Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987 Hugsanlegt Kötlugos: Ibúar Víkur rólegir þrátt fyrir boðað hættuástand - segir Hafsteinn Jóhannesson sveitarstjóri Vik í Mýrdal, frá Sigurði Jónssyni fréttaritara Morgunbladsins þessu móti er í raun miklu erfiðara að tapa en vinna. Það læra allir af lífínu. í skákinni læra böm að taka sigri og ósigri og að láta ekki ósigurinn buga sig. Að þessu leyti Héðinn Steingrímsson er skákin mjög þroskandi," sagði Steingrímur Baldursson ennfrem- ur. Almannavaraanefhdin í Vík á fimdi í gær, f.v. Gísli D. Reynisson, Sigurður Ævar Harðarson, Vigfus Þ. Guðmundsson, Sigurgeir Jens- son og Hafsteinn Jóhannesson sveitarstjóri og formaður nefhdarinn- ar. Krabbameinsfélag íslands: 4.000 krabbameins- sjúklingar á lífi Þar af hefiir helmingur læknast í ÁRSLOK 1985 voru á lífi 3.960 íslendingar, sem fengið höfðu krabbamein, 2.410 karlar og 1.550 konur. Krabbameinsfélag- ið gerir ráð fyrir því að á siðasta ári hafi þessi hópur stækkað enn og að nú séu á lífi um fjögur þúsund manns, sem fengið hafi krabbamein. Helmingur þessa fólks hefur lifað í meira en fimm ár, en við það er oft miðað, þeg- ar menn tala um að fólk sé læknað af krabbameini Langflestir voru á lífi eftir að hafa fengið bijóstkrabbamein (773 konur í árslok 1985), því næst kom blöðruhálskirtilskrabbamein (313 karlar), síðan skjaldkirtilskrabba- mein (272 karlar og konur) og leghálskrabbamein (235 konur). Mun fleiri geta nú vænst þess að læknast af krabbameini en áður var. Um 16% karla, sem greindir voru á árunum 1956—60 lifðu í fimm ár eða lengur en 31% þeirra sem greindust 1976—80 lifðu svo lengi. Hliðstæðar tölur fyrir konur hafa hækkað úr 27% í 46%. Mjög er misjafnt eftir uppruna æxlisins hversu góðar batahorfum- ar eru. Þrír af hveijum fjórum sem fá krabbamein í skjaldkirtil lifa í fímm ár eða lengur, en einungis tíundi hver lungnakrabbameins- sjúklingur. Klúkuskóli starf- ræktur í vetur Menntamálaráðuneytið hefur lagt til að Klúkuskóli í Bjarnar- firði á Ströndum starfi næsta vetur en stefiit verði að því að leggja skólahald þar niður á yfir- standandi kjörtímabili núverandi sveitarstjómar, í síðasta lagi haustið 1990. Á hreppsnefndarfundi Kaldrana- neshrepps í mars síðastliðnum var gerð samþykkt um breytingar á skólahaldi í hreppnum og lagt til að skólahald verði lagt niður í Klúkuskóla á næsta skólaári en skiptar skoðanir hafa verið um þá ákvörðun í sveitarfélaginu. Að sögn Sólrúnar Jensdóttur, skrifstofustjóra í menntamálaráðu- neytinu er forsenda þess að skólinn verði lagður niður, að lokið verði byggingu fyrsta áfanga viðbótar- húsnæðis við grunnskólann í Drangsnesi og vegakerfi sveitarinn- ar komið í það horf að hægt verði að halda uppi daglegum akstri bama til Drangsness. Höfundur ákvæðisins um viðskiptabann: Hvalveiðar undir yfirskini vísinda verði stöðvaðar Frá Jóni Ásgeiri Sigurdssyni, fréttaritara Bob Packwood öldungadeild- arþingmaður telur samþykktir Alþjóðahvalveiðiráðsins vera skýr tilmæli til „þeirra þjóða sem hyggjast áfram stunda hvalveið- ar í ágóðaskyni undir yfirskyni vísinda, að hætta hvaladrápi“. aö lögum varðandi hvalveiðar verði framfylgt, til dæmis ef sýnt þykir að hvalveið- ar íslendinga bijóti í bága við alþjóða samþykktir. Bandaríkjaþing samþykkti árið 1978 „Pelly“-lagaákvæðið um ráð- stafanir til stuðnings alþjóðasam- þykktum um vemdun fiski- og rin-'KáíahKii Vtentír pess bandarískum Morgunblaðsins í Bandaríkjunum. hvalastofna. Samkvæmt því er við- skiptaráðherra skylt að staðfesta við Bandaríkjaforseta, að hvalveið- ar og -verslun tiltekins ríkis þyki „rýra árangur" alþjóðasamþykkta. Nokkm síðar samþykkti Banda- ríkjaþing „Packwood“-ákvæðið. sem leggur ráðherranum þá skyldu á herðar að fylgjast með öílum veið- um sem gætu falið í sér brot á samningum og að hraða ákvörðun- um sem varða slíkar veiðar. Bob Packwood er öldungadeild- arþingmaður Repúblikana fyrir Oregon-fylki. Hann svaraði spum- ingum Morgunblaðsins skriflega, þar eð hann er önnum kafinn við samningu fmmvarps til viðskipta- laga. „Afstaða mín til hvalveiða í ágóðaskyni er kunn og hefur lengi verið óbreytt," sagði Bob Pack- wood. „Sama gildir um stuðning minn við algjört bann við hvalveið- um í ágóðaskvni. Alhióðahvalyciði- ráðið er ákjósanlegast til að framfylgja vemdunarákvæðum af sanngimi og jafnrétti gagnvart öll- um; Viðskiptaráðherra sendir frá sér staðfestingarkæm samkvæmt Packwood-Magnuson-lagaákvæð- unum á þær þjóðir sem heimila hvalveiðar sem rýra árangur vemd- aráætlunar Alþjóðahvalveiðiráðs- ins. Mér skilst að viðskiptaráðherra grannskoði nú allar hvalveiðar. Ég á von á því að ráðherra framfylgi lögum. Það var ánægjulegt að vemlegur meirihluti atkvæða skyldi fást fyrir þeim fjómm ályktunum Boume- mouthfundar Alþjóðahvalveiðiráðs- ins sem íutu áð hvaiaárápi í visindaskyni. í ályktuninni um við- miðunarreglur vegna útgáfu heim- ilda til vísindarannsókna, felast skýr tilmæli til þeirra þjóða sem hyggjast áfram stunda hvalveiðar í ágóðaskyni undir yfirskyni vísinda, að hætta hvaladrápi. Það sama á við þær þijár ályktanir, þar sem sérstaklega er skorað á Kóreu, ísland og Japan að hætta hvala- drápi í vísindaskyni." VEGINUM yfir Mýrdalssand var lokað síðdegis í gær, þar sem talin var hætta á Kötlugosi. Veg- urinn var þó opnaður um ldukku- tima síðar þegar aðstæður á Mýrdalsjökli höfðu verið kannað- ar nánar. Vakt var sett beggja vegna Mýrdalssands og fylgst með umferð yfir sandinn. Eftir jarðhræringar, sem komu fram á mælum í gær, tók almanna- vamanefnd Víkur ákvörðun um að vera í viðbragðsstöðu. Upplýsingar bárust frá Hrífunesi í Skaftártungu og frá ferðafólki um að svo virtist sem gosbólstrar stigu upp af Mýr- dalsjökli. Veginum yfír sandinn var þá lokað og björgunarsveitin Víkveiji var tilbúinn til útkalls. Einnig var áhöfn þyrlu Landhelgis- gæslunnar í viðbragðsstöðu. Eftir að flogið hafði verið yfir jökulinn og aðstæður kannaðar, var ákveðið að opna veginn aftur, þó hættu- ástandi væri ekki aflýst strax. Björgunarsveitarmenn sinntu gæslu við veginn og skráðu niður umferð. Undanfarið hafa öðru hveiju mælst litlir skjálftar við jökulinn. Jarðfræðingar töldu rétt að fylgjast vel með þegar stöðugur órói kom Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Björgunarsveitarmenn stöðvuðu alla bíla við Mýrdalssand í gær og skráðu fyrirhugað ferðalag fólks fram. Slíkur órói getur þó mælst þegar skriðjökull skríður hratt fram. Fólk á leið yfir Mýrdalssand tók leiðbeiningum björgunarsveitar- þar yfir. manna mjög vel og sagðist ekki órólegt. Hafsteinn Jóhannesson, sveitarstjóri í Vík, sagði íbúa Víkur ósköp rólega þó að hættuástand vegna Kötlu væri boðað. Bjóst ekki við þessum árangri - segir Héðinn Steingrímsson heimsmeistari barna yngri en 12 ára HÉÐINN Steingrímsson varð í gær heimsmeistari í skák barna yngri en 12 ára. Hann hlaut 9,5 vinning af 10 mögulegum á heims- meistaramótinu í Puerto Rico, gerði aðeins jafntefli við ísraelskan dreng, sem varð í 2. sæti á mótinu með 8 vinninga. Héðinn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær eftir að titillinn var í höfii, að hann hefði ekki búist við þessum árangri. Erfiðasti andstæðingur- inn hefði verið keppandinn frá Rúmeníu, en Héðinn bar sigurorð af honum í 3. umferð mótsins. Héðinn kvaðst áreiðanlega halda áfram að tefla, hann hefði áhuga á að ná stórmeistaratign í skák. Kasparov og Fischer væru í uppá- haldi hjá honum af erlendum skákmönnum og svo íslensku stór- meistaramir. Hann sagði að ekkert mót væri framundan hjá sér, hann færi í sveit þegar hann kæmi heim og yrði þar þar til skólinn byijaði í haust. „Mér finnst þetta frábær árang- ur, og bjóst auðvitað ekki við þessum yfirburðum, þó ég vonaði að hann stæði sig vel og yrði þjóð- inni til sóma. Það er ótrúlegt að hann skyldi ná 9,5 vinningum af 10 mögulegum. Ég er auðvitað himinlifandi," sagði Steingrímur Baldursson, prófessor, faðir Steingríms, í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagðist vonast til þess að þessi árangur Héðins yrði fleirum hvatning til þess að iðka skáklist- ina, Héðinn og Hannes Hlífar hefðu sýnt það að íslensk böm og unglingar stæðu eriendum jáí'n- öldrum sínum fyllilega jafnfætis í skáklistinni. „Skákin kennir aga og einbeitingu og böm læra að treysta á sjálf sig og taka sjálf- stæðar ákvarðanir þegar þau tefla. Ég held að skákin sé mjög þrosk- andi leikur og það er kannski mest um vert að böm læra að tapa. Þó Héðinn hafi ekki tapað skák á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.