Morgunblaðið - 15.07.1987, Síða 54

Morgunblaðið - 15.07.1987, Síða 54
 51? T»> A ^TT r>llV< IHll 54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987 V 19. LANDSMOT UMFI A HUSAVIK Morgunblaöið/Siguröur Jónsson Sigurliðið Liðsmenn Héraðssambandsins Skarpéðins í áhorfendabrekkunni á íþróttavellinum, að loknum unnum sigri á vel heppn- uðu Landsmóti á Húsavík. Skarphéðinsmönnum vel fagnað við heimkomuna af Landsmótinu ÞAÐ fór ekki á milli mála að það voru sigurvegarar sem komu yfir Ölfusárbrúna að kvöldi mánudagsins þegar bfla- floti Skarphéðinsmanna var þar á ferð. Ökumenn þeyttu bflflautur stanslaust og óku stóran hring á Selfossi. Selfossbúar fögnuðu sigurveg- urunum og var bílalestin orðin löng og hávær þegar stöðvað var við Hótel Selfoss. Þar tóku forsvars- menn bæjarins og Frá Sigurði ungmennafélagsins Jónssyniá á móti hópnum, Selfossi héldu ræður og af- hentu formanni HSK, Guðmundi Kr. Jónssyni, blómvönd og blómakörfu í viður- kenningarskyni. í staðinn sungu liðsmenn brot úr baráttusöng liðsins svo undir tók í sölum hótelsins. Þorvarður Hjaltason varaforseti bæjarstjómar sagði árangur og framgöngu HSK manna og öflugt starf sambandins hafa mikla þýð- ingu fyrir héraðið allt. Það væri ánægjulegt að verða vitni að því þegar slíkt starf bæri árangur. Björn Gíslason formaður Ung- mennafélaga Selfoss lýsti ánægju sinni með árangur liðsins og vék að því að þó aðeins færu um 400 manns á mótið þá væru þeir margf- alt fleiri sem fylgdust með og fylltust gleði yfír góðu starfí og árangursríku. Það væri á Lands- mótum sem menn uppskæm árangur erfiðis síns. Loks var hróp- að ferfalt húrra fyrir héraðssam- bandinu og þeim sem þar em innanborðs, Sunnlendingum. Morgunblaöiö/Bjarni Eiríksson Skarphéðinsmenn gerðu meira en að sigra í stigakeppninni, þeir hvöttu einnig duglega, eins og reyndar fleiri sambönd. KRAFTLYFTINGAR Fimm met í kraftlyftingum FIMM met voru sett í kraftlyft- ingum á landsmótinu á Húsavík um helgina, en kraftlyftingar voru sýningargrein á mótin. Unnur Sigurðardóttir setti Is- landsmet í hnébeygju þegar hún lyfti eitt hundrað kílóum en hún keppir í 56 kflóa flokki. Már Óskarsson setti unglingamet í 75 kílóaflokki. Hann lyfti 212,5 kílóum í hnébeygju. Óskar Sigurpálsson setti öldungamet í samanlögðu, lyfti 300 kg. í hnébeygju, 137,5 í bekk- pressu og 310 kg í réttstöðulyftu eða samtals 747,5 kílóum. í 110 kílóa flokki setti Hörður Magnússon íslandsmet í hnébeygju, lyfti 355 kílóum. og í þyngsta flokki, 125 kg., lyfti Halldór Sigur- bjömsson 366 kílóum og þar með féll fimmta lyftingametið á lands- mótinu. BorAtennis UMSK-menn röðuðu sér í þijú efstu sætin í borðtennis karla á landsmót- inu. Albrect Ehmann varð í fyrsta sæti, Bjarni Kristjánsson í öðru og Hafliði Kristjánsson í þriðja. Ámi M. Hannesson úr HSK varð fjórði og annar UMSK-maður, Árni G. Ambjömsson, varð í fimmta sæti og Sighvatur Karlsson úr HSÞ í því sjötti. I kvennaflokki vann Ragnhildur Sigurðardóttir úr UMSB og Kristín Njálsdóttir, einnig úr UMSB, varð í öðru sæti. Vilborg Aðalsteinsson, UMSK, varð þriðja og Anna Bára Bergvinsdóttir úr HSÞ varð fjórða. íris Ansnes úr HSK náði fímmta sæti og Sigrún Þorsteinsdóttir HSÞ því sjötta. Karate UMSK fékk 50 stig í karatekeppn- inni og HSK 12 stig en karate var sýningargrein. í yngri flokki unnu UMSK-menn með miklum yfirburð- um. I kötu varð Birgir Jónsson fyrstur, Gísli Helgason og Ragnar de Santos komu í næstu sætum, allir úr UMSK. í kumite varð Ragn- ar fyrstur og síðan komu Jóhann Herbertsson og Guðmundur Grét- arsson. I eldri flokki vann Sölvi Rafnsson úr HSK í kötu, Hannes Hilmarsson varð annar og Einar Arason þriðji en þeir félagar eru báðir úr UMSK. Sölvi vann einnig í kumite og Hann- es varð annar þar eins og í kötunni. MorgunblaöiÖ/KGA UMSK-menn fengu mörg stig í borðtenniskeppninni. LANDSMOTIÐ / KASSABILARALL URSLIT urðu: Flokkur 6 ára: Halldór Úlriksson Einar R. Þórhallsson Gulli Eyjólfsson 12.02 12.07 12.16 Valdimar Ellertsson 13.07 Sigurbjörg Hjartardóttir 14.02 Birkir H. Jóakimsson 14.95 Flokkur 7 ára: Stefán Eysteinsson ....11.02 Bogi Hreinsson ....11.02 Andri Valur í varsson ....11.16 Ragnar Hermannsson ....11.36 Róbert Orri Stefánsson....11.39 Eiríkur Fannar Torfason...12.00 Flokkur 8 ára: Gunnar Sævarsson...........9.76 Eiríkur Einarsson.........10.05 Baldur Kristjánsson.......10.36 Páll Lútersson............10.67 Jóhannes Pétur Héðinsson..10.78 Guðm. Helgi Jóhannesson...10.96 Flokkur 9 ára Hafsteinn Guðmundsson......9.81 Guðmundur Magnússon........9.94 Halldór Bjarki Einarsson..10.02 Björgvin Gylfason.........10.43 Þórunn Harðardóttir.......10.47 Stefán Guðmundsson........10.55 Flokkur 10 ára: Skarphéðinn Ingason........9.58 Guðm. Freyr Sveinsson......9.70 Einar Sigurðsson...........9.92 Katla Sóley Skarphéðinsd..10.32 Herbert Viðarsson.........10.44 ViðarÖrn Sævarsson........10.46 BMX-rall Úrslit urðu þessi: Flokkur 11 ára: Davíð Fannar Stefánsson...50.72 Úlfar Úlfarsson...........55.14 Ottó Páll Arnarson........55.85 Alfreð Birgisson..........56.17 Benedikt Hermannsson......56.17 HeimirÖrn Sveinsson.......58.56 Flokkur 12 ára Marinó Ólafsson...........47.90 Heimir Harðarson..........49.20 Þorvaldur Guðmundsson.....51.69 Sveinn Ögmundsson.........52.02 Iilugi Már Jónsson........52.19 Sveinn Brynjólfsson.......52.37 Flokkur 13 ára Kristján Philips..........48.51 Róbert Skarphéðinsson.....50.22 Ingimar Halldórsson.......50.78 Jóhann G. Þorsteinsson....50.88 BjartmarGuðmundsson.......52.72 Jónas F. Steinsson........52.74 Flokkur 14 ára: Ágúst Jónsson.............42.25 yiðar Egilsson............47.26 Ólafur Aðalsteinsson......50.85 Steinólfur Guðmundsson....51.04 Þormóður Aðalbjamarson....51.20 Davíð Guðmundsson.........53.48

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.