Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, MagnúsFinnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Deila Frakka og Irana Oryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkti síðastliðið mánudagskvöld ályktun, þar sem þess er krafist að íranir og írak- ar semji tafarlaust um vopnahlé og dragi heri sína inn fyrir al- þjóðlega viðurkennd landamæri ríkjanna tveggja. Því miður er ekki útlit fyrir að ályktunin hafi áhrif í þessa veru og ósennilegt verður að telja að Sameinuðu þjóðirnar treysti sér til að beita ríkin tvö þrýstingi af öðru tagi — svo sem í Kóreustyijöldinni, þeg- ar kom til beinnar hernaðarlegrar íhlutunar. Hin mannskæða og til- gangslausa styrjöld írana og Iraka heldur því væntanlega áfram. Henni lýkur naumast nema með ósigri og uppgjöf ann- ars ríkisins eða algerri stefnu- breytingu í öðru hvoru ríkinu. Styijöld írana og íraka skiptir okkur Vesturlandabúa máli af margvíslegum ástæðum öðrum en hinum almennu, að hún varðar okkur sem siðferðisverur. Styij- öldin, sem nú hefur staðið í tæp sjö ár og hófst með innrás íraka í Iran í september 1980, hefur magnað spennu og skapað mikla óvissu í Austurlöndum nær og óbeint leitt af sér hryðjuverk í okkar heimshluta. Einn angi þessara áhrifa styijaldarinnar birtist okkur nú í hinni alvarlegu deilu Frakka og írana, en hún hefur haft það í för með sér að stjómmálasambandi ríkjanna hefur verið slitið og ráðamenn í Teheran hafa í hótunum við franska þegna og stjómarerind- reka. Khomeini erkiklerkur, sem fer með alræðisvöld í íran, stjómaði sem kunnugt er uppreisninni gegn keisarastjóminni í landinu árið 1979 frá bækistöðvum sínum í París. Ætla mætti að það hefði skapað hlýhug hans í garð Frakka en sú hefur ekki orðið raunin. Khomeini hefur ekki kunnað að meta að frönsk stjórn- völd hafa skotið skjólshúsi yfir menn sem flýja pólitískar og trú- arlegar ofsóknir hans, og enn síður að Frakkar héldu áfram að selja írökum vopn eftir að Persaf- lóastyijöldin hófst. Frakkar hafa réttlætt vopnasöluna til íraks með þeim rökum að bylting öfga- fullra múslima í íran ógni vest- rænni menningu. Líklegra er þó að hinar raunvemlegu ástæður séu íjáráagslegir hagsmunir franskra fyrirtækja í írak, en þeir em allnokkrir, og ágóðinn af vopnasölunni sjálfri. Nú um hríð hafa Frakkar reynt að vingast við Irani í því skyni einkum að fá franska gísla í Líbanon látna lausa, en þeir em í haldi hjá mannræningjum og hermdarverkamönnum, sem standa í nánu sambandi við hirð Khomeinis í Teheran. Frakkar munu hafa boðið írönum hið mikla fé keisrarastjórnarinnar fyrrverandi, sem „fryst“ er í frönskum bönkum. Að auki er talið fullvíst að þeir hafi selt þeim eitthvað af vopnum og boðið frek- ari vopnakaup. Hins vegar munu þeir hafa neitað að hætta vopna- sölunni til íraks. Hryðjuverkin í París á undanfömum mánuðum vom líklega unnin í því skyni að þvinga Frakka til að hætta stuðn- ingnum við íraka. Maðurinn, sem franska lögreglan telur höfuð- paurinn í þessum óhæfuverkum, leynist nú í íranska sepdiráðinu í París og stjómvöld í íran virð- ast ætla að koma í veg fyrir að hann verði handtekinn, enda þótt hann njóti ekki friðhelgis stjóm- arerindreka. í því skyni virðast þau reiðubúin að handataka sak- lausa franska þegna og sendifull- trúa í íran og nota þá sem skiptimynt. Framferði íransstjórnar — að virða að vettugi allar alþjóðlegar leikreglur í samskiptum ríkja — er fordæmanlegt og hótanir hennar í garð Frakka ákaflega ógeðfelldar. Mál þetta sýnir í hnotskum hve ríki, sem búa við réttarskipan og lýðræði, geta verið varnarlaus gagnvart alræð- is- og einræðisríkjum, þar sem lög og réttur fara eftir geðþótta valdhafanna. En málið sýnir líka hvernig tvöfeldni, eins og sú sem Frakkar hafa sýnt, leiðir menn að lokum í sjálfheldu eða öng- stræti. Staðan, sem komin er upp í samskiptum írana og Frakka, er öðmm þræði rökrétt afleiðing af óheilindum hinna síðarnefndu. Þetta er ekki sagt til að fegra hlut klerkastjómar Khomeinis, heldur til að árétta að vestræn ríki geta ekki vænst þess að upp- skera í þessum efnum öðm vísi en til er sáð. Tvískinnungur í utanríkisstefnu — svo sem að selja vopn til beggja stríðsaðila og vingast við báða — kann að virðast snjall leikur í stjómmála- skákinni þegar til skemmri tíma er litið. En þegar lengra er horft kemur í ljós að slík hegðun er hvorki viturleg né líkleg til árangurs. Vonandi koma Frakkar hönd- um yfir glæpamennina sem deytt hafa saklausa borgara Parísar í nafni stjómmálahugsjóna. Og vonandi átta þeir sig jafnframt á því að tvöfeldni þeirra gagnvart styijöldinni við Persaflóa er þeim og hagsmunum Vesturlanda á endanum hvorki í hag né til sæmdar. Morgunblaðið/Kr.Ben. Myndin er tekin frá Keflavíkurvegi og sést Urtartjörn í forgrunni, en sjór er í háflæði. Straumur og Alverið í baksýn. Nátturuverndarráð: Nágrenni Straumsvík- ur verði friðlýst svæði Grindavik. Náttúruverndarráð sendi ný- lega Nátturuverndarnefnd Hafnarfjarðar erindi til um- sagnar vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar á nágrenni Staumsvíkur fyrir sunnan Hafnarfjörð vegna einstæðra lifsskilyrða í tjörnum og all mikils fúglalifs á svæðinu. Að sögn Bryndísar Róberts- dóttur starfmanns Náttúruvernd- arráðs verður að leita samþykkis landeigenda áður en landsvæði er friðlýst og er nú unnið að því varð- andi Straumsvík sem er eitt af forgangsverkefnum ráðsins. I lýsingu af svæðinu sem fram kemur í Náttúruminjaskrá ráðins segir:,, Fjörur, strendur svo og tjamir með fersku og ísöltu vatni við innanverða Straumsvík, frá Urtartjörn vestan Straums suður fyrir Þorbjamarstaði að athafna- svæði Isals. Tjarnirnar á svæðinu eru með einstæðum lífsskilyrðum auk þess sem fuglalíf er all mikið“. Líffræðistofnun Háskólans hef- ur fylgst mjög mikið með þessu svæði; einkum þykja tjarnirnar merkilegar þar sem sjávarfalla gætir í þeim. Minna má á að þetta svæði var mjög umdeilt fyrir mörgum árum vegna mengunar- hættu frá álverinu og þar átti ekkert jurta- eða dýralíf að geta þrifist. Kr.Ben. Þessir smiðir voru að gera klárt fyrir steypu og máttu ekki vera að því að liggja i sólinni eða skreppa í sund. Vopnagörður: Sumarstemmn- ing* í Vopnafirði Með betri vegi og bættri aðstöðu Vopnafírði. EFTIR nokkuð marga rigningar- og þokudaga kom sumarsólin aftur og yljaði Vopnfirðingum með 18 stiga hita og þótt margir legðu leið sína á landsmót ung- mennafélaganna á Húsavík helgina 11.—12. sl. voru aðrir sem kusu að taka það rólega heima. Sundlaug Vopnfirðinga er í Sel- árdal skammt norðan við þorpið. Nú fyrir skömmu var lokið við veru- legar endurbætur á veginum að sundlauginni og síðan hefur aðsókn að sundstaðnum aukist verulega. - B.B Þessir sundkappar kældu sig með því að synda yfir Selá, en áin rennu skammt frá sundlauginni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.