Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 56
Sterkurog hagkvæmur auglýsingamiðill! MgiitfMiitf MMVBM 5i<pyO!3NOJ # SAMVINNUBANKI ÍSLANDSHF MIÐVIKUDAGUR 15. JULI 1987 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. Á> Morgunblaðið/Kr.Ben. Fyrsta bryggjukeriðfluttíHelguvíkurhöfn Gríndavik. Tveir dráttabátar, Orion og Þróttur, lögðu af stað frá Straumsvikurhöfn í gærkvöldi með fyrsta bryggjukerið, sem þar hefur verið í smíðum vegna Helguvíkurhafnargerðarinnar. Verktakafyrirtækið Núpur sf. hefur séð um gerð hafnar- garðsins í Helguvík og nú þegar langt er komið með smiði á fimmta kerinu er kerstæðið fyrir fyrsta kerið tílbúið. Hvert ker er 3000 rúmmetr- ar og er á hæð við áttahæða hús, þar af eru 15 metrar í kafi. Þyngdin er 2400 tonn, þar af eru 400 tonn balllest. Kr.Ben. Hvalveiðideilan við Bandaríkjamenn; Beinasérfræðing- ar í Borgarfirði Borgarfirði eystra I MIDJIJ Bakkagerðisþorpi er staður sem nefnist Hjallhóll sem nær niður á sjávarbakka. Fyrir fjórum árum fannst þar fornleg- ur hárkambur sem talinn er frá 14. öld og siðar einhvers konar næla sem ekki er búið að aldurs- greina, en er talin mjög forn. Þetta varð til þess að nú eru komnir hingað tveir bandarískir fornleifafræðingar, sérfræðingar í beinarannsóknum, ásamt Guðrúnu Sveinbjarnardóttur fornleifafræð- ingi, til að rannsaka staðinn. Geta má þess að talið er að þarna hafi legið sjávargata frá landnámsjörð- inni Bakka og styður þá tilgátu að þar niðri við sjóinn heitir Bakkavör. Enn er ekkert hægt að segja um hvort fleira kunni að finnast þarna því að fornleifafræðingarnir byrj- uðu rannsóknir sínar í morgun. Hætt er við að sjórinn sé búinn að brjóta niður framan af hólnum á liðnum öldum og olíutankar hafa einnig verið reistir á staðnum. Rannsókn þessi er að einhverju leyti á vegum þjóðminjavarðar. — Sverrir Metsala á íslensk- um hljómplötum „SALA Á íslenskum hljómplötum hefur vaxið gífurlega undanfar- ið, og síðastliðinn mánudag gerðist það í fyrsta skipti, svo vitað er, að meira seldist af islenskum plötum en erlendum," sagði Steinar Berg ísleifsson, Gengið til viðræðna og hvalveiðum hætt RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að ganga til viðræðna við bandarísk stjórnvöld um hval- veíðar Islendinga. Verða veið- arnar stöðvaðar þegar viðræðurnar hefjast um óákveð- inn tíma að sögn Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra. Samkvæmt heimildum blaðsins fóru Bandaríkjamenn f ram á við- Arni Garðar Krist- insson látinn ÁRNI Garðar Kristinsson, fyrr- verandi auglýsingastjóri Morg- unblaðsins, lést í Landspítalanum í gærkveldi 66 ára að aldri. Árni Garðar fæddist á Stóra- Grindli í Fljótum 28. desember ? 1920. Foreldrar hans voru Pálína Elfsabet Árnadóttir og Kristinn Ágúst Ásgrímsson, járnsmíðameist- ari í Hrísey, og þar ólst Árni upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942. Stundaði síðan laganám við Há- skóla íslands í tvo vetur, en gerðist auglýsingastjóri Morgunblaðsins 1945. Gegndi hann því starfí þar til fyrir fáum árum, er hann tók viðöðrum störfum hjá blaðínu. Árni Garðar var mjög listrænn. Stundaði hann m.a. nám í skóla Félags ísl. frístundamálara og tók um hríð virkan þátt í Myndlistar- klúbbi Seltjarnarness. Þá héit hann allmargar málverkasýningar. Árni var mjög virkur félagi innan Oddfellow-reglunnar og gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum. Árni Garðar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans, Katrín Óladóttir, lést 1965, en síðari kona hans, Árni Garðar Kristinsson Ragnheiður Kristjánsdóttir, lifir mann sinn ásamt fjórum börnum hans af fyrra hjónabandi og tveim- ur stjúpdætrum. Morgunblaðið þakkar Árna Garð- ari langt og mikið starf og sendir konu hans, börnum og öðrum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. ræður þegar í þessari viku en íslendingar telja sig ekki geta hafið þær fyrr en næsta mánu- dag í fyrsta lagi. Búist er við þvi að islenska sendinefnd, sem enn á eftir að skipa, fari til Was- hington. Dr. Anthony J. Calio, formaður sendinefndar Banda- ríkjamanna hjá Alþjóða hvalveið- iráðinu mun leiða viðræðunefnd þeirra. Þorsteinn vildi ekki láta neitt uppi um hvort ríkisstjórnin teldi viðskiptahagsmunum íslendinga stefnt í voða ef veiðunum væri ekki frestað meðan viðræðurnar fara fram. „Það liggur fyrir vilji Banda- ríkjamanna að ganga til viðræðna um þessi mál. Okkar afstaða er sú að rétt sé að eiga þær viðræður og taka síðan ákvörðun um framhald- ið," sagði forsætisráðherra. Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. sagðist í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi ekki hafa fengið neina tilkynningu um að stöðva veiðarnar. Sagði hann að sér hefði ekki verið kunngert að viðræðurnar væru að fara í gang. Ekki hafði verið ákveðið hvenær fyrirtækið gerði hlé á veiðunum, þar sem venja hefur verið að láta veður og afla- brögð ráða ferðinni í því efni. Sjötíu og ein langreyð er komin á land af þeim áttatíu sem vísindaáætlunin gerir ráð fyrir í sumar. Seinni hluta sumars er ætlunin að veiða allt að 40 sandreyðar, að sögn Kristjáns. Bandaríkjamenn hafa ekki lagt fram ákveðna tillögu um efni við- ræðnanna í Washington. Morgun- blaðið hafði eftir talsmönnum sjávarútvegs og þjónustudeilda bandaríska viðskiptaráðuneytisins í gær að Malcom Baldridge við- skiptaráðherra hefði enga ákvörðun tekið um hvort hann staðfesti að íslendingar brjóti gegn alþjóða- samningum með hvalveiðum sínum. Staðfesting hans ylli því að svo nefnd Pelly-ákvæði tækju gildi, en á ber forseta að taka afstöðu til þess hvort íslendingar verði beittir viðskiptaþvingunum. Að sögn Harðar Bjarnasonar sendifulltrúa í Washington leggja íslendingar áherslu á að um sé að ræða tvíhliða viðræður um utanrík- ismál. Ekki verði fjallað um einstök deilumál innan Alþjóða hvalveiðir- áðsins. Bandaríkjamenn studdu sem kunnugt er ályktun gegn hval- veiðum íslendinga í vísindaskyni innan ráðsins á fundi þess í vor. Hörður sagði að bandarísk stjórn- völd hefðu ekki sett það skilyrði að íslendingar hættu veiðunum áður en viðræðurnar hæfust, en mátt hefði skilja að það gæti greitt fyrir gangi málsins. formaður Sambands hljómplötu- framleiðenda, í samtalí við Morgunblaðið. „Aukið ljósvaka- framboð virðist hafa kallað fram kröfur um meirí íslenská tónlist. Það er á hreinu að hún á eftir að auka hlut sinn enn meira." Steinar sagði þá íslensku tónlist- armenn sem mest seldust þessa stundina vera Stuðmenn, Sverri Stormsker, Greifana, Stuðkompa- níið, Skriðjökla, Sniglabandið og Súellen. Héðinn Stein- grímsson ef stur á heimsmeist- armótinu HÉÐINN Steingrímsson er í efsta sæti á heimsmeistaramóti unglinga 12 ára og yngri sem stendur yfir á Puerto Rico. Tefldar hafa veríð fimm um- ferðir og hefur Héðinn unnið alla mótherja sína. í gær bar hann sigurorð af breska þáttak- andanum, Tarshan Kunaran. Mótið er haldið af Alþjóða skák- sambandinu og Sameinuðu þjóðun- um og nefnt „Friðar og æskulýðs- mót". Rösklega tuttugu drengir keppa um heimsmeistartitilinn. Tefldar verða tíu umferðir eftir Monrad kerfi og lýkur mótinu 21. þessa mánaðar. Héðinn er þrefaldur Norður- landameistari í sínum aldursflokki. íslensk f öðurnöfn gild í Noregi Forsætisráðherra Noregs hef- ur sent stjórnvöldum bréf þess efnis að skrásetning samkvæmt íslenskrí nafnvenju verði viður- kennd af norsku þjóðskránni. Fyrr á árinu fór Steingrímur Hermannsson fyrrverandi for- sætisráðherra þess á leit við starfsbræður sína á Norðurlönd- um að börn af íslensku bergi brotin sem fæðast í Skandinavíu fái fornafn fððurins að eftir- uafni. Á þessu munu hafa verið ýmis vandkvæði. I fréttatilkynningu forsætisráðu- neytisins segir að norska þjóðskráin muni viðurkenna íslensk föðurnöfn, verði sótt um slíl'.a skráningu á þar til gerðum eyðublöðum. Svipaðrar úrlausnar mun vera að vænta í Danmörku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.