Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 17
 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987 17 vakt allan sólarhringinn og gegna ekki einungis störfum læknis heldur einnig tannlæknis og lyfsala og það fyrir slíkt skítakaup, að varla nokk- ur önnur stétt í landinu myndi láta bjóða sér slík kjör. Geta þó vart teflt við páfann eða notið sjafnar- yndis án þess að eiga á hættu að verða fyrir truflun. Um allan hinn vestræna heim eru sívaxandi útgjöld til heilbrigðismála vaxandi áhyggjuefni og ekki bara lyfjakostnaðurinn. >ví hefur verið haldið fram, að 70% af heilbrigðis- útgjöldum ráðist beint af ákvörðun- um lækna og því sé nauðsynlegt, að saman fari fagleg og §árhagsleg ábyrgð þeirra. Heilbrigðisþjónusta er alls staðar dýr og dýrust er hún í Bandaríkjunum. Dánartíðni ný- bura er þar þó næstum þrisvar sinnum hærri en á Islandi og í Svíþjóð („landi ríkiskapitalism- ans“), þar sem hún er lægst í heiminum. Hvergi, ekki einu sinni í Bandaríkjunum, hefur ríkasta fólk efni á að kaupa þá heilbrigðisþjón- ustu, sem það kynni að þurfa, ef mikið lægi við og kaupir sér því tryggingar. Bandariskir læknar bera ekki meiri virðingu fyrir þessum trygg- ingarfélögum en Ingólfur heldur fram, að íslenzkir læknar geri fyrir Tryggingastofnun enda hafa tals- menn þeirra með Reagan í broddi fylkingar nú hafið harða hríð að læknum og krafíð þá um meiri fjár- hagslega ábyrgð. Sýnist mér, að íslenzkir læknar megi bara vera býsna ánægðir með hábölvaða Tryggingastofnun. Einn meginþráður í grein Ingólfs er fyrirlitning á ríkinu og hann gengur eins og fyrr segir svo langt að ljúka grein sinni á því að kalla ríkisútgerð heilbrigðis- og mennta- mála þjóðaróvin nr. 1. Ég nenni ekki að reyna að útlista fyrir Ing- ólfí og öðrum fijálsþyggjumönnum til hvers ríkið er. Ég fullyrði hins vegar, að ríkisútgerð heilbrigðis-, félags- og menntamála er einmitt grundvöllur velferðarríkisins, sem ber um þessar mundir hæst á Norð- urlöndum og þar með töldu íslandi. Þetta skildi auðvitað Davíð Odds- son, þegar hann „seldi" Borgarspít- alann og þetta skildi Sverrir Hermannsson, þegar hann „keypti" óperuna. Við Ingólfur erum báðir ríkisstarfsmenn og raunar eru allir læknar það ýmist beint eða óbeint. Ég er ánægður með að vera ríkis- starfsmaður. Ég hef hins vegar ýmislegt við heilbrigðisþjónustuna í landinu að athuga og myndi fagna meiri umræðu um þau mál, ekki sízt meðal lækna. Sérstaklega væri fagnaðarefni ef ftjálshyggjumenn viðruðu skoðanir sínar á heilbrigðis- málum rækilega á opinberum vettvangi. Höfundur er læknir. vera glaða og góða pilta. Guðmund- ur Steingrímsson og Carl Möller hafa líka leikið með Hauki í Svíþjóð. Þeir skemmta allan júlímánuð á Vin og Ölgod á hveiju kvöldi, nema sunnudögum, frá kl. 20 til 1.30 og leika ýmist fyrir dansi og syngur Haukur þá lögin í syrpum eða við almennan söng gesta eins og venja er þama. Þá er staðið upp á bekkj- unum við löngu borðin, sem rúma 60—70 manns og sungið af krafti úr heftinu góða, en í því eru 26 ljóð frá ýmsum þjóðum, m.a. Fyrr var oft í koti kátt. Hér getur hver og einn verið soltur af þjóðemi sínu og er vitnað til þess með fánum hverrar þjóðar, sem settir em á borðin, og hér finnst hvorki kyn- þátta- né kynslóðabil. íslenzkir túristar vilja gjama heyra sem mest á íslenzku og reynir Haukur að leysa það með sinni alkunnu lagni. Ráðlegt er löndum á ferð og hér búandi að lita inn í hinn gamla Ráðhúskjallara og helzt að hrífast með af léttleika og hæfni hljóm- sveitar og söngvara. Þess má geta, að Haukur Mort- hens og nokkrir úr hljómsveitinni munu skemmta kirkjugestum í fé- lagsheimilinu í Jónshúsi við messu- kaffíð eftir guðsþjónustuna í St. Pálskirkju sunnudaginn 26. júli nk. G.L. Ásg. Hólmavík: Hafín bygging á nýju félagsheimili Laugarhóli, Bjarnarfirði. í SUMAR hefst bygging nýs fé- lagsheimilis á Hólmavík, en áður var búið að taka grunn að hús- inu. Nýja félagsheimilið kemur í stað bragga sem keyptur var af hernámsliðinu á Reykjaskóla árið 1946 og er þvi senn búinn að gera sitt gagn nógu iengi. annarra Strandamanna, þar sem Hólmavík er stærsti þéttbýlisstað- urinn. í sambandi við hátíðina verður auk þessa unnið að bættri umferðarmenningu, fegrun um- hverfis, bættri móttöku ferða- manna og meiri þjónustu við almenning. - SHÞ Félagsheimilið Hólmavik. Morgunbiaðia/SHÞ Nýja félagsheimilið á að hýsa alla félagsaðstöðu fyrir félagasam- tök á staðnum, auk þess sem þar verður félagsaðstaða fyrir grunn- skólann á Hólmavík. Húsið er byggt í samvinnu félaganna á staðnum og Hólmavíkurhrepps, og með Skeljavíkurhátíðinni hyggjast félögin fjármagna hluta af sínu framlagi. Með tilkomu nýs félags- heimilis breytist öll aðstaða Hólmvíkinga og nágranna til tóm- stundastarfs, og vafalítið verður þania oft líf og fjör í framtíðinni. A Hómavík er rekin margs kon- ar atvinnustarfsemi og skal hér gerð stutt grein fyrir fáu einu á því sviði: Kaupfélag Steingríms- fjarðar rekur verslun, söluskála, ftystihús og ýmsa aðra starfsemi. Hólmadrangur hf. gerir út hið far- sæla aflaskip Hólmadrang ST-70. Vík hf. hefur með höndum rekstur vélsmiðju og sér um hvers konar viðgerðir á sjó og landi. Ljósmagn sf. sér um raflagnir Hólmvíkinga. Hlein hf. er nýtt fiskverkunarfyrir- tæki sem hleypt hefur nýju blóði í atvinnulíf staðarins. í heild bygg- ist atvinnulífíð mest á sjónum, og auk þess sem áður er nefnt starfa mörg smærri útgerðarfyrirtæki á staðnum. í örfáum en þó nokkrum góðum frístundum Hólmvíkinga er hægt að bregða sér á Poolstofuna og spila billiard, taka á lóðum, leggjast á ljósabekk eða bara spjalla saman. Svo má ekki gleyma öllum þjónustuaðilunum, eins og Búnaðarbankanum, heilsugæslu- stöðinni, o.s.frv. Fyrirtækin á Hólmavík hafa ekki látið sitt eftir liggja í undir- búningi Skeljavíkurhátíðar, því að allir vilja vinna að því sameiginlega marki sem nýtt félagsheimili er. Fyrirtækin hafa lagt sitt að mörk- um með beinum fjárframlögnm, auk þess sem þau hafa séð í gegn- um fíngur við starfsmenn sína, sem hafa laumast til að vinna við undir- búning úti í Skeljavík í vinnutíman- um. Allir leggjast á eitt um að gera hátíðarhöldin sem glæsilegust og gera nýja félagsheimilið að veruleika. Tilgangurinn með Skeljavíkur- hátíðinni er tvíþættur. í fyrsta lagi er verið að afla ijár til byggingar félagsheimilis á Hólmavík og í öðru lagi er verið að gefa fólki kost á að skemmta sér í góðu umhverfi og með góðu fólki. Þannig er Skeljavíkurhátíðinni ætlað að vera burðarás í aukinni menningameyslu Hólmvíkinga og I KAUPFELAGINU ÞINU! Um hver mánaðamóttaka Verslunardeild Sambandsins og kaup- félögin sig saman um stórlækkun á verði valinna vörutegunda. Með því gefum við þér kost á að gera sannkölluð reyfarakaup meðan birgðir endast __________ Reiðhjól: Heidemann kr. 5.400 samtals kr.599 Sláttuvél: Stiga popular kr. 17.950 samtals kr. 1.618 KAUPFÉLttGIN ^KAUPSTAÐUR STÓRMARKAÐURINN IMJÓDD Kr. 2.450 Efþú ert í vafa... ► Kr. 2.180 ..þú bendum við ó... ► Litir: Offwhite, hvitt, svart, brúnn. ~egnr. 2781. Kr. 2.560 ..spor í rétta átt... ► Litir: Svart, ..við eigum skóna. CLASSICO MADE IN EUROPE SKDMAGASÍPÍ LAUGAVEGI 97, SÍMI 624030
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.