Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JULI 1987 53 Morgunblaðið/Qunnlaugur Rögnvaldsson Nlgel Mansallf sem hér ér í Williams Honda-bíl sínum, kom fyrstur í mark í Silverstone-kappakstrinum um helgina. Hann er nú í öðru sæti í heimsmeistara- keppninni og er til alls lfklegur. KAPPAKSTUR / FORMULA1 Mansell vann á heimavelli HARÐVÍTUGT einvígi í orði og á borði fórfram á milli Brasilíu- mannsins Nelson Piquet og Bretans Nigel Mansell f kring- um breska kappaksturinn á Silverstone-brautum um helg- ina. Mansell vann eftir mikla keppni en Piquet varð tœpum tveimur sekúndum á eftir hon- um. Báðir aka kapparnir Will- iams-bflum og þó þeir séu f sama liðl virðast samskiptl þeirra í lágmarki, helst að þeir gagnrýni hvom annan fyrir keppni, eins og kom fyrír um helgina. í baráttunni um heims- meistaratitilinn er ekkert gefið eftir, hvort sem menn eru í sama liði eða ekki. Eftir keppnina um helgina er mikil spenna milli toppöku- manna. Brasilíumaðurinn Ayrton Senna leiðir enn keppnina en hann náði þriðja sæti í breska kappakstr- inum. Hann hefur 31 stig til heimsmeistara, Mansell og Piquet báðir 30. Síðan hefur Frakkinn Ala- in Prost, núverandi heimsmeistari, 26 stig. Þar sem Gpennan er mikil reyna keppendur ýmislegt til að slá andstæðinginn út af laginu, m.a. með sálfræði. Piquet gagnrýndi t.d. akstursmáta Mansell opinberlega fyrir breska kappaksturinn, sagði hann hafa ekið glæfralega fram úr, þegar Mansell tryggði sér sigur í franska kappakstrinum helgina áð- ur. „Hann ók ekki framúr, ég hleypti Iionum fram úr, annars hefði orðið árekstur," sagði !?iquet, en Mansell !ét sér fátt um íínnast. „Við skulum sjá hvernig aksturinn verður í keppninni, ég þarf ekki að munnhöggvast við Piquet," sagði Mansell um Piquet. Mansell lét ekki orðin ein tala. Strax í upphafi breska kappakst- ursins varð keppnin einvfgi milli þeirra Mansell og Piquet. Að vísu hafði Prost forystu fyrsta hringinn, en sfðan ekki söguna meir. Piquet hélt forystunni af grimmd, með Mansell sífellt í baksýnisspeglinum. í 35. hring lét Mansell skipta um dekk, datt niður um nokkur sæti, en var fljótlega kominn aftur í ann- að sætið. Þegar aðeins tveir hringir voru eftir, í 63. hring, skaust síðan Mansell fram út Piquet, sem varla hefur verið ánægður með það. Tvo sfðustu hringina óku þeir enn á fullu, en Mansell kom tæpum tveim- ur sekúndum á undan ( mark. Piquet varð því að sætta sig við annað sætið í fjórðu keppninni í röð og Mansell vann sinn annan sigur í röð. Keppnin um titilinn er nú hníf- jöfn, mörgum er spurn hvort liðs- andinn hjá Williams-liðinu fari ekki að bresta cf stríð ökumannanna tveggja deyfi8t ekki. Peter Winds- or, einn af stjórnendum liðsins, sagði hinsvegar eitt sinn f aamtali við Morgunblaðið: „Bæði Mansell og Piquet eru frábærir ökumenn og því erfitt að hafa þá í sama íiði, því báðir vilja fiigra. Við skipum þeim ekki í r>æti eftir stöðu í miðri íceppni, þeir gefa allt sem þeir eiga til vinnigs. Ef við getum haldið þeim eldheitum í keppni án þess að upp úr qjóði í liðinu, þá gengur þetta upp. En það þarf gott skipu- lag og mikla sálfræði til að forðast vandræði..." Ef Williams-liðinu tekst þetta eru allar líkur á þvf að Piquet og Mans- ell berjist um titilinn. Ayrton Senna hjá Lotus-Iiðinu hugsar þeim þó begjandi þörfina, hefur forystu og vill titilinn líka. Hann vonar sjálf- sagt að upp úr sjóði milli Williams- manna en hann er enginn stórvinur Mansell. Þeir óku báðir eitt sinn fyrir Lotus og áttu ekki skap sam- an. Mansell fór til Williams og byrjaði á að vinna meðan Senna gekk illa. Toppamir þrír keppa þvf bæði um heimsmeistaratitiiinn og að særa stolt hvers annars. Prost í fjórða sæti gæti notið góðs af því. Lokastaðan í breska kappakstrlnum Aksturstími klukkatundlr 1. Nigel Mansell, Bretlandi, Williams Honda 1:19.11,780 2. Nelson Piquet, Brasillu, Williams Honda 1:19.13,730 3. Ayrton Senna, Brasilíu, Lotus Honda 1 hr. á eftir 4. Satouru Nakajima, Japan, Lotus Honda 2 hr. á eftir 5. Dereck Warwick, Bretiandi, Arrows 2 hr. á eftir 6. Teo Fabi, ítalíu, Benetton Ford 2 hr. á eftir 7. Thierry Boutsen, Bolgíu, Benetton Ford 3 hr. á eftir 8. Jonathan Palmer, Bretlandi, Tyrell Ford 5 hr. á eftir 9. Pascal Fabre, Frakklandi, AGS 6 hr. á eftir Staoa í helmsmeistarakeppnl ökumanna Stig 1. Ayrton Senna, Brasilíu 31 2.-3. Nigel Mansell, Bretlandi 30 2.-3. Nelson Piquet, Brasllíu 30 4. Alain Prost, Frakklandi 26 5, StefanJohansson, Svfþjóð 13 6. Gerhard Berger, Austurrfki 9 iCeppnl bflahönnuða Stlg 1. Williams 60 2. McLaren 39 3. Lotus 37 4. Ferrari 17 5. Arrovys 6 FRJALSAR Einar og Sigurður meðal 20beztu í heimi EINAR Vilhjálmsson og Sigurð- urEinarssonerubáðirfhópi *¦ 20 beztu spjótkastara heims- ins sem stendur. Er það tals- verð framför frá í fyrra er Einar var í 26. sœti á heimsaf reka- skránni og Sigurður í 29.-30. sœti. Með Norðurlandameti sínu færðist Einar upp í 11. sætið á heimsskránni í ár, en viku áður skaust hann upp í 13. sæti rtieð 82,10 metra kasti sfnu á Laugar- dalsvelli. Sigurður kastaði sem kunnugt er 80,84 metra í Austur-Berlfn á mið- vikudaginn var og bætti þá árangur sinn um 110 sentimetra. Færðist hann einnig talsvert uppá við með því kasti. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðafrjálsfþróttasambandsins (IAAF) leit heimsafrekaskráin í spjótkasti svo út á mánudag: 87,66 Jan Zelezny, Tékkóslóvakíu 86,64 Klnus Tafelmeier, V-Þýzkalandi 86,24 Michael Hill, Bretlandi 85,16 Viktor Yevsyukov, Sovétríkjunum 84,80 Lev Sliatilo, Sovétrikjunum 84,16 Kazuhiro Mizoguehi, Japan 88,84 Roald Bradstock, Bretlandi 83,84 Sejad KrdzaUe, JugosUviu 88,22 Tom Petranoff, BandarUdunum 83,00 Brian Crouser, Bandarikjunum 82,96 EINAK VILHJLMSSON 82,74 Duncan Atwood, Bandarikjunum 82,64 Dag Wennlund, Sviþjóð 81,76 Gerald Weiss, A-Þýzkalandi 81,74 Sergey Gavras, Sovétríkjunum 81,56 Detlef Michel, V-Þýzkalandi 81,16 Nicu Etoata, Rámeniu &>M SIGUIbDUR EINARSSON 80,74 Volker Hadwijr, A-Þýzkalandi 80,62' Heine Puuste, Sovétrikjunum •r Kópavogsvöllui 2.deild 3t. Morgunblaöið/QR. Williams-liðid Williams liðið hefur örugga forystu f heimsmeistarakeppni bflahönnuða. Hér eru tveir ökumenn liðsins, Nelson Piquet, lengst til vinstri, og Nigel Mansell, til hægri, með Frank Derney og Patrick Head, sem eru tveir helstu tæknimenn liðsins. BREIÐABLIK - EINHERJI frá Vopnafirði kl. 20 í kvöld BYKO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.