Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987 \f/ ERLENT Stuðningsmenn írana í Líbanon: Hóta Frökkum hryðjuverkum Baalbeck, París, Reuter. NOKKUR þúsund stuðnings- menn írana gengu í gær fylktu liði um stræti Baalbeck-borgar í Líbanon og höfðu í heitingum við Frakka. Hótuðu þeir að grípa til hryðjuverka gegn þeim vegna afstöðu þeirra til klerkastjórnar- innar í Teheran. Nælunni flagga menn gjarna til að sýna, að þeir séu lausir við allt smit. Svíþjóð; Nælan frá blóðbankanum — trygging' fyrir frjálsu ástarlífí Lundi, frá Pétri Péturssyni, fréttaritara Morgunbladsins. Blóðbankinn í Malmö afhendir þeim, sem gefa blóð í fyrsta sinn, sérstaka nælu, sem menn geta sett í jakkalafið, eða hengt utan á sig á annan hátt. Þetta merki er nú orðið vinsælt á dansstöðum, börum og diskótek- um og hvarvetna þar sem menn og konur koma saman til lengri eða skemmri kynna þar sem holdleg snerting getur komið til greina. Nælan er sýnd til merkis um það, að eigandinn sé laus við hinn hræði- lega eyðni-vírus og geti því gengið inn í dýrð ástarinnar áhyggjulaus sér og sínum að meinalausu. Þessu litla merki hefur verið tekið sem frelsistákni hér í Svíþjóð, þar sem skuggi þessarar hræðilegu pestar hvílir nú eins og mara á fijálsu ástarlífí. Blóðbankinn hér í Malmö athug- ar nefnilega mjög gaumgæfílega hvort HIV-vírusinn er í blóðinu áður en því er veitt viðtaka, og fær blóð- gjafinn ekki merkið nema blóðið reynist ósýkt. Fólki virðist fínnast þægilegra að fara til blóðbankans, til þess að fá vissu um að það sé ekki sýkt, en að fara á sjúkrahúsin eða á heilsugæslustöðvar til að biðja um eyðniathugun. Fjöldi blóðgjafa í Malmö hefur aukist meir en hundr- að prósent frá því um áramótin síðustu. Læknar blóðbankans eru að sjálf- sögðu mjög ánægðir með að hafa nú loksins yfírdrifíð af blóðbirgðum, en þeir vara við því að fólk taki nálarmerkið sem tryggingu eða vottorð frá bankanum um að við- komandi sé ósýktur. Nálin eftirsótta er ekki fullkomin trygging, segja þeir, því viðkomandi blóðgjafí getur verið sýktur í allt upp í mánuð áður en vírusinn er kominn út í blóðið. Þegar þar við bætist að þessar nælur ganga kaupum og sölum, sumstaðar fyrir offjár, hafa tals- menn bankans velt því fyrir sér hvort þeir eigi að útdeila þessum nælum til þessarar nýju tegundar blóðgjafara. Yfirvöld gangast nú fyrir mikilli herferð gegn eyðni hér í Svíþjóð og kynferðisfræðslu í því sam- hengi. Sérstakir vagnar, með ráðgjöfum og upplýsingabækling- um, fara nú um baðstrendur og annars staðar þar sem fólk hópar sig saman til að njóta sumars og sólar. Mikil herferð er fyrir notkun smokka og er fyrirsjáanlegur skort- ur á þessari vörutegund, þegar sumri fer að halla. „Einhuga þjóð fær ekkert bugað, hryðjuverk eru eina lausnin," hróp- aði múgurinn, hálft fjórða þúsund liðsmanna Hizbollah-samtakanna, svartklæddar konur og shíta-klerk- ar um leið og þau reiddu hnefann á loft. „Chirac getur sagt Mitter- rand, að hiyðjuverkamenn séu alls staðar, að Iranir verði ekki brotnir á bak aftur." Baalbeck er í Bekaa-dal, um 80 km frá Beirut, og helsta miðstöð shíta í Líbanon. Frá 1982 hafa mörg hundruð íranskra byltingar- varða haft aðsetur þar og þjálfað hryðjuverkamenn og skæruliða Hiz- bollah-samtakanna. Franskir hermenn hafa hert á gæslu við franskar stofnanir í Beir- ut og eru við öllu búnir. Meðal 29 erlendra gísla í Líbanon eru sjö Frakkar og er talið, að flestir séu þeir í haldi hjá Hizbollah. Fyrir nokkrum dögum var hringt á frétta- Afganistan; ítrekar tilboð um þjóðstjórn Maður I Washington heldur á blaði með heilsíðu auglýsingu frá japanska fyrirtækinu Toshiba. Þar segir, að fyrirtækið biðji bandarísku þjóðina innilega afsökunar á þvf, að eitt af dótturfyrirtækjum þess seldi tölvubúnað til Sovétríkjanna, sem nota má til að framleiða nær hljóðlausa hreyfla í kafbáta. Auglýsing þessi birtist í víðlesnu dagblaði í Washington í fyrradag. Moskvu, Reuter. NAJIB, leiðtogi afgönsku sljórn- arinnar, sagði í gær að sovéskar hersveitir myndu ekki yfirgefa Afganistan nema allri „ytri áreitni“ yrði hætt og Kabúl- stjórnin fengi tryggingu fyrir því að henni yrði ekki haldið áfram. Þetta kom fram á fréttamanna- fúndi í Moskvu í gær, en þar ítrekaði Najib einnig tilboð sitt til uppreisnarmanna um sæti í ríkisstjórn landsins. „Áætlun um brottflutning sové- skra hersveita verður aðeins ákveðin þegar utanaðkomandi íhlutun Bandaríkjanna og banda- manna þeirra í NATO verður hætt og tryggt að hún muni ekki hefjast aftur,“ sagði Najib eftir fund sinn með Gorbachev Kremlarleiðtoga í gær. Afgönsk stjómvöld, sem hliðholl eru Sovétmönnum, hafa lengi hald- ið því fram að uppreisnarsveitimar, sem beijast gegn innrásarliðinu, séu ekki annað en ótíndir glæpa- menn, sem ekki komist af án hjálpar Vesturlanda. Á síðustu mánuðum hefur hins vegar virst sem Sovét- menn og afganskir stuðningsmenn þeirra séu tilbúnir til samninga um brottflutning hemámsliðsins. Stjómmálaskýrendur telja orð Najibs í gær draga úr líkum á sam- komulagi í þá átt. Á fréttamannafundinum, sem var um tveggja stunda langur, sagði Najib að enn stæði boð sitt frá í síðustu viku, um að taka fulltrúa núverandi stjómarandstöðuafla inn í nýja samsteypustjóm, sem starfa myndi eftir nýrri stjómarskrá, sem nú er til umræðu. Meðal embætta, sem stjórnar- andstöðunni stæðu til boða em stöður varaforsætisráðherra og varaforseta, að sögn Najibs. Einnig sagðist hann tilbúinn að semja um það, hver yrði forsætisráðherra, og jafnvel mætti komast að samkomu- lagi um að fyrrum konungur Afganistans, Mohammad Zahir Shah, sem rekinn var frá völdum 1973, fengi ráðherrastól. Hann tók þó fram að flokkur sinn, Lýðræðis- legi alþýðuflokkurinn, yrði áfram allsráðandi í landinu. Afganskir skæruliðar hafa þegar hafnað tilboði Najibs, þar sem það Najib Reuter útilokar þá frá lykilembættum vam- armála- innanríkis- og utanríkisráð- herra. Hitabylgja í Búlgaríu Sófiu, Reuter. BÚLGARIR voru að stikna úr hita í gær, enda sýndu hitamælar Qörutíu og tvö stig á Celcíus- kvarða. Að minnsta kosti einn maður hefúr dáið úr hita. í höfuðborginni Sófíu vom götur nánast mannlausar, þar sem fólk hélt sig í skugganum innandyra. Hitinn þar var sá hæsti síðan 1902. Sextíu og tveggja ára gamall maður lést úr hjartaslagi, sem hit- inn olli, í bænum Ruse. Þar þjáðust sextíu aðrir af sólsting. Búlgarska veðurstofan sagði að hitinn gæti enn hækkað og ráðlagði fólki að halda bömum og gamal- mennum innandyra. Rcutcr stofu í Beimt og því hótað, að tveir mannanna yrðu drepnir, en lík þeirra hafa þó ekki fundist. Ekkert hefur gengið í viðræðum Frakka og írana um sendiráðsmálin og krefjast Frakkar þess enn, að þeir fái að yfirheyra íranska sendi- ráðstúlkinn en hann er gmnaður um hryðjuverk. Er haft eftir ónefndum embættismönnum í París, að stjómin muni fara sér hægt í þessu máli og búist við, að það muni dragast í nokkra mánuði. BEÐIZTAFSÖKUNAR Najib segir Sovét- menn ekki á förum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.