Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987 Bannvara íBretlandi Reuter Bresk blaðakona sést hér festa kaup á bókinni „Spycatcher" eða „Njósnaraveiðaranum" eftir Peter Wright, fyrrum breskan njósnara, á Kennedy-flugvelli í New York. Bókin er bönn- uð í Bretlandi þar sem sfjórnvöld segja að hún innihaldi rikisleyndarmál. Bretar verða því að leita út fyrir landsteinana til að fá bókina, svona rétt eins og íslendingar í leit að öli. Þijú bresk dagbiöð hafa verið ákærð fyrir að birta kafla úr bókinni, en nú virðist sumum hilla undir það að útgáfa hennar verði leyfð á breskri grund, enda hafa menn komist í gegn um tollskoðun með bókina, athugasemda- laust. Frakkland: Action Directe minnir París. Reuter. FRÖNSKU hryðjuverkasamtök- in, Action Directe, er lítið hefúr borið á síðan Qórir helstu Ieið- togar þeirra voru handteknir fyrr á þessu ári, lýstu því í bréfi sem birt var í gær, að þau beri ábyrgð á sprengingu er varð í Lyon um síðustu helgi. Blaðið Lyon Liberation, birti í gær bréfíð, er bar merki samtakanna. Þar sagði að samtökin hefðu komið asig sprengjunni fyrir í bifreið fanga- varðar til að mótmæla strangri gæslu á félögum í Action Directe í fangelsum og hótuðu fleiri tilræðum ef ekki yrði gengið að vissum kröf- um. Enginn slasaðist í sprenging- unni. Frönsk lögregluyfirvöld segjast ekki trúuð á að hin illræmdu sam- tök hafi staðið á bak við sprenging- una, til þess hafi hún verið allt of viðvaningsleg. Evrópubandalagið: Ný lög um meng- un frá bifreiðum Briissel, Reuter. Umhverfismálaráðherrar Evr- ópubandalagsins unnu í gær að lokafrágangi samþykktar um minni mengun frá bílum en um hana hefúr staðið mikill styr í tvö ár. Eru vonir bundnar við, að nýju reglurnar dragi úr „súru regni“, sem kennt er um skógar- og vatnadauða víða um heim. Nýtt njósnamál í Japan: Sovétmenn komust yfir háþróaðan tæknibúnað rókýó, Re NYTT njósnamál er nú komið upp í Japan. Lögreglan grunar starfsmann fyrirtækis, sem framleiðir ýmsan búnað i flug- vélar, um að hafa selt Sovét- mönnum milljónavirði af viðskiptaleyndarmálum. Sovésk- ur sendiráðsstarfsmaður og fyrrum starfsmaður sovéska ríkisflugfélagsins Aeroflot eru einnig grunaðir um aðild að málinu og hefúr lögregla farið fram á að fá að yfirheyra þá. Sovétmenn neita hins vegar allri samvinnu. Lögreglan segist hafa yfirheyrt Japanann, en ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um það hvort hann verði handtekinn og ákærður. Talið er að hann hafi selt Sovétmönnum háþróaðan loftsiglingabúnað í þijú ár. Sovétmennimir, sem lögreglan er á höttunum eftir, eru Yurii Pokrovskii, verslunarfulltrúi sendi- ráðsins í Tókýó, og Yurii Demidov, fyrrum starfsmaður Aeroflot. Demidov er nú staddur heima í Sovétríkjunum. Sovéska sendiráðið segir að Pokrovskii verði ekki framseldur til yfirheyrslu og heldur því fram að allar ásakanir um njósnir á hendur þessum mönnum séu hreinasti upp- spuni og andsovéskur rógburður. Á blaðamannafundi, sem haldinn var í gær, sagði talsmaður sendiráðs- ins: „Þessi rannsókn miðar einkum að því að skaða Sovétríkin til þess að friða annað ríki.“ Þar átti hann væntanlega við Bandaríkin. Hann sagði einnig að lögreglan hefði eng- ar sannanir í höndum og „þessi tilraun til að koma sök á sovét- borgara er algerlega tilhæfulaus.“ Lögreglan skýrði hins vegar frá því að hún hefði fundið í fórum Japanans minnisblöð frá Pokrovskii og Demidov, þar sem hann væri beðinn að útvega ákveðnar gerðir hátæknibúnaðar, þar á meðal há- þróaðan tölvuhugbúnað, sem Reuter Frönsk byggingarlist og eyðingaröflin Á laugardaginn var fimmtán hæða stórhýsi í borginni Avignon í Frakklandi sprengt i loft upp, þar sem eigendurnir toldu það myndu kosta meira að gera nauðsynlegar endurbætur á húsinu en að byggja nýtt. Húsið var aðeins þijátíu ára gamalt, og þætti lfklega arkitekt- um pýramídanna miklu og fleiri merkra bygginga hafa verið kastað til höndunum við smiði þess. bannað væri að flytja út til kom- múnistaríkja samkvæmt COCOM- samkomulagi Vesturlanda. Lögreglan telur þó að hugbúnaður- inn hafi ekki verið komínn í hendur Sovétmanna er rannsókn hófst í málinu. Þetta er ekki fyrsta njósnamálið í Japan, þar sem um er að ræða sölu hátæknibúnaðar til Sovétríkj- anna. Nýlega kom til deilu milli Bandaríkjamanna og Japana er upp komst um sölu japansks fyrirtækis á tæknibúnaði, sem gerir Sovét- mönnum kleift að smíða hljóðláta kafbáta, og fyrr á þessu ári voru fjórir Japanir handteknir, sakaðir um að selja sovéskum sendimönn- um bandarísk hernaðarleyndarmál. Sovétmennimir, sem taldir voru tengjast málunum, fóru til síns heima og sluppu við yfírheyrslur lögreglu. Stjómmálaskýrendur segja að þetta nýjasta mál af þessu tagi ýti enn undir kröfur um hert viðurlög við njósnum í Japan. Landið hefur stundum verið kallað „Paradís njósnarans" vegna linkindar í með- ferð flugumanna. Umhverfísvemdarmenn hafa sitthvað við samþykktina að athuga og benda á, að nýju reglumar eigi að koma til framkvæmda á sex ámm og muni jafnvel að þeim tíma liðnum aðeins ná til 40% allra bif- reiða á evrópskum vegum. Ef samningurinn verður sam- þykktur eins og gert er ráð fyrir verður að koma fyrir hreinsibúnaði í bílum, sem hafa meira en tveggja lítra vél og eru komnir á götuna í október á næsta ári, en bflar, sem smíðaðir em eftir október 1989, verða að hafa þennan búnað frá verksmiðjunum. Danir, sem nú fara með for- mennsku í EB, komu í veg fyrir þetta samkomulag á sínum tíma vegna þess, að þeir vilja hafa meng- unarreglurnar miklu strangari og líkar þeim, sem gilda í Bandaríkjun- um. Ný lög innan EB um það hvemig staðið skuli að ákvörðunum svipta einstök ríki neitunarvaldi í ýmsum málum og því verða Danir nú að láta í minni pokann. Þeir geta þó eftir sem áður gert meiri kröfur til bifreiða, sem skráðar eru í Danmörku. Falklandseyjar: Mikill uppgangnr í efhahagslífinu St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannsayni, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKILL uppgangur er nú í efiia- hagslífi Falkiandseyja, að sögn Lundúnablaðsins Times. Nýlokið er fyrstu vertíð, síðan Bretar lýstu yfir 150 mílna fiskveiðilög- sögn við eyjamar og seldu leyfi til veiða. Tekjur af sölu veiði- leyfa hafa orðið miklu meiri en búist var við. John Pollard, sem sér um stjóm- un fiskveiða á Falklandseyjum, segir, að fískur hafi verið veiddur fyrir um 500 milljónir sterlings- punda á þessari fyrstu vertíð, frá febrúar og fram í júní á þessu ári. Gjöld af fískiskipum hafa þrefaldað tekjur á fjárlögum Falklandseyja. Yfírvöld fóm mjög varlega í að áætla tekjur af veiðunum, aðallega vegna þess að Bretar höfðu enga reynslu af stjómun fiskveiða. Ástæðan fyrir útfærslu lögsögunn- ar var sögð vemdun fískstofnanna, og þegar stjóm eyjanna ákvað að veita fjórum milljónum punda til þess að halda uppi eftirliti innan fiskveiðilögsögunnar, var engin vissa fyrir, að henni tækist að afla tekna fyrir fyrir því. En tekjumar nema nú tæplega 22 milljónum punda fyrir árið 1986-87, en vom árið áður ríflega sjö milljónir. Stjómin viðurkennir nú að hafa vanmetið verðmætin í hafínu umhverfís eyjamar. Mestar tekjur hafa verið af veið- um á tveimur tegundam kolkrabba, sem seljast á um 100.000 krónur tonnið. Áætlað er að hefja veiðar á hörpudiski, rækju og kröbbum til að tryggja tekjumar til frambúðar. Þróunarstofnun Falklandseyja hefur gert áætlun um uppbyggingu fiskiðnaðar á Falklandseyjum, og fyrirtæki frá Bretlandi hyggjast leggja fé í framkvæmdir þar. Stofn- unin hyggst eiga 51% og fyrirtækin 49%, og þau verða að auki að greiða gjald til að fá að eignast þessi 49%. Búist er við, að stjóm Falklands- eyja samþykki þessa áætlun þróunarstofnunarinnar og hún verði einungis upphafíð að frekari upp- byggingu atvinnuvega eyjanna. Sérstaklega á að hyggja að upp- byggingu þjónustu fyrir fískveiði- flotann. Nú skipta togaramir, sem em að veiðum við Falklandseyjar, um áhafnir í Montevideo í Uru- guay, og það yrði verulegur spam- aður fyrir útgerðimar, ef unnt yrði að gera það í Port Stanley. Eyjarskeggjar hafa áhyggjur af því, að þessi uppbygging fískiðnað- ar dragi fólk úr landbúnaði, sem verið hefur eini atvinnuvegur þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.