Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987 25 Reuter Umferðarslysin eira engum Gilbert Mitterrand, sonur Francois Mitterrand Frakklandsforseta, og dætur hans tvær, Pasc- ale, níu ára, og Justine, sex ára, slösuðust í gær í hörðum árekstri í Gerona á Spáni. Okumaður hins bílsins lést samstundis en svo virðist sem þau feðginin hafi ekki meiðst jafh alvarlega og í fyrstu var talið. Var gert að meiðslum þeirra á nálægu sjúkrahúsi og þótti líklegt, að þau yrðu strax fiutt til Frakklands. Eins og sjá má á bílnum, sem Gilbert ók, Peugeot 205, hefur áreksturinn verið mjög harður. Holland: Skaðlegar auka- verkanir svefti- lyfsins Halcion? Amsterdam. Reuter. HOLLENSKUR dómstóll hefúr komist að þeirri niðurstöðu að skipa beri nefiid þriggja sérfræðinga til þess að rannsaka rétt- mæti fúllyrðinga um að svefiiiyfið, Halcion, geti haft alvarlegar aukaverkanir. Áfrýjunarréttur í bænum Am- hem, komst að þeirri niðurstöðu að margt benti til þess að eins milligramma töflur af lyfinu Halcion, sem bandaríska fyrirtæk- ið Upjohn framleiðir, sé slæm og hættulega vara. Lyfjafyrirtækið og þeir sem reka málið gegn því munu koma sér saman um hvaða sérfræðingar sitja í nefndinni. Lögfræðingur þeirra er höfðuðu mál á hendur fyrirtækinu, Egbert Dommering, segir að skjólstæð- ingar sínir hafí þjáðst af langvar- andi minnistapi, kvíðaköstum og þeir hafí átt erfitt með að einbeita sér eftir að hafa neytt lyfsins á árunum 1978 og 1979. Höfðu þeir allir fengið það samkvæmt lyfseðli frá heimilislækni. Yfirvöld í Hollandi bönnuðu sölu á Halcion árið 1979 eftir að fjöldi kvartana hafði borist um aukaverkanir er lyfíð hafði. Framkvæmdastjóri Upjohnfyr- irtækisins í Hollandi, Jef Vanden- bossche, sagði við Reuter-frétta- stofuna í gær að of fljótt væri að segja nokkuð um málið á þessu stigi. Halcion væri selt um allan heim, hætt væri að selja eins milligramma töflur í lyfjaverslun- um og dómstólar í Hollandi hefðu áður hafnað svipuðum skaðabó- takröfum og nú hefði verið komið fram með gagnvart fyrirtækinu. Panama: Allsherjarverk- fall í næstu viku Panamaborg. Reuter. ANDSTÆÐINGAR ríkisstjórnar Panama hafa hvatt til þess að efiit verði til allsherjarverkfalls í landinu til þess að kreflast af- sagnar Manuel Antonio Noriega, hershöfðingja, sem talinn er raunverulegur stjórnandi Pa- nama. Gert er ráð fyrir að verkfallið standi í a.m.k. 48 klukkustundir og hefjist næstkomandi mánudag. Samtök er kalla sig „Herferð borg- aranna" tilkynntu um verkfallið. Eru þau bandalag ýmissa afla sem eru í andstöðu við ríkisstjórnina og hefur verslunarráð landsins verið þar fremst í flokki. í tilkynningu frá samtökunum sagði að allshetj- arverkfallið væri eina svar almenn- ings við kúgun þeirri og ofbeldi er öryggislögregla landsins hefði beitt til að kveða niður mótmæli við völd- um Noriega. Reuter Fimm milljarðastiþegninn Á myndinni má sjá nýfætt sveinbarn, Matija Gaspar, í faðmi hjúkrunarkonu í Zagreb, höfúðborg Króatíu. Það var valið af sérstakri nefnd Sameinuðu þjóðanna til þess að tákna fimmta milijarðasta þegn Móður Jarðar, en svo ógnarlegur er inannfjöld- inn orðinn á yfirborði jarðkúlunnar. Óttast sumir að með þessu áframhaldi verði hnötturinn ein iðandi kös þvalra mannslík- ama, en stærðfræðingar hafa mönnum til hugarhægðar reiknað það út að jarðarbúar kæmust allir fyrir í borginni Hong Kong einni — raði þeir sér þétt. MYNDBAND SUMARSINS NAFN ~ ROSARINNAR Hver, í guðs nafni, kemst upp með morð? Dreifing HÁSKÓLABÍÚ SIMI 611212 Sjónvarpsvemd 8 mánuðir HRINGDU og fáðu áskriftargjöld- in skuldfærð á________ greiðslukortareikning SÍMINN ER 691140 691141 |Hi>ir0TOÍíW»ll>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.