Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987 Enn um lyfjakostnað og heilbrigða skynsemi eftir Jóhann Tómasson Morgunblaðið birti nýlega (16. júní sl.) grein um lyfjaverð og heil- brigða skynsemi eftir vin minn, starfsbróður og samstarfsmann Ingólf Sveinsson lækni. Ingólfur kemur víða við, en aðalatriði grein- ar hans virðist vera að vekja athygli á nokkrum afleiðingum þess, að sjúklingur greiði fast gjald við lyfja- kaup eins og nú er í stað hlutfalls- greiðslu, sem hann telur eðlilegri. Ingólfur telur þessar afleiðingar helztar: 1. Neytandinn hefur enga hug- mynd um hvað lyf kosta. 2. Neytandinn gerir stór innkaup í stað lítilla. 3. Lyf safnast í eldhússkápa. 4. Fæstir læknar vita nákvæmlega hvað þau lyf kosta, sem þeir ávísa og megi það nánast einu gilda, þar sem ríkissjóður borgi og enginn sjái um hag ríkisins, ekki einu sinni flár- málaráðherra. 5. Ódýr lyf stuðla að óþörfu lyfja- áti. 6. Ný mjög dýr sérlyf eru af þess- um ástæðum ofnotuð. Eftir að hafa varpað fram þess- um fullyrðingum (tilgátum) gizkar Ingólfur á, að minnka megi lyfja- neyzlu fólks um þriðjung — helming án þess að neitt hljótist af nema betri heilsa. Ég er ekki í nokkrum vafa um, að þessar fullyrðingar og ágizkun Ingólfs höfði til margra, ekki sízt stjómmálamanna og hvort sem það er vegna greinar hans eða af öðrum ástæðum má sjá, að nú- verandi ríkisstjóm hefur sett sér það markmið að minnka lyfjakostn- að í landinu. Á það er þó að benda, að þessar tilgátur Ingólfs hafa ekki verið athugaðar, en nú á dögum rannsókna og vísindalegrar ná- kvæmni em ágizkanir og fullyrð- ingar af þessu tagi léttvægar fundnar. Þrátt fyrir það em beztu ákvarð- anir oft teknar af tilfinningunni einni saman. En hvað felst þá í þessum fullyrð- ingum Ingólfs? Gagnrýni á Trygg- ingastofnun og ríkisútgerð heilbrigðis- og tryggingamála eins og hann virðist ætla sér. Nei, hér er annars vegar um að ræða afar harða gagmýni á læknastéttina, hins vegar vantraust á dómgreind, 'sjálfstæði og heiðarleik fólksins í landinu. Lyf em ekki seld í sjálfsölum. Til að fá lyf þarf að jafnáði lyfseð- il og í landinu em aðeins tvær stéttir manna, sem hafa heimild til útgáfu lyfseðils, læknar og að tak- mörkuðu leyti tannlæknar. Læknar og tannlæknar em ekki sjálfsalar, þótt sumir séu sjálfsagt óþarflega greiðasamir og greiðasemin þeim að kostnaðarlausu, eins og Ingólfur bendir réttilega á. Þar eð enginn hefur orðið til að svara þessari gagnrýni og ekki liggja fyrir neinar rannsóknir, sem sanna þær eða afsanna, hlaut ég að spytja sjálfan mig, hvort þessi dómur Ingólfs yfir mér og starfsbræðrum mínum væri réttur: 1. Skjólstæðingar mínir vita sennilega ekki mikið um verð lyfja og spyija aldrei. Þeir vita sennilega heldur ekki mikið um kostnað ann- arrar heilbrigðisþjónustu yfirleitt og spyija aldrei. Hér vekur Ingólfur athygli á lykilatriði, sem væri verð- ugt umfjöllunarefni og ég skal koma stuttlega að síðar. 2. & 3. Ég birgi sjúklinga mína ekki upp af lyfjum. Sumir þeirra, einkum hjarta- og æðasjúklingar, magasjúklingar og sjúklingar með efnaskiptasjúkdóma þurfa hins veg- ar á stöðugri lyfjanotkun að halda og fyrir þá skrifa ég að sjálfsögðu út hæsta leyfílega lyfjaskammt, sem í dag er um 100—200 dagar. 4. Ég vel fremur ódýr lyf en dýr, ef sama lyf er til undir mismun- andi vöruheiti. Ég mótmæli því, að lyfjaverð sé óaðgengilegt. Út er gefin svokölluð lyfjaverðskrá og hana geta allir eignazt og nýtt sér að góðu gagni að loknu lestramámi. 5. Ég veit ekki, hvort ódýr lyf stuðla að óþörfu lyfjaáti og ég ef- ast um, að Ingólfur viti það heldur. Sjálfur ávísa ég ekki lyfjum, ef ég sé aðrar leiðir vænlegri og hef þá í huga bæði hag skjólstæðings míns og vinnuveitanda (ríkisins). Eg hlýt að bera það traust til skjólstæðinga minna, að þeir sækist ekki eftir að fá að troða í sig lyfjum, fyrir þá sök eina að þau séu ódýr. 6. Ég ávísa ekki nýjum mjög dýrum sérlyfjum, fyrr en mér þykir sannreynt, að þau taki eldri lyfjum fram. Er lyfjakostnaður ofhár? Ég er sammála Ingólfi um að svo sé, en þetta er að sjálfsögðu mjög afstætt. Ef við skoðum lyfjanotkun almennt sjáum við strax, að aðilar málsins eru fyrst og fremst fímm: sjúklingurinn, læknirinn, trygg- ingafélagið (sjúkrasamlögin, Tryggingastofnun), lyfsalinn og lyQafyrirtækið. Hveijir hagnast á óhóflegri lyfjaneyzlu? Samkvæmt lögmáli markaðarins, sem Ingólfur kallað „lögmálið, sem leiðir til hug- vits og hagkvæmra lausna", er augljóst, að hagsmunir ofan- greindra _ fímm aðila fara ekki saman. í stórum dráttum lenda sjúklingurinn, læknirinn og trygg- ingafélagið öðrum megin við borðið, en lyfsalinn og lyfjafyrirtækið hin- um megin. Málið er auðvitað svolítið flóknara, en ég nenni ekki að velta öllum möguleikum fyrir mér og les- endum. Ólafur Ólafsson, landlæknir, hef- ur með dæmum og rökstuðningi bent á of háa álagningu lyQa sem gildan þátt í of háum lyfjakostnaði. Lyfsala er ábatasöm grein og fjölmörg lyfjafyrirtæki keppast um að selja sömu vöru undir mismun- andi vöruheitum. Heilsugæzlulækn- amir, Jóhann Ágúst Sigurðsson og Bjami Jónasson, sýndu fram á að spara mætti miklar fjárhæðir í lyfjakostnaði, ef læknar veldu ætíð ódýrasta lyfið, sem völ væri á, þeg- ar ólík vömheiti sömu tegundar væm í boði. Allt em þetta og þar með taldar sumar tilgátur Ingólfs sennilegar skýringar á háum lyfjakostnaði. Hins vegar verður ekki hjá því komizt að vekja athygli á gmndvall- aratriði varðandi lyfjanotkun og heilbrigðisþjónustu almennt. Þetta gmndvallaratriði er, að nánast allar ástæður fyrir lyfjanotkun em af- stæðar og mjög fá lyf em í öllum tilvikum Iífsnauðsynleg. Þannig má nefna, að langflestar sýkingar í efri loftvegum stafa af veimm og eins og allir vita verka sýklalyf (penicillin, súlfa o.s.frv.) ekki á þær. Eigi að síður em efri loftvega- sýkingar aðalástæðan fyrir sýkla- lyfjanotkun, sem á Islandi er langtum hærri en gerist annars staðar á Norðurlöndum. Aðeins bætt vinnubrögð lækna geta hér bætt úr. Annað dæmi um afstæði lyfjanotkunar er blóðþrýstings- lækkandi meðferð. Meðferð við hækkuðum blóðþrýstingi er ein al- gengasta orsök langtíma lyfjanotk- unar. Lækna greinir á um, hvar setja skuli mörkin; of hár blóð- þrýstingur. Flestir geta þó orðið sammála um viss mörk, þar sem sjálfsagt er að beita blóðþrýstings- lækkandi meðferð. Eftir verður hins vegar „grátt“ svæði, þar sem ávinn- ingur meðferðar er mjög umdeildur. Það gefur auga leið, að lyfjafyrir- tæki, sem framleiða blóðþiýstings- lækkandi lyf, vilja helzt að mörk þau, sem blóðþrýstingsmeðferð er hafin við, séu sem lægst. Enda eru það lyfjafyrirtækin, sem styðja mest rannsóknir, sem eiga að sýna fram á gildi slíkrar meðferðar. Hér eru miklir fjármunir í húfi ekki sízt þegar þess er einnig gætt, að sum blóðþrýstingslækkandi lyf eru með dýrari lyfjum. Árlegur kostnaður vegna eins slíks lyfs fyrir einn sjúkl- ing getur numið 50—60 þúsundum krónum. Sem þriðja dæmið mætti nefna magalyf eða svokölluð maga- bólgulyf. Hér eru ástæður fyrir lyfjameðferð oft afstæðar, mörg lyf sömu og svipaðrar gerðar og öll dýr. Lyfjakostnaður vegna eins slíks lyfs og eins sjúklings getur árlega numið 40—50 þúsund krón- um. Sem íjórða og síðasta dæmi ætla ég að nefna lyfjameðferð við migraine. Á baksíðu sænska lækna- tímaritsins hefur undanfarið verið heilsíðuauglýsing frá þekktu lyfja- fyrirtæki. Þar er spurt, hvort nauðsynlegt sé að láta hálfa milljón Svía þjást að óþörfíi, þegar til er fyrirbyggjandi lyf. Ég geri ráð fyr- ir, að íslenzkir migraine-sjúklingar fá hvorki verri né betri meðferð en hinir sænsku og þetta þýðir, sam- kvæmt þessu, að hér á landi eru um 15 þúsund migraine-sjúklingar án þessa lyfs og þannig sleppur þjóðfélagið við 120 milljón króna árlegan lyfjakostnað. Lyfjakostnaður í landinu er mjög breytilegur, jafnvel þegar tekið hef- ur verið tillit til mismunandi aldurs- dreifíngar og þetta þarfnast að sjálfsögðu skýringa. Þannig hafa vissar sýslur og kaupstaðir langtum lægri lyfjakostnað en t.d. Reykjavík. Ég nefni sem dæmi Jóhann Tómasson Skagafjarðarsýslu og Sauðárkrók, þar sem lyfjakostnaður hefur lengi verið með því lægsta sem gerist í landinu. Af þessu sést, að ástæður fyrir miklum lyfjakostnaði eru margar og margvíslegar. Síðasta en ekki sízta ástæðan er svo að sjálfsögðu fjölgun lækna, einkum á Stór- Reykj avíkursvæðinu. Niðurlag Þetta er orðin löng grein vegna skrifa Ingólfs Sveinssonar. Raunar verð ég að játa, að ég skildi ekki alveg tilganginn með grein hans. Nær væri þó að segja að ég hafí ekki skilið samhengið í henni. Bæði í upphafi og niðurlagi greinarinnar hælir hann Jónasi Kristjánssyni rit- stjóra. fyrir glöggskyggni. Hann biður matvörukaupmenn í Reykjavík að taka ofan fyrir lyfsöl- um. Hann amast mjög við Trygg- ingastofnun ríkisins og vill leggja hana niður og hann kallar ríkisút- gerð heilbrigðis- og menntamála þjóðaróvin nr. 1. Þá amast hann mjög við því, sem hann kallar for- ræðishyggju. Um síðastnefnda atriðið vil ég benda Ingólfí á (og ég held raunar, að hann viti það), að í heilbrigðiskerfínu beita engir forræðishyggjunni jafn ógætilega og læknar. Jónas Kristjánsson er sjálfsagt klár. Þjónustu Trygginga- stofnunar má vafalíti bæta. Matvörukaupmenn þurfa hins vegar ekkert að taka ofan fyrir lyfsölum. Vaktþjónusta lyfsala, sem aðeins tíðkast í Reykjavík, er þeim engin nauðung. Ég er ekki í vafa um, að Jón Jónsson matvörukaupmaður hefði glaður opið allan sólarhring- inn, ef hann vissi, að hann sæti einn að sölunni utan venjulegs verzlunartíma. Út um allt land eru hins vegar heilsugæzlulæknar á Það er auðvitað alveg einstakt að komast að með 7 manna hljóm- sveit á svona stað í hjarta Kaup- mannahafnar. En Haukur er líka mjög vinsæll héma. Hingað koma fjölmargir íslendingar einkum um heigar, ekki sízt núna, er fréttist um svo prýðilega íslenzka hljóm- sveit. Koma jafhvel heilu hópamir úr sumardvalarhúsum á vegum ferðaskrifstofa. í auglýsingaglugg- um utan á skemmtistaðnum gefur að líta íslenzka fána og myndir af hljómsveitarmönnunum. Þá er þar auglýsing frá eigandanum, þar sem segir, að á meðan hljómsveit Johnny Campell sé í sumarfríi skemmti hinn vinsæli söngvari og skemmtikraftur Haukur Morthens með eigin 6 manna hljómsveit, en í henni séu beztu jazz- og danshljómsveitar- menn Islands. Haukur og félagar hans eru mjög ánægðir með undirtektir gestanna og aðbúnað allan. Hann hrósar hljóðfæraleikurunum og segir þá Morgunblaðið/G.L.Ásg. Haukur Morthens og hljómsveitarmenn hans við Flugleiðaskrifetof- una i Kaupmannahöfn. Kaupmannahöfti: Hljómsveit Hauks Morthens leikur á Vin og Ölgod NÚ ER komin íslenzk danshljóm- sveit á hinn þekkta veitinga- og skemmtistað Vin og Olgod. Er það hljómsveit Hauks Morthens og eru þeir félagarnir 7 talsins. Hinir eru Guðmundur Stein- griuissOn á irommur, Sæbjörn Jónsson, trompet, Carl Möller, píanó, Gunnar Bernburg leikur á bassa, Gunnar Ringsted á gitar og Einar Bragi Bragason á saxó- fón. Þeir sýna frábæra hæfhi og samleik og veitist auðvelt að halda uppi fjörinu á þessum vin- sæla stað. Torben Höyer, eigandi Vin og Ölgods, boðaði til blaðamannafund- ar með veizlumat nú í vikunni í tilefni af því, að heil hljómsveit frá ísiandi leikur hjá honum. Voru þar og mættir aðrir yfírmenn staðarins. Þar var upplýst, að um 3—400 manns koma hvert kvöld um helg- ar, en nokkru færri virka daga. Margir notfæra sér einnig tilboð um ýmiss konar veizlukvöld, ekki síst svonefnd „polterabend", skóla- slit o.fl. Hér vinna um 50 manns og er hluti þeirra í hálfu starfi. Gestir eru frá hinum ólíkustu þjóð- löndum, oft stórir ferðahópar eins ög þelta kvöld, en þaö voru Israeiar á öllum aldri og söng Haukur fyrir þá og með þeim lagið Havana. Vin og Ölgod átti 20 ára afmæli í marz eins og áður hefur verið frá sagt. Voru gengilbeinur í týrólabún- ingum fyrst í stað og átti það að minna á Hofbráuhaus í Miinchen. Hér eru líka ótal margar ölkrúsir bomar um salinn, en staðurinn er stærsti viðskiptavinur Tuborg- verkSmiðjanna og eru ölgámar úr málmi 6 talsins og taka 1000 lítra hver. Eru þeir fylltir með slöngu úr tankbíl, rétt eins og olía á mið- stöð. Gamlar trétunnur eru þama líka til skrauts frá þeim tíma er húsnæðið var vínkjallari Georg Bestle. En áður var hér fyrsti Ráð- húskjallari borgarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.