttatöskur, Morgunblaðsklukka og bolur merktur Morgunblaðinu. Það er því ástæða til að hvetja alla til að taka þátt í þessari getraun því feistandi verðlaun bíða hins heppna! Lausnarorð:.............................................. Nafn: ...................................................................................................... Heimili: ................................................................................................... Sími: ........................................................................................... Aldur: FRJALSAR / SPJOTKAST Einar er áttundi í stigakeppninni EINAR Vilhjálmsson er í átt- unda sæti í stigakeppni spjót- kastara en hann hef ur keppt á þremur stigamótum (Grand Prix) Alþjóðaf rjálsíþróttasam- bandsins. Einar þarf að halda þessu sæti að minnsta kosti til þess að komast á úrslitakeppni stigamó- tanna, sem verður haldin í Briissel í september. Átta stigahæstu menn í hverji grein öðlast sjálfkrafa keppnisrétt þar. Þeir hljóta pen- ingaverðlaun, 10 þúsund dollara eða 400.000 ísl. krónur, sá fyrsti, 8 þúsund sá næsti og þriðji maður hlýtur 6 þúsund dollara. Pjórði maður hlýtur 5 þúsund dollara og þannig koll af kolli niður í áttunda sæti, en fyrir það fást eittþúsund dollarar. Einar hefur keppt á aðeins þrem- ur stigamótum og er með 11 stig. Hægt er að keppa um stig á 10 'mótum en meðaltal fimm beztu mótanna ræður. Sjö mótum er lokið og því aðeins þrjú eftir. Einar kepp- ir á a.m.k. tveimur þeirra, í Rómaborg 22. júlí og Köln 16. ágúst. Verið er að athuga með þátt- töku fyrir á móti í London 14. ágúst. Sigurður Einarsson hefur keppt á tveimur mótum og er með 8 stig, sem dugar til 13. sætis. Sigurður hélt í gær til Banda- ríkjanna til æfinga næstu tvær vikurnar og keppir því ekki í Róm 22. júlí. Listinn yfir stigahæstu menn lítur út sem hér segir: Tom Petranoff, Bandarfkjunum...................36 Jan Zelezny, Tékkóslóvakíu.........................26 Viktor Yevsyukov, Sovétríkjunum...............25 Mike Hill, Bretlandi .....................................18 PeterBorglund, Svíþjóð...............................16 Roald Bradstock, Bretlandi..........................14 Detlef Michel, A-Þýzkalandi........................14 EINAR VILHJLMSSON..............................11 Kazuhiro Mizoguchi, Japan............................9 Brian Crouser, Bandaríkjunum......................9 Sergey Shatilo, Sovétríkjunum ......................9 Klaus Tafelmeier, V-Þýzkalandi....................9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.