Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987 43 Skuldbindingar kjamorkuveld- anna (liður 7 a,b), sem þau gera með sérstökum yfirlýsingum, kre§- ast vart sérstaks eftirlits umfram það sem gert er ráð fyrir hér að framan. Öðru máli gegnir um hugsanlega viðbótarsamninga. Hér er um að ræða eftirlit með aðgerðum kjam- orkuveldanna utan lögsögu aðild- arríkjanna. Augljóslega munu möguleikar aðildarlandanna til eft- irlits verða takmarkaðir, bæði af tæknilegum og lögfræðilegum ástæðum. Eftirlitið verður því í þessu tilviki að hvíla á kjamorku- veldunum sjálfum i samræmi við nánari samninga þar um. Þetta er e.t.v. alls ekki eins slæmur kostur fyrir Norðurlönd eins og litið getur út við fyrstu sýn. Þessir viðbótar- samningar gera hvort sem er ráð fyrir þátttöku kjamorkuveldanna. Séu þau á annað borð til með að gera samninga sem takmarka stað- setningu kjamorkuvopna þá getum við verið viss um að þau munu fylgj- ast með aðgerðum hvors annars með öllum tiltækum ráðum. í þessu samhengi má minna á SALT- samningana frá 1972 og 1979 þar sem gert er ráð fyrir eftirliti beggja aðila með hjálp allrar þeirrar tækni sem þau ráða yfír og heimil er sam- kvæmt aljþóðarétti. Gagnrýnendur hugmyndarinnar um kjamorkuvopnalaust svæði full- jrrða gjaman að erfítt verði að hafa fullkomið eftirlit á þennan hátt. Þetta er algjört matsatriði. Áhætt- una af eftirlitskerfi sem ekki er fullkomlega öruggt verður að vega á móti hættunni sem felst f því að engir samningar um friðlýsingu séu í gildi. Reynsla okkar af fyrri tilraunum til þess að koma á eftirliti með vígbúnaði sýnir að þeir sem ekki vilja semja leggja höfuðáherslu á vandamál varðandi eftirlit. Óski báðir aðilar að ná samkomulagi þá mun þeim líka takast að finna lausn á eftirlitsvandamálunum. Þetta er fyrst og fremst spuming um pólitískan vilja. 10. Stofnun svæðisins Stofnun svæðisins er fyrst og fremst ætlað að vera frumkvæði Norðurlanda til slökunar og fækk- unar kjamorkuvopna. Svæðinu er ætlað að vera liður í því að skapa nýja stefnu í öiyggismálum. Stefriu án hættu á gjöreyðingu af völdum kjamorkustríðs. Líta verður á stofnun kjamorku- vopnalauss svæðis á Norðurlöndum í víðara evrópsku samhengi. Það þýðir þó ekki að við eigum að bíða með stofnun s’ bar til búið er að leysa c.. ^iaam<u . Evrópu, þar sem kjamorkuveldin standa andspænis hvort öðm með miklar byrgðir kjamorkuvopna. Það er rétt að undirstríka þetta til að vara við því að „víðara evrópskt samhengi" verði notað til að slá kjamorkufriðlýsingu Norðurlanda á frest. Þvf er mikilvægt að Norður- löndin hafí sjálfstætt frumkvæði og hrindi þróuninni af stað. Skipun embættismannanefndar- innar sem samkomulag náðist um á fundi utanríkisráðherra Norður- landa í Reykjavik 25. mars síðastlið- inn, getur orðið fyrsta skrefíð í slíkri þróun. Það verður hins vegar að koma skýrt fram í þeim fyrir- mælum sem nefndinni em gefín að hlutverk hennar sé að gera athugun sem verður liður í undirbúningi að stofnun kjamorkuvopnalauss svæð- is. Á sama tíma getur verið gagn- legt að halda fundi háttsettra embættismanna eða ráðherra. Þessa fundi á að halda á gmnd- velli sameiginlegra óska um kjam- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum. Þetta eiga ekki að vera H löfóar til _____.fólksíöllum starfsgreinum! Afinæliskveðja: Sigurgeir Signrðs- son, Bolungarvík „samningafundir" í venjulegri merkingu þess orðs, þar sem and- stæðingar skiptast á „málamiðlun- um“. Fremur yrði um að ræða viðræðufundi í þeim tilgangi að ná einingu um sameiginlegan gmnd- völl að friðlýsingu svæðisins. Að sjálfsögðu er eðlilegt að á þessu stigi málsins fari einnig fram viðræður við bandalagslönd og önn- ur ríki til að gera þeim grein fyrir markmiðum friðlýsingarinnar. í lok þessa undirbúningstímabils geta löndin eitt og eitt eða í sameiningu átt viðræður við bandalagslönd og önnur ríki á gmndvelli þeirra áætl- ana sem þá liggja fyrir. Að loknum þessum undirbún- ingstíma tekur við vinna við sjálfan samninginn sem öll svæðislöndin geta skrifað undir og viðurkenndur er sem bindandi samningur á grundvelli þjóðarréttar með trygg- ingum kjamorkuveldanna. Þó að sú framkvæmdaáætlun sem hér er dregin upp sé ekki nema bráðabirgðauppkast þá getur hún hugsanlega leiðrétt algengan mis- skilning um hvemig hægt sé að koma á fót kjamorkuvopnalausu svæði. Þessi misskilningur er allt frá því að fullyrt er að ekki sé hægt að byija á undirbúningsstarfí fyrr en fengist hafí full tiygging frá kjamorkuveldunum yfír í það að allt sem þurfí sé einhliða yfírlýs- ing Norðurlandanna. Auk þess er oft spurt hvort um sé að ræða „yfír- lýst“ svæði eða „umsamið" svæði. Áð nálgast rnálið á þennan hátt er alltof einhæft. Samningar em nauð- synlegir en það er ekki það sama og að allir eigi að semja um allt. Að lokum má spyija hversu mikl- ar líkur séu á að hægt sé að koma þessari áætlun í framkvæmd. Því er til að svara að jákvæður árangur ræðst af því að kjamorkuveldin gerí sér það Ijóst að það er í allra þágu, ekki síst þeirra eigin, að nú- verandi ástand breytist og kjam- orkuvopnakapphlaupið verði stöðvað. Þetta er hægt að gera með samningum og aðgerðum sem vekja traust t.d. kjamorkuvopnalausum svaeðum. Ýmsir herfræðingar og stjóm- málaleiðtogar beggja risaveldanna viðurkenna nú þegar að kjamorku- vopn séu hemaðarlega ónothæf. Næsta skref er að fá viðurkennt að það sé heldur ekki hægt að nota þau í pólitískum tilgangi. Þeirri skoðun mun vaxa fylgi samhliða því að almenningi í heiminum verð- ur ljóst hvers konar vopn er um að ræða. Þá verður allt hjal um ógnar- jafnvægi og hugsanlega beitingu kjamorkuvopna pólitísk byrði sem enginn ráðamaður vill axla. í þeirri stöðu munu þau stjómvöld sem hingað til hafa viljað eiga mögu- leika á beitingu kjamorkuvopna við vissar aðstæður, sjá að pólitísk lausn án beitingar kjamorkuvopna þjónar betur þeirra eigin hagsmun- um. Höfundur er prófessor í stærðfræði við Háskólann f Osló og situr í stjóm norsku samtakanna Nei til atom- vápen. Sigurgeir Sigurðsson fæddist á Markeyri í Skötufirði 22. júlí 1902. Hann er sonur hjónanna Evlalíu Guðmundsdóttur og Sigurðar Þórð- arsonar. Hann bjó í Folafæti til ársins 1934, en þá fluttist flölskyld- an til Bolungarvíkur. Þar hóf hann útgerð með miklum dug á vélbátnum Húna, en hann gekk gjaroan undir nafninu litli Húni, því seinna lét hann smíða annan Húna á Akureyri sem gekk undir nafninu stóri Húni. Hann var einhver ötulasti sjósóknari á sinni tíð og sótti alltaf fast og aflaði vel. Alltaf var stundaður búskapur samhliða sjónum. Þá var heyjað í Vatnsnesinu og á meðan á heyskap stóð þá bjuggu þau í litlu húsi í Vatnsnesinu sem kölluð var Sölu- búð. Þar sem oft margt um manninn fyrst með bömin og sfðan bamabömin. Þar var margt spjall- að. Árið 1926 kvæntist hann Margréti Guðfinnsdóttur og eignuð- ust þau tíu böm og eru átta þeirra HVAÐ er að gerast um verslun- armannahelgina nefnist blað sem nýlega kom út á vegum útgáfufyrirtækisins Fjölsýn. í blaðinu er meðal annars að fínna upplýsingar um þær hátíðir er verða haldnar um helgina en einnig eru ferðalöngum um landið gefín góð ráð og brýnt fyrir þeim að ganga vel um. Þá er einnig minnst á ug- græðslu landsins í blaðinu og ungt fólk hvatt til þess að tilla Land- græðslupokanum, sem fæst á öllum bensínstöðvum, í skottið eða á bögglaberann og sá á staði sem þurfa þykir. Ennfremur eru f blaðinu kynnt- ir aðrir valkostir fyrir þá sem ekki kæra sig um skarkala stórhátí- ðanna, má þar m.a. nefna óbyggðaferðir, hestaferðir, gist- ingu á bændabýlum, ferðir á vegum ferðafélaganna svo og allar ferðir sem famar eru frá Um- á lífi. Áttu þau sextíu ára brúð- kaupsafmæli á siðasta árí. Þau hjón hafa ávallt verið afar samrýnd og á efri árum hafa þau vart mátt hvort af öðm sjá. Þegar sundiaugin f Bolungarvík var opnuð þá fóru þau bæði á sund- námskeið og lærðu að synda, hún 69 ára og hann 74 ára. Síðan hafa þau verið fastagestir í sundlauginni tvisvar í viku. Þó að Sigurgeir sé orðinn áttatfu og fímm ára er hann afar ern og er við góða heilsu. Hann er nú hættur að stunda vinnu úti frá en hann setur upp net heima hjá sér, því iðjulaus getur hann ekki verið. Sigurgeir er bezt lýst þannig að hann er manna heiðarlegastur, gamansamur og léttur í lund. Hann er skapfestumaður, og vinur þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu, það sýna rausnarlegu gjafír hans í þágu vangefinna. Elsku þið, til hamingju með dag- inn. ferðarmiðstöðinni um verslunar- mannahelgina. Blaðinu verður dreift án endur- gjalds til íslendinga á aldrinum 17-21 árs, en stór hluti þessa ald- urshóps mun vera á faraldsfæti um verslunarmannahelgina. Blaðið liggur ennfremur frammi á fjölfömum ferðamannastöðum. Upplýsingarit um verslunarmanna- helgina komið út Vertu hress, ef velur þú vegu þá, sem guð má þekkja, þó að stundum bresti brú, bregðist gæftir eða laskist snekkja. Lát ei vil þér veginn þyngja vert þú æ til taks að syngja. Lát þér vera langt til tára, létt um bros til hinztu ára. Svo má lífsins sólskin fagna, silfúrhærur, ijóða vanga. (Þýtt úr dönsku.) AR Flísar í alla íbúðina l’flL'Uflila: - ODYRU flísarnar frá Portúgal - og allt til flísalagna. §ALFABORG f BYGGINGAMARKAÐUR SKÚTUVOGI 4 - SlMI 686755 Gönguskór Þú misstígur þig ekki í vönduðu gönguskónum frá Scarpa. Hvort sem þú ert að rölta á jafnsléttu eða príla fjöll þá á Skátabúðin skóna fyrir þig. Skátabúðin selur Scarpa og aðstoðar þig viö val á þeim skóm er henta þínum þörf- um. Mundu að ráðleggingar okkar eru byggðar á reynslu. SKÁTABÚÐIN Snorrabraut 60 sími 12045
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.