Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987 29 Sjórinn tekinn að falla út en sjá má á myndinni hvernig flæðir upp f grösuga móana við Straum. Ein af litlu tjörnunum framan við Straum sem myndast á háflæði en þorna upp á háíjöru. hefur aðsókn að sundstað Vopnfirðinga aukist verulega. r AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PAUL ROUTLEDGE Frá Helsinki. Finnar skera niður of- framleiðslu í landbúnaði Finnska ríkisstjórnin undir forsæti Harrys Holkeri úr Hægri flokknum er nú að vinna að áætlunum um að draga verulega úr kostnaðarsamri oflramleiðslu i landbúnaðinum. Munu bændur og samtök þeirra vafalaust reka upp ramakvein en svo háttar nú til, að stjórnarflokkarnir, Hægriflokkurinn, Jafiiaðarmannaflokk- urinn og Sænski þjóðarflokkurinn, sækja sitt fylgi til þéttbýlisins en Miðflokkurinn, hinn eiginlegi bændaflokkur, er utan stjómar aldrei þessu vant. ótt Finnland verði að teljast fremur harðbýlt land er land- búnaðarframleiðslan miklu meiri en íbúarnir, fimm milljónir talsins, geta í sig látið. Af þeim sökum er nú ráðgert að draga úr henni um 10% en talið er, að við það muni störfum til sveita fækka um 18.000. Verða engin vettlingatök á eftirlitinu með að bændur fari eftir nýju reglunum og í Helsinki eru nú komnar á kreik ýmsar gamansögur um framkvæmdina. Sjá menn þá gjama fyrir sér lög- reglumenn frá landbúnaðarráðu- neytinu á harðahlaupum eftir hænum og grísum, sem ekki eiga sér tilverurétt. Raunar er þegar búið að setja í lög hörð viðurlög við of mikilli ræktun. Verða bænd- ur að greiða 30.000 marka sekt (um 260.000 ísl. kr.) fyrir hvem hektara, sem er umfram heimild. „Þetta verður erfíður tími," sagði Erkki Liikanen, fjármála- ráðherra, „og við margan vanda verður að fást. Offramleiðslan í landbúnaði er hins vegar svo mik- il byrði á ríkissjóði, að ekki verður lengur við unað.“ Niðurgreiðslur á landbúnaðar- vörum gleypa 4% af þjóðarfram- leiðslunni og er það helmingi meira en Finnar, sem telja sér lífsnauðsynlegt að standa framar- lega í tækniþróuninni, veija til rannsókna og vöruþróunar. Samsteypustjórn hægri- og vinstrimanna, sem kom Hægri- flokknum til valda eftir rúmlega 20 ára pólitíska eyðimerkur- göngu, var misjafnlega tekið í fyrstu en nú er litið á hana sem sjálfsagðan hlut. Er þetta sam- starf til marks um raunsæi Finna, um áhuga þeirra á þjóðarsáttum og samvinnu en til hans má rekja efnahagslega velgengni þeirra. Kosningarnar í mars sl. reynd- Harry Holkeri. ust afdrifaríkastar fyrir Miðflokk- inn, sem fékk að vísu aðeins fleiri atkvæði en í fyrri kosningum en missti samt þijá menn. Hann hef- ur löngum haldið um stjórnar- taumana í Finnlandi ásamt öðrum en var nú skilinn eftir úti f kuldan- um þegar hægrimenn og jafnað- armenn tóku höndum saman öllum að óvörum. Miðflokkurinn sækir sitt fylgi að mestu til sveitanna, sem nú sjá sæng sfna upp reidda frammi fyrir nýju „borgarbúastjórninni". Hún endurspeglar líka betur en oft áður raunverulega skiptingu landsmanna eftir atvinnuháttum og búsetu og treystir sér því til að takast á við bændurna. „Það verður erfítt fyrir Mið- flokkinn að ná aftur fyrri stöðu í fínnskum stjómmálum,“ sagði einn af frammámönnum í atvinn- ulffinu. „Við skulum vona, að honum takist það en til langs tíma litið efast ég þó um það.“ Ummæli á borð við þessi má oft heyra í röðum atvinnurekenda og fjármálamanna enda varð þeim svo mikið um þegar Hægriflokk- urinn tók höndum saman við jafnaðarmenn, að þeir skutu á sérstökum „leynifundi“ til að ræða málið. Lak allt út, sem fram fór á fundinum, og var hlegið að þeim fyrir vikið en megináhyggj- umar voru þær, að Hægriflokkur- inn væri miklu hallari undir sjónarmið verkalýðsfélaganna en einkaframtaksins. Raunar hefur ríkisstjóm Holkeris lofað að leggja fram í haust fmmvarp um réttindi verkamanna á tímum örra tæknibreytinga þar sem fulltrúum þeirra er veitt aðild að stjómun fyrirtækja. Afstaða vinnuveitenda er nú „að bíða og sjá hvað setur“ en þeir finna oft að því, „að tveir helstu flokkarnir verða æ líkari hvor öðrum. Það er að verða er- fítt að greina þá að. Ef til vill gerum við of mikið af því að forð- ast átök; málamiðlunin er orðin markmið í sjálfri sér“. Liikannen, sem er fertugur að aldri, fyrrum ritari Jafnaðar- mannaflokksins, er dæmigerður fyrir hina nýju kynslóð stjórn- málamanna í Helsinki. Hann brosir breitt þegar minnst er á hve vinnuveitendur urðu „hissa“ á rauð-bláu samsteypustjóminni. „Byijunin lofar góðu, við höfum fengið mjög raunsæja stjóm," segir Liikannen. „Málamiðlanir eiga sér langa sögu í Finnlandi þótt þær hafí verið gagnrýndar bæði frá hægri og vinstri. Ég er sósíalisti, þar í liggur lífsskoðun mín, en nú á dögum búum við í opnu efnahagskerfi. Þess vegna fara hagsmunir okkar og hægri- manna saman að mörgu leyti: Við verðum að halda verðbólgunni í skefjum og standa framarlega í tæknilegum efnum og vöruþróun. Við verðum að geta starfað saman og á því hefur þessi þjóð góðan skilning. Árið 1918 geisaði borg- arastyijöld í landinu og hún verður okkur ávallt víti til vamað- ar.“ Höfundur er fréttamaður Observer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.