Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 52
52
4-
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987
Stefán Þorvarðarson, slgurvegari f mótl Slgga frœnda.
KEILA
Stefán vann mót
Siggafrænda
UM helgina var haldið monrad-
mót á vegum Keilufélags Sigga
frænda. Þetta er frekar sjaldgæft
snið á móti í keilu, en monrad-
kerfið er mikið notað í skákinni.
Spilaðar voru 6 umferðir og
sigraði Stefán Þorvarðar-
^son, hafði 5 og hálfan vinning.
Næstur á eftir honum kom Bjarni
Sveinbjörnsson í 2.-4. sæti með 5
vinninga, en hann spilaði á hæsta
meðaltalinu, 176. Efst af konunum
varð Björg Hafsteinsdóttir_ með 5
vinninga. Hún spilar með Islands-
meisturunum, Keilubönum. Keilu-
salurínn í Öskjuhlíð gefur verðlaun
í hvert skipti sem spilað er í mót-
inu, en Morgunblaðið gefur síðan
dyggilega verðlaun í lok mótsins.
Eftir 12. umferð í Sumarmóti
Sigga frænda er íslandsmeistarinn
AIois Raschhofer efstur á öllum list-
um mótsins. Hann er með 184 í
meðaltal eftir 21 leik og hefur náð
622 íseríu og (236) er hæsti leikur-
inn. í fyrra var svipaða sögu að
segja _ er Höskuldur Hös-kuldsson
setti íslandsmet þegar hann náði
704 í seríu og einokaði efsta sætið
á öllum listum mótsins. Höskuldur
fór illa af stað í sumar og hefur
ekki náð sér á strik.
KVENNALANDSLIÐIÐ í knatt-
spyrnu hefur æfingar nú í júlí
undir stjórn Aðalsteins Örn-
ólfssonar, fyrrum þjálfara
kvennaliðs Breiðabliks. Nú
verður ífyrsta skipti valið
landslið 16 ára og yngri og
hefur það einnig æfingar ffljót-
lega.
Tveir leikir eru fyrirhugaðir hjá
A-landsliði kvenna í sumar;
báðir gegn Vestur-Þjóðverjum ytra
4. og 6. september.
Unglingalandsliðið er nýjung, sem
fyrr segir, en fyrsta verkefni þess
liðs verður Norðurlandamót í Nor-
egi á næsta ári. Til að undirbúnin-
KNATTSPYRNA
bgar verði sem bestur verður hafist
handa strax. Von er á færeysku
liði seinna í sumar hingað til lands
í æfingagerð — og verður þá vænt-
anlega haldið fjögurra liða mót með
þátttöku unglingalandsliðsins, fær-
eyinganna og tveggja félagsliða.
Aðalsteinn Örnólfsson þjálfar
einnig yngra liðið. Hann fær aðstoð
frá mönnum á landsbyggðinni við
val liðsins og eru það Albert Ey-
mundsson, þjálfari Sindra, sem mun
sjá um Austurland, Þorvaldur Þor-
valdsson þjálfári KA sér um
Norðurland. Þá mun Karolína Jóns-
dóttir, leikmaður með meistara-
flokki KR, aðstoða Aðalstein við val
á unglingaliðinu.
Nfundu umferð
lýkur í kvöld
Stórieikur í 1. deild kvenna
EINN leikur verður í 1. deildinni
í knattspyrnu í kvöld, ÍBK og
Fram leika í Kef lavík kl. 20.
12. deild verða þrír leikir í kvöld.
Þær viðureignir eru: Breiðablik-
Einherji, Leiftur-Þróttur og Sel-
foss-Víkingur.
Stórleikur verður í 1. deild kvenna
í kvöld á Akranesi. Efsta lið deildar-
innar, IA, fær Islandsmeistara Vals
í heimsókn. Allir þessir leikir hefj-
ast kl. 20.00.
WM
X
KNATTSPYRNA / LANDSLIÐ KVENNA
Æf ingar að hefjast
Þau leiðinlegu mistök urðu í blaðinu í gær að villa slæddist inn í síðasta
hluta íþróttagetraunar okkar. I 6. spurningunni var spurt hver hefði sigrað
í 400 metra hlaupi á landsmóti UMFÍ á Húsavík — en þar átti að spyrja
um nafn sigurvegarans í 110 m grindahlaupi karla á landsmótinu. Við
biðjumst velvirðingar á þessum mistökum, en birtum hér síðasta hluta
júlígetraunarinnar aftur, réttan! Þá er bara að drífa sig í að svara spurn-
ingunum, skrifa niður lausnarorðið, og senda okkur allar þrjár lausnirnar.
Og utanáskriftin er:
_ ,--------------------------------------------------------^---------------------------
íþróttagetraun
Morgunbfaðsins,
Morgunblaðið,
Aðalstræti 6,
101 Reykjavík.
1. Hvað heitir íþróttafélagið á Grenivík?
Svar: LJ..................................................................................................
2. Hver á Norðurlandamet í spjótkasti karla?
Svar: LJ..................................................................................................
3. Alnafnar leika með 1. deildarliðum Vals og ÍBK í knattspyrnu. Hvað heita þeir?
Svar: LJ..................................................................................................
4. Hverjir sigruðu á Júgóslavíumótinu í handknattleik á dögunum þar sem íslendingar urðu í þriðja
sæti?
Svar: Lj..................................................................................................
5. Frá hvaða landi er hlaupakonan Jarmila Kratovchvilova?
Svar: II..................................................................................................
6. Hver sigraði í 110 m grindahlaupi karla á landsmóti UMFÍ á Húsavík?
Svar: LJ..................................................................................................
7. íslenskt dómarapar dæmdi á Júgóslavíumótinu í handknattleik fyrir skömmu. Annar dómarinn heit-
ir Gunnar Kjartansson. Hvað heitir hinn?
Svar: LJ..................................................................................................
8. Hvað heitir ungmennafélagið í Mosfellssveit?
Svar: L I............................................'......................................................
9. Hverjir sigruðu í körfuknattleik á landsmóti UMFÍ á Húsavík?
Svar: LJ..................................................................................................
10. Egill Eiðsson, hlaupari úr UÍA, á bróður sem leikur með 1. deildarliði Vals í knattspyrnu. Hvað
heitir hann?
Svar: I__I..................................................................................................
Eins og áður hefur komið fram er getraunin ætluð unglingum og öðrum lesendum blaðsins
16 ára ogyngri, og verða þrír verðlaunaðir. Sá sem á fyrsta umslagið sem dregið verður út
hlýtur ferð til Lundúna í verðlaun — fer þangað ásamt Sigurði Samúelssyni frá ísafirði og
Hauk Harðarsyni úr Biskupstungum, sem voru svo heppnir í maí- og júnígetrauninni að eiga
fyrsta umslagið sem dregið var. En þrenn verðlaun verða veitt; auk utanlandsferðarinnar eru
í boði íþróttagallar og íþróttatöskur, Morgunblaðsklukka og bolur merktur Morgunblaðinu.
Það er því ástæða til að hvetja alla til að taka þátt í þessari getraun því feistandi verðlaun
bíða hins heppna!
Lausnarorð:..............................................
Nafn: ......................................................................................................
Heimili: ...................................................................................................
Sími: ........................................................................................... Aldur:
FRJALSAR / SPJOTKAST
Einar er áttundi
í stigakeppninni
EINAR Vilhjálmsson er í átt-
unda sæti í stigakeppni spjót-
kastara en hann hef ur keppt á
þremur stigamótum (Grand
Prix) Alþjóðaf rjálsíþróttasam-
bandsins.
Einar þarf að halda þessu sæti
að minnsta kosti til þess að
komast á úrslitakeppni stigamó-
tanna, sem verður haldin í Briissel
í september. Átta stigahæstu menn
í hverji grein öðlast sjálfkrafa
keppnisrétt þar. Þeir hljóta pen-
ingaverðlaun, 10 þúsund dollara
eða 400.000 ísl. krónur, sá fyrsti,
8 þúsund sá næsti og þriðji maður
hlýtur 6 þúsund dollara. Pjórði
maður hlýtur 5 þúsund dollara og
þannig koll af kolli niður í áttunda
sæti, en fyrir það fást eittþúsund
dollarar.
Einar hefur keppt á aðeins þrem-
ur stigamótum og er með 11 stig.
Hægt er að keppa um stig á 10
'mótum en meðaltal fimm beztu
mótanna ræður. Sjö mótum er lokið
og því aðeins þrjú eftir. Einar kepp-
ir á a.m.k. tveimur þeirra, í
Rómaborg 22. júlí og Köln 16.
ágúst. Verið er að athuga með þátt-
töku fyrir á móti í London 14. ágúst.
Sigurður Einarsson hefur keppt
á tveimur mótum og er með 8 stig,
sem dugar til 13. sætis.
Sigurður hélt í gær til Banda-
ríkjanna til æfinga næstu tvær
vikurnar og keppir því ekki í Róm
22. júlí.
Listinn yfir stigahæstu menn
lítur út sem hér segir:
Tom Petranoff, Bandarfkjunum...................36
Jan Zelezny, Tékkóslóvakíu.........................26
Viktor Yevsyukov, Sovétríkjunum...............25
Mike Hill, Bretlandi .....................................18
PeterBorglund, Svíþjóð...............................16
Roald Bradstock, Bretlandi..........................14
Detlef Michel, A-Þýzkalandi........................14
EINAR VILHJLMSSON..............................11
Kazuhiro Mizoguchi, Japan............................9
Brian Crouser, Bandaríkjunum......................9
Sergey Shatilo, Sovétríkjunum ......................9
Klaus Tafelmeier, V-Þýzkalandi....................9